Morgunblaðið - 01.11.1980, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 01.11.1980, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 1980 Þjóðkunnir þingskrífarar: Skáldað í skjala- herbergi Alþingis Prá því var skýrt í þætti Ingimars sl. laugardag, að faðir hans andaðist þá er Ingimar var á bernskuskeiði. Föðurbróðir Ingimars, Jónas H. Jónsson, hafði eigi unað sér í Hörgs- holti, langaði til að læra og fluttist til Reykjavíkur. Þótt minna yrði úr námi en hann hefði kosið, varð hann þó kunnur maður á sinni tíð. Flestir landsmenn hefðu kannast við Jónas Mána, eða Plausor, en svo nefndi hann sig, er hann kvað fjölda gamanvísna er fleygar urðu. Enn í dag er sungið ljóð hans um Bjössa á Hói, Kvásarvalsinn o.fl. Jónas var lengi húsvörður í Alþingishúsinu og Háskólanum. Ekki mun það hafa spillt því, að Ingimar fengi starf þingskrifara. Ingimar á í fórum sínum „Erindis- bréf fyrir starfsmenn á skrifstofu Alþingis". Þar segir í 2. grein: „Þeir skulu skyldir að vera komnir alla virka daga til starfa á skrifstofuna einni klukkustund fyrir dagmál, og skulu vinna þar til þess, er ein klukkustund er til náttmála, nema nauðsyn sé á lengri vinnu. Til matmáls eiga þeir tvær klukku- stundir daglega, eina í hvort sinn. Á helgum dögum fer vinnan eftir fyrirmælum skrifstofustjóra, sam- komulagi starfsmanna sín í milli og verkaþörfinni." Undir bréfið rita forsetar Alþing- is, Guðmundur Björnsson og Ólafur Briem, ásamt skrifstofustjóra Ein- ari Þorkelssoni. Ingimar ritar sam- þykki sitt við ráðningu hinn 16. desember 1916. Dagkaup er ákveðið 8 krónur. Áhugi Ingimars og Þórbergs á margvíslegum málum, skáldskap, stjórnmálum, guðspeki og lífsgát- unni, leiðir þá saman í kynnum og starfi. „Spaks manns spjarir, — lyrisk lofnar-kvæði og heimspeki- legar hugraunir" er Þórbergur birtir undir dulnefninu Styr Stofuglam, er til vitnis um vináttu þeirra félaga. Þórbergur ritar á eintak bókarinnar er hann sendir vini sínum og félaga: „Ingimari Jónssyni með virðingu og þakklæti fyrir kvenlegt bríarí og hjálpfýsi og lærðar leiðbeiningar, sem hann hefir látið mér í té í þeim cfnum. frá höf.“ - O - Þórbergur hefir lýst því í Eddu sinni, er þeir félagar luku sameigin- lega kvæði í þáverandi skjalaher- bergi þingsins á páskum árið 1917. Að vísu nafngreinir hann eigi höf- und þann, er með honum kvað ljóðið, en Ingimar upplýsir nú þátt sinn í þvi. Frásögn Þórbergs er svolátandi: Ástaróður Á laugardagskvöld fyrir páska 1917 sátum við tveir, kunningi minn og ég, með tveimur stúlkum heima í herbergi hans í austurbænum. Hann var þeim lítið eitt kunnugur, en ég hafði aldrei talað við þær áður. Við röbbuðum fram og aftur um ýmsa smámuni hversdagslífsins, og svo var það ekkert meira. Þetta var heldur dauft og tilburðarlaust sam- kvæmi. Og úti var norðanrok með frosti. Önnur þessara stúlkna hét Sigríður, hávaxin, dökkhærð og brúneyg, dama forkunnarfríð sýn- um. Hún fór síðar til Kaupmanna- hafnar og mun hafa orðið þar innlyksa. Um páskana eða litlu eftir páska fundum við, kunningi minn og ég, uppá því að yrkja ástaróð til Siggu. Það var þó ekki vegna þess, að við værum farnir að unna henni hugást- um, ekki heldur í því skyni að veiða ástir hennar og því um síður af því, að við ættum