Morgunblaðið - 01.11.1980, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 01.11.1980, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 1980 Laugar- ness- presta- kall 40 ára Á ÞESSU hausti eða nánar tiltek- ið 20. okt. voru 40 ár liðin frá því að Laugarnesprestakall í Reykja- vík var formlega stofnað. Um sama leyti voru líka Hallgríms- og Nesprestaköll stofnuð. A’ðstæðurnar í Laugarnesi voru nokkuð sérstakar miðað við hina staðina, því þar hafði sr. Garðar Svavarsson þegar starfað í 4 ár áður en söfnuðurinn var formlega stofnaður, en sr. Garðar var ráð- inn til starfa á vegum Dómkirkju- safnaðarins til að starfa í Laug- arnesi sem þá var í uppbyggingu. Byggðin hafði þá þegar færst mjög út í Reykjavík og full þörf var á meiri prestsþjónustu en unnt var að veita í Dómkirkjunni einni. Undirbúningsstarfið fyrir stofnun þessara nýju prestakalla fór því að verulegu leyti fram í Laugarnesi undir traustri stjórn sr. Garðars Svavarssonar. í tilefni þessara tímamóta verð- ur haldin hátíðarguðsþjónusta í Laugarneskirkju næstkomandi sunnudag, 2. nóv., kl. 14.00. Séra Garðar Svavarsson fyrrv. sókn- arprestur mun flytja afmælis- ávarp. Halldór Vilhelmsson syng- ur nýtt tónverk eftir Gunnar Reyni Sveinsson með undirleik Gústafs Jóhannessonar. Þorsteinn Ólafsson formaður sóknarnefnd- arinnar og Katrín Sívertsen, form. Kvenfélagsins, lesa lexíu og guð- spjall. Jón D. Hróbjartsson sóknarprestur. Verðmætar kvik- myndir gefn^r Kvik- myndasafni Islands KVIKMYNDASAFNI íslands hafa borist sogulega verðma-tar kvik- myndir frá íslandi, sem varðveizt hafa vestan hafs. Hér er um að ræða gjafir til íslenzku þjMarinnar sem mikill fengur er að. Gefendur eru Ilarald V. Johnson, Vestur-íslendingur búsettur í Washington, og ættingjar séra Steingríms Octavíusar Þorlákssonar en hann var konsúll íslands í San Fransisco i tuttugu og fimm ár. Harald V. Johnson ákvað að gefa kvikmynd, sem hann tók á Aiþing- ishátíðinni 1930 í tilefni af því að nú eru liðin fimmtíu ár frá hátíðar- höldunum. í þessu skyni hafði hann samband við þáverandi for- seta íslands, dr. Kristján Eldjárn, sem þáði boðið um gjöfina með þökkum og lagði jafnframt til að myndinni yrði komið í varðveizlu Kvikmyndasafnsins. Eftir því sem nú er best vitað eru aðeins til tvær kvikmyndir frá þessum merka at- burði í lífi þjóðarinnar. Mikiil fengur er því að kvikmynd Harald V. Johnsons. Kvikmynd hans er að nokkru leyti lýsing á för Vestur- íslendinga á Alþingishátíðina en í kvikmyndinni koma fyrir athyglis- verðar myndir frá Reykjavík, og öðrum stöðum á íslandi. Fyrir milligöngu Önnu Snorra- dóttur hefur Kvikmyndasafn ís- lands veitt viðtöku íslandskvik- mynd Lofts Guðmundssonar og stuttri kvikmynd sem Vestur- Islendingur tók hér á landi árið 1947 á leið til æskustöðvanna. í kvikmynd Lofts, sem er um 80 mínútur að lengd, eru m.a. merkir kaflar um síldveiði og frá Heklu- gosi 1947. I kvikmynd Vestur- Islendings eru einnig prýðisgóðar myndir frá Heklueldum. Þess má geta að hér á íslandi hefur varðveizt fréttamynd frá afhjúpun styttu Jóns Sigurðssonar í Winnepeg árið 1911. Stefanía