Morgunblaðið - 14.05.1980, Síða 30

Morgunblaðið - 14.05.1980, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ1980 Vésteinn steinsnar frá meti Oskars ÞAÐ þarf varla að skýra frjáls- iþróttaunnendum frá því að Vé- steinn Hafsteinsson KA hafi bætt árangur sinn i kringlukasti á F r jálsíþrót tamennirnir Ragnheiður Ólafsdóttir FH og Jón Diðriksson UMSB náðu at- Heldur Arsenal út? ARSENAL og Valencia frá Spáni leika til úrslita um Evrópubik- arhafa i Brussel i Belgiu í kvöld. Bæði liðin mættu til Brussel i gær og leikmenn beggja liða virtust ekki taka annað i mál, en að þeir yrðu Evrópumeistarar. Einhvern tíma hefðu flestir hallast að Arsenalsigri, en útlitið hefur breyst þar sem Arsenal hefur leikið 11 leiki siðustu 27 dagana. Mátti glöggt sjá, er liðið lék gegn West Ham í úrslitum bikarkeppninnar, að leikmenn liðsins virðast aðframkomnir eft- ir törnina. Á þetta bentu Spán- verjarnir og glottu. 65.000 manns komast fyrir á vellinum, sem er heimavöllur belgiska meistara- liðsins FC Brugge, og langt er síðan að síðasti miðinn seldist. frjálsiþróttamótinu sem hann tók þátt i í Kaliforniu um helgina, drengurinn hefur vart stigið fæti i kringlukastshringinn án þess hyglisverðum árangri í fyrstu utanhússkeppni sinni að þessu sinni, en þau dveljast bæði í Köln í Vestur-Þýzkalandi. Ragnheiður setti persónulegt met i 800 metra hlaupi sem hún hljóp á 2:09,5 mínútum. Að sögn Jóns hljóp Ragnhildur keppnis- laust, og á þvi vafalaust eftir að stórbæta þennan árangur þegar á liður sumarið. Jón hljóp 1.000 metra hlaup og háði framan af harða keppni við tvo beztu millivegalengdahlaup- ara Þjóðverja, þá Thomas Wess- inghaga og Mark Nellesen, en varð að gefa sig á lokasprettinum. Hljóp Jón á 2:23,2 mínútum, sem er gott start á keppnistímabili, en Nellesen, sem er skólafélagi Jóns, bar sigur úr býtum, hljóp á 2:21,2 mínútum og Wessinghage hljóp á 2:21,3 mín. — ágás. Frlfilsar iftrðttlr .. ......... -J að bæta sig. Og það þarf enginn að efast um það lengur hvort hann slái unglingamet óskars Jakobssonar ÍR í greininni, því á mótinu um helgina kastaði Vé- steinn kringlunni 54,42 metra, eða aðeins tveimur sentimetrum styttra en met óskars er. Framfarir Vésteins í kringluk- astinu hafa verið lofsverðar, en hann hefur nú tekið ástfóstri við þá grein eftir að hafa dundað í tugþraut í nokkur ár. í fyrrasum- ar kastaði hann lengst 49,56 metra og hefur því það sem af er bætt sig um tæpa fimm metra. Vésteinn er aðeins tvítugur og á því fram- tíðina fyrir sér. Hefur hann í hyggju að hefja nám í bandarísk- um háskóla næsta haust og hafa tveir skólar nú þegar lýst áhuga á að fá hann í sínar raðir, annars vegar San Jose State í Kaliforníu og hins vegar Texasháskóli í Austin, skóli þeirra Óskars Jak- obssonar og Friðriks Þórs Ósk- arssonar. Hefur þjálfarinn í Texas lagt hart að Vésteini að koma til sín, greinilega hrifinn af piltinum og ánægður með reynslu sína af íslenzkum frjálsíþróttamönnum. Á móti því sem um ræðir, kastaði Erlendur Valdimarsson ÍR kringlunni 57,50 metra og Þráinn Hafsteinsson ÍR, bróðir Vésteins, 49,14 metra. Þráinn og Gunnar Páll Jóakimsson ÍR hlupu 100 og 200 metra hlaup og settu persónu- leg met í 200 metrunum. Hljóp Gunnar á 23,5 og Þráinn á 23,8. Meðvindur var broti yfir marki í 100 metrunum, en þá hljóp Gunn- ar á 11,5 og Þráinn á 11,6 sekúndum. — ágás. Ragnheiður og Jón hlaupa vel Símamynd AP. • Leikmenn West Ham fengu konunglegar móttökur er þeir komu með bikarinn til bækistöðva sinna i Austur Lundúnum. 