henni nokkuð upp að unna í ástamálum, heldur var þetta gert í spaugi og dáraskap. Mig minnir, að við byrjuðum að yrkja kvæðið niðri við höfnina, örstutt fyrir norðan og vestan, þar sem sænska frystihúsið er nú. Þaðan gengum við inní Alþingishúsið og ortum kvæðið til enda í þáverandi skjalaherbergi þingsins. Við höfðum þá báðir verið þingskrifarar, og þetta var síðla dags á helgum degi. Síðan var kvæðið hreinskrifað og sent Siggu, einsog það er prentað hér á eftir. Þessi mikli ástaróður ber nokkurn keim af kvæðum í Sæmundar-Eddu. Hún var svo að segja daglegt lestrarefni mitt á árunum 1913 til 1918. Ég held ég hafi kunnað megin- þorra hennar utanbókar. Þessvegna hætti mér við að grípa til hennar á þessum árum, þegar ég setti saman kvæði undir fornyrðislagi eða Ijóða- hætti. Þaraðauki var kunningi minn vel að sér í Eddukvæðunum. Örfá forn orð og orðmyndir þarfn- ast skýringa. Manngx = enginn mað- ur, enginn. Aldaheimur = mann- heimur (aldir = menn). Sá-at = sá ekki. Svásleyur = bjartur, fagur. Reyndi-t = reyndi at, reyndi ekki. Þráðak = þráða ek, þráði ég. Átfröð- uU = sól. Drótt = menn. „Meyjaroröum skyli mannxi trúa né þvi, es kveðr kona.“ Svo kvað halur sviftur meyjartryKkðum. Þekkti' 'hann ekki þix Þinar veit éK tryKKðir þrunKnar ástum. eldi údauðleika. I.ýsa munu þær Ijúfum vini innum dauðans dyr. FeKra leit eninnn i aldaheimi en sætleik sálar þinnar. Sem Krísk list frá Kuðastóli er andlitsásýnd þin. Ljóðið er tólf erindi. Því lýkur þannig. Hér við skiljumst. en hittumst aftur eftir dáinn daK. Sætur KUð Kefi Síkku ró. en hún mér alla ást." Ingimar brosir nú að brekum þeirra félaga. Kveðst fátt eitt muna að segja frá Siggu og er mynd hennar horfin í móðu tímans. Steíán frá Ilvítadal Ég vann á Akureyri 1912, segir Ingimar, og fylgdist þá alltaf með Stefáni. Hann ferðaðist þá um vest- anverðan Eyjafjörð með myndavél svo sem Þórbergur hefir greint frá. Stefán var þá alveg rúineraður og gat ekkert gert, en hvarf til Noregs. Ég þekkti hann frá því hann var yngri. Þá kom hann til mín í Reykjavík. Ég sló víxil fyrir hann, eða hjálpaði honum, því hann var alltaf blankur. Hann var með berkla og annar fóturinn allmikið bilaður. Gat ekkert unnið, þó hann væri að reyna það. Hann var fjarskalega veikur fyrir áfenginu. Ég hafði aldrei neina ánægju af áfengi. Ef ég sat með mönnum, sem voru að drekka, þá svindlaði ég alltaf og lét í glasið hjá mér eitthvað sem hafði sama lit, en ekkert áfengi. Ég gat hlegið með þeim alveg jafnt fyrir því, og sumum hafði ég mjög gaman af, einmitt þegar þeir voru orðnir kenndir, því að þá kom margt fleira fram hjá þeim heldur en ella, og maður kynntist þeim dýpra fyrir það. Svo kemur Stefán til mín í Hafn- arfirði og hefir þá ort dálítið meira. Það var nóg í handhæga litla kvæðabók, svo að ég greiddi fyrir því, af því ég þekkti til í Gutenberg og Hallbjörn Halldórsson var vinur minn. Hann sá um fyrir mig að setja bókina upp og ég ábyrgðist greiðslu. Það gekk allt ágætlega og við seldum 300 eintok af bókinni og hann fékk þó nokkra aura í sinn hlut, blessaður kallinn. Það var strax auðfundið, maður þurfti ekki nema heyra eitt smákvæði, þá fann maður undireins að þetta var stórskáld. Þarna kom fjöldi manns til mín um veturinn, bæði af