Morgunblaðið - 01.11.1980, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.11.1980, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 1980 Við erum vanir því íslendingar að þurfa að standa af okkur langvarandi illviðri. Hérna á norðurhjaranum geysar stundum á vetrum norðanstórhríðargarður samfellt í heila viku, stundum lengur. Við höfum lært það af langri reynslu, að þá er farsælast að hafa sam hægast um sig, hnipra sig saman og bíða rólegur í fullvissu þess, sem aldrei bregst, að öll él birtir upp um síðir. Rétta þá úr kútnum, líta í kringum sig og taka til höndunum þar sem þarf. Ekki er það tíðarfarið, sem hefur gefið mér tilefni til þessara hugleiðinga, því það hefur verið með eindæmum gott nálega allt árið. En illviðri geta verið af öðrum toga spunnin. Það eru andlegu illviðrin, nokkurs konar nútíma afbrigði af hinum ill- ræmdu gerningaveðrum fyrri alda. Illviðrið, gerningahríðin, sem hér um ræðir, geysaði á síðum Dagblaðsins aðra og þriðju viku septembermánaðar í formi hrak- yrða og stóryrða um íslenskan landbúnað fyrr og síðar og dreifð- ist um land allt með lestri rit- stjórnargreina dagblaða í Ríkis- útvarpinu. Hríðin stóð samfellt í 8 daga og höfundur var ritstjórinn, Jónas Kristjánsson. Andrúmsloftið yfir ís- landi er og hefur allt- af verið til bölvun- ar landi og þjóð Ekki eru ofanskráð lastyrði tekin orðrétt úr greinum Jónasar. En næstum því samt. Hann segir nefnilega orðrétt í grein 10. sept- ember: „Landbúnaðurinn er og hefur alltaf verið baggi á landi og þjóð.“ Hið svívirðilega last um andrúmsloftið, sem í fyrirsögninni felst, er ekki hótinu meiri fjar- stæða og óhæfa heldur en ummæli Jónasar um landbúnaðinn, matar- uppsprettu þjóðarinnar. Allir verða að viðurkenna að andrúms- loftið, sem umlykur þetta land, er yfirleitt kalt og oft andstyggilega blautt og stundum líka á mjög óþægilegri hreyfingu. Væri þá ekki farsælla fyrir land og þjóð að hafa hreint ekkert andrúmsloft? Er nokkuð nauðsynlegra að hafa loft til að anda heldur en mat að eta? Ég skrifa ekki þessa grein í Hjörtur F. Þórarinsson: „Allt hold er gras“ Ég vil því taka fyrir eina, aðeins eina, af meinlokum J.K. sem alveg gengur fram af mér, því það er grundvallaratriði. Þetta er van- mat hans á grasi, og sér í lagi íslensku grasi, sbr. þrákelknislegt stagl hans um jaðar freðmýranna og þá reginheimsku að reyna að stunda þar landbúnað, þ.e.a.s. á íslandi. Þetta segir hann, þótt hann og allur landslýður hafi fyrir augunum sumar hvert okkar nær óviðjafnanlegu grasakra, öðru nafni tún, og reyndar úthaga líka, sem standa grænir og ferskir fram á haust, þegar allt sem gras heitir hjá nágrönnum okkar beggja vegna Atlantshafs er yfirleitt löngu úr sér sprottið eða skrælnað af þurrkum. ísland er nefnilega fyrsta flokks grasræktarland, sem meira að segja er auðvelt að sanna með óyggjandi tölum, ef þess þyrfti með. norðrið og suðrið sem andstæð- urnar í þessu sambandi. Einmitt núna er það viðurkennt sem al- brýnasta úrlausnarefni á alþjóða- vettvangi að jafna, a.m.k. í ein- hverjum mæli, þennan ójöfnuð. Og þar er ekki hvað síst horft á það hneykslanlega háttarlag, sem viðgengst hér í ríka heiminum, að á sama tíma sem milljónirnar hrynja niður úr hungri í Afríku og víðar er ágætis matkorni, byggi, maís o.fl. beinlínis hellt ofan í búfé, ekki síst svín og fugla, eins miklu og með