Morgunblaðið - 11.07.1985, Síða 27

Morgunblaðið - 11.07.1985, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ 1985 27 Mótmæli vegna kosn- inganna í Mexíkó Monterrej, 10. júlí. AP. UM TÍU ÞÚSUND manns mótmæltu í gær yfirlýsingum Jorge Treving, fram- bjóðanda stjórnarflokksins PRI, um að hann hafl unnið kosningarnar um fylkisstjóra í Nuevo Leon fylkinu. Héldu mótmælendurnir því fram að um stórfelld kosningasvik hefði verið að ræða og meðlimur stjórnarandstöðunnar, Fernando Canales Clariond, væri hinn rétti sigurvegari. Bæði Canales og Treving, halda „Canales - já, Treving - nei“. Var því fram að þeir hafi unnið kosn- ingarnar og hefur Treving lýst því yfir að hann hafi unnið yfirburða- sigur og hlotið 71% atkvæða. Stjórnin hefur á hinn bóginn lýst því yfir að endanleg úrslit kosn- inganna muni ekki liggja fyrir fyrr en á sunnudag. Mótmælaseggirnir gengu um að- algötur borgarinnar syngjandi svo förinni heitið að heimili fylkis- stjórans þar sem mótmælin héldu áfram. Stjórnarandstaðan heldur því fram að fylgjendur PRI hafi mein- að andstæðingum sínum inngöngu á kosningastaði, falsað kjörseðla og komið mörgum kjörseðlum, þar sem merkt var við PRI, í kjörkass- ana áður en kosningarnar hófust. Joshua Nkomo: Sakar Mugabe um ábyrgð á árásum London, 10. júlí. AP. JOSHUA Nkomo, leiðtogi stjórnar- andstæðinga í Zimbabwe, fullyrti i viðtali við Breska útvarpið (BBC) í gær, að Robert Mugabe, forsætisróð- herra landsins, og flokkur hans, bæru ábyrgð á árásum þeim sem gerðar hafa verið á stjómarandstæðinga eft- ir kosningarnar í fyrri viku. Nkomo sagði, að ofsóknirnar hefðu hafist eftir að Mugabe lýsti því yfir að hann hygðist stofna marxískt eins flokks ríki í Zimb- abwe og þar væri ekkert rúm fyrir aðra flokka. Talið er að ekki færri en sex manns hafi látið lífið í múgárásum á stjórnarandstæðinga frá því á sunnudag. Margir hafa slasast og hópur fólks misst heimili sín, sem hafa verið lögð í rúst eða brennd til kaldra kola. Joshua Nkomo Ástralía: Upp kemst um hóp falsara í fangelsi Sjdney, Ástralíu. AP. LÖGREGLAN í Sydney heldur því fram að hún hafl komið upp um hóp manna í fangelsi sem hafl sérhæft sig í að falsa 20 dollara seðla og skjöl sem voru síðan notuð af utan- aðkomandi til að kaupa alls kyns varning í verslunum í Sydney. Fangarnir fölsuðu ökuskírteini, fæðingarvottorð og skjöl til að fá fjárhagsaðstoð frá ríkinu, ætlaða þurfandi fólki. Var skjölunum smyglað út úr fangelsinu og þau seld utan fangelsisveggjanna. Skjölin voru síðan notuð til að kaupa varning fyrir þúsundir doll- ara í verslunum í Sydney. Dómsmálaráðherra Ástralíu, John Akister, sagöi að þessar upp- ljóstranir bentu til mikillar van- rækslu, en þetta væri aðeins eitt af mörgum hneykslismálum sem komið hafa upp í áströlskum fang- elsum undanfarið. Stjórnarand- staðan hefur farið fram á að Ak- ister segi af sér vegna hneykslis- málanna, en hann hefur neitað því. „Við höfum menn á okkar snær- um sem eiga að gæta fanganna. Annað hvort er um að ræða mikla vanrækslu af þeirra hálfu, eða þeir eru hreinlega viðriðnir mál- ið,“ sagði Akister. Af sovésku myndbandi: Læknir rannsakar Sakharov. heiminn undir þann möguleika að sig fyrirfram fyrir að bera ábyrgð Sakharov látist — og sýkna sjálfa á dauða hans.“ 50 ára taumlaust hatur geröu hana að einni valdamestu konu í heimi. Hún var af fátaeku bændafólki, en haföi hlotið frábæra skipulagshæfileika i vöggugjof Hæfileika sem gerðu fallega stúlku að hinum fædda sigurvegara. Þetta er hin stórkostlega saga Emmu Harte og valdatafls hennar. Heildverslun símar. 611202 og 611040. Leikarar: Jenny Seagrove Deborah Kerr John Mills

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.