því að það var minna um pest í Hafnarfirði en í Reykjavík og líka af því að þetta varð hálfgerð listamannasamkoma í húsinu. Það kom fjöldi manns af öllum sortum. Þótt minna hafi verið um pest í Hafnarfirði þennan umrædda vetur, er spænska veikin herjaði, þá sýnir frásögn Þórbergs Þórðarsonar, er hann birtir í Eddu sinni, að einnig þar varð veikinnar várt. Þórbergur segir svo frá: „Með fjörutíu stiga hita. Þetta kvæði er ort á Vesturgötu 35, þegar ég lá í spænsku veikinni 1918. Ég tók pestina suður í Hafnar- firði á orlofsferð hjá Ingimar Jóns- syni, er þá kenndi við Flensborgar- skólann. Gekk ég með hana inní Reykjavík í norðanstormi og kulda, kom við hjá kunningafólki mínu á Laugaveginum, sem ég vissi, að allt lá rúmfast, hellti þar úr öllum aðkallandi ílátum, labbaði mig síðan heim og lagðist með 40 stiga hita. Þetta var í nóvembermánuði. Um þessar mundir varð það til tíðinda, að mikið fannst af dauðum sel rekandi á kóngsins straumum kringum Island. Var hann kraminn og uppbólginn innvortis, og var það ágizkun vitrustu manna, að hann hefði drepizt af líkaáti. Kvæðið er rímað með Jakob Jóh. Smára í huga og ber þess nokkur merki, að það er stílað upp á lýriker, sem hefur eyra fyrir músik hafsins og auga fyrir litum himindagganna og nef fyrir brumi rökkursins. ÉK labbaði áðan útað sjó. Á öldufaldi þar ók hó eitt skáld i sorKarhjúp' sakna þar alis. sem var. Þá skaut úr sænum seli Krám með sundurkramið brjóst. Hann haföi étið hundrað lik. sem honum var ei ljóst.“ í Ingimarsþætti sl. laugardag var getið þýðingar hans á ljóði Heines. Nú má nefna, að tvær Heine-þýð- ingar hans birtust í úrvali þýðinga, er Alexander Jóhannesson safnaði í smákver er út kom árið 1919. Draummyndin í Æskuhörmum Heines birtist í þýðingu Ingimars og er fremst í kverinu: Fyrstu tvö erindin eru þessi: EK lá «k svaf ok svaf svo rótt. að sorK ok kvol var fjær. Þá kom I draumi dýrðleK mynd. in disarfaKra mær. Hún var sem héla á hausti föl, en hraínsvart lokkaflóð; ok perlur syntu auKum i við undra töfra kIoó. Síðar í sama kveri er Fiskistúlkan. Þar segir: Með kolbrúnarauKunum unKU þú undrandi vikur að mér: Hver e r t u. þú ókunni maður, Hvað e r það. sem KenKur að þér? Iljá þjoð minni skáld er ég skirður. Þeir skrafa um |>etta ok hitt. Ef skástu nöfnin menn nefna, þá nefna þeir líka mitt. Meðan Ingimar dvelst við nám og störf í Reykjavík, tekur hann virkan þátt í félags- og forystustarfi í nýstofnuðum samtökum verkalýðs- félaga. Formaður fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík er hann um skeið og kemur víða við sögu. Einmitt um þessar mundir eru hörð átök á vettvangi stjórnmála og miklar greinir með mönnum. Er Ingimars þar víða getið og er þá ýmist þátttakandi sem baráttumað- ur, eða hann ber sáttarorð og biður griða vegna félaga sinna. Hann undirritar beiðni Alþýðuflokksins um náðun Ólafs Friðrikssonar, en Hæstiréttur dæmdi Ólaf og félaga hans á útmánuðum 1922 til fangels- isvistar. Konungur náðaði Ólafs- menn fyrir tilmæli Sigurðar Eggerz forsætisráðherra. Ingimar er nú einn á lífi, þeirra er rituðu undir náðunarbeiðnina. Náðun Ólafsmanna vakti miklar deilur á mannfundum og í blöðum. Um þessi mál segir Ingimar nú: Einmitt þessir menn, er rituðu undir náðunarbeiðnina