Morgunblaðið - 14.05.1980, Síða 11

Morgunblaðið - 14.05.1980, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ1980 11 Tekjur áætlaðar 990 milljónir króna Fjárhagsáætlun Sauðárkróks samþykkt: Sauðárkróki, 10. mái 1980 FJÁRHAGSÁÆTLUN Sauðárkróks var samþykkt eftir síðari umræðu í bæjarstjórn Sauðárkróks 6. maí sl. Á rekstrarreikn- ingi bæjarsjóðs eru gjöld áætluð kr. 713 milljónir og tekjur 990 m. kr. Niðurstöðutölur á gjaldfærðri fjárfestingu eru gjalda- megin 98,9 m. kr. og teknamegin 45 m. kr., en á eignfærðri fjárfestingu 377,3 m. kr. gjaldamegin og 154,4 m. kr. teknam. Á rekstrarreikningi hafnarsjóðs eru niðurstöðutölur 46,4 m. kr. en á eignabreytingareikningi 73,8 m. kr. Hjá Vatnsveitu Sauðárkróks eru hliðstæðar tölur 53,5 m. kr. og 64,6 m. kr. og hjá Rafveitu Sauðárkróks 22 m. kr. á rekstursreikningi og 64,3 m. kr á eignabreytingareikningi. Fjárhagsáætlun Hitaveitu Sauðárkróks hefur enn ekki verið afgreidd til síðari umræðu þar sem lánsfjáráætlun ríkisstjórnar- innar hafði ekki verið afgreidd á ' Alþingi þegar síðari umræða fór fram í bæjarstjórn um fjárhags- áætlunina. í drögum að lánsfjár- áætlun er gert ráð fyrir nokkru fé til Hitaveitunnar. Helztu framkvæmdir á vegum Sauðárkrókskaupstaðar í sumar verða eins og á sl. ári áframhald- andi uppbygging skólamannvirkja á staðnum. Gert er ráð fyrir að ljúka frágangi svokallaðrar C-álmu við Gagnfræðaskólann, sem tekin verður í notkun á næsta skólaári. Þá verður nýtt verk- námshús við Fjölbrautaskólann gert fokhelt í sumar í samræmi við verksamning, sem gerður var á sl. ári við verktaka á staðnum og síðast en ekki síst má nefna að í sumar verður hafist handa um byggingu nýs íþróttahúss sem er langþráð framkvæmd hjá bæjar- búum. Samtals verður varið 365 millj. kr. til fræðslumála á Sauð- árkróki á þessu ári. Er það í samræmi við fyrirheit bæjar- stjórnarmeirihlutans fyrr á þessu kjörtímabili um að aðaláherzla skuli lögð á fræðslumál og upp- byggingu skólanna og þá fyrst og fremst framhaldsskólans. Fyrirhuguð er bygging nýs tveggja deilda leikskóla í Hlíðar- hverfi á þessu ári og standa yfir samningar við Húseiningar h/f á Siglufirði um smíði slíks húss, sem tilbúið yrði frá verksmiðjunni í júlí n.k. Þá eru tilbúnar teikningar að nýju og glæsilegu félagsheimili, sem ráðgert er að framkvæmdir geti hafist við á þessu sumri og rísa á í Áshildarholtshæð. Á vegum Vatnsveitu Sauðár- króks eru uppi áform um nýja virkjun á þessu ári til að leysa brýna þörf Hlíðarhverfisbúa fyrir drykkjarhæft vatn. Til greina koma nokkrir kostir í því efni, en enn hefur ekki verið endanlega ráðið hver verður valinn. Ákvörð- un um það verður tekin innan skamms. Á fjárhagsáætlun eru 100 millj. kr. til gatnagerðarmála. Þótt hér sé um verulega fjárhæð að ræða verður ekki lagt varanlegt slitlag á götur bæjarins í sumar, en á næsta ári er fyrirhugað að gera verulegt átak í því efni. Nú eru að hefjast miklar fram- kvæmdir við Sauðárkrókshöfn. Verður hún dýpkuð og efnið sem upp kemur notað í uppfyllingu á svæði kringum gömlu bryggjuna, sem nú verður rifin. Má segja að við þetta stækki kaupstaðarlóðin nokkuð og raunar breyta þessar framkvæmdir mjög svipmóti gamla bæjarins og möguleikum til að stækka hann. Öll þessi mál sem hér hafa verið nefnd voru til umræðu á fundi bæjarmálaráðs Sjálfstæðisflokks- ins á Sauðárkróki, sem haldinn var daginn eftir samþykkt fjár- hagsáætlunarinnar í bæjarstjórn. Þorbjörn Árnason, forseti bæj- arstjórnar, gerði í ítarlegri ræðu grein fyrir fjárhagsáætluninni og helztu málaflokkum og svaraði fyrirspurnum fundarmanna. Fyrr í vetur hafði hann kynnt drög að áætluninni á fundi bæjarmála- ráðs. Bæjarmálaráð hefur nú starfað í 14 ár og starfsemi þess gefið góða raun. í því eiga sæti bæjar- fulltrúar flokksins og varamenn þeirra, fulltrúar flokksins í nefnd- um og ráðum bæjarins, stjórnir sjálfstæðisfélaganna o.fl. Öllu stuðningsfólki Sj álfstæðisflokks- ins er heimilt að sækja fundi og taka þátt í störfum bæjarmála- ráðs. Það heldur fundi fyrsta miðvikudag hvers mánaðar frá september til maí. Þar gera bæj- arfulltrúar og aðrir, sem kosnir hafa verið af hálfu flokksins til trúnaðarstarfa fyrir bæjarfélagið, grein fyrir gangi mála og svara fyrirspurnum. Með þessum hætti gefst fólki ákjósanlegt tækifæri til að fylgj- ast með málefnum sveitarfélags- ins, koma áhugamálum sínum á framfæri og gera athugasemdir við sitthvað, sem því þykir að betur mætti fara. Núverandi formaður bæjar- málaráðs er Knútur Aadnegard, byggingameistari, og með honum í stjórn eru Camilla Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur og Reynir Kárason skrifstofumaður. KÁRI. Sýning á munum unnum á ýmsum námskeiðum, sem haldin hafa verið í skólanum í vetur, var haldin á sunnudag. Þar var margt fagurt að sjá, og þangað var látlaus straumur gesta, meðan sýningin var opin. Sem dæmi um viðfangsefni má nefna vefnað, kjólasaum, hnýtingar, útsaum og postulínsmálun, sem vakti sérstaka athygli. Sv.P. Vegleg sýning í Hússtj órnarskól- anum á Akureyri k*JAleIkasumar’80 / ár er Melkasumar í Herrahúsinu Því flöggum viö geysilegu úrvali af léttum og þægilegum sumarfatnaði frá Melka. M.a. blússum, buxum, stuttbuxum, skyrtum, stutterma skyrtum j o.m.fl. Allt sómaklæöi enda frá / Melka komin. / , BANKASTRÆTI 7 & AÐALSTRÆTI4 7.111

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.