Morgunblaðið - 16.11.1985, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 16.11.1985, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR16. NÓVEMBER1985 Um upplestur bundins máls og óbundins VI Bundið mál Ólestur Við lifum á tímum stórkostlegra og hraðra framfara á ýmsum svið- um tækninnar. Til dæmis fer þeim fjölgandi hér á landi með degi hverjum, sem eiga eða geta fengið aðgang að hljóðritunartækjum, eins og segulböndum eða kassettu- tækjum. Það má því segja, að hverjum manni sé nú orðið innan handar að heyra sinn eigin lestur, ef hann kærir sig um það. Ég hygg að flestum fari svo, þegar þeir heyra rödd sína og lestur í fyrsta skipti, að þeim blöskri. Það er engin furða. Viðkomandi upp götvar það hjá sjálfum sér, sem hann að vísu var margbúinn að taka eftir hjá öðrum sem hann heyrði lesa, að íslenskan í lestri hans er svo ólík því máli sem talað er í landinu, að fullyrða má, að slfkt mál hafi aldrei verið talað á íslandi. í köflum þeim í þessum greina- flokki, sem fjallað hafa um óbund- ið mál, hefur verið skýrt í hverju þetta liggur, hvernig má bæta úr því, og gefnar upp tvær reglur undantekningalausar, sem um þetta gilda. Engu að síður er haldið áfram að kenna börnum okkar þennan vitlausa lestur, sem með sanni má kalla ólestur. Einnig hefur verið á það bent, að sams konar ólestur rikir einnig i öllum okkar framburðarmálum. Þótt sá sem þetta hripar hafi bent á þennan ósóma í fjölda blaðagreina og útvarpserinda, mætti hann árum saman steinvegg þagnarinnar. Engin orð heyrðust um þessar ábendingar, eða mælt mál yfirleitt frá þeim, sem þó telja sig vera að kenna móðurmálið. Ef til vill stafar það af því, að í þess- um efnum hefur verið bent á ótrú- lega vanrækslu í kennslu móður- málsins, og hver kærir sig um að viðurkenna, að hann hafi vanrækt eitthvað? Til þess virðist þurfa kjark, sem er sjaldgæfari en marg- ur kynni að ætla. Á eins konar námskeiði um þetta efni, sem Þjóðleikhúsið stöfnaði til, og þeim sem þetta hripar var boðið að taka þátt í, náði hann þó tali af nokkrum lærðum mönnum í íslensku og ræddi þessi mál við þá. Kom þá í ljós, að þeir virtust fallast á að það væri rétt, sem ég hef haldiö fram um lesturinn. En sömu menn virtust andvígir samræmdum framburði. í þeim efnum hefur þeim komið saman um, að forðast eins og heitan eldinn að benda á nokkuð, sem vera mætti til fyrir- myndar í framburði. Þrátt fyrir einlægar og endurteknar áskoran- ir Alþingis um brýna nauðsyn þess að auka kennslu í fögrum fram- burði móðurmálsins, þá eru við- brögð lærðra íslenskumanna þau, að ekkert skuli gert í þeim efnum; Hvernig getur menntamálaráðu- neytið sætt sig við slíkt án þess að aðhafast neitt? Til þess fyrst og fremst beinast þó þessar AFLI smábáta frá áramótum til októberloka var alls 23.684 lestir, þar af 21.839 lestir af þorski. Er það um það bil tvöfalt leyfilegt magn þessara báta á þessu ári. Þorskafli bátanna er nálægt 7 % af áætluðum heildarþorskafla. í október varð afli smábátanna samtals 833 lestir, þar af 678 lestir af þorski. í mánuðinum barst mest á land af smábátum á Austfjörð- um, 403 lestir, og á Suður- og Suðvesturlandi 249 lestir. Það, sem af er árinu var afli smábátanna þingsályktunartillögur um bættan framburð! Þó er gott að heyra eitthvað um þessi mál á fyrrnefndu námskeiði Þjóðleikhússins frá þessum lærðu mönnum, þótt þeim hafi verið bent á það, að eðlilegra væri að ræða þessi mál, sem snerta menningu þjóðarinnar, opinberlega, svo al- þýða manna geti tekið afstöðu til málsins, heldur en að deila um þau á fámennum fundum. Fiutningur bund