Morgunblaðið - 14.05.1980, Side 15

Morgunblaðið - 14.05.1980, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ1980 15 Stúdentar dregnir fyrir rétt í Kabúl Paloma Picasso, dóttir listamannsins Picassos, stendur við hiið málverks föður sins, en það var selt á listaverkauppboði í New York fyrir 3 milljónir dala. bað var hærra verð fyrir málverk en áður hefur þekkst. Með Paloma stendur fulltrúi Bridgestone-safnsins, er keypti myndina. Símamynd ap. Þetta gerðist 14. maí. 1979 — Bandaríkin og Kína semja um viðskipti eftir 30 ára hlé. 1976 — Indverjar og Pakistanar taka upp stjórnmálasamband eftir fimm ára hlé. 1975 — Kunngert að bandarískir landgönguliðar hafi tekið banda- ríska kaupskipið „Mayaguez" af Kambódíumönnum og sökkt þremur kambódískum herskipum. 1973 — Fyrstu Skylab-geimrann- sóknarstöð Bandaríkjamanna skotið. 1972 — Japanir fá aftur yfirráð yfir Okinawa eftir 27 ára bandarískt yfirráð. 1964 — Nikita Krúsjeff, forsætis- ráðherra Rússa, opnar Aswan- stífluna í Egyptalandi. 1948 — Umboðsstjórn Breta í Pal- estinu lýkur og Ísraelsríki stofnað með Chaim Weizman fyrir forseta og Davíð Ben-Gurion fyrir forsætis- ráðherra — Arabahersveitin gerir innrás í Palestínu og sækir inn í Jerúsalem. 1945 — Lýðveldi stofnað í Austur- ríki. 1940 — Heimavarnarlið í Bretlandi stofnað. 1921 — Kosningasigur fasista á Ítalíu. 1842 — „Uustrated London News“ hefur göngu sína. 1811 — Lýst yfir stofnun lýðveldis í Paraguay. 1796 — Edward Jenner gerir fyrstu árangursríku tilraun sína með bólu- setningu. 1791 — Cornwallis lávarður steypir Tippoo af Mysore af stóli í Serings- patam á Indlandi. 1702 — Karl XII tekur Varsjá. 1610 — Ofstækismaðurinn Francois Ravaillac ræður Hinrik IV af Frakklandi af dögum og Loðvík XII, 9 ára, tekur við, en Maria de Mediei verður ríkisstjóri. 1509 — Frakkar sigra Feneyinga við Agnadello og ná yfirráðum yfir Norður-Ítalíu — Spánverjar taka Oran af Márum. Afmæli. Gabriel D. Fahrenheit, þýzkur eðlisfræðingur (1686—1736) — Robert Owen, enskur umbóta- frömuður (1771—1858) — Sir Hall Caine, enskur rithöfundur (1853— 1931) — Otto Klemperer, þýzkur hljómsveitarstjóri (1885—1973). Andlát. 1936 Allenby lávarður, her- maður. Innlent. 1912 Kristján X verður konungur við lát Friðriks VIII — 1900 d. Stefán próf. Stephensen — 1937 Tuttugu og fimm ára stjórnar- afmæli Kristjáns X hátíðlega haldið — 1945 Veðurfregnum útvarpað í fyrsta sinn síðan ísland var hernum- ið — 1946 Sláturhús brennur á Akranesi — 1965 Fyrsta Fokker Friendship flugvél FÍ kemur — 1895 f. Klemenz Kristjánsson á Sáms- stöðum. Orð dagsins. Mótlæti er bezti skól- inn — Benjamin Disraeli, brezkur stjórnmálaleiðtogi (1804—1881). Túkió, 13. maí. AP. KÍNVERSKA fréttastofan Xinhua hafði í dag eftir útvarpinu í Kabúl, að stjórnvöld í Afganistan hefðu handtekið 620 stúd- enta, sem þátt tóku í upp- reisninni í Kabúl fyrir skömmu, og að 96 þeirra yrðu leiddir fyrir „Bylt- ingardómstóla“. Frétta- stofan sagði, að 524 hefði verið sleppt. Síðar í dag sagði Kabúlútvarpið, að aðeins 324 stúdentum hefði verið sleppt úr haldi en skýrði ekki frá örlögum hinna. Xinhua sagði, að stúdentar í