Morgunblaðið - 14.05.1980, Síða 7

Morgunblaðið - 14.05.1980, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. MAÍ1980 7 Einstakt ráöleysi Stefna núverandi ríkis- stjórnar í orkumálum virðist í molum eins og annað, sem stjórnin legg- ur hönd á. i linsfjáráæti- un er fjálglega um þaö rætt, að miklum fjármun- um þurfi aö verja til orkuframkvæmda bæði til raforkuframleiðslu og hitaveitna. Hins vegar er stefna ríkisstjórnarinnar í verölagsmálum á þann veg, aö þar er þrengt svo að orkuöfiunarfyrirtækj- um eins og Hitaveitu Reykjavíkur og Lands- virkjun, að þau verða aö öllum líkindum að draga úr framkvæmdum sínum. í Morgunblaðinu á föstudag sagði Birgir ísl. Gunnarsson um þetta ráðslag: „Þessar ákvarð- anir eru enn eitt dæmiö um ráðleysi ríkisstjórnar- innar. Öllum vanda er ýtt á undan sér og ekki virðist tekið á neinu máli af festu. Maður stendur í rauninni agndofa and- spænis slíku ráðleysi." Sigurjón Pétursson forseti borgarstjórnar sagði í Mbl., að hættan ykist á því, að skortur yrði á heitu vatni í Reykjavík á næsta ári, því að draga yrði úr borunum hitaveitunnar vegna skorts á fjármagni. Og Eiríkur Briem forstjóri Landsvirkjunar sagði í Mbi. á fimmtudag, að ákvörðun ríkisstjórnar- innar um verðlag á fram- leiðslu fyrirtækisins kynni að verða til þess, að dregiö verði úr fram- kvæmdum við Hraun- eyjafoss. Samrýmist þetta orkustefnu ríkis- stjórnarinnar? Nú er komið fram, aö heildarframleiðslutap ál- versins og járnblendi- verksmiðjunnar á liðnum vetri var 4,9 milljaröar vegna rafmagnsskömmt- unar. Ekki er dregið úr líkum á áframhaldandi tapi af sömu sökum, ef enn verður tafið fyrir framkvæmdum við Hrauneyjafoss vegna ráðleysis stjórnvalda. En eitt fyrsta verk Hjörleifs Guttormssonar þegar hann settist í stól iðnað- arráðherra haustið 1978 var aö beita sár fyrir töfum á framkvæmdum við Hrauneyjafoss. Næsta stórvirkið á greinilega að vera í því fólgið aö knýja Reykvíkinga til aö hefja kyndingu húsa sinna með olíu að nýju. Það er von, að Færeyingar hugsi sig tvisvar um, áður en þeir ákveða að hefja viðskipti við slíkan íðnaðarráð- herral Engin huggun á vinstra kanti Einar Eyþórsson ritar grein í Þjóðviljann á föstudag um hugsjónir og marxisma, þar sem hann kemst að þeirri nið- urstöðu, að ungt fólk hljóti aö hafna kenningu Marx sem gjaldþrota stefnu og snúa sér frem- ur að því, sem Einar nefnir græna pólitík. Þessa niöurstöðu rök- styður Einar meðal ann- ars með þessum hætti: „Nú er þó þrátt fyrir allt svo komið að sálar- kreppa hugsjónafólks á vinstra kanti er orðin alvarleg farsótt. Þaö er orðið býsna erfitt að telja sjálfum sér trú um að kenningin hafi ekki orðið fyrir neinum skakkaföll- um þrátt fyrir það að allar tilraunir til að fram- kvæma hana hafi valdið sárum vonbrigðum. Spurningin er hvort kenningar Karls Marx og fyrirheitin um sósíalískt þjóðskipulag hafi nokk- urt gildi lengur sem hug- sjón — og um leið hvort ungar sálir sjái nokkra huggun lengur á vinstri kanti stjórnmálanna." Ríkisstjórnin meö og á móti í jafn mikilvægu hags- munamáli og Jan May- en-samningum ber ríkis- stjórn skilyrðislaust aö láta í té stefnumarkandi forystu, ef hún vill rísa undir nafni. En þar, eins og í öðrum afgerandi málum þjóðarinnar, er þessi tætingsstjórn inn- byrðis sundurþykk. Málið væri einfaldlega í hættu ef stjórnarliðið ætti eitt um að fjalla og úr að ráða. Og þó? Alþýðu- bandalagið mótmælir að vísu f orði, eins og f öryggismálum og öðrum afgerandi málum, en samþykkir með setunni í ráðherrastólunum. Ráö- herrastóllinn virðist flokksins æðsta mark. Þessvegna eru talfærin nýtt til málamyndamót- mæla — en sitjandinn til samþykktarínnar. Sú er reisn Alþýðubandalags- ins, sannfæringarkraftur og staðfestal! Uppstigningar dagur DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11 árd. Séra Þórir Stephensen. BÚSTAÐAKIRKJA: Messa kl. 2 síðd. Sóknarprestur. Organleik- ari Guðni Þ. Guðmundsson. Rangæingakórinn syngur við messuna og á almennri sam- Ferming á morgun Fermingarbörn í Stokkseyrar- kirkju fimmtudag, 15. maí, upp- stigningardag, kl. 14. Bjarni Magnússon, Hátúni. Bragi Birgisson, Túnprýöi. Dóróthea Róbertsdóttir, Brautartungu. Eygló Inga Rögnvaldsdóttir, Bláskógum. Guöbjörg Hjartardóttir, Blátindi. Guöjón Eggert Einarsson, Sæbergi. Hróbjartur Örn Eyjólfsson, Hamrativoli. Inga Jóna Gunnþórsdóttir, Eyjaseli 12. Linda Arelíusdóttir, Helgafelli. Rósa Þorleifsdóttir, Jörfabakka. Einar Steindórsson, Tjarnarlundi. Vilhelm Henningsson, Miötúni. komu að messu lokinni í safnað- arheimilinu. Þar verður sýnd handavinna aldraðra. Séra Ólaf- ur Skúlason. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11 árd. Séra Karl Sigur- björnsson. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11 árd. Organisti dr. Ulf Prunner. Séra Tómas Sveinsson. BORGARSPÍTALINN: Guðs- þjónusta kl. 10 árd. Séra Tómas Sveinsson. NESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 2 síðd. Séra Guðmundur Óskar Ólafsson. LAUGARNESKIRKJA: Messa kl. 2 síðd. Séra Jón Bjarman prédikar. Kaffisala Kvenfélags Laugarnessóknar verður að lok- inni messu í veitingahúsinu Klúbbnum við Borgartún. FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Messa kl. 2 síðd. Organisti Sig- urður Isólfsson. Safnaðarprest- ur. GRUND Elli- og hjúkrunar- heimili: Messa kl. 10 árd. Sr. Þorsteinn Björnsson. KÁRSNESPRESTAKALL: Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 11 árd. Sr. Árni Pálsson. STOKKSEYRARKIRKJA: Guðsþjónusta, ferming kl. 2 síðd. Sóknarprestur. EYRARBAKKAKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 10.30 árd. Sóknarprestur. KIRKJUHVOLSPRESTA- KALL: Messa í Hábæjarkirkju kl. 2 síðd. Konur úr sjálfstæðis- kvennafélaginu Hvöt í Reykjavík og fjölskyldur þeirra taka þátt í messunni. Auður Eir Vilhjálms- dóttir sóknarprestur. Hrafnseyrar- hátíð 3. ágúst UNDANFARIN tvö sumur heíur verið unnið að bygg- ingarframkvæmdum að Hrafnseyri, fæðingarstað Jóns Sigurðssonar, forseta, og verður þeim lokið í sumar. Hrafnseyrarnefnd gengst fyrir hátíð að Hrafnseyri sunnudaginn 3. ágúst og verður þá opnað safn Jóns Sigurðssonar og nýja kapelian vígð. Með þessu er verið að minnast 100. ártíðar Jóns Sigurðs- sonar, en í þessum mánuði eru 100 ár liðin síðan forset- inn og Ingibjörg Einarsdótt- ir kona hans, voru jörðuð í Reykjavík. Framkvæmdir að Hrafns- eyri hafa að miklu leyti verið unnar fyrir fé úr Minn- ingarsjóði Dóru Þórhalls- dóttur og Ásgeirs Ásgeirs- sonar, framlög einstaklinga, félaga og fyrirtækja og tekj- ur af sölu minnispenings Jóns Sigurðssonar, en einnig hefur fengist fjárveiting úr ríkissjóði og Þjóðhátíðar- sjóði. Þótt margir hafi þann- ig stutt og styrkt þetta verk- efni Hrafnseyrarnefndar vantar enn nokkurt fjármagn til að ljúka því. Frekari framlög eru þegin með þökk- um. Ennþá fæst í flestum bönkum minnispeningur Jóns Sigurðssonar úr bronsi, en silfurpeningurinn er uppseld- ur._________________ Húsavík: Hægviðri og 20 stiga hiti Húsavtk. 13. maí. VEÐRINU í annarri viku maí í fyrra var svo lýst: „Ríkjandi norð- anátt alla vikuna og á sunnudag var norðanstormur með snjókomu og ekki sást á dökkan díl á Húsavíkur- fjalli. Kísilvegurinn lokaðist á Hólasandi vegna snjóa.“ Nú er hið gagnstæða og tímarnir aðrir und- anfarna daga og hér verið hægviðri og hiti upp undir 20 stig. Snjóiaust er á láglendi og vegir færir eins og á sumardegi. — Fréttaritari. Hjartanlegar þakkir til þeirra er glöddu mig á 75 ára afmælisdegi mínum. Guö og gæfan fylgi ykkur öllum. Haraldur Kristjánsson Grænuhlíd 22. Gallabuxur 7.750,- Karlmannaföt frá 17.900,- Flauelsföt 25.850.- Terylenefrakkar 9.900,- Kulda- jakkar 15.900,- Peysur 5.500- Prjónavesti 4.900.- o.fl. ódýrt. Andrés Skólavörðustíg 22, sími 18250. Frá Sjómannafélagi Reykjavíkur Styrkveiting Stjórn styrktar og sjúkrasjóös Sjómannafélags Reykjavíkur mun á þessu ári veita styrk til barna sjómannsekkna og annarra félagsmanna SR er viö erfiðar heimilisaöstæöur búa og hug hafa á aö láta börn sín til sumardalar á barnaheimili Sjómanna- dagsráðs aö Hrauni í Grímsnesi. Skriflegar umsóknir meö upplýsingum um heimilisaö- stæöur þurfa aö hafa borist til skrifstofu félagsins eigi síöar en 27. maí. Nyjung í hárrúllum Bæöi permanents-og lagningarrúllur Engar spennur, engir pinnr Þægilegt, fljótlegt og auðvelt í notkun Fæst í verslunum um land allt LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER Málning og málningarvörur Afslattur Kaupir þú fyrir: Kaupir þú umfram 30—50 þús. 50 þús. veitum viö 10% veitum viö 15% afslátt. afslátt. Þetta er málningarafslóttur í LHaveri fyrlr alla þá, aem eru aö byggja, breyta eða bæta. Lfttu vlö í Litaveri, því það hefur ávallt borgaö sig. 5 orntioaQi, Hr<yW»hOeinn Sittú 82444. LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.