200 þúsund aðdáendur íylltu göturnar sem liðið fór um í langferðabilum. Á myndinni má sjá hvar leikmennirnir lyfta bikarnum yfir höfði sér upp á þaki eins bilsins. Þeir voru allir sammála um að i öðru eins höfðu þeir aldrei lent. Olympíuleikarnir í IWoskvu 1980: Hverjir mæta og hverjir FÁTT er jafn mikið rætt þessa dagana og ólympiuleikahald Sovétmanna og hvort að þessi þjóðin eða hin hafa hugsað sér að mæta til leiks eður ei. Ekki er ólíklegt að margir séu orðnir hálf ruglaðir á grautnum þeim, kannski það rofi til í kollinum eftir að litið hefur verið á eftirfarandi samantekt. Verður hér á eftir rakið, að nokkru leyti i starfrófsröð, viðhorf flestra þjóða og þær ákvarðanir. ef einhverjar, sem þjóðirnar hafa tekið varðandi leikana i Moskvu. Argentína: Argentínska Ól- ympíunefndin samþykkir líklega beiöni herforingjastjórnarinnar að senda ekki lið. Albanía: Sendir ekki lið. Austurríki: Eru mótfallnir boð- um bg bönnum og ætla örugg- lega að mæta. Ástralía: Forsætisráðherrann Malcolm Frazer hefur hvatt ástralska íþróttamenn til að skrópa, en ætlar ekki að fyrir- skipa eitt eða neitt. Ólympíu- nefnd landsins þegir sem stend- ur, bíður átekta eftir því hvað Vestur-Evrópuþjóðirnar ætla sér. Antigua: Senda ekki lið. Bahrain: Láta sig vanta. Belgía: Ríkisstjórnin hefur sýnt sig hlutlausa og Ólympíunefnd Belga ætlar að senda lið. Bermuda: Ætlar ekki að mæta. Brasilía: Mætir með sitt sterkasta iið. Kanada: Kanadíska Ólympíu- nefndin hefur ákveðið að senda ekki keppendur, en hugsanlegt er að einhverjir íþróttafrömuðir kanadískir verði eigi að síður viðstaddir á eigin vegum. Mið-Ameríka: Mexicó, Guate- mala, E1 Salvador, Costa Rica og Panama senda öll lið. Honduras ætlar að skrópa og líklegt er að Nigaraqua sendi ekki lið vegna fjárskorts. Kína: Ætla að skrópa ef Sovét- menn hafa ekki hypjað sig frá Afganistan fyrir 24. maí. Chile: Mæta ekki. Kýpur Verða með. Danmörk: Danir verða með eins og staðan er í dag. Utanríkisráð- herrann Kjeid Olsen hefur hins vegar iýst yfir að afstaðan verði endurskoðuð ef Vestur Evrópu- þjóðirnar taki sig saman um eitthvað. Djibouti: Skrópar. Egyptaland: Ólympíunefnd Eg- ypta ákvað að senda ekki lið löngu áður en að Carter fór á stúfana með beiðnir sínar. For- setinn Anwar Sadat hefur stað- fest ákvörðun nefndarinnar. Eþíópía: Verður með. Fiji eyjar Verða ekki með. Finnland: Sendir lið. Frakkland: Frakkar ætluðu að ákveða sig í gær, en fregnir bárust ekki. Ríkisstjórnin fól Ólympíunefndinni að sjá um mál þetta. Talið hefur verið að Frakkar séu ekkert spenntir fyrir því að sleppa leikunum, hins vegar hafi hugarfarið breyst lítillega aö undanförnu, einkum ef Vesturlönd koma sér saman um eitthvað. Bretland: Brezka ríkisstjórnin hefur stutt mjög kröfur Jimmy Carters, en hins vegar starfar Ólympíunefndin breska sjálf- stætt. Og nefndin sú hefur ákveðið að senda lið íþrótta- manna. Að vísu hefur breska sundsambandið frestað ákvörð- unartöku, en talið er að það fylgi hinum samböndunum til Moskvu. Grikkland: