Morgunblaðið - 01.11.1980, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 01.11.1980, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 1980 23 Glæsibær Erfðaskrá Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjánssonar: „Gjöf aldarinnar ef ekki allra alda“ segja skiptaforstjórarnir Skiptaforstjórarnir i dánarbúi Helgru Jónsdóttur og Sigurliða Kristjánssonar sendu i gær frá sér eftirfarandi fréttatilkynn- ingu: Hinn 8. nóvember 1972 lést í Reykjavík Sigurliði kaupmaður Kristjánsson, annar eigandi fyrir- tækisins Silla og Valda. Eiginkona Sigurliða var Helga Jónsdóttir. Hún lést 3. júní 1978. Þau hjón voru barnlaus er þau féllu frá og því ekki um skylduerfingja að ræða. Hjónin höfðu gert gagn- kvæma og sameiginlega erfðaskrá þar sem kveðið var á, að það þeirra, er síðar félli frá skyldi erfa það sem fyrr félli frá að öllum eignum þess, föstum og lausum hverju nafni sem nefnast. Sam- kvæmt þessu varð Helga einkaerf- ingi Sigurliða. í erfðaskránni var einnig kveðið á um það, hvernig fara skyldi um eignir þeirra eftir andlát þess, sem síðar félli frá. Þorri eignanna var bundinn í fyrirtækinu Silli og Valdi, en Sigurliði hafði átt helming í því fyrirtæki. Var það vilji þeirra hjóna að nettó-andvirði eignar- Smiði nýja B.Ú.R.- togarans miðar vel SMÍÐI skuttogara Bæjarútgerð- ar Reykjavíkur, sem er í smiðum hjá Stálvik í Garðabæ, miðar vel að sögn Jóns Sveinssonar for- stjóra Stálvíkur. Skv. samningi átti að afhenda togarann siðari hluta næsta árs, eða 22 mánuðum eftir fyrstu innborgun, en liklega verður togarinn tilbúinn fyrir þann tíma. Kostnaðarverð togar- ans var umsamið 1.929 millj. kr. miðað við vísitölu 19. marz 1979. Jón sagði að það hefði haft áhrif, að verk sem búið var að semja um að afgreitt yrði á undan B.Ú.R.-togaranum, sem var togari fyrir Ögurvík, hefði verið aftur- kallað. Hinn nýji togari Bæjarútgerð- arinnar er að sögn Jóns teiknaður og hannaður hér heima. „Þetta er öflugt togskip sem skila á góðri nýtingu og er fyrst og fremst smíðaður með sparneytni í huga,“ sagði Jón að lokum. hluta þeirra í Silla og Valda skyldi varið til menningarmála á sviði leiklistar, málaralistar, sönglistar og raunvísinda, með beinum fjár- framlögum til leikhúsbyggingar, óperuhúsbyggingar í Reykjavík, listasafnsbyggingar, styrkjum til efnalítilla stúdenta með góða námshæfileika, er einkum leggja stund á raunvísindanám og til stuðnings nýjungum í læknis- fræði, sérstaklega á sviði heila- og hjartaskurðaðgerða, auknlækn- inga og öldrunarsjúkdóma.í sam- ræmi við þetta var ákveðið, að 25% af nettóandvirði eignarhluta þeirra hjóna í Silla og Valda skyldi renna til Listasafns ts- lands, sem stendur nú í því að bygKja yfir safnið og önnur 25% renni til íslensku óperunnar, og skuli öllu framlaginu varið til að koma upp söngleikahúsi til flutn- ings á óperuverkum. Ennfremur að 25% gangi til Leikfélags Reykjavíkur, enda renni allt féð sem framlag Leikfélags Reykja- víkur til byggingar leikhúss, en svo sem kunnugt er hafa Leikfélag Reykjavíkur og Reykjavíkurborg hafið byggingu leikhúss í Kringlu- mýri í Reykjavík. Þau 25% sem eftir eru ganga til tveggja sjóða, sem þegar hafa verið stofnaðir og skipulagsskrá þeirra hlotið stað- festingu forseta íslands. Fær hvor sjóður 12,5%. Sjóðirnir heita Minningarsjóður Helgu Jónsdótt- ur og Sigurliða Kristjánssonar til styrktar stúdentum í raunvísinda- námi og Minningarsjóður Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjáns- sonar til stuðnings nýjungum í læknisfræði. Fyrirtækinu Silla og Valda var skipt milli