vildu frið og and- Ingimar Jónsson og Elínborg Lárusdóttir, kona hans. Steíán Þórbergur frá Hvitadal Þórðarson legt frelsi. Þeir voru allir á því að biðja um náðun. En þeir vildu fara löglega að öllu saman. Fyrir kosningar er fram fara árið 1922 er Ingimars getið á mörgum framboðsfundum. Við nemum staðar við einn þeirra, fund í Þjórsártúni laugardaginn 1. júlí. Ingimar er þá orðinn klerkur að Mosfelli í Gríms- nesi. Auk hans er getið annars þingskrifara sem ræðumanns, Pét- urs í Vallanesi. Hart er deilt um náðun Ólafs og félaga hans. í fundarfrétt Alþýðublaðsins segir svo: Ólafur Thors harmaði náðun Ólafs Friðrikssonar og félaga hans. Taldi hann, að Hæstiréttur hefði verið lítilsvirtur, og fannst sárgrætilegt, að því máli hefði lokið á þennan hátt. Um ræðu Ingimars segir Alþýðu- blaðið: „Ingimar sýndi fram á með ómót- mælanlegum rökum, að Ólafur Thors hefði sjálfur með sínum líkum verið höfuðforsprakki að uppistandi því er í Reykjavík varð síðastliðið haust. Benti hann á þáð sammála álit merkra manna, utan lands og innan, að sá málarekstur hefði verið hneykslanlegur frá upphafi og náð- un því eina sæmilega lausnin á málinu.“ Eins og að líkum lætur, kveður við annan tón í frásögn Morgunblaðsins af fundinum: „Úr messu séra Ingimars man nú enginn neitt með vissu, en hann kenndi Ólafi Thors og Jóni Magnús- syni um athæfi Ólafs Friðrikssonar og er það góður kristindómur." Ingimar minnist framboðsfunda í Árnessýslu þá er hann var í kjöri. Varð þá að samkomulagi milli fram- bjóðenda, að þeir breyttu ekki efni framsöguræðu, en flyttu sömu ræðu á öllum fundum. Með þeim hætti gátu þeir tekið menn tali meðair andstæðingar fluttu ræður sínar og þurftu ekki að vera á varðbergi um málflutning þeirra. Er fundirnir voru orðnir sex, kvað Ingimar: Ertn ei þreyttur munnur minn, mjóK var reynt á þrekiö. Þú hcfir nú i sjötta sinn sama rjómann skekið. Er Ingimar rifjar upp vísuna í heimsókn okkar Jóns, sonar hans, segir Jón af glettni: Hann hefir ekki verið í vafa um að um rjóma væri að ræða. í Ijóðabók er vísan eignuð öðrum höfundi. Ingimar segist muna glöggt, að hann hafi sjálfur kveðið vísu þessa, þá er hann var á heimleið frá Gaulverjabæjarfundi, en hann var hinn sjötti og síðasti. Reið hann þá Gamla-Brún. Ingimar unir hag sínum vel í prestsstarfinu á Mosfelli. Hann á frændlið víða í sveitinni. Minnis- stætt er honum enn í dag, þá er hann gerði sér ferð frá Reykjavík í því skyni að skoða Grímsnesið rækilega áður en hann tæki við starfi. Gisti hann þá á Brú. Þaðan fylgdi honum á leið ungur frændi hans, Tómas Guðmundsson, síðar borgarskáld. Tómas flutti mig á báti yfir vatnið til þess að flýta fyrir göngu minni. Ég lét hann segja mér til yfir fjallið. Kom svo niður skarðið beint undan Kolviðarhóli. Þetta sparaði mér göngu um 3 tíma. Ég vissi ekki fyrr en seinna, að við Tómas erum skyldir, en það leyndi sér ekki hve gáfaður hann var. Það kom snemma í ljós. Þar kemur sögu, að Jónas Jónsson ráðherra kemur til Ingimars. „Jónas kom og bað mig að gera það fyrir sig að leggja prestinn á hilluna og taka að mér að koma lagi á skólamálin í Reykjavík. Það var erfitt verk. Ég gat ekki neitað kallinum um þetta, segir Ingimar: Þeir voru búnir að stofna Gagnfræðaskóla Reykvík- inga. Jónas