Morgunblaðið - 01.11.1980, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 01.11.1980, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 1980 11 Skemmtilegt framtak BÖRN ÚtKpfandi: Menntamálaráðu- neytið 1980. Bókin Börn er gefin út af menntamálaráðuneytinu í tilefni af barnaári. Efni hennar er ein- göngu eftir grunnskólanema, sög- ur, frásagnir og myndir. Birgir Thorlacius ráðuneytis- stjóri ritar formála fyrir bókinni og birtist hann á fjórum tungu- málum. Börnin, sem eiga efni í bókinni, eru úr öllum aldursflokkum grunnskólans. Þar getur að líta litlar hugleiðingar og einnig sög- ur, stórar í sniðum, ennfremur ljóð. Mesta prýði bókar þessarar eru að mínu mati myndir barnanna, engar þeirra eru svo fátæklegar í formi sínu, að ekki megi lesa úr þeim lífssögu úr heimi okkar allra séðum með barnsaugum. Sumar þeirra kalla áberandi á athygli og skilning. Sögurnar eru misjafnar að vöxt- um og gæðum, alveg eins og hjá þeim fullorðnu, þótt úrval sé. Að mínu mati eru það atburðir, sem börnin hafa sjálf upplifað og síðan fest á blað, sem eru áberandi bestu textarnir í bókinni. Þar koma þau sjálf eins og þau eru. Skáldlegar sögur í bókinni eru að efni til úr hugarheimi barns og unglings en bera keim af hand- bragði þroskaðra, við því er ekkert að segja nema gott eitt ef vel er á haldið. I bókinni virðist mér það ekki fara út fyrir þau takmörk sem óeðlileggeta talist. í ljósi þess er fengur að þessum sögum í bókina. Ljóðin eftir Kristínu Benediktsdóttur vöktu athygli mína. Það er mikið framtak hjá menntamálaráðuneytinu að gefa út bók í tilefni af barnaári. Það er alltaf erfitt verk og meira að gera en segja það að velja slíkt efni. Mér sýnist það vel valið, enda ágætt fólk þar að verki. Ekki hef ég kynnt mér hvernig foreldrar og skólar í landinu hafa Bókmenntir eftir JENNU JENSDÓTTUR tekið bók þessari. En eftir lestur hennar þykir mér sem foreldrar — og þeir grunnskólar, sem láta hana ólesna, hafi ekki mikinn áhuga fyrir því að verða sér úti um skemmtilegan þverskurð af bókmenntalegri iðju grunnskóla- nema. Því vona ég, að sem flestir lesi þessa bók fyrir sjálfa sig og aðra og skólarnir láti ekki þetta tækifæri fram hjá sér fara. — Og umfram allt gaumgæfa skemmti- legar myndir. ISLAND ICELAND ISLANDIA BÖRN í góðri trú HALLDÓRSKVER SÁLMAR OG KVÆÐI eftir Halldór Kristjánsson frá Kirkjubóli. Þjóðsaga. Guðjónó hf. Rvik. 1980. Halldór Kristjánsson hefur lengi skrifað bókmenntagagnrýni. En þó hann hafi þannig gagnrýnt annarra verk — og stundum hitt naglann á höfuðið, vantar nokkuð á sjálfsgagnrýnina — að senda frá sér kveðskapinn í þessu kveri. Hugsjónahiti og mælska Halldórs nýtist ekki í bundnu máli. Glíman við rím og ljóðstafi setur honum svo harða kosti að einlægur mál- flutningur hans tapar reisninni, mælskan og hugsjónahitinn kafn- ar í innihaldslausum glamuryrð- um. Þetta er hefbundinn kveð- skapur eins og kallað er. En þar að auki er þetta að talsverðu leyti tækifæriskvæði sem kunna að hafa hæft tiltekinni stund og stað — flutt þar sem ávörp — en sýnast hér harla munaðarlaus, rúin þeirri stemmningu sem lífleg samkoma veitir áheyrilegum flutningi. Maður hlýtur líka að efast um að Halldór hafi frá upphafi ætlað sér að láta þetta koma fyrir almenningssjónir í bók. Til þess eru yrkisefnin bæði of stað- og tímabundin. Ég nefni kvæði eins og Á aldarafmæli Holtskirkju i (inundarfirði, Tiu vísur, eftir tiu ár (»Ég ætla að minnast á ungmennafélögin/ ön- firzku í þessum brag,« stendur þar) og Áttræðiskveðja til sr. Sigtryggs Guðlaugssonar á Núpi að ógleymdri Framboðsræðu stjórnarandstöðunnar, ortri 1973. í síðast nefnda kvæðinu virðist mér Halldór leitast við að blanda saman gamni og alvöru. Alvaran lætur honum vel. En skopskyn er honum ekki gefið. Kunnur er bindindisáhugi Hall- dórs. Hugvekjur hans um þau efni hygg ég að margur lesi með athygli enda er Halldór bæði rökfastur og fylginn sér í mál- flutningi. Þegar hann tekur að predika sama efni í ljóði sýnist mér allt standa valtari fótum. Best virðist mér Halldóri takast upp þegar hann kveður styst og predikar minnst, þá getur hann slegið á ljóðrænan streng þar sem Bókmenntlr eftir ERLEND JÓNSSON mannbóta- og trúarsjónarmið hans slævast ekki við nálægð ljóðrænnar hrynjandi. Ég tek sem dæmi kvæðið Áð kvöldi dags: Af himni daxur horfinn er. að hondum nótt uk myrkur ber. <>lí þreyttu hoffti hallar þú á hvildarbeð i von ok tru. Ok vær ok koó þér verði nótt, þór veiti hvildin nýjan þrótt svo nýjum morKni mætir þú með meiri duK <>K betri trú. Þér verndarenKÍar vaki hjá uk visi láKum hvotum frá en heÍKÍ sál ok hjartastrenK þeim huK er sæmir Kóðum drenK. Halldór lýkur bókinni með eftir- mála þar sem hann segir meðal annars: »Kverið er gert og gefið út í þeirri von að það verði nokkrum vinum mínum til ánægju.« Sé litið á útgáfuna með það sjónarmið eitt í huga er tilganginum vafalaust náð. Með hliðsjón af útlitinu er þetta líka afar fallegur og eigu- legur gripur. Útlit og frágangur er hvort tveggja verk Hafsteins Guð- mundssonar og er óhætt að taka undir það sem Halldór segir í eftirmálanum að »lofar verkið meistarann*. POTTAPLONTU útsala Allt að 50% afsláttur Um helgina verður okkar ár- lega pottaplöntuútsala, þar sem við bjóðum 10—50% afslátt af öllum pottaplöntum. Heimsækid GRJENA TORGI > ) um helgina gróðurhúsinu v/ Sigtún S. 36770. 86340.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.