Guðmundsdóttir, leikkona var þá í leikför vestanhafs ásamt fleiri ís- lendingum og kom það í hennar hlut að afhjúpa styttuna. Dóttur- sonur Stefaníu, Gunnar Borg, hef- ur varðveitt fiimu ömmu sinnar og nýlega afhent hana Kvikmynda- safni Islands til geymslu í framtíð- inni. Um leið og Kvikmyndasafnið þakkar þessum aðiljum framlag þeirra er fólk hvatt til að leita hjá sér að gömlum filmum í gömlu dóti. Vakin skal athygli á því að 35 millimetra filmur frá því fyrir 1950 eru gerðar úr nitratefni, sem er ákaflega eldfimt, og gæti verið öruggara að vita af slíkurti mynd- um í tryggri geymslu. (FrúttatilkynninK). F eldfjárrækt- arfélag stofnað f BORGARIIREPPI í Mýrasýslu var haldinn stofnfundur fyrsta feldfjárræktarfélagsins á íslandi. Það voru 6 bændur í hreppnum, sem stóðu að stofnuninni, en Bjarni Arason héraðsráðunautur Borgfirðinga, hafði beitt sér fyrir því að koma félaginu á. Á fundinum flutti Sveinn Hall- grímsson sauðfjárræktarráðu- nautur erindi um feldfjárrækt, en hann hefur á undanförnum árum unnið að því, að tekin yrði upp skipulögð stefna í ræktun feldfjár. í stjórn fyrsta feldfjárræktarfé- lagsins voru kosnir: Sveinn Finnsson, Eskiholti, formaður, meðstjórnendur: Guðmundur Bjarnason, Brennistöðum, og Stef- án Ólafsson, Litlu-Brekku. Nú í haust hafa verið haldin 4 námskeið um ræktun féldfjár á vegum Búnaðarfélags íslands. læiðbeinandi var sænskur sér- fræðingur í ræktun feldfjár, en umsjón með námskeiðunum hafði Sveinn Hallgrímsson. Á þessum námskeiðum mættu um 100 manns. Innan fjárræktarfélaganna hafa verið margir áhugasamir hópar, sem starfað hafa að þess- um málum. Guðjón Guðnason yfírlæknir: Held að orðið sé tímabært að leggja spilin á borðið Undirritaður hafði ekki hugsað sér að blanda sér í blaðaskrif þau, sem birst hafa í fjölmiðlum að undanförnu um væntanlega sölu stofnunar þeirrar, er ég veiti for- stöðu. En við lestur Þjóðviljans í dag (29. okt.), þar sem lesa má viðtal við þá próf. Sigurð S. Magn- ússon á Kvennadeild Landspítalans (Fæðingardeild) og Davíð Á. Gunn- arsson, forstöðumann Ríkisspítal- anna, get ég ekki stillt mig lengur, þar sem svo gengur fram af mér, hvað hægt er að fara langt í að reyna að blekkja almenning eða kannski öllu heldur ráðamenn heil- brigðismála borgarinnar. Mér finnst alla vega skylda mín að benda verðandi mæðrum þessarar borgar — já, og jafnvel alls lands- ins — á, hvað er að gerast þessa stundina bak við tjöldin og mun að öllum líkindum gerast innan skamms, ef viss öfl og sjónarmið fá að ráða. Það er margyfirlýst stefna próf. Sigurðar, að allar fæðingar eigi að fara fram á gjörgæslufæðingar- deild, annað sé stórhættulegt lífi og heilsu barnsins. Þessi skoðun hans, sem hann hefur marglýst, m.a. persónulega við mig fyrir nokkrum dögum, er auðvitað í algjörri mót- sögn við það, sem kemur fram í umræddu blaðaviðtali. Þetta þýðir með öðrum orðum, að engar fæðingar verða framvegis látnar fara fram á Fæðingarheim- ili Reykjavíkur. Kannski fyrst í stað til þess að sýna visst „frjáls- ræði“ og hæfilega lengi meðan hætta er á, að einhverjir minnist ummæla hans í umræddri