ins máls í undanförnum greinum hefur með nokkrum orðum verið rifjað upp hvert ástand ríkir hér á landi í sambandi við meðferð á lestri óbundins máls. En hvernig er þá ástatt um meðferð bundins máls? Óhollar lestrarvenjur Smám saman virðist hafa mynd- ast afstaða með fólki til ljóðalest- urs, sem að ýmsu leyti er of dýru verði keypt. Þessi afstaða er oft fyrst og fremst huglæg, og stafar af því hvernig ljóð eru skrifuð á bækur. Hún liggur í því meðal annars, að líta á ljóð eða kvæði sem röð af línum. Það er að vísu alveg rétt að á pappírnum er ljóð röð af línum. En það leiðir hins vegar alltof oft til þess, að hver lína er lesin fyrir sig, en slíkt getur auðveldlega leitt til þess, að efnið verði óskiljanlegt venjulegum hlustanda. En sá lestur sem hér er til umræðu er fyrst og fremst miðaður við það, að hann komi hlustanda að fullum notum. Þegar um upplestur er að ræða, er það vitanlega fyrsta skylda lesarans að koma efni málsins til skila; eftir því sem efnið gefur tilefni til. En þegar um efni bund- ins máls er að ræða bætist nýr vandi við það, sem hér hefur verið talið, nefnilega, að láta formið einnig njóta sín. Það má því segja að reglan um flutning bundins máls sé þessi: Efni Ijóðsins komi að fullu til skila, án þess að það sé á kostnað formsins. Formið njóti sín að fullu, án þess að það sé á kostnað efnisins. Höfundur er að segja okkur eitt- hvað, og við verðum að ganga út- frá því sem vísu, að búningur þeirra hugsana sé af honum gaum- gæfilega valinn, en ekki af handa- hófi. Af þessu Ieiðir, að við vanda þann, sem því fylgir að lesa vel, bætist hér nýr vandi: að láta ljóð- formið einnig njóta sín. Það er einkum tvennt sem oft veldur því, að efni ljóðs kemst illa eða ekki til skila í upplestri. í fyrsta lagi það, sem hér að framan hefur verið nefnt, að lesari lítur á ljóðið sem röð af Iínum og les það í samræmi við það, þ.e.a.s. hverja línu fyrir sig. Það er að vísu í lagi feli línan í sér sérstaka heila mestur á Suður- og Suðvestur- landi, 7.820 lestir, á Austfjörðum bárust 5.521 lest á land, á Norður- landi 5.398 og 4.963 lestir á Vest- fjörðum. Hæstu löndunarstaðir eru Rif með 1.470 lestir, Neskaup- staður með 1.440, Húsavik með 1.376, Bolungarvík með 1.337 og Akranes með 1.212 lestir. Afli smábátanna eftir mánuðum skipt- ist þannig: Janúar 503 lestir, fe- brúar 382, marz 1.463, apríl 2.905, maí 3.642, júní 3.631, júlí 4.784, ágúst 3.342, september 2.199 og október 833 lestir. hugsun, eins og til dæmis: „Við norður rísa Heklutindar háu.“ En tæpast er þess að vænta að ljóð séu samsett af línum, þar sem hver um sig myndar sjálfstæða hugsun. Hitt er vitanlega algeng- ara að hugsun nái yfir fleiri línur en eina. Hrynjandi bragarháttar- ins Það sem í öðru lagi iðulega veld- ur vandræðum í ljóðalestri er hrynjandi bragarháttar, sem oft kemur illa niður á flutningi ljóð- línu. Hver bragarháttur hefur sína hrynjandi, sem leiðir ósjálfrátt til Ævar R. Kvaran ákveðinna áherslna. Því miður eru þær áherslur sem hrynjandin eða takturinn í ljóðlinunni leiðir til oft þess eðlis, að þær þverbrjóta allar reglur um áherslur í islensku máli. Þannig geta orð jafnvel orðið ill- skiljanleg fyrir áheyranda eða óskiljanleg. Slíkt veldur vitanlega vandkvæðum á því að efni ljóðs komist til skila, sem er þó ein af undirstöðuskyldum lesara. Fólk lætur miklu oftar en það gerir sér grein fyrir leiðast ósjálfrátt af hrynjandi bragarháttar, þegar það les upp bundið mál. En það leiðir ekki einungis af sér rangar áhersl- ur, heldur einnig að lesari tekur línu í sundur á svo óheppilegum