eigenda 1977, þeirra Valdimars Þórðarsonar kaup- manns og Helgu Jónsdóttur. í hlut Helgu komu sex fasteignir í Reykjavík, meðal annars 97,1% í Álfheimum 74 (Glæsibær) og Laugavegur 82. Samanlagt fast- eignamat þessara sex fasteigna (húsverð og lóðarverð) nemur kr. 2.204.696.599, miðað við fasteigna- matið 1/12 1979. Samanlagt brunabótaverð húsanna nemur kr. 3.561.093.000. Auk þessara eigna ákváðu þau hjón, að ríkissjóður íslands skyldi fá íbúðarhús þeirra hjóna, Laufásveg 72, Reykjavík. Þá ráðstöfuðu þau hjón eignarjörð sinni, Ásgarði, Grímsneshreppi, Árnessýslu, til þriggja aðila, Hjartaverndar, Reykjavíkurborg- ar og Skógræktar ríkisins. Var það vilji þeirra hjóna, að land- svæði Hjartaverndar yrði notað sem hvíldar- og hressingarstaður. Landið liggur meðfram Álftavatni og Sogi og fær Hjartavernd öll veiðiréttindi fyrir sínu landi. Einnig fékk Hjartavernd sumar- hús þeirra hjóna, sem er á þessu landi. Land Hjartaverndar er um 80 hektarar. Það var vilji hjón- anna, að á landi Reykjavíkurborg- ar rísi sumardvalarheimili fyrir drengi á aldrinum 6—14 ára og sé unglingunum ætlað að hlúa að gróðri landsins, svo sem með trjárækt og hvers kyns annarri ræktun. Land þetta er um 50 hektarar. Land þetta liggur með- fram Sogi og Ásgarðsá og fær Reykjavíkurborg veiðiréttindi fyrir sínu landi. Annað land jarð- arinnar, um 600 hektarar, á að renna til Skógræktar ríkisins, með þeirri kvöð að á landi jarðarinnar fari fram skógrækt. Skógrækt ríkisins fær veiðiréttindi fyrir sínu landi. Vegna ákvæða um forkaupsrétt í III. kafla jarðalaga nr. 65/1976 varð að gefa hrepps- nefnd Grímsneshrepps kost á að neyta forkaupsréttar að jörðinni. Hefir hreppsnefndin æskt mats hjá matsnefnd eignarnámsbóta og er úrskurðar matsnefndar að vænta innan tíðar. Það er því enn háð óvissu hvort framangreindir gjafþegar fá að njóta Ásgarðs- gjafar. Ekki er ástæða til að greina frá ákvæðum erfðaskrár þeirra hjóna að öðru leyti, enda gerð grein fyrir öllum meginþátt- um erfðaskrárinnar með þessari fréttatilkynningu. Svo sem ljóst má vera af framangreindri skýrslu um eigur þeirra hjóna voru þau stórauðug, er þau féllu frá. Trúlega er hér um að ræða gjöf aldarinnar, ef ekki allra alda. Jafnframt því sem gjöfin speglar fágæta rausn þeirra hjóna varpar hún einnig ljósi á áhugamál þeirra. Áhugasviðið var vítt: Leiklist, málaralist, sönglist, skógrækt og mannrækt. Þess má geta, að í dánarbúinu reyndust vera tæplega 270 olíumálverk eftir Sigurliða, sem sýnir hvílíkur elju- og afkastamaður hann var. Sigurliði Kristjánsson var fæddur í Reykjavík 17.6. 1901 og Helga Jónsdóttir 22.10. 1901 á Jökulsá í Borgarfirði eystra. Fréttatilkynning þessi er gefin vegna fyrirspurna fjölmiðla að undanförnu um ráðstöfun þeirra hjóna á eigum sínum. Reykjavík, 31.10.1980. Skiptaforstjórarnir í dánarbúi Helgu Jónsdóttur og Sigurliða Kristjánssonar. Jóhann Hinrik Nieisson hrl. Guðmundur Ingvi Sigurðsson hrl. Sveinn Snorrason hrl. stáliö er heitgalvaniseraö og lakkaö meö PVF2 lökkun, sem talin er fremsta litunaraöferö á markaönum í dag. Litir: svart og rautt PLEGEL má negla beint á pappaklætt þak. Allir fylgihlutir fáanlegir í slömu litum t.d. kjölur, skotrennur, vindskeiöar, sléttjárn og saumur meö gúmmí- þéttingu. Leitiö upplýsinga og tilboða. Ég óska eftir myndlista um PLEGEL I Nafn Heimili PLEGEL UMBOÐIÐ, PARDUS H.F. Box 98, Keflavík, sími 92-3380. stálplötu þak meö tígulsteina útlit PLEGEL er fáanlegt í plötum, lengd 110 cm og 215 cm og þekja plöturnar 100 cm á breidd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.