Morgunblaðið - 16.11.1985, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 16.11.1985, Blaðsíða 7
MORGUNBLADIÐ, LAUGARDAGUR16. NÖVEMBER1985 7 Landið svo til síma- sambandslaust við útlönd •SfjjHBSSSSS&SSÚ&SSttMi SKERMURINN á jarðstödinni Skyggni í Mosfellssveit var settur í svokallaða óveðursstöðu í gær vegna veðurofsans. Af þeim sökum var ekki hægt að ná símasambandi til útlanda í gegnum jarðstöðina. Sæsímastrengir eru enn í notk- un jafnhliða jarðstöðinni og var mikið álag á þeim línum sem þar eru og gekk mjög erfiðlega að ná símasambandi við útlönd í gær. Samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið fékk hjá Pósti og síma er hér um örfáar línur að ræða og fer aðeins lítill hluti Kennslumiðstöðin: Fundur um kennslubækur í mannkynssögu SAMTÖK kennara og annars áhuga- fólks um sögukennslu heldur fund um nýjar kennslubækur í mannkyns- sögu í Kennslumiðstöðinni, Lauga- vegi, 166 í dag, laugardag, og hefst fundurinn kl. 14. Haukur Sigurðsson, kennari við Menntaskólann í Reykjavík, hefur framsögu um Mannkynssögu eftir 1850 eftir A. Sveen og S.A. Aastad í þýðingu Sigurðar Ragnarssonar. Jón Árni Friðjónsson, kennari við Fjölbrautaskóiann á Akranesi, hefur framsögu um Nútímasögu (eftir 1945) eftir Ásgeir Ásgeirs- son. Að loknum framsöguerindum verða almennar umræður. Fund- urinn er öllum opinn. KrétUlilkynning símtala við útlönd í gegnum þessa strengi nú orðið þar sem aðallega er notast við Skyggni. Hægt var að ná telexsambandi við útlönd í gær, en erfiðlega gekk að komast í gegn vegna mikils álags þar sem svo erfiðlega gekk að ná símasambandi. Fyrirhugað var að setja skerm- inn í rétta stöðu um leið og veðrið batnaði. Skermurinn á jarðstöðinni Skyggni í óveðursstöðu. Morgunblaðið/Friðl Ný bók eftir dr. Þór Whitehead væntanleg: Gátan um loftskeytatæki Þjóðverja að hluta til leyst GÁTAN um loftskeytatækin, sem fundust á ræðismannsskrifstofu Þjóð- verja í Reykjavík við hernám Breta í maí 1940, er að hluta til leyst í nýrri bók eftir dr. Þór Whitehead, prófessor, sem Almenna bókafclagið sendir frá sér innan skamms. 1 bókinni, sem nefnist Stríð fyrír ströndum, leiðir Þór í ljós hvernig öðru tækinu var smyglað til lands- ins í ágúst 1939 og rekur hvernig tveir liðsmenn úr þýska flughern- um, sem kynntir voru hér á landi sem stjórnarerindrekar, önnuðust skeytasendingarnar. Þór sagði i samtali við blaðamann Morgun- blaðsins , að annar þessara manna væri á lífi og hefði hann veitt sér gagnlegar upplýsingar. Fram kem- ur í bókinni, að risið í húsi þýska ræðismannsins við Túngötu var notað sem loftskeytastöð og var þess vandlega gætt að enginn óvið- komandi færi þar um. Þjóðverj- arnir tveir sendu einkum frá sér veðurfregnir, sem voru gifurlega mikilvægar fyrir hernaðaráætlanir Þjóðverja annars staðar í Evrópu. Einnig sendu þeir upplýsingar um ferðir breskra skipa hér við land. Bók Þórs skiptist í tvo hluta. í hinum fyrri, sem nefnist „Gerlach leggur net sin“ lýsir hann einkum starfsemi þýska ræðismannsins í Reykjavík sumarið 1939, áður en stríðið skall á. í hinum síðari, sem nefnist „ísland í upphafi ófriðar", ?erir hann grein fyrir viðbrögðum slendinga við stríðinu og segir frá leynistarfsemi Breta og Þjóðverja hér á landi. Eru þar raktir ýmsir þræðir, sem mörgum munu vænt- anlega koma á óvart. Meðal annars er greint frá því hvernig hópur íslendinga um land allt var virkj- aður til að fylgjast með því hvort Þjóðverjar reyndu að koma sér upp birgðastöð fyrir kafbáta einhvers staðar við strandlengjuna. „Það er nú ljóst, að Heinrich Himmler var byrjaður að seilast hér til áhrifa 1935-1936, talsvert fyrr en ég taldi þegar ég skrifaði bókina Ófríður í aðsigi,“ sagði dr. Þór. „Gerlich ræðismaður, sem var foringi í SS-sveitunum, starfaði hér á landi eftir leynilegum fyrir- mælum Himmlers. Honum var falið að ná tangarhaldi á íslending- um eftir pólitískum og efnahags- legum leiðum og með undirróðri. Að hluta til átti hann svo sjálfur að leggja á ráð um hvernig vænleg- ast væri að vinna að þessum áform- I gæslu grunaður um nauðgun TÆPLEGA þrítugur maður var úrskurðaður í gæsluvarðhald í gær að kröfu Rannsóknarlögreglu rík- isins vegna gruns um að hafa nauðgað rúmlega þrítugri konu í fyrradag. Konan mun hafa farið heim með manninum um hádegi í fyrradag og var lögreglan kvödd þangað um miðjan dag og bar konan því við að maðurinn hefði nauðgað sér. Var maðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald til miðvikudagsins næstkomandi vegna rannsóknar málsins. MK kynnir starfsemi sína MENNTASKÓLINN í Kópavogi kynnir starfsemi sína í dag, laugar- dag, í samkomusal skólans frá kl. 14—16. Stjórnendur, kennarar og nem- endur skólans munu kynna starf hans og stefnu. Rætt verður um menntastefnu, leiðsögn, samstarf, nýjungar í skólanum, kennslu- kerfi, félagslíf o.fl. Þá verður flutt tónlist og örstutt erindi og nem- endurseljakaffi. Fréttatilkynning Basar í Landa kotsskóla KVENFÉLAG Kristskirkju heldur árlegan basar sinn og kaffisölu í Landakoti í dag og verður opnað kl. 15. Á boðstólum verður fjölbreytt úrval af handunnum ullarvörum Þessi stórglæsilegu borðstofusett eru nú komin á sérstöku jólatilboðsverði Boróstofuborö ogöstólará aöeinskr. 37.500.-stgr. Við bjóðum einnig hagkvæm greiðslukjör w f Opiö laugardag 1( )—4 á f Húsgagnasýning sunnudag 1-4 . á ILJI Bláskógar Ármúla 8. S. 686080 — 686244^“^
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.