Morgunblaðið - 03.12.1983, Page 27

Morgunblaðið - 03.12.1983, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. DESEMBER 1983 27 Biskup íslands, herra Pétur Sigurgeirsson, tendrar aðventuljós aö lokinni vígslu á kapell- unni. Fyrir aftan hann standa f.v. séra Árni Bergur Sigurbjörnsson, Kristín Magnúsdóttir starfstúlka og Sesselía Konráösdóttir, fyrrverandi kennari, auk kórs Áskirkju. MorjfunblaÖid/ RAX Vígsluvottar og biskup ganga inn í kapelluna. Fremst á myndinni eru þau Sigurjón Krist- jánsson og Sesselía Konráðsdóttir sem voru meðal vígsluvotta. Kapella vígð í Hrafnistu í Reykjavík BISKUP íslands, herra Pétur Sig- urgeirsson, vígði sl. sunnudag, þann 27. nóvember, kapellu í Hrafnistu í Reykjavík að við- stöddu vistfólki, starfsmönnura og gestum. Kapellan, sem er á rishæð í C-álmu, er sú fyrsta á Hrafnistu, þó að helgistundir hafi áður verið haldnar í húsinu. Salurinn sem kapellan er í rúmar ura 300 manns og verður hann einnig nýttur sem alhliða samkomusalur, auk þess sem þar er starfrækt fóndurstofa. Er ráðgert að stækka hann og að útbúa bænaherbergi á sömu hæð. Við vígsluna flutti Rafn Sig- urðsson, forstjóri Hrafnistu, kórbæn, herra Pétur Sigur- geirsson, biskup, predikaði og þau Jóhanna Sigmarsdóttir, for- stöðukona, Guðleif Ólafsdóttir, hjúkrunarfræðingur, og séra Árni Bergur Sigurbjörnsson, prestur í Assókn, sáu um ritn- ingarlestur, Vígsluvottar aðrir voru Kristín Magnúsdóttir, starfsmaður á Hrafnistu, Sess- elía Konráðsdóttir, fyrrverandi kennari, og Sigurjón Kristjáns- son, fyrrverandi skipsstjóri. Við athöfnina söng kór Askirkju undir stjórn Kristjáns Sig- tryggssonar, organista. Kom fram í ræðu séra Árna Bergs Sigurbjörnssonar að fjórða hvert sóknarbarn í Ássókn væri vistmaður á Hrafnistu. Ýmsir gáfu kirkjumuni til hinnar nýju kapellu í tilefni vígslunnar, en einnig var öllum ágóða af kaffisölu í tilefni 25 ára afmælis Hrafnistu á sínum tíma varið til kaupa á kirkjumunum. Starfsfólk stofnunarinnar gaf altariskross til minningar um Bryndísi Annasdóttur Nielsen, fyrrum starfsstúlku og óli Magnús ísaksson gaf helgimynd eftir Unni Ólafsdóttur, lista- mann, til minningar um hana. Þá var hátalarakerfi í kapelluna gefið af útgerðarfyrirtækinu Ög- urvík. OiOlíinffLW^iB SSffiS Sigtún: Simar 36770-86340 ^sahdgiíBlómaval: . * •• ___——Æ Jótestjorrair ásérstöku ^va* - 20% afslattur ZZS Sýnikcnnsla ; 152.- 0q dyraskreytinga. 128.- y JJe&r- 2&r- mr Hafsteinn Hafliðason verður með^ j9lastiörnuna

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.