Morgunblaðið - 16.11.1985, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 16.11.1985, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR16. NÓVEMBER1985 3 „Ungfrú heimur“ í svidsljósinu London, 15. nóvember. Frá Valdimar Unnari Valdimarssyni, fréttaritara Morgunbladsins. ÞEIR ERU líklega fáir Bretarnir, sem enn hafa ekki gert sér Ijóst hver bar sigur úr býtum í keppninni um titilinn „Ungfrú heimur". Þeir, sem horfðu á beinu útsendinguna í gærkvöldi, eru rækilcga minntir á það í blöðum í dag að 22 ára stúlka frá íslandi, Hólmfríður Karlsdóttir, skaraði fram úr keppinaut- um sínum og stóð uppi sem sigurvegari. Það er íslensk fegurð sem er í sviðsljósinu í dag og blasir við á síðum allra helstu dagblaða hér um slóðir. Hin nýkrýnda drottning brosir sínu blíðasta á myndum, sem blöðin birta, og Bretar sjá nú í eitt skipti fyrir öll að ísland hefur upp á fleira að bjóða en varðskipin, sem forðum daga gerðu breskum togur- um lífið leitt á íslandsmiðum. Við skulum nú glugga sem snöggvast i nokkur blöð og sjá hvað þau segja um úrslit fegurðarsamkeppninnar. Daily Mirror getur úrslitanna á forsíðu og inni í blaðinu er birt mynd af Hólmfríði ásamt frétt undir fyrirsögninni „Fulltrúi fs- lands kemur inn úr kuldanum og vinnur titilinn Ungfrú heimur". Blaðið heldur áfram og spyr: „Hvernig líst þér nú á, Den,“ og skírskotar þar til þess að daginn áður hafði frægur leikari, Leslie Grantham, sem fer með hlutverk „Dirty Den“ í geysivinsælum fram- haldsmyndaflokki hér í landi, spáði Hólmfríði Karlsdóttur sigri í keppn- inni. „Þetta sýnir bara að ég hef auga fyrir fallegum stúlkum," svar- ar Den í viðtali við blaðið, hæstán- ægður með getspeki sína. Blaðið upplýsir að heima á íslandi eigi Hólmfríður sér unnusta og nefnir Hólmfríður Karlsdóttir nýkrýnd „Ungfrú heimur“ í fyrrakvöld. hann meira að segja á nafn, Elfar Rúnarsson laganema. Haft er eftir Hólmfríði að hún muni nú gera árs hlé á fóstrustarfi sínu og komi svo sannarlega til með að sakna barn- anna, sem hún hafi umgengist. Þá segir hún að sér sé eftir keppnina hugsað til fjölskyldu sinnar heima á Islandi og allra þeirra vina, sem hafi stutt sig og hvatt til dáða, meira að segja komið til London til að vera viðstaddir keppnina. „Ég veit að fjölskylda mín og unnusti eru stolt af árangri mínum," hefur Daily Mirror að lokum eftir Hólm- fríði. Dagblaðið Star helgar stóran hluta forsíðu sinnar Hólmfríði og úrslitum fegurðarsamkeppninnar. Birt er stór mynd af hinni nýkrýndu drottningu og í fyrirsögn segir: „Snjódrottningin Hófi ræður nú heiminum." Star segir að hin ís- lenska yngismær hafi unnið hug og hjörtu dómaranna og sigrað með miklum glæsibrag. Blaðið getur þess að Rod Stewart hafi verið viðstadd- ur fegurðarsamkeppnina á íslandi og hafi orðið jafnheillaður af Hólm- fríði og dómararnir í gær. Star, sem spáð hafði Hólmfríði sigri, segir að tslenska stúlkan hafi fellt tár við krýninguna en þau hafi ekki skyggt á ljómandi fegurð snjódrottningar- innar.“ Líkt og Star, skírskotar Daily Express til uppruna Hólmfríðar og kallar hana „ísdrottninguna", hún hafi komið, séð og sigrað. Blaðið segir að Hólmfríður búi yfir klass- ískri, norrænni fegurð, með ljóst hár sitt og falleg, blá augu. Nú hefur Hófí, sem mestan áhuga hefur á ferðalögum, lagt heiminn að fótum sér. Framundan er spennandi ár, sveipað dýrðarljóma og helgað störfum í tengslum við þann titil, sem nú er í höfn. Guardian segir frá úrslitunum á forsíðu og birtir mynd af Hólmfríði. Sigurs hennar er einnig getið á forsíðu Daily Telegraph og inni í blaðinu er mynd af hinni nýkrýndu fegurðardrottningu ásamt Ungfrú Bretlandi, sem hafnaði í öðru sæti. Á forsíðu Daily Mail birtist mynd af Hólmfríði og sagt að hún hafi brosað breitt í gegnum hamingjutár er hún var krýnd. Times lætur fegurðarsamkeppn- ina ekki fram hjá sér fara fremur en önnur blöð hér í Bretlandi. Blaðið birtir stóra mynd