stað, að efnið verður illskiljanlegt hlustanda. Ekki líta á Ijóö sem röö af línum, heldur sem röð af myndum Aðspurður gæti einhver sagt að ljóð væri röð af línum. Það er að vísu alveg rétt, en það er ekki heppilegt að lesa ljóð upp öðrum til ánægju, eins og verið sé að lesa upp röð af línum. Heppilegra væri að lesa ljóðið upp sem röð af myndum, þar sem hver myndin tekur við af annarri. Það skiptir því máli fyrir lesara að hafa það í huga við upplesturinn, að hann er að bregða upp myndum, fremur en lesa línur. Hrynjandi bragarháttar ræður alltof oft ferðinni hjá fólki, þegar það les upp ljóð. Eins og bent hefur verið á hér að framan leiðir það iðulega af sér alrangar áherslur og freistar lesara til þess að kljúfa efnið í sundur á mjög óheppilegum stöðum, svo illskiljanlegt verður fyrir áheyranda. Við erum með lestri okkar að reyna að koma til skila hugsunum höfundar þess sem við lesum. En þegar um bundið mál er að ræða, bætist nýr vandi við, því það sem af upplesara bundins máls er hægt að krefjast er þetta: Hann verður að koma efni Ijóðsins til skila, án þess að það sé á kostnað formsins. Og ennfrem- ur: Hann verður að láta Ijóðformið njóta sín, án þess að það sé á kostnað efnisins. Það verður að virða þann búning eða þau klæði, sem skáldið hefur valið hugsunum sínum. Þetta og fleira skulum við nú athuga í sambandi við ljóð, sesm hefur þegar verið gert að umtals- efni í þessum greinum og allir íslendingar telja sig þekkja, nefni- lega Gunnarshólma Jónasar Hall- grimssonar. Gunnarshólmi í Ijósi forms og flutnings Hver hefur orðið í kvæði eða ljóði? Vitanlega skáldið sem orti það. Með upplestri slíks kvæðis hefur lesarinn sett sig í spor höf- undar. Hann þarf því að vita hvernig höfundi var innanbrjósts, þegar hann samdi Ijóð sitt. Lesara er því hollt að byrja á því að brjóta heilann um það, hvers vegna höf- undur hafi ort þetta verk. Hvaða tilfinningar leiddu til sköpunar þess? Svör við slíkum spurningum má oft finna í efni ljóðsins. Já, hvers vegna orti Jónas Gunn- arshólma? Það má vera að við getum aldrei fundið fullkomin og algild svör við slíkum spurningum, en það má þó reyna að draga ein- hverjar ályktanir af kvæðinu sjálfu. Eitt held ég að megi telja alveg öruggt og það er, að Jónas Hall- grímsson unni náttúrunni. Ljóð hans bera því glöggt vitni. Á tímum Jónasar var Kaup- mannahafnarháskóli einnig há- skóli íslendinga, sem þar stunduðu nám, flestir í guðfræði og lögfræði. Prestsembætti voru mörg, en embætti sýslumanna, dómara og löfræðinga skiljanlega talsvert færri. Jónas byrjaði nám sitt við Kaup- mannahafnarháskóla í lögfræði, sem hann hafði kynnst sem skrif- ari fyrir lögfræðinga í Reykjavík, en hann kemst fljótlega að þeirri niðurstöðu, að það nám ætti ekki við hann og fór yfir í náttúrufræði. Náttúruunnandinn hefur ekki get- að stillt sig um að nota þetta tækifæri til þess að kynnast eðli náttúrunnar betur. Og hvergi kemur það betur fram en í Gunn- arshólma, sem er stórkostlegt málverk í orðum af íslenskri nátt- úru. í þessu kvæði er Jónas sem bergnuminn af fegurð hennar. En snúum okkur nú að því með hverjum hætti hyggilegt sé að flytja þetta magnaða kvæði. Hér að framan hefur verið á það bent, að ekki sé heppilegt fyrir upplesara að líta á ljóð frá því sjónarmiði, að það sé röð af línum. Það skapar tilhneigingu til þess að lesa línurnar, eins og þær séu sjálfstæðar heildir, sem þær vitan- lega sjaldnast eru. En hvernig er þá hyggilegra að líta á kvæðið frá þessu sjónarmiði? Sem röð af hugs- unum eða myndum, sem hver taki við af annarri Það er tiltölulega auðvelt að átta sig á þessu í Gunn- arshólma Jónasar sökum þess, að segja má að punktar skilji víðast hvar að milli mynda. Samkvæmt þessu nær fyrsta myndin, sem lesari á að bregða upp fyrir áheyranda, yfir fyrstu þrjár línurnar. Þannig kemur einnig í ljós að fyrstu þrjár mynd- irnar felast hver um sig í þrem línum. En myndin sem hefst á orðunum „Með hjálminn skyggnda ...