Morgunblaðið - 16.11.1985, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.11.1985, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR16. NÓVEMBER1985 Bíllinn stöðvaðist á hamrabrúninni: Ertu lifandi? — spurðu báðir í einu Akureyri, 13. nóvember. TVEIR sölumenn, Magnús Krist- insson og Kristinn Helgason, urðu fyrir þeirri reynslu um hádegisbilið í dag, að vera í bíl sem lenti út af veginum í Ólafsfjarðarmúla og kastaðist á annað hundrað metra niður snarbrattar skriður. Bfllinn stöðvaðist áður en hann kom fram á brún sjávarhamra og hengiflugs. Þá félaga sakaði Iftið sem ekkert, enda báðir í bflbeltum. „Við vorum á leið til Siglu- fjarðar á Subaru-fólksbíl með drifi á öllum hjólum,” sagði Magnús Kristinsson í samtali við Morgunblaðið í kvöld. „Færð var ágæt og engin hálka alla leið frá Akureyri og út fyrir Dalvík, en þegar við komum í beygju sunn- arlega í Múlanum seytlaði vatn þar þvert yfir veginn og myndaði glæru og flughálku á parti. Ég fann að bíllinn tók að snúast og varð það ósjálfrátt fyrir, að stíga á hemlana. Það hefði ég vitan- lega ekki átt að gera, því að við það missti ég alla stjórn á bíln- um. Hann rann nokkurn spöl eftir veginum, en síðan utan í vegar- brúnina og barst kippkorn eftir henni. Þá mun ég hafa sveigt stýrið til svo að bíllinn ylti ekki þannig að hann stefndi nú beint ofan brekkuna og niður snar- brattar skriðurnar. Víða er árennilegra að vera í stjórnlaus- um bíl en í ólafsfjarðarmúla svo að við ætluðum að reyna að losa bílbeltin og fleygja okkur út. Það voru víst fremur óhugsuð við- brögð en skynsamleg ákvörðun, en til allrar hamingju vannst okkur enginn tími til þess. Bíll- MorRunbladid/Sv.P. Magnús Kristinsson inn stefndi með ofsahraða beint niður á hamrabrúnina, steytti á einhverri hindrun og enda- stakkst yfir sig, en með svo miklum krafti, að toppurinn kom ekki niður. Bíllinn kom aftur niður á hjólin og endastakkst enn á sama hátt og áður, fór hring í loftinu. Annars hefði hann lagst saman og við orðið að klessu. Við sáum hengiflugið nálgast og endalokin blöstu við. En skyndi- lega snarstansaði bíllinn, skorð- aðist niður í skriðuna og fór ekki lengra, brotinn, skekktur og skældur. „Ertu lifandi?" spurðum við báðir í einu. Jú, við vorum báðir snarlifandi, en máttfarnir eftir hræðsluna, að minnsta kosti ég. Það sem meira var, við vorum næstum alheilir. Kristinn var með smáskrámu á enni og aumur í olnboga, en ég með smáskeinu á hvirfli, eftir að hafa rekist í spegilinn, og svo fæ ég sennilega dávænt glóðarauga. En þetta eru smámunir. Ég er sannfærður um að bílbeltin björguðu okkur. Ef við hefðum ekki verið með þau spennt hefðum við áreiðanlega kastast út úr bílnum, einhvern staðar á leiðinni niður skriðurn- ar því að hurðirnar voru að opnast og skellast aftur í sífellu. Að minnsta kosti fundum við veskið hans Kristins utan við bílinn. Eftir að hafa jafnað okkur svolítið bröltum við upp skrið- urnar aftur og upp á veginn og gengum í átt til Dalvíkur í norð- vestan garra. Eftir um hálfs kílómetra göngu komum við í skýli Slysavarnafélags íslands við veginn og gátum gert vart við okkur þaðan. Eftir það þurft- um við ekki að bíða lengi eftir Dalvíkurlögreglunni, sem veitti okkur nauðsynlega aðstoð. En ég skil ekki enn hvers vegna bíllinn stöðvaðist skyndilega þarna i skriðunni. Þar var engin sýnileg fyrirstaða og aðeins svo- lítill spölur ófarinn niður að hamrabrúninni. En við vorum víst ekki feigir," sagði Magnús Kristinsson. Metsölubfað á hverjum degi! ÞESSI mynd var tekin á Alþingishátíóinni á Þingvöllum árið 1930, og sýnir þrjá meólimi svonefndrar Þingvallalögreglu, sem var sérstök sveit lögreglu- manna, skipuó fyrir Alþingishátíðina. Ekki vitum við nöfn mannanna þriggja, en Svavar G. Jónsson lögregluflokksstjóri biður þá sem gefið gætu upplýsing- ar um það að hafa samband við sig, og einnig þá sem hafa undir höndum lögreglubúninga eða muni sem tengjast lögreglunni. Sýning á lögreglumunum í tilefni 50 ára afmælis Lögreglufélags Reykjavíkur: Oskað eftir búningum og öðrum lögreglumunum LÖGREGLUFÉLAG Reykjavíkur verður 50 ára 16. desember næst- komandi og í tilefni af afmælinu verður haldin sýning á búningum og ýmsum munum sem tengjast lögregl- unni, að Hótel Loftleiðum dagana 6. til 16. desember næstkomandi. „Við erum að reyna að komast í samband við fólk sem á gamla lögreglubúninga eða muni sem tengjast lögreglunni fyrir þessa sýningu," sagði Svavar G. Jónsson lögregluflokksstjóri í samtali við Mbl. nú á dögunum, en Svavar skipuleggur sýninguna ásamt Kristjáni Kristjánssyni lögreglu- flokksstjóra. “Ókkur þætti mjög vænt um að fólk sem hefur undir höndum einhverja slíka muni, hefði samband við okkur, því ætl- unin er að hafa sýninguna sem viðamesta. Annars fáum við stórt safn erlendra búninga og muna frá Edoard Kries lögreglumanni í Lúxemborg, en hann hefur um nokkurra ára skeið safnað munum sem á einhvern hátt tengjast lög- reglunni. Þannig var að Edoard þessi var staddur hér á landi fyrr á þessu ári og bauð þá lögreglufé- laginu safn sitt að láni fyrir þessa sýningu. Við fáum því frá honum um 700 lögregluhúfur og um 50 búninga, en auk safns Edoards verður uppistaðan I sýningunni íslenskir búningar." Er einhver íslenskur búningur öðrum merkari? „Það er nú erfitt að gera upp á milli þessara muna, því allir eru þeir merkilegir og allir eiga þeir sína sögu,“ segir Svavar. „Annars má geta þess að við erum meðal annars með búning og merkilegt höfuðfat, ásamt korða sem til- heyrði Jóni Hermannssyni sem var fyrsti eiginlegi lögreglustjórinn í Reykjavík, en hann var settur í embætti árið 1918.“ ÞU LEGGUR AFSTA í flugferð er ströngum öryggisreglum fylgt og öll siglingatæki yfirfarin og kannað hvort þau eru í fullkomnu lagi. Einnig er öllum farþegum bent á hvar björgunarvesti og gúmmíbjörgunarbátar eru geymd. REYNSLAN SÝNIR AÐ EKKERT KEMUR ( VEG FYRIR SLYS Á SJÓ NEMA ÁRVEKNI, DÓMGREIND OG KUNNÁTTA SJÓMANNA SJÁLFRA. öryggismAlanefnd sjómanna midas
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.