blaða- grein. Næsta skrefið verður svo, að konur verða í æ minna mæli fluttar eftir fæðingu „yfir götuna", þ.e.a.s. frá Fæðingardeildinni út á Fæð- ingarheimili. Loks kemur að því að konur verða útskrifaðar aðeins nokkrum dögum eftir fæðingu (á 4. eða 5. degi) eftir því sem þrengist meira og meira og búið er að fylla allar fæðingarstofur, ganga, bað- herbergi, snyrtistofur og skrifstof- ur fyrir fæðandi konur, eða með öðrum orðum, sama ástand hefur skapast og ríkti oft á deildinni fyrir opnun Fæðingarheimilisins árið 1960. Eins geri ég fastlega ráð fyrir mikilli aukningu heimafæð- inga, þegar fram líða stundir, bæði vegna skorts á rými á Fæðingar- deildinni og svo vegna þess, að ótrúlega margar konur vilja af ýmsum og ólíkum ástæðum ekki fæða á sjúkrahúsi, hversu fullkom- ið sem það er. Hvað verður þá um alla gjörgæsluna og öryggið? Það er rétt hjá próf. Sigurði, að ekki er neinn reginmunur á, hvern- ig eðlileg fæðing fer fram á báðum umræddum stöðum, en skyldi það ekki stafa af því, að flestar konur hafa fætt börn sín á þennan eina og eðlilega hátt gegnum aldirnar, auð- vitað við mismunandi aðstæður og með misjöfnum árangri. Það vita allir, sem til þekkja, að á Fæð- ingarheimili Reykjavíkur hefur frá upphafi ríkt sú meginstefna, að fæðing barns sé svo þýðingarmikill atburður í lífi konu og manns, að báðir aðilar fái að taka eins mikinn og virkan þátt í fæðingunni og mögulegt er. Fyrst með undirbún- ingi á meðgöngutímanum (for- eldrafræðslu, slökunarnámskeiðum fyrir verðandi mæður m.m.). Síðan hefur verðandi faðirinn og/eða nákominn ættingi alltaf verið viðstaddur fæðinguna. Síðan er konunni boðið upp á að fæða samkvæmt þessari svokölluðu „frönsku fæðingaraðferð", sem í raun og veru er ekkert annað en ögn manneskjulegri fæðing, en sú hefðbundna, sem fólgin er í því, að konan fær rétt sem snöggvast að sjá fram- og afturendann á ný- fædda barninu sínu, sem síðan er sett í vöggu. Sú „franska", sem farið hefur ögn fyrir brjóstið á nokkrum kollegum mínum handan götunnar, er nú í reynd viðurkennd víðast hvar um allan heim, þar sem allir þeir, sem vilja hugsa um hag móður og barns, telja hana ein göngu til góðs. Ég er ekki í nokkrum vafa um sálfræðilegt gildi þess að leyfa móðurinni að snerta nýfædda barnið sitt strax eftir fæðingu (barnið er lagt á beran kvið móðurinnar strax eftir fæð- ingu). Ég er heldur ekki í neinum vafa um, að kyrrð og ró á fæð- ingarstofunni bæði í og sérstaklega strax eftir fæðingu barnsins hefur mjög góð sálræn áhrif fyrir móður- ina — já, og barnið líka. Fæðing barns er einn stærsti og merkasti viðburður í lífi konu, og mér finnst, að okkur sem stundum fæðingarhjálp, beri skylda til þess, Fríða Einarsdóttir ljósmóðir: Ekki ópersónulegt fa Enn á ný er málefni Fæð- ingarheimilis Reykjavíkurborg- ar til umræðu í borgarstjórn. Reykjavíkurborg vill, sem eðli- legt er, losna undan þeim halla- rekstri sem er á stofnuninni. Enginn heilvita maður ætlast þ<') tii þess að heilsugæsla skili hagnaði i beinhörðum pening- um. hennar ágóði skilar sér á annan hátt til þjóðfélagsins. Nú er ætlunin að selja rikinu FHR