Morgunblaðið - 11.07.1985, Síða 44

Morgunblaðið - 11.07.1985, Síða 44
44 MORGUNBLADIÐ, FIMMTUDAGUR 11. JÚLÍ1985 fólk í fréttum Fri vinstri: Karl H. Karlsson söngur og gítar, Sigurður Ingi Asgeirsson bassi, Geir Gunnlaugsson söngur, hljómborð, hristur, skeiðar o.fL, Hilmar J. Hauksson söngur, gítar, bouzouki, þverflauta, harmónikka, munn- harpa og hljómborð. HUÓMSVEITIN HVÍSL „Við leikum allt sem nöfniim tjáir að nefnau Rokkhljómsveitir, jazzgrúpp- ur, þjóðlagatríó. Allt þetta o.fl. býður höfuðborgin tónlist- arunnendum upp á á hinum ýmsu stöðum í borginni. En nú er komin af stað ný hljómsveit sem leikur allar tegundir tónlist- ar sem nöfnum tjáir að nefna. Þessi hópur, sem samanstendur af fjórum karlmönnum, ber nafnið Hvisl og var stofnaður fyrir nokkrum mánuðum. „Við leikum allt sem heita má og á lagalista okkar má finna tónlist frá Grikklandi, Suður- Ameríku, Skotlandi, Irlandi, Bandaríkjunum og síðast en ekki síst íslensk lög, þjóðlög, þekkt lög, frumsamin og vinsæl lög,“ sagði Hilmar J. Hauksson einn meðlima Hvísls. „Ég held að þetta sé kærkomin tilbreyting í tónlistarlífið hérna og fólk hefur tekið okkur vel þar sem við höfum komið fram. Við erum að spila öðru hvoru á Duus og Fógetanum en einnig höfum við verið að leika á ferðamanna- kvöldum í Risinu á Hverfisgöt- unni. Það var eiginlega kveikjan að þessari hljómsveit þegar komið var að máli við mig og rætt um möguleika á hópi til að leika fyrir erlenda ferðamenn. Ég fór svona að Hta í kringum mig eftir meðlimum og þetta endaði svona. Við höfum æft gífurlega mikið undanfarið og erum mjög bjart- sýnir á að þetta eigi ekki eftir að verða hljómsveit sem lognast út á næstunni." Spænskumælandi syngja fyrir sveltandi börn Spænskumælandi fólk tók sig saman og söng fyrir sveltandi fólk í Afríku og Suður-Ameríku. Það voru 48 „stjörnur" sem tóku sig saman og Julio Inglesias var þar fremstur í flokki og söng aðalröddina í laginu „Cantare, Cantaras". (Ég vil syngja, þú vilt syngja). HEFUR GIFT SIG 26 SINNUM OG VILL NÚ GEFA ÓGIFTUM RÁÐ „Maður á aldrei að taka ást- inni sem sjálfsagðri því þá visnar hún og deyr“ egar konan hefur sagt já við mig þá er eins og ljóminn hverfi af rómantíkinni segir Glynn „Scotty" Wolf sem nýlega gifti sig í 26 skipti. Hann hefur að sjálfsögðu kom- ist á síður heimsmetabókar Guin- ess sem sá sem hefur gift sig oftast. En hann vill gefa þeim herrum ráð sem eru komnir á gift- ingaraldurinn og segir. „Til að halda rómantíkinni við þá þarf að vinna að henni alla daga. Maður á aldrei að taka ástinni sem sjálf- sagðri því þá visnar hún og deyr. Það er engin nauðsyn að vera mjög karlmannlegur í vexti því fá- ar konur falla fyrir því, heldur eru vín og rósir, ástarbréf og stutt símtöl rétti mátinn til að fá ástina til að blómstra." Hann segir að öllum sé óhætt að trúa sínum orðum því eftir 26 hjónabönd segist hann líta á sig sem „Herra rómantík" og ef það sé einhver sem viti hvernig gera á hosur sínar grænar fyrir kvenkyni þá sé það hann. „Ég nota falleg, hugljúf ástar- orð og það bregst ekki að þær hreinlega bráðna á staðnum. Þetta virðist kannski ótrúlegt en ef maður hvíslar t.d. „Ég elska þig“ á meðan hún er að vaska upp þá er það nóg til að viðhalda rómantík- inni það kvöldið. Rós kostar líka ekki mikið og hvað þá heldur úr eigin garði en hún gleður ótrúlega. Það á ekki að bíða eftir afmælis- dögum og slíku heldur koma sífellt á óvart. Ég ætlaði mér aldrei að setja met í hjónaböndum en það er eins og í gegnum tíðina hafi ég misst hald á konunum þegar í það heil- aga var komið. Ég vil endilega gefa karlmönnum ráð og miðla þeim af reynslunni svo þetta komi ekki fyrir fleiri! og nú er bara að prófa herrar mínir!!! COSPER — I*essi texti er algerlega vonlaus. Reyndu heldur hjá sjónvarpinu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.