nokkru móti er hægt að pína í það, til þess að framleiða lúxusmat handa fólki, sem er að springa af ofáti. (Cramming heit- ir á góðri ensku sú eldisaðferð að sprauta með sérstöku verkfæri viðbótarskammti af samþjöppuðu fóðri ofan í kjúklinga, þegar þeir hafa fengið nóg og vilja ekki eta meira ótilneyddir.) Það væri auð- velt að metta alla hungraða eins lengi og þörf krefur með því korni, sem Vesturlandabúar gefa hús- EFTIR STORMINN þeirri frómu von að geta gefið Jónasi Kristjánssyni réttari skiln- ing á íslenskum landbúnaði og gildi hans. Það hafa margir mætir menn verið að reyna undanfarið með skrifum í ýmsum blöðum, m.a. í Dagblaðinu sjálfu. En ansi er ég hræddur um, að allt það beri lítinn árangur, því maðurinn hef- ur einhvers konar innbyggt varn- arkerfi, sem gerir hann ódrepandi. Að því leyti er hann líkur þeim voðalegu ormum í fornum sögum, sem ekkert þýddi að höggva haus- inn af. Þeir reistu sig upp jafn- harðan og mátti þakka fyrir, ef ekki voru þá sprottnir á þá tveir eða fleiri eiturspúandi hausar í staðinn fyrir þann, sem af var höggvinn. Hinsvegar er sú hættan, að of margir menn á höfuðborgarsvæð- inu og kannski víðar taki of mikið mark á skrifum Dagblaðsins um landbúnaðinn og það væri illbæt- anlegur skaði fyrir alla aðila. En gras er engin höfuðnauðsyn til að framleiða búfjárafurðir að dómi J.K. Nóg er af korninu í Vestur-Evrópu og Ameríku til að gefa skepnum og breyta þannig í mannamat. Þarna er ástæða til að setja stórt spurningarmerki. Hungrið sækir á í heiminum, það er hræðilegasta staðreynd nútím- ans. Misskipting lífsgæðanna er óskapleg milli tækniþróaða heims- ins og hins hlutans, þriðja heims- ins. Nú er gjarnan talað um dýrum sínum fram yfir þarfir. En hluti af þessu korni er einmitt fluttur til íslands á niður- greiddu verði, svo einnig við get- um framleitt samskonar lúxusvör- ur og það langt fram yfir þarfir. J.K. vill reyndar helst af öllu að við flytjum inn búfjárafurðirnar sjálfar, en ef ekki vill betur til, þá nóg af þessu korni, svo við þurfum ekki að fást við ræktun dýra, sem eta gras. En þarna skyldi bæði hann og SIGRÍÐUR Lilja Sigurðardóttir og Sóley Þórarinsdóttir heita þær vinkonur. — Þær hafa haldið hlutaveltu til ágóða fyrir Afrikusöfnun Rauða krossins og söfnuðu þær 12.200 krónum. VINKONURNAR Hjördis Hjörvarsdóttir og Laufey Einarsdóttir héldu hlutaveltu til ágóða fyrir Afríkuhjálpina og söfnuðu 5000 krónum. Þ KR Áslaug Auður Guðmundsdóttir, Karitas Kjartansdóttir og Sigriður Karlsdóttir héldu hlutaveltu fyrir skömmu til ágóða fyrir Afríkusöfnun Rauða krossins og söfnuðu þær 11.000 krónum. Ólafur Örn Arnarson, yfirlæknir: Fjármögnun sjúkrahúsa Á undanförnum mánuðum hafa orðið umræður um fjármögnun sjúkrahúsa. Hér er ekki um ómerkilegt mál að ræða, þegar þess er gætt að rekstur sjúkra- húsa á iandinu mun kosa nálægt 50 milljörðum króna á þessu ári. Ef hægt væri að spara í þessum rekstri, þó ekki nema nokkra hundraðshluta væri eftir þó nokkru að slægjast. Umræðurnar hafa einkum snú- ist um kosti svokallaðra fastra fjárlaga, en ríkisspítalar hafa verið á því kerfi síðan 1977, þar sem allir aðrir spítalar í landinu hafa verið á daggjaldakerfi. Forráðamenn ríkisspítala hafa í ræðu og riti lagt mikið kapp á að sanna gildi þessa fjármögnunar- kerfis og alið að með því hefðu sparast hundruð milljóna ef ekki milljarðar króna