Morgunblaðið - 16.11.1985, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.11.1985, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR16. NÓVEMBER1985 Veðurofsi á Suð-Vesturlandi: Fjúkandi þakplötur bílar og fólk í vanda Kona slasaðist er hún varð fyrir járnplötu MIKIÐ tjón varð á höfuöborgarsvæðinu af völdum óveðursins, sem gekk yfir sunnan- og vestanvert landið í gær og fyrrinótt. Þakplötur fuku víða af húsum, rúður brotnuðu og bifreiðar skemmdust, ýmist er þær fuku út af vegum eða urðu fyrir fjúkandi hlutum. Má segja að hálfgert neyðarástand hafi ríkt mestan hluta dagsins í gær, og var ástandið einna verst í Breiðholti, þar sem dæmi voru um að fólk yfirgæfi íbúðir í öryggisskyni. Einnig eru dæmi þess að fólk hafi fokið, en ekki er vitað um teljandi meiðsli nema að tvær konur í Hafnarfirði fótbrotnuðu eftir að þær tókust á loft í rokinu, og kona slasaðist við Kleppsveg, er hún varð fyrir járnplötu. Lögregla átti annríkt í allan gærdag við að aðstoða fólk og hefta fok. Eftir hádegi voru kallaðir út hjálparsveitarmenn til að aðstoða lögreglu við að tína upp fjúkandi járnplötur í Breiðholti. Einna verst var ástandið við Vesturberg og Torfufell, og raunar í öllu Fella- hverfi. Þá var ástandið einnig slæmt við Kleppsveg. Gömul og rótgróin tré í gamla bænum rifn- uðu upp og lögðust á hliðina. Nokkuð var um að bílar fykju út af götum og sumir á hliðina. Hafn- arfjarðarstrætó fauk út af vegin- um á Arnarneshæð og ýmis fleiri dæmi mætti nefna. Hjá Veðurstofunni fengust þær upplýsingar að um 10 vindstig hefðu verið í Reykjavík mestan part dagsins í gær og fór vind- hraðinn upp í 83 hnúta í verstu hviðunum. f Hvalfirði mældist vindhraði yfir 100 hnútar og var þar ófært vegna veðurofans. Það var um tvöleytið í fyrrinótt, sem tók að hvessa með 8 vindstigum í Reykjavík. Um klukkan níu í gærmorgun var rokið komið upp í 10 vindstig og hélst það svo fram eftir degi, þar til lægja fór um kvöldmatarleytið. Lægðin sem olli veðrinu færði sig norður og austur með landinu í nótt og var búist við að skilin gengju yfir landið í nótt. Ólafur Egilsson, sendiherra, sem staddur var í New York þegar fellibylurinn Gloria gekk yfir Bandaríkin austanverð, sagði í samtali við blaðamann Morgun- blaðsins, að rokið í Reykjavík í gær hefði verið verra en þá var í New York. Þess bæri þó að gæta að Gloria lagðist ekki með fullum þunga yfir New York, eins og víða annars staðar í Bandaríkjunum, þar sem hún olli miklu tjóni. Morgunblaðið/RAX Björgunarmenn reyna að komast um borð í hávaðaroki á Grundartanga í gærdag. Eins og sjá má hefur tunna tekist á loft í veðurofsanum. Morgunblaðið/Fríðþjófur „Ljótt er að sjá“ gæti sá litli verið að hugsa þegar hann virðir fyrir sér vegsummerkin i Breiðholtinu. Fjúkandi fólk Og bílar. Morgunblaíiö/Friðþjófur Lögreglan stóð í ströngu. Morgunblaðið/Friðþjófur Lögreglan hirðir upp fjúkandi járnplötur. Morgunbiaðið/Júlfus Vatnsdalur: Tré rifnuðu upp með rótum — Björgunarsveitarmenn skriðu á milli húsa til að bjarga því sem bjargað varð Valnsdal, 15. nóvember. Fri Helga Bjarnasyni hlaðamanni Morgunblaftsins. ÞAKPLÖTUR voru fjúkandi um allan Vatnsdal í dag, en talsvert tjón varð á húsum og tækjum á mörgum bæjum í rokinu. Muna elstu menn ekki eftir jafnmiklu roki hér um slóðir. Mest hefur tjónið líklega orðið á bænum Forsæludal, sem er innst í Vatnsdal. Sigríður Ragn- arsdóttir húsfreyja sagði í sam- tali við blaðamann, að í verstu rokunum hefði verið gjörsamlega óstætt og heimamenn og hjálpar- sveitarmenn frá Blönduósi orðið að skríða á milli húsa við að reyna að bjarga því sem bjargað varð. Hún sagði að hátt í hundrað járnplötur hefðu fokið af hlöðu og fjárhúsum. Plötur hefðu losn- að af íbúðarhúsinu og lítið gróð- urhús fokið út í veður og vind. Hún sagði að veðurofsinn hefði verið svo mikill að girðingar- staurar kubbuðust í sundur og 50 ára gömul tré ýmist brotnað eða rifnað upp með rótum. Þá brotnuðu rúður í bíl á hlaðinu og heyvinnutæki fór á hliðina. Tjón varð á mörgum bæjum í Vatnsdal. Á Grímstungu fauk hlaða við gömul beitarhús þannig að grunnurinn einn var eftir og þakplötur fuku þar af fjárhúsum. I Sunnuhlíð fuku heyvinnutæki um koll og þakplötur fuku víða af húsum á mörgum bæjum í sveitinni, meðal annars á Bakka, Kornsá, Hofi, Marðarnúpi og Þórormstungu. MorgunbUðift/Júllus Menn urðu að grípa í það sem hendi var næst til að halda sér við jörðina í verstu hviðunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.