Morgunblaðið - 14.05.1980, Side 22

Morgunblaðið - 14.05.1980, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ1980 Margrét Markúsdótt- ir Isaksen - Minning Fædd 20. mars 1899. Dáin 7. maí 1980. I dag verður til moldar borin Margrét ísaksen, Ásvallagötu 63. Hún lést í Landspítalanum 7. þessa mánaðar eftir langan og erfiðan sjúkdóm. Magga, eins og hún var alltaf kölluð, var fædd í Kirkjulækjar- koti Fljótshlíð. Foreldrar hennar voru hjónin Margrét Árnadóttir og Markús Magnússon og bjuggu þau allan sinn búskap í Kirkju- lækjarkoti. Þau eignuðust sex börn, sem nú eru öll dáin nema yngsti bróðirinn, Þorvaldur. Ung fór Magga að heiman til áð stunda vinnu í Reykjavík og var hún alls staðar eftirsótt sökum dugnaðar, því að það var sama hvað hún gerði allt lék í höndum hennar. Magga giftist norskum manni, Hagerúp ísaksen, skifulagn- ingarmeistara og byrjuðu þau búskap sinn í Noregi. Magga undi ekki hag sínum þar, svo þau fluttu aftur til íslands og hófu búskap sinn í Reykjavík. Þau eignuðust átta börn og sex þeirra eru á lífi. Óskar, giftur Margréti Sigurðar- dóttur, Haraldur, giftur Ingi- björgu Þorgrímsdóttur, Haf- steinn, giftur Hönnu Hansdóttur, Kristinn, giftur Unni Þorsteins- dóttur, Esther, gift Bjarna Krist- jánssyni og Erla, gift Heinz Steimann. Húsakynni hennar voru þröng, en aldrei var þó svo þröngt þar, að hún gæti ekki leyft okkur systkin- um að vera, þegar við vorum að koma í bæinn. Hún tók okkur alltaf opnum örmum og var boðin og búin að gera allt fyrir okkur, þar sem hjartarúm er, er nóg húsrúm. Magga átti stórt og gott hjarta og mun ég aldrei gleyma því hvað hún var mér góð. Það á fyrir okkur öllum að liggja að fara yfir móðuna miklu og þá er sælt að eygja trúna á Guð og son hans Jesúm Krist og vera þess viss að ganga inn í dýrð hans. Ég veit, að Magga mín er þar, því hún elskaði Guð og lagði allt í hendur Drottni. Með þessum fáu orðum vil ég þakka henni fyrir allt, sem hún gerði fyrir mig og systkini mín og sérstakar þakkir færi ég henni fyrir hönd systur minnar, Böggu, sem búsett er úti í Ameríku og getur þess vegna ekki kvatt hana hér í dag. Svo bið ég Guð að blessa bróður hennar og alla hennar afkomendur og tengdabörn. Blessuð sé minnig hennar. Oddný Guðnadóttir í dag er borin til hinztu hvílu ástkær tengdamóðir mín, en hún lézt í Landspítalanum hinn 7. þessa mánaðar eftir þung veikindi og langar mig að minnast hennar nokkrum orðum hér. Margrét fæddist 20. mars 1899 að Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð, dóttir hjónanna Margrétar Árna- dóttur frá Gerðakoti undir Vest- ur-Eyjafjöllum og Markúsar Magnússonar frá Kirkjulækjar- koti. Hún var alin upp í stórum systkinahóp við frekar þröngan kost eins og svo algengt var á þeim tíma. Hana langaði ákaflega mik- ið að ganga menntaveginn, hafði fengið í vöggugjöf góðar gáfur og hagar hendur, sem glögglega kom fram í öllum hennar verkum alla tíð. En þá voru aðrir tímar en í dag og hennar hlutskipti varð annað. Er Margrét var um tvítugt fór hún til Reykjavíkur og réði sig í vist, en á kvöldin sótti hún skóla og að því námi bjó hún alla æfi. Seihna fór hún að læra fata- saum og var hún frábær sauma- kona og yfir höfuð snillingur í höndunum. Á sumrin fór hún í síldina á Siglufirði og þar kynntist hún ungum Norðmanni, sem varð lífsförunautur hennar í yfir fimmtíu ár, Hagerup Isaksen frá Tromvik í N-Noregi. Þau voru gefin saman í hjónaband 29. júlí 1923, í Dómkirkjunni í Tromsö. í Noregi hófu þau búskap og þar fæddust þrjú elstu börnin, en elstu dótturina misstu þau unga og er hún grafin í Noregi. Alls eignuðust þau átta börn og eru þau: Óskar, bifreiðarstjóri í Reykjavík, kvæntur Margréti Sig- urðardóttur, Markús, lést árið 1969, kvæntur Hjördísi Jóseps- dóttur, Hanna, lést barn að aldri, Harald, rafvirkjameistari í Reykjavík, kvæntur Ingibjörgu