Morgunblaðið - 16.11.1985, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 16.11.1985, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR16. NÓVEMBER1985 51 Bjarney telur mikla þörf á því að komið verði upp föstum áætlunarferðum milli Hveragerðis og Þorlákshafnar. Sérleyfisbflar Selfoss aki um Ölfusið Bjarney Ólafsdóttir, Bólstaðarhlíð 33 skrifar: Kæri Velvakandi. Fimmtudaginn 31.10. birtist grein í Morgunblaðinu sem bar yfirskriftina „Samræma þarf ferð- ir sérleyfisbifreiða" og var þessi grein kynning á ferðamálaáætlun Borgarness. Við lestur fyrirsagn- arinnar kom mér í hugað heldur betur þyrfti að samræma ferðir sérleyfisbifreiða á fleiri stöðum. Fyrir ca. 15—20 árum voru mjög góðar samgöngur á milli Hvera- gerðis og Þorlákshafnar en í dag eru engar ferðir á milli þessara staða. Þó eiga sérleyfisbifreiðir Kristjáns Jónssonar eiga að halda uppi föstum áætlunum á þessari leið. Ég hringdi um daginn heim til sérleyfishafa og spurði hvers vegna það væru ekki áætlunarferð- ir um Ölfusið og fékk það svar að aldrei væru farþegar á þeirri leið. Nú er komið Tívolí í Hveragerði og verið ‘ er að reisa hótel þar. Kallar það ekki á betri samgöng- ur? Ósjálfrátt dettur mér í hug hvort að ástæðan fyrir þessum lé- legu samgöngum sé ekki einfald- lega sú að fólk hafi gefist upp á óstöðugleika þessarar sérleyfis- hafa. Nú vill svo til að Sérleyfis- bílar Selfoss eru með fastar áætl- unarferðir í gegnum Hveragerði til og frá Selfossi, en ekki í gegnum Ölfusið. Segjast þeir ekki mega aka þar vegna fyrrgreinds sérleyfis. f mörg ár hef ég og mitt fólk þurft að ferðast mikið á milli Hvera- gerðisog Reykjavíkur og höfum við því notað Sérleyfisbíla Selfoss mikið. Áætlun stenst alltaf, bif- reiðirnar eru þægilegar og hlýjar, og bílstjórar liprir og hjálpsamir. Nú dettur mér í hug hvort að ekki sé hægt að láta Sérleyfisbdila Selfoss fá fastar ferðir um ölfusið, þó ekki væri nema til reynslu? Engin hrein- lætisaðstaða Gurli Doltrup skrifar: Ein er sú sjúkrastofnun hér á höfuðborgarsvæðinu þar sem starfsfólk hefur ekki aðgang að öðrum hreinlætistækjum en hand- laug, og engin aðstaða er á staðn- um til að skipta um föt. Oft kemur fyrir að starfsmaður lendir í sóða- legri vinnu og vill því fara í bað og hafa fataskipti áður en byrjað er á næsta verkefni. í slíkum til- fellum er ekki annað að gera en þjóta heim til sín og fara í bað. í þau 4Vfe ár hef ég unnið við heimahjúkrun hjá Heilsuverndar- stöð Reykjavíkur hafa bæði hjúkr- unarframkvæmdastjóri og fram- kvæmdastjóri staðarins verið að athuga þetta „vandamál". Starfs- fólk hefur margoft óskað eftir aðgangskorti að sturtum í sund- stöðum borgarinnar en fengið þau svör að það sé of kostnaðarsamt. Því getum við ekki haft það fyrir- komulag líkt og lögreglan? Við sem störfum við heima- hjúkrun erum afar óánægðar með þetta en látum það ekki koma niður á sjúklingum okkar, við erum jú svo „góðhjartaðar" og kvennastétt að auki Kosturinn viö aö þvo bílinn hjá okkur er sá að bíllinn er tvísápuþveginn og síðan færðu bón yfir allan bílinn. Allt þetta fyrir e.t.v. 390 kr. Þú getur líka fengið Poly-lack á bílinn. Poly-lack er acryl-efni sem endist mánuðum saman, skírir litina og gefur geysifallegan gljáa. Meðferðin tekur 20 mín. Vinsamlegast pantið tíma. Allir Mercedes Benz eru afhentir með Poly-lack-gljáa í Þýska- landi. Opiö virka daga frá kl. 9—7, laugardaga og sunnudaga frá kl. 10—7. Bílaþvottastöðin Bíldshöfða (við hliöina ó Bifreiðaeftirlitinu). SNJOKEÐJUR fyrir fólksbíla, jeppa, sendibíla og vörubíla Setjum saman meö stuttum fyrir- vara keöjur á vörubíla, traktora og vinnuvélar úr norsku og amerísku efni. Veriö undirbúin fyrir veturinn! Hafiö keöjurnar tilbúnar í bílnum. KRISTINN GUÐNASON HF. SUÐURLANDSBRAUT 20, Símar 686633 og 686653
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.