Morgunblaðið - 11.07.1985, Side 47

Morgunblaðið - 11.07.1985, Side 47
MQRGUNBLAÐIÐ, FIMMWDAGUS il. JÚli 1985 Nýir tímar — nýtt skipu- lag — nýr flokkur — eftir Júlíus Valdimarsson Frá ómunatíð hefur verið talað um að „færa völdin til fólksins". í dag er hamrað á sama slagorðinu þótt nú þyki fínna að tala um valddreifingu, þátttöku, atvinnu- lýðræði og þess háttar. Þrátt fyrir allar þessar lýðræðisyfirlýsingar eru völdin ennþá hjá fáum. En nú eru ný teikn á lofti því svo virðist sem tækni nútímans beinlínis kalli á „valddreifingu" á sama hátt og tækni fyrri tíma stuðlaði að miðstýringu og fámennisstjórn. Ef svo er munu stjórnmála- flokkar hins „nýja“ tíma þurfa að taka upp allt önnur vinnubrögð og e.t.v. í fyrsta skipti ekki láta sitja við orðin tóm, heldur í raun færa völdin til fólksins. Þeir sem ekki gera það munu daga uppi sem steinrunnin nátttröll. Lýðræðiö hefur aldrei verið til Raunverulegt lýðræði hefur aldrei verið til, ekki einu sinni hjá Forn-Grikkjum sem fundu upp hugtakið. Meirihluti hinna vinn- andi stétta, þrælarnir og konurn- ar, höfðu ekki einu sinni kosninga- rétt. { hinum sósíalísku alþýðuveld- um tilheyra ekki nema 8% þjóðar- innar yfirstéttinni. í Kommún- istaflokknum og innan hans eru ekki nema örfáir sem fara með völdin. í vöggu lýðræðisins, Bandaríkj- unum, taka ekki nema um 50% þátt í kosningum, því að fjöldinn gerir sér grein fyrir því að hann ræður engu hvort sem er. Þótt kosningaþátttakan sé hærri í öðr- um ríkjum Vesturlanda er það fámennur hópur atvinnurekanda sem stjórna stjórnmálaflokkum viðkomandi landa og þægum verkalýðsleiðtogum. Hefur ekki verift þörf á því En af hverju skyldi lýðræðið aldrei hafa virkað? Einfaldlega vegna þess að þess hefur ekki ver- ið þörf. Atvinnuuppbygging iðnað- ar- og framleiðsluþjóðfélagsins er þess eðlis að fáir gátu auðveldlega stjórnað fjöldanum. Tækni þessa tíma (sem enn eimir eftir af) kall- aði líka á mikið fjármagn sem að sjálfsögðu var stjórnað af fá- mennum valdahópi. Tækni nútímans En nú eru aðrir tímar. Við höf- um allt öðruvísi atvinnuuppbygg- ingu því nú byggja flest störf á þjónustu. Tækni hins nýja tíma er aðgengilegri og ódýrari en áður þannig að erfitt er fyrir fáa að einoka hana. Jafnvel innan fyrirtækja er erf- itt fyrir einhvern að vera „sér- fræðingur" starfsins, þar sem margir geta haft aðgang að sömu upplýsingum, með því að hafa tölvuskjá á borðum starfsmanna. Framleiðsluhættir eru einnig að breytast þannig að það verður ódýrara að framleiða sérhannaða vöru en staðlaða fjöldafram- leiðslu. Það er t.d. ekki langt í það að fólk getur farið inn í fataversl- un og valið sér efni, lit og snið og beðið í nokkrar mínútur eftir því að fá tilbúin „skraddarasaumuð“ föt. Einokun gengur ekki lengur Stjórnun fyrirtækja í dag bygg- ist meir og meir á samstöðu ákvörðunum, þátttöku og sköpun. Ekki af heimspekilegum eða fag- urfræðilegum ástæðum, heldur vegna þess að í flóknu þjónustu- samfélagi nútímans er ógerlegt að líta á starfsfólkið sem „vélar". Þar að auki tekur efnahagsumhverfið og tæknin svo snöggum umskipt- um að ógerlegt er fyrir fáa að fylgjast með öllu. Þingflokkarnir eru úreltir Hvað þýða þessar breytingar fyrir stjórnmálin? Þær þýða að stjórnmálaflokkar verða að aðlaga sig þessum breyttu aðstæðum ell- egar verða ónauðsynlegir og úrelt- ir. Þingflokkar íslands tilheyra hinum gamla tíma. Þeim er stjórnað af nokkrum sterkum fjármagnsaðilum. Þeir höfða ekki til fólks í dag. Þeir geta ekki stjórnað landinu því þeirra að- ferðafræði hefur runnið sitt skeið á enda. Þeir halda áfram að plata fólk með loforðum því þeir þykjast hafa völd. En þeir ráða engu, lofa öllu fögru en ætla sér ekki að standa við neitt. Stjórnmálamenn halda áfram að halda langar ræður, sem gekk vel um aldamótin þegar allt gekk hægar fyrir sig en virkar ekki í dag, á öld hraðra ímynda. Þaft er lygi... íslendingar búa við léleg kjör, en ekki vegna samdráttar í þjóð- artekjum eða aflaleysis. Það er lygi. Þjóðartekjur okkar eru einar þær hæstu í heimi en samt er kaupmáttur almennings einn sá lakasti á Vesturlöndum. Hvers vegna? Vegna skipulagsleysis sem staf- ar m.a. af því að aðferðafræði og hugsunarháttur núverandi vald- hafa passar engan veginn við árið 1985. Núverandi stjórn ætti að segja af sér. Ekki bara vegna þess að hún hefur aukið misréttið í land- inu heldur vegna þess að hún not- ar úreltar aðferðir og getur því ekki stjórnað þessu landi. FM eini flokkurinn Þeir stjórnmálaflokkarnir sem ætla að halda lífi í dag þurfa að kunna að virkja fólk, vera heiðar- legir, opnir, geta látið upplýsingar ná til sem flestra og sem fljótast og byggjast á raunverulegri valddreifingu. Eini flokkurinn sem er þannig uppbyggður í dag á íslandi er FM, Flokkur mannsins. Það er ólíklegt að hinir muni breytast því þeir fáu sem stjórna fara ekki þara si svona að afsala sér völdum. Höfundur er formaður Flokks mannsins. V^terkurog L/ hagkvæmur auglýsingamiðill! TJSKU- SYNING Módelsamtökin sýna íslenska ull '85 aö Hótel Loftleiöum é morgun föstudag kl. 12.30—13.00 um leiö og Blómasalurinn býöur upp á gómsæta rétti fré hinu vin- sæla Víkingaskipi með köld- um og heitum réttum. íslenskur Heimilisiðnaður, Hafnarstræti 3, Rammagerðin, Hafnarstræti 19 Boröapantanir i sima 22322 - 22321. HÓTEL LOFTLEIÐIR 0 I' FLUGLEIDA HÓTEL JíL - Fyrir þá sem ætla í bíltúr um helgina býöur ykkur velkomin. Kaffihlaöborö laugardaga og sunnudaga frá kl. 14.30—17.30 Matur framreiddur frá kl. 19.00—22.00. Alltaf eitthvaö nýtt á matseölinum hverja helgi. Veriö velkomin. Austurvegi 46, Selfossi. Sími 99-1356. Jóhann flytur nokkur af sínum stórgóðu lögum sem allir þekkja kl. 23.30. Komiö og hlustið á þennan frábæra söngvara og lagasmið sem aldrei hefur verið betri en nú. Halli hressi verður í diskótekinu — hressari en nokkru sinni fyrr. ANNAÐ KVÖLD koma Hollywood Models í heimsókn og sýna á sinn sérstæða hátt nýjustu fatatískuna frá BAZAR Allir eru stjörnur í ^s^HOLUWOOD

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.