Þorgrímsdóttur, Hafsteinn, vél- smiður í Njarðvíkurbæ, kvæntur Hönnu Hansdóttur, Kristinn, bif- reiðarstjóri í Garði, kvæntur Unni Þorsteinsdóttur, Ester, húsmóðir í Reykjavík, gift Bjarna Kristjáns- syni og Erla, húsmóðir í Reykjavík, gift Heinz Steinmann. Afkomendur þeirra munu nú vera um fjörutíu. Eftir fjögur ár í Noregi fluttust ungu hjónin til íslands. Þá voru erfiðir tímar hér og ekki alltaf gott að fá vinnu, síst fyrir útlend- inga og varð það því hlutskipti Margrétar, að vinna utan heimil- isins og vann hún lengst framan af við saltfiskverkun, en seinna tókst henni að eignast bæði saumavél og prjónavél og gat hún, þá unnið heima, því henni var það síður en svo ljúft, að þurfa að vinna úti allan daginn, frá ungum börnum. Hagerup vann þá stopula verka- mannavinnu sem til féll og með frábærum dugnaði tókst þeim að eignast litla íbúð í Verkamanna- bústöðunum, sem byrjað var á í Vesturbænum árið 1932 og var þar þeirra heimili æ síðan. Það kom best í ljós á þessum árum hver mannkostakona hún Margrét var. Hún var eftirsóttur vinnukraftur sökum dugnaðar og vandvirkni og heimilið var sann- arlega ekki vanrækt, því ekki voru börnin aðeins vel til fara og vel nærð, heldur einnig umvafin móð- urást og blíðu, sem best kom fram í þeirri virðingu sem þau ávallt sýndu móður sinni. Margrét og Hagerup voru ákaf- lega gestrisin og góð heim að sækja og þó heimilið væri aðeins tveggja herbergja íbúð, var þar ætíð rúm fyrir vini og ættingja og alltaf var veitt af rausn, þó af litlu væri að taka. Rólegt og glaðvært viðmót þeirra var þeim eðlilegt og fólki leið alltaf svo vel í návist þeirra. Hún Margrét var mjög trúuð kona og hún sótti sinn óbilandi kjark og styrk til bænarinnar. Hún var sönn íslensk alþýðukona, sem vann sín verk af vandvirkni, hljóðlát og yfirlætislaus. Ró henn- ar og æðruleysi hvað sem fyrir hana kom var slíkt, sem enginn getur öðlast nema sá sem treystir Guði fyllilega, hún efaðist aldrei um handleiðslu hans. Hún heyrði til hinum þögla hópi, var eitt af hinum breiðu bökum þessarar þjóðar, sem vann fyrir börnin sín og vildi aldrei heyra hrós né þakkir. Þó hún fengi ekki notið þess skólanáms sem hún þráði í æsku, þá varð skóli lífsins, þó harður væri, henni dýrmæt reynsla, sem hún var alltaf tilbúin að miðla þeim ungu og óreyndu, sem til hennar leituðu. Sú hvöt var mjög rík í fari hennar, að vera sjálfstæð og óháð, ekki upp á aðra komin og hennar mesta áhyggju- efni síðustu árin var, að hún ætti kannske eftir að verða börnunum sínum byrði í ellinni. Eftir að Hagerup lést árið 1976, var hún lengst af ein í lítla horninu sínu á Ásvallagötunni, sat þar með prjónana sína, því aldrei gat hún verklaus verið og margir litu inn til hennar til að spjalla og fá kaffibolla. Síðustu mánuðina var hún orðin helsjúk á líkama, en andlegri heilsu hélt hún til síðasta dags. Þegar hún þurfti ekki að vera á sjúkrahúsi, átti hún öruggt athvarf á heimilum dætra sinna, þar sem hún var umvafin þeirri ástúð og fórnfýsi, sem hún hafði sjálf veitt svo ríkulega af á langri æfi. Hún er kvödd með djúpri hryggð, en jafnframt gleði yfir því að hún þurfi ekki að kveljast lengur, eða finnast hún vera öðrum byrði. Við biðjum algóðan Guð að varðveita ömmu Isaksen og þökk- um henni fyrir allt. „Hvíl þig móðir, hvíl þig, þú varst þreytt; þinni hvíld ei raskar framar neitt. Á þína gröf um mörg ókomin ár, ótal munu falla þakkartár.M (Jóhann M. Bjarnason.) Unnur. smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar Menntaöur útlendingur 28 ára óskar eftir góöu starfi til framtíðar. Getur byrjaö strax eöa í haust. Móöurmál enska, talar íslensku og les fleiri mál. Vill helst vinna viö menningar- starfsemi eöa skemmtilegt skrif- stofustarf. Getur t.d. annast þýöingar, bréfritun, prófarka- lestur, en margt kemur til greina. Er meö bílpróf. Tilboö