og leggja það undir Fæðingar- deild Landspítalans á þann hátt að nota það eingöngu sem sængurkvennagang. Davíð Gunnarsson scgir í DB 23.10. að fæðingarstofur verði lagðar niður í FIIR. Hann segir: „Það hefur i rauninni ekki verið rætt mikið um þetta mál við okkur hjá ríkisspítölunum. Málið snýst um hvort fæðingardeiid Landspítalans eigi að taka við rekstri Fæðingarheimilis Reykjavíkurborgar. Með því er átt við að konur fæði á Land- spítalanum, þar sem öll tæki eru til og þannig gætt öryggis ban)i barnsins og móðurinnar. Þær verði siðan fluttar á Fa>ð- ingarheimili Reykjavíkurborg- ar á 3.—1. degi sængurlegu. eftir því hve þa>r eru hressar, sagði Davíð Gunnarsson að- spurður um fyrirhugaða notk- un Fa,ðingarheimilisins.“ Til að útskýra þetta mál fyrir fólki, sem ekki veit um hvað málið snýst raunverulega, tel ég nauðsynlegt að eftirfarandi upp- lýsingar komi fram. Á Fæð- ingarheimili Reykjavíkur eru 4 fæðingarstofur og 5 á Fæðingar- deild Landspítalans. Þetta þýðir í raun að 4 fæðingarstofum færra er á að skipa, komist þetta í framkvæmd. Ékki bara fyrir Reykjavíkursvæðið, heldur fyrir landið í heild, því Landspítalinn er skyldugur til að taka við konum af öllu landinu þótt Landspítalinn gæti hugsanlega tekið í notkun 2 fæðingarstofur á næstu mánuðum, er samt tveimur stofum færra en í dag. Þetta yrði að leysa einhvernveg- inn (sérstaklega á annatíman- um) og hefur verið talað um að hafa svokölluð hríðarherbergi, þar sem ótiltekinn fjöldi kvenna yrði að liggja saman, misjafn- lega langt komnar í fæðingu, eins og rollur í stíum. Þetta fyrirkomulag tíðkaðist sums staðar erlendis, en margir eru nú að falla frá því. Síðan, þegar nálgaðist fæðingu, yrðu konurn- ar keyrðar inn í fæðingarstofu (sem vonandi verður fyrir hendi). Eftir fæðinguna yrðu þær síðan fluttar á sængur- kvennagang og þaðan, hvort sem þeim líkaði betur eða verr, eftir 2—3 daga út á Fæðingarheimii- ið. Þetta þýðir í raun, að fyrst yrði konan flutt á milli her- bergja, síðan á milli hæða og loks á milli stofnana. Þá er komið á einskonar færibanda- fyrirkomulagi, eins ópersónu- legu og ómanneskjulegu og frek- ast er hægt að hugsa sér. Það kostar 11.500 kr. í dag að flytja konur á milli þessara staða. Slökkviliðið í Reykjavík, sem annast þessa þjónustu, hef- ur tæplega yfir þeim mannafla né bílakosti að ráða að það geti bætt þessum flutningum við annað það starf, sem það verður að inna af hendi. I mínum huga er aukaatriði hver á og rekur Fæðingarheimil- ið, meira máli skiptir sú ómann- eskjulega og tilfinningalausa meðferð á fæðandi konum, sem af þessu mundi leiða. Einnig finnst mér mikilvægt atriði að konur fái sjálfar að ráða hvar þær ala böm sín og þær fái að liggja sína sængurlegu á sama stað, ef þær óska þess. Ég er ein þeirra kvenna, sem ekki get valið (þarf keisaraskurð), en þar fyrir finnst mér að þær sem það geta eigi rétt á að velja áfram eins og hingað til. Einnig finnst mér, bæði sem ljósmóður og móður, þetta fyrirkomulag sem komið yrði á, stórt skref afturábak, Fríða Einarsdóttir, ljósmóðir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.