Jalalabad hefðu undanfarið haldið uppi mótmælaaðgerðum gegn inn- rás Sovétmanna í Afganistan og að verzlunareigendur hefðu sýnt stúdentum stuðning í verki með því að loka verzlunum sínum. TASS-fréttastofan sovéska sagði „öryggissveitir hafa hand- tekið nokkra þeirra, sem tóku þátt í óeirðunum". Fréttastofan sagði að þeim sem hefðu verið í „óeirð- unum fyrir tilviljun" hefði verið sleppt úr haldi. Fréttastofan skýrði ekki frá fjölda hinna hand- teknu né hve mörgum var sleppt úr haldi. Larsen vann Hort Bugojno, Júgóslavíu, 14. maí. AP. BENT Larsen vann í dag Vlast- imil Hort frá Tékkóslóvakiu og náði þar með forystu ásamt Ljubojevic frá Júgóslavíu eftir 3. umferð á Stórmeistaramótinu í Bugojno. Þar er keppt um 13 þúsund dollara verðlaun. Skák Anatoli Karpovs heimsmeistara og sænska skákmannsins Ulfs Anderson fór í bið og er staða hins síðarnefnda sögð ögn betri, en sérfræðingar spáðu að samið yrði um jafntefli í lokin. Önnur úrslit voru sem hér segir: jafntefli gerðu Ljubojevic, Júgó- slavíu, og Ivkov, Júgóslavíu; Pol- ugaevsky, Sovétríkjunum, og Kur- ajida, Júgóslavíu; Tal frá Sov- étríkjunum og Gligoric frá Júgó- slavíu; Jan Timman frá Hollandi og Kavalek frá Bandaríkjunum. Æxliö hefur miraikað um 30% eftir með- ferð með Interferon FYRIR helgina lést á Bon Secours sjúkrahús- inu í Glasgow, 14 ára gamall piltur, Fergal O’Hare. Banamein hans var krabbamein. Læknar notuðu lyfið Interferon í baráttunni gegn krabba- meininu en allt kom fyrir ekki. Annar piltur, hvers nafn hefur ekki fengist uppgefið nema að hann heitir Peter, liggur nú á sama sjúkrahúsi í Glas- gow. Læknar beita Inter- feron-lyfinu gegn krabba- meini hans. Að sögn Tom McAllister, eins þeirra lækna sem stunda piltinn, þá þjáist hann af krabba- meini í höfði. Eftir þá meðferð sem hann hefur hlotið með Interferon- lyfinu, hefur krabbamein- ið í höfði hans minnkað um 30%. 26. maí - 2. júnf. Verð aðeins kr. 198.000 Vegna geysilegrar eftirspurnar höfum við bætt við „auka-auka- ferðum“ til Rimini í sumar. í fyrstu brottförinni gefst einstakt tæki- færi á stuttri og ódýrri ferð. Innifalið í verði er flug, gisting í öndvegisíbúðum, flutningur til og frá flugvelli og íslensk fararstjórn. Beint flug til Rimini - snaggaraleg ferð og kærkomið forskot á sumarsæluna! Ðrotttarardagar: 22. mai - uppselt, biölisti 26. mai - aukaferð laus sætl (Ser og Sole Mar) 2. júni - uppselt, biðlisti 12. juni - uppselt, biðlisti 16. júni - aukaterð laus sæti (Ser og Sole Mar) 23. júnf - uppselt, blðllsti 3. júlf - örfá sæti laus (hotelgisting) 7. júli - aukalerð, laus sæti (Ser og Sole Mar) 14. júli - örfá sæti laus (hótelgisting) 24. júli - laus sæti (hótelgisting) 28. júli - aukalerö, örfá sæti laus (Ser og Sole Mar) 4. ágúst - örfá sætl laus (hótelgisting) 14. ágúst - uppselt, biðlisti 18. ágúst - aukaferö, órla sæti laus (Ser og Sole Mar) 25. ágúst - örfá sæti laus (hótelgisting) 4. sept. - uppselt, biðlisti 15. sept. - laus sæti (Porto Verde. Giardino Riccione) Samvinnuferóir-Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899 vikuferd til

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.