leggist inn á augld. Mbl. fyrir 21. maf merkt: „Atvinna — 6355". ýmislegt Framleiðendur Heildsalar Einn af reyndari og þekktari sölumönnum landsins, óskar aö bæta við sig vörum. Get helst bætt viö mig vörum til sölu úti á landi. Tilboð merkt: „Free Lance — 6142“ sendist augld. Mbl. Einhleypur reglusamur maður óskar aö taka á leigu herb. með baöi strax í Garðabæ eöa Hafn- arfirði. Reglusemi og góöri um- gengni heitið. Uppl. í síma 53171 eftlr kl. 7. Húsnæði óskast Óskum eftir aö taka á leigu 3ja herb. íbúö, erum 4 í heimili. Fyrirframgreiðsla ef óskaö er. Uppl. í síma 76399 eftir kl. 4 í dag og næstu daga. Scania—Volvo— Benz—Man 6 og 10 hjóla. Allar árgeröir. Vörubílar til allra verka. Aöal-Bílasalan, Skúlagötu 40, símar 19181 og 15014. Gróðurmold til sölu Heimkeyrö ( lóöir. Uppl. í síma 44582 og 40199. IOOF9 = 1625147’/2 = Bh. IOOF 7 = 1625147 = L.f. IOGT Stúkan Einingin. Stuttur fundur í kvöld kl. 20.30. Kosning fuiltrúa á stórstúkuþing. Dagskrá í umsjá sumarheimilis- stjórna. Bingó. Kaffi og fleira. Æt. Hörgshlíö 12 Samkoma í kvöld kl. 8. Veröbréf Fyrirgreiösluskrifstofan Vestur- götu 17, sími 16223. Ármenningar skíöafólk Innanfélagsmót skíöadeildar fer fram í Bláfjöllum, helgina 17. og 18. maí. Keppni hefst laugardag kl. 12 í stórsvigi og sunnudag kl. 11 í svigi. Keppt veröur í öllum flokkum. Verölaunaafhending að lokinni keppni. m ÚTIVISTARFERÐlá*- Fimmtud. 15.5. kl. 9: Akrafjall, eggjaleit, eöa Skarösheiöi (1053 m). Verö 7000 kr. kl. 13: Fjöruganga viö Hvalfjörö, steinaleit. verö 4000 kr. Fariö frá B.S.I. benzínsölu. Vanir farar- stjórar. Hvítasunnuferöir: 1. Snæfellsnes, 2. Húsalell, 3. Þórsmörk. Utaftlandsferðir: 3 Grænlandsteröir, 2 ódýrar Noregsferöir, írlandsferö. Upplýsingar á skrifst. Útivistar. Aöalfundur Útivistar verður aö Hótel Esju mánud. 19.5 kl. 20.30. Útivist. GEOVERNDARFÉLAG ISLANOS Frá Sálarrannsókna- félaginu í Hafnarfirði Fundur veröur haldinn miöviku- daginn 14 maí í Góötemplara- húsinu er hefst kl. 20.30. Dagskrá Úlfur Ragnarsson yfir- læknir flytur erindi. Systkinin Sigurbjört Þóröardóttir og Helgi Þóröarson syngja tvísöng við undirleik Guöna Þ. Guömunds- sonar. Kaff iveitingar. Stjórnin. Fíladelfía Fíladelfía hefur útvarpsguös- þjónustu sunnudaginn 18. maí kl. 11. Bein útsendlng. Árni Arinbjarnarson stýrir söng sem er fjölbreyttur. Predikun Einar Gt'slason. Fimir fætur Templarahöllinni 17. maí. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ___ ÖLDUGÖTU 3 SÍMAR 11796 og 19533. 1. kl. 10. Fjöruferð v/Stokkseyri (Sölvafjara) Baugstaöaviti. Leiöbeinandi Anna Guömunds- dóttir húsmæðrakennari. Nauö- synlegt aö vera í gúmmístígvél- 2. kl. 100. Ingólfsfjall — Inghóll (551 m). Verö í báöar feröirnar kr. 5000, gr. v/bílinn. 3. kl. 13. Marardalur. Gengiö frá Kolviöarhóli í Marardal og til baka aftur. Verö kr. 3500, gr. v/bílinn. Fararstjóri Halldór Sig- urösson. Feröirnar eru allar far- nar frá Umferöarmiöstööinni aö austanveröu. Fararstjóri Halldór Sigurösson. 16.—18. maí. Þórsmörk. Farið kl. 20.00 á föstudag og komiö til baka á sunnudag. Gist f upphituöu húsi. Nánari upplýs- ingar á skrifstofunni. Feröafélag íslands. \ raðauglýsingar — raöauglýsingar — raöauglýsingar húsnæöi óskast Akranes Ungt par óskar eftir aö taka á leigu 2ja—3ja herb. íbúö. Góð meðmæli. Upplýsingar í síma 91-42387, eftir kl. 17:00. Félagsheimili (vinnuskúr) Snarfari félag sportbátaeigenda óskar aö kaupa húsnæði til félagsstarfa. Stærö ca. 20—60 fm. Upplýsingar gefur Hörður Guðmundsson í síma 3120 og Einar Sigurbergsson í síma 10531. Hlíðar — Vesturbær Óskum eftir að taka á leigu 3ja—5 herb. íbúö á rólegum stað í Hlíðunum eöa gamla bænum. Leigutími frá 1. júní nk. — 1. júní '81. Fyrirframgreiðsla fyrir allt tímabilið ef óskað er. Uppl. í síma 36874 á kvöldin.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.