“ nær hins vegar yfir fimm línur o.s.frv. En til þess að þessar myndir verði skýrar áheyranda verðum við að tengja þessar línur saman. Því við megum ekki gleyma því að tilgangur okkar er að koma efni kvæðisins til skila án þess að það verði á kostnað formsins og einnig hitt, að láta formið njóta sin án þess að það verði á kostnað efnis- ins. Og nú mætum við nýjum tæknilegum vanda, sem af þessu leiðir. Við skulum fyrst gera okkur ljóst, að fyrir okkur vakir tvennt, sem stundum getur verið erfitt að sameina: í fyrsta lagi, að koma efni kvæðisins eða innihaldi glögg- lega til skila; og i öðru lagi, að láta þann búning sem skáldið hefur valið efninu einnig njóta sin þann- ig, að hvorugt verði á kostnað hins. Þetta er sérstökum erfiðleikum bundið í Gunnarshólma Jónasar sökum þess, hve skáldið hefur skorið kvæðinu þröngan stakk. í þessu langa kvæði rimar önnur hver lina allt i gegn. Og nú er búið að krefjast þess, að sumar línur verði tengdar saman, svo efnið fari ekki forgörðum. En nú skulum við einnig minnast þess, hvernig hrynjandi bragarháttarins vill freista okkar til tvenns: 1 fyrsta lagi, að taka línur i sundur á röng- um stöðum, og í öðru lagi, að færa áherslur i orðum úr fyrsta atkvæði orða jafnvel 1 endaatkvæði, en það gerir orðin oft á tíðum illskiljan- leg. Lítum nú fyrst á það hvernig hið siðarnefnda fer með fyrstu ljóðlínu kvæðisins: „Skein yfir landi sól á sumarvegi —“ Við finnum strax hvernig við, vegna hrynjandinnar, höfum til- hneigingu til þess að taka línuna í sundur á eftir orðunum „Skein yfir landi —“ og segja svo á eftir „sól á sumarvegi". En þetta er óheppilegt. Hvað var það sem skein yfir landið? vitanlega sólin. Ef lesari er svo andstuttur að hann verður að taka þessa línu í sundur, er því skárra fyrir hann að gera það á eftir orðinu „sól“, heldur en á undan því. Svo koma línurnar: „og silfurbláan Eyjafjallatind gullrauðum loga glæsti seint á degi“. Hér er verið að segja, að sólin hafi gert silfurbláan Eyjafjalla- tind glæsilegan með gullrauðum loga. Það er því augljóst að nauð- synlegt er að tengja þessar línur saman eftir bestu getu. En nú er síðasta orð fyrri línunnar „tind“ endarím, sem stendur á móti „mynd“ í fjórðu línu. Hvemig förum við nú að því að sameina þetta tvennt: að tengja þessar tvær línur saman, en jafn- framt gæta þess, að endarímið fari ekki forgörðum? Þetta má leysa með því að hafa hik á eftir endarímsorðinu. En það er mismunur á hiki og þögn. Nefni- lega sá, að þegar um hik er að ræða er numið staðar andartak án þess að anda, en ef andað er verður hikið að þögn. Hik má merkja með þessum hætti v, en þögn með v. Þessu tvennu má ekki rugla sam- an. Beiti lesari hiki eftir endarimi og haldi svo áfram með næstu línu mun koma I ljós, að honum hefur tekist að tengja línurnar saman efnislega, án þess að gera það á kostnað endarfmsins, og er þá til- ganginum náð. Eins og sýnt var fram á í skoðun efnis þessa ljóðs, þá nær næsta mynd, sem er beint framhald myndar yfir næstu þrjár línur: „Við austur gnæfir sú hin mikla mynd hátt yfir sveit og höfði björtu svalar í himinblámans fagurtærri lind.“ Afli smábáta 23.684 lestir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.