bað mig að byggja upp gagnfræðaskóla sem mótvægi. Það var með miklum söknuði er ég kvaddi prestakallið og starf mitt. Þó ég hafi margt gert, þá hefir mér ekki liðið eins vel við neitt starf, starfsins vegna, eins og prestsstarfið. Ingimar verður við beiðni Jónasar ráðherra. Og hefst nú sá kafli í sögu hans, er markar spor í menntalíf höfuðstað- arins. Deilur spunnust um skóla og kennaralið. Varð úr rígur og tog- streita, blaðaskrif og kerskni milli nemenda unglingaskóla er þá störf- uðu. Til marks um anda þann er gætti í nemendahópi annarra skóla í borginni og afstöðu til Ingimarsskól- ans, er klausa í bekkjarblaði Verzl- unarskólans heimabruggað skeyti. Þar segir: „Símað er frá Ingimars- skólanum: Erum hættir að leggja saman og farnir að draga frá.“ Að vísu má segja, að hér sé vottur gamansemi og gáska er jafnan tíðkast í flokki unglinga er kryddar talnadálka og þríliðuþrautir með ærslum og upphlaupum. Þó dylst eigi, að hér er gefið í skyn, að reikningskunnátta nemenda Ingi- marsskólans sé hvergi nærri sam- bærileg fræðastigi Verzlunar- skólans. I ljósi þess, að á undan höfðu farið hatrammar deilur í skólamálum, verður ljóst, að hér endurspeglaðist flokkadráttur, er varð við takmörkun nemendafjölda Menntaskólans í Reykjavík, en skóli Ágústar H. og Ingimarsskólinn kepptu um undirbúning að námsvist nemenda í efri bekkjum MR. Vel má Ingimar og skóli hans una dómi Halldórs Laxness, er segir í Sjömeistarasögu: ... um skólann, að hann hafi verið „ein vönduðust uppeldisstofnun í landinu, vinsæl og virt“. Ingimar sat í niðurjöfnunarnefnd um margra ára skeið. Kom þá í hlut hans og þeirra félaga, Sigurbjörns Þorkelssonar í Vísi, Gunnars Viðar og annarra nefndarmanna, að fjalla um útsvars- og skattakærur. Voru þær ýmist færðar fram munnlega eða bréflega. Ingimari er í minni, er skattakæra barst í ljóðabréfi frá Jónasi í Grjótheimi. Var hann kunn- ur hagyrðingur. Nefndin tók kæru Jónasar til greina. Lækkaöi skatta hans um 70 krónur. Var Ingimar falið að svara kærunni í bundnu máli og tjá niðurstöðu. Hann kvað þá: Sjötiu krónur séu skálda laun, svo meKÍ bætast Grjótheims- mannsins raun, en fljóttekinn Króði farið Ketur hratt. Flýt þér að Kreiða útsvar þitt ok skatt. Meðal minnisstæðra atvika frá árum Ingimars í niðurjöfnunarnefnd segir Halldór Sigfússon, fyrrum skattstjóri, frá því, er Benedikt Þórarinsson, hinn kunni bókasafnari og kaupsýslumaður gerði um það munnlegan samning við nefndar- menn, að rita þeim útsvarskæru og rista hverjum og einum níð og spara hvergi orðkynngi. í launaskyni hét hver þeirra honum 5 króna útsvars- lækkun. Að sögn Halldórs voru umsagnir Benedikts hin besta skemmtun. Margt er enn ósagt um Ingimar Jónsson, en hér verður numið staðar. Þykir við hæfi að ljúka þætti hans með þýðingu, er hann gerði á yngri árum, á ljóðinu „Last rose of sum- mer“. Hvl ert þú hér alein eftir enn i hlórna, rósin min? Nú er horfin héðan burtu hver ein föKur systir þin. Hlómin ekki framar fylla friði' (>k ilmi Karðinn minn. EnKÍn lauf i blsenum bærast. bitur næðir stormurinn. Næstkomandi laugardag er fyrir- hugað að fjalla um Svein Víking, er var í flokki þeirra félaga 1922. Pétur Pétursson þulur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.