af Hólmfríði með krúnuna á höfði sér og bendir meðal annars á að ræst hafi spár veðmang- ara fyrir keppnina. Líkt og víða annars staðar blasir Hólmfríður við á stórri mynd í dagblaðinu Sun. Hún brosir þar sínu blíðasta, „Bros, sem bræddi hjörtu dómaranna," segir blaðið. Sun segir að hin unaðsfagra, 22 ára gamla íslenska fóstra, hafi skilið keppi- nauta sína 77 eftir úti í kuldanum og hreppt hnossið, titilinn eftir- sótta. Ljóst er að Hólmfríður Karls- dóttir hefur ekki aðeins unnið eftir- sóttan titil. Hún hefur unnið hug og hjörtu Englendinga og jafnframt orðið þjóð sinni til mikils sóma. Glæsileg frammistaða hennar hefur án nokkurs vafa orðið dýrmæt land- kynning, sem á eftir að skila sér með einum og öðrum hætti. Baldvin Jónsson, sem skipulagt hefur fegurðarsamkeppnir heima á íslandi, sagði í samtali við Morgun- blaðið að aldrei yrði metin til fulls sú landkynning, sem fælist í sigri í keppni á borð við þessa. „Við skulum hafa hugfast að það eru hundruð milljónir manna, sem horfa á þessa keppni. I gærkvöldi fylgdist allt þetta fólk með því er glæsilegur fulltrúi ís- lands stóð uppi sem sigurvegari í keppni, sem 78 þjóðir tóku þátt í. Eina kvöldstund var kastljósi heimsins beint að Hólmfríði en einnig að litla íslandi — því skulum við ekki gleyma. Morgunblaðiö/Árni Sæberg „Börnin hennar Hófí“ klöppuðu fyrir fóstru sinni er þau sáu baksíðumynd Morgunblaösins af henni sem „Ung- frú heimur" í gær. „Hófí er svo ffn og glöð“ — sögðu börnin hennar á barnaheimilinu á Vífilsstöðum „Mikið hefur gengið á hér á barnaheimilinu í tilefni af sigri Hólmfríðar í keppninni. Fjöldi fólks hefur hringt til að óska okkur til hamingju með „Ungfrú heim“ og auðvitað slóum við upp veislu fyrir börnin. Þau fengu ís og annað góðgæti svo við erum í virkilegu hátíðarskapi í dag,“ sagði Oddný S. Gestsdóttir, forstöðumaður barnaheimilis ViTilsstaða, en þar hefur Hólmfríður Karlsdóttir starfað frá því hún útskrifaðist úr Fósturskólanum fyrir einu og hálfu ári. Morgunblaðsmenn heimsóttu „krakkana hennar Hófí“ í gær en þau höfðu fylgst grannt með vel- gengni fóstru sinnar og m.a. klippt út myndir úr blöðunum og hengt upphjásér. „Hófí er svo fín og glöð á mynd- inni,“ sagði ein hnátan, sem virti fyrir sér baksíðumynd Morgun- blaðsins í gær. Önnur börn sögðu að hún væri langt langt í burtu og kæmi bráðum aftur til að fara með þeim í leikfimina, en Hófí hafði sjálf saumað á krakkana hvítar stuttbuxur sem þau klæð- ast áður en æfingatímarnir hefj- ast. „Hún les fyrir okkur sögur, syngur, leikur og fer í göngutúra með okkur. Svo förum við stund- um að búa, já, og hún hefur kennt mér hárgreiðslu," bætti ein við. Oddný sagði að Hófí væri frá- bær starfskraftur. „Hún kemur virkilega með það inn í starfið sem hún lærði í skólanum og leggur sérstaka áherslu á þroskaþátt barnanna og er hreyfiuppeldið henni mikils virði þar sem börnin ferðast núorðið að mestu í bíl og fá litla sem enga hreyfingu nema ef að því er sérstaklega gætt.“ Á Vífilsstöðum er rekið eitt skóladagheimili og tvær dag- heimilisdeildir; bangsadeild og fiðrildadeild. Hólmfríður starfar á bangsadeild en þar eru börn frá eins til þriggja ára aldurs. „Við fengum kort frá henni í morgun,“ sagði Oddný, „sem var skrifað 7. nóvember þar sem hún sagði að vel hefði verið tekið á móti sér og að hún deildi herbergi með stúlku frá fsrael. Hún sagði í kortinu að búið væri að taka ótal myndir af sér, m.a. við hliðina á Michael Jackson, að vísu aðeins vaxmynd. í gærmorgun fékk starfsfólkið kveðju frá henni nýkrýndri og á Hófí von á sendingu í dag frá starfsfólki barnaheimilisins og 'sjúkrahússins með foreldrum sín- um og unnusta, sem eru á leið til London í dag. SLAUFAN SEGIR SÍNA SÖGU Á stórum stundum cykur hún á hátídleikann. Segðu þína sögu með slaufu úr Herragarðinum. -fierra- GARÐURINN AÐA1STR/ETI9 S12234
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.