Ætlar að senda lið. Haiti: Skrópar. Indónesía: Stjórnvöld hallast að því að senda ekki lið, en ákvörð- un hefur ekki verið tekin. Indland: Verður með. ísland: Verður með að sjálf- sögðu! íran: íranir ætla ekki að mæta til leiks og þarf varla að taka það fram að það er ekki vegna þess að Jimmy Carter bað þá um það. íranir hafa álasað Rússum fyrir innrásina í Afganistan, en frek- ari skýringar hafa ekki veriö gefnar, á því íranir kjósi að sitja heima. írak: Verður með. írland: Verður með. ísrael: Hefur ekki tekið loka- ákvörðun. Ítalía: Ríkisstjórnin er hlynnt heimasetu, en ólympíunefndin ekki. Stjórnin hefur ekki þvingað nefndina og því verða Italir meðal keppenda. Japan: Sama með Japani og ítala, stjórnin hefur tekið vel I tilmæii Carters, en Ólympíu- nefndin, sem er sjálfstæð, vill senda lið. Kenyæ Sendir ekki lið. Kuwait: Verður með. Liberia: Skrópar. Lichtenstein: Hefur ákveðið að draga þá fjóra íþróttamenn sem senda átti til baka. Er Lichten- stein fyrsta hlutlausa Evrópu- ríkið sem dregur sig til baka. Malawi: Verður ekki með. Malasía: Stjórnin sendir ekki lið til Moskvu, en tók fram að það væri ekki stuðningstákn við Jimmy Carter, enda var ákvörð- unin tekin áður en að Carter hóf herferð sína. Mauritius: Skrópar. Monakó: Skrópar líka. Holland: Stjórnin vill gjarnan styðja Carter, en hefur látið ólympíunefndina eina um að taka ákvörðun. Talið er að nefndin sé hlynnt þátttöku. Nýja Sjáland: Verður með. Noregur: Verður ekki með. Pakistan: Verður ekki með. Paraguay: Verður ekki með, ekki þó að sögn stjórnarinnar vegna Afganistan-málsins. Perú: Sendir liö. Filipseyjar: Skrópa. Portúgal: Hér er sama sagan og víða, stjórnin vill hundsa Rússa, en ólympíunefndin rígheldur í hugsjónina. Ákvörðunar er að vænta ekki síðar en 24. maí. Puerto Rico: „Geriði svo vel farið ef þið viljið, en við styðjum ykkur ekki“ gæti ríkisstjórnin hafa sagt við íþróttafólk sitt. Því sitja margir heima, en fáeinir drattast á eigin vegum. Ól- ympíunefndin hefur mælt með þátttöku, en virðir þau sérsam- bönd sem styðja Carter, má þar nefna júdómenn, lyftingamenn ekki? og siglingafólkið. Quatar: Mætir ekki frekar en önnur múhameðstrúarlönd. Saudi Arabía: Stóð fyrir herferð meðal múhameðstrúarríkja að hundsa Rússa. Mæta ekki. Singapore: Mætir ekki. Somalia: Mætir ekki. Sýrland: Sendir lið. Sudan: Sendir ekki lið að tilmæl- um Araba. Spánn: Taka ákvörðun alveg á næstunni, en áreiðanlegar heim- iidir telja víst að Spánverjar dragi sig til baka. Svíþjóð: Verður að sjálfsögðu með. Sviss: Já, Sviss líka. Suður Kórea: Stjórnin vill eins og víðar sparka í Rússa, en Ólympíunefndin vill fresta ákvörðun til 24. maí, sem er lokadagur að skila staðfesting- um til Sovét. Ætla Kóreumenn sér að sjá hvernig staðan verður þá. Taiwan: Oákveðnir. Tanzanía: Verða með. Tyrkland: Óákveðnir. Uruguay: óákveðnir. Venezuela: Verða með. Vestur Þýskaland: Hér er und- antekning sem sannar regluna, hér er það forseti Ólympíunefnd- arinnar sem hefur mælt með heimasetu. Nefndin mun taka lokaákvörðun í vikunni. Afstaða stjórnarinnar fer eftir því hvað NATO-ríkin taka sér fyrir hend- ur. Júgóslavía: Verður með, hvað annað? Zaire: Verður ekki með, hvað annað? i 'M

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.