Morgunblaðið - 01.11.1980, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 01.11.1980, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. NÓVEMBER 1980 41 félk í fréttum íslenzkur læknir flytur erindi á landsþingi CNS í byrjun október hélt Pétur Ludvigsson læknir erindi á landsþingi Félags bandarískra barnataugasjúkdómalækna (Child Nevrology Society), sem haldið var í Savannah í Georgíufylki. Erindið fjallaði um áhrif B12 vítamínskorts á taugakerfi barna. Pétur lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1966 og embættis- prófi í læknisfræði frá Há- skóla íslands 1973. Hann hefur verið við framhaldsnám í barnalækningum í Bandaríkj unum síðan 1976 og leggur nú stund á taugasjúkdómafræði við Temple-háskólann í Phila- delphia. Pétur Ludvlksson læknir. „Káta ekkjan“ + Þessi fagra kona er ekkja rokkkóngsins eina og sanna, Elvis Presley. Hún heitir Priscilla. Bráðlega kemur hún fram í mjög vinsælum amerískum sjónvarpsþætti, sem nefnist „Those Amaz- ing Animals". ABC-sjónvarpsstöðin, sem gerir þættina, lét að þessu tilefni gera þetta plakat. Ef myndin prentast vel má sjá eiginhandaráritun „Kátu ekkjunnar" efst í horninu til vinstri, allt að því koparstunguskrift. + Það kannast víst flestir við spænska listmálarann og furðufuglinn Salvador Dali. Dali var einn af upphafs- mönnum „surrealismans" svokallaða, en sú listastefna gefur ímyndunaraflinu lausan tauminn og myndirnar verða því oft samsafn ólíkra hluta og fáránlegra samsetninga á einum fleti. Furðuleg uppá- tæki hafa verið aðalsmerki Dalis. Á sínum tíma málaði hann lifandi svín græn og í einni fínni veislu var hann borinn inn í líkkistu. Eitt skipti var hann fenginn til að skreyta fyrir garðveislu. Hann kom á staðinn, lét hengja tvo konsertflygla upp í tré og sagði skreytingunni lokið! Þessi uppátæki hans hafa orðið til þess að margir álíta að Dali geti tæplega verið heill á geðsmunum, þó líklegra sé að hann sé einung- is að gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn, í samræmi við þá listastefnu sem hann aðhyllist. Flestir eru þó sam- mála um það að Dali sé mikill listamaður. En meistarinn er orðinn aldraður og fréttir herma að hann hafi verið alvarlega veikur síðustu mán- uði. En fyrir stuttu hélt hann blaðamannafund í Figueras á Spáni, þar sem hann sagði viðstöddum að hann væri „við héstaheilsu". Þessi blaða- mannafundur þótti tíðindum sæta, því Dali kemur sjaldan fyrir almenningssjónir. Á myndinni með honum er eig- inkona hans, Gala. „Við hestaheilsu“ Djákninn í París: Hvítur blettur í hnakka FRANSKA félaRÍð. Laufásvegi 12, frumsýndi kvikmyndina Hvít- ur blettur í hnakka eftir Viðar Víkiniísson síðastliðinn föstudag. Myndina gerði Viðar í Frakk- landi ok var hún reyndar loka- verkefni hans við Kvikmynda- skóla franska rikisins. Söguþráðurinn í kvikmyndinni Hvítur blettur í hnakka er fenginn að láni úr íslenzkri þjóðsögu. Er um að ræða frjálslega útleggingu á sögunni um djáknann á Myrká og hún sviðsett í París nú á dögum. En í stað þess að þeysa um á hestinum Faxa ekur djákninn um á mótor- hjóli í myndinni. Dauða hans ber einnig að með öðrum hætti en í þjóðsögunni, hann ríður ekki út á ótraustan ís og drukknar, heldur lendir hann í útistöðum við djákna úr öðrum söfnuði og enda þær deilur með því að söguhetjan hafn- ar á botni Signu. Hann er slæddur upp en þar eð ekki finnst neitt lífsmark með honum er hann fluttur í líkhúsið. En djákninn liggur ekki kyrr í líkhúsinu og áður en nokkurn varir er hann kominn á kreik. Peggy, vinkona hans, sam- nefnari Guðrúnar í þjóðsögunni, hefur engar fregnir af dauða hans. Henni bregður því alls ekkert þegar djákninn heimsækir hana eitt kvöldið og býður henni að setjast aftan á mótorhjólið hjá sér. Óljósar grunsemdir vakna þó hjá stúlkunni þegar hún tekur eftir hvítum bletti í hnakka djáknans — sér þar í hauskúpuna. Henni verður þó ekki ljóst hvert stefnir fyrr en djákninn leggur leið sína inn í kirkjugarð og hún sér opna gröf blasa við. Til allrar hamingju nær Viðar Víkingsson á vinnustof- unni að Laugavegi 17. LkWnn. Kristján P®ggy • klukkustreng, meðan djákninn er að bjástra við mótor- hjólið, og kemst þannig hjá að hljóta leg í kaldri gröfinni hjá unnustanum. Kvikmyndin er þrjátíu mínútna löng. Viðar Víkingsson samdi kvik- myndahandritið, leikstýrði og sá um klippingu. Fjögur aðalhlutverk eru í myndinni, eitt þeirra leikur Gérard Chinotti, sem er íslending- um kunnur fyrir tónlistarþætti sína í hljóðvarpi. Morgunblaðið átti stutt spjall við Viðar og var hann fyrst spurður um nám sitt í kvikmyndafræðum: „Ég fór til Frakklands 1972 og lagði stund á bókmenntir þar í þrjú ár,“ sagði Viðar. „Ég tók licence- gráðu í bókmenntum þar 1975 og komst í Kvikmyndaskóla franska ríkisins, IDHEC, árið 1976. Þar lauk ég svo námi 1979 og var myndin Hvítur blettur í hnakka lokaverkefni mitt við þann skóla. Síðastliðinn vetur lauk ég svo fyrsta stigi af doktorsnámi í kvik- myndafræðum við Parísarháskóla. Ég hef ekki í hyggju að halda áfram frekara námi í kvikmynda- fræðum, a.m.k. ekki á næstunni, heldur ætla ég að snúa mér að því að starfa við þetta. í svipinn er ég aðstoðrmaður við klippingu á kvik- myndinni Punktur, punktur, komma, strik, og mun verða í því verkefni fram undir áramót." Hvernig eru horfurnar í ís- lenzkri kvikmyndagerð að þinu áliti? „Ég held að þær séu góðar. Maður verður var við mikinn áhuga hér á íslenzkum kvikmyndum. Spurningin er hins vegar hvort þessi áhugi helzt eða hvort hann sé aðeins vegna þess að um er að ræða fyrstu íslenzku kvikmyndirnar. Éinnig skiptir miklu máli hvernig okkur gengur að koma myndum héðan á erlendan markað, ég held að íslenzkar kvikmyndir séu alveg samkeppnisfærar við erlendar kvikmyndir, en ef það á að takast þarf að hafa góð sambönd,* sagði Viðar að lokum. Gérard Chinotti fer með hlutverk djáknans i mynd- Þarna slappar hann af og reykir sígar inni. miðanum sem fyrir töku verið á stóru ettu. Á til krufn bundinn hefur tána stendur: „Hæfur ingar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.