í rekstri Land- spítalans. Jafnframt hafa þeir þakkað allt það, sem gerst hefur á spítalanum hinum föstu fjárlög- um, jafnvel fjölgun sjúklinga og styttingu legutíma. Samkvæmt frétt í Dagblaðinu 15. okt. sl. um blaðamannafund, sem fjármálaráðherra hélt, er hann kynnti fjárlagafrumvarpið fyrir nokkru, mun hann hafa vikð að þessu atriði og talið nauðsyn- legt að hverfa frá núgildandi daggjaldakerfi og koma upp traustri stjórn á sjúkrahúsunum. í sömu frétt er vitnað í Davíð Gunnarsson, forstjóra ríkisspít- ala, þar sem hann segist vera sammála fjármálaráðherra og andvígur því kerfi, sem gefur tækifæri til að stofna til útgjalda og rukka ríkissjóð eftir á. Með þessum ummælum er gefið í skyn, að þau sjúkrahús á landinu, sem rekin eru eftir daggjaldakerfi, en það eru öll önnur en ríkisspítalar, leiki nánast lausum hala og sói fé almennings á báðar hendur. Þegar ég var beðinn um að flytja erindi um fjármögnum sjúkrahúsa á nýafstöðnu heil- brigðisþingi og fór að kynna mér árangurinn af þessu kerfi á Landspítalanum, varð ég vægast sagt undrandi á ýmsu því, sem haldið hefur verið fram. Erindi mitt var birt í Morgunblaðinu þann 18. okt sl. Meðai þess, sem þar kom fram, var að eðlismunur fastra fjárlaga og daggjalda væri sáralítill. Sigurður Þórðarson stjórnarnefndarmaður ríkisspít- ala heldur frain í Morgunblaðinu 25. okt. sl. þeim grundvallarmis- skilningi um "daggjaldakerfið, að fjöldi legtnlaga sé ákvarðandi um fjárstreymið og gengur svo langt að halda því fram, að sjúklingum sé haldið inni á sjúkrahúsum um helgar, væntanlega i böndum, til að tryggja fjárhagslega afkomu sjúkrahúsanna. S.Þ. er nokkur vorkunn, því að þetta er útbreidd- ur misskilningur, sem stafar af hreinni vanþekkingu. Það er rekstrarafkoman yfir árið, sem ákvarðar daggjaldið og þar sem fjárstreymið og hvort legudagar eru nokkru fleiri eða færri hefur enga þýðingu fyrir afkomuna nema þá til mjög stutts tíma. Annað sem ég hélt fram var, að lækkun meðallegudagskostnaðar á Landspitala á árinu 1977 til 1979 væri fyrst og fremst tilkominn vegna Öldrunarlækningadeildar- innar í Hátúni. í grein sinni í Morgunblaðinu 25. okt. sl. viður- kennir S.Þ. þessa fullyrðingu þeg- ar hann segir: „Það er rétt hjá yfirlækninum að helstu breyt- ingar er varða legudagafjölda Landspítala milli áranna 1977 og 1979 tengjast Öldrunarlækninga- deildinni í Hátúni. Jafnframt að þær breytingar hafa áhrif á hversu hátt heildardaggjald Landspítala er.“ Kostnaðarsamanburður á milli ára og túlkun S.Þ. á þeim niður- stöðum er afar vafasöm. Þar eru allar breytingar eins og áður skrifaðar á reikning fjármögnun- arkerfis. S.Þ. tekur til dæmis hækkun á rekstrarkostnaði Landakotsspitala, sem dæmi um galla daggjaldakerfisins. Hann tekur hins vegar ekkert mið af þeirri staðreynd, að miklar breyt- ingar verða á rekstri Landa- kotsspítala einmitt um þetta leyti. í árslok 1976 hættu St. Jósefssyst- ur að reka spítalann og sjálfseign- arstofnun tók við. Það var vitað fyrirfram, að enginn gæti rekið spitalann eins hagkvæmt og syst- urnar, Til dæmis var reiknað með að fyrir hverja systur þyrfti u.þ.b. þrjá nýja starfsmenn. Reiknað var fyrirfram með flestum þeim breytingum sem orðið hafa, en áhrif systranna á reksturinn voru samt meiri en nokkurn grunaði. ÞcsSi brcyting á rekstri Landa-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.