Morgunblaðið - 16.11.1985, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 16.11.1985, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR16. NÓVEMBER1985 Félagsvísindastofnun hefur verið sett á laggirnar innan félagsvísinda- deildar Háskóla íslands samkvsmt reglugerð menntamálaráðherra frá 11. júní 1985. í fréttatilkynningu frá stofnuninni segir að Félagsvísinda- stofnun Háskóla íslands muni ann- Sigurður Oskarsson „Sérfræðingar í samn- ingamálum keppast nú við að skilgreina nýjar leiðir í leit að bættum lífskjörum fyrir al- þýðu...“ að laun sitji ekki eftir í Hruna- dansi óstöðvandi verðbólgu. Ýmsir hafa orðið til þess að fordæma hið gamla vísitölukerfi launa, telja það engu hafa skilað og beinlinis valdið stöðugu víxlgengi kaupgjalds og verðlags til óheilla launafólki. I því sambandi hefur m.a. verið bent á að laun hafi setið eftir á meðan verðtryggð lán launþega, einkum vegna íbúðarkaupa, hækkuðu í vaxandi verðbólgu. Svona einföld túlkun á alvar- legri þróun sem beinlínis verður rakin til óvandaðra stjórnmála- manna er auðvitað forkastanleg. Stjórnvöld hafa stundað þá iðju að möndla með vísitöluna út á ystu nöf og síðan kippt kjaravísitölunni úr sambandi þegar ekki dugðu lengur önnur ráð. Vísitala lána er síðan látin vaða fram óhindruð og merja undir okurhæl sínum launa- skert alþýðuheimili í landinu. Heiðarlegasta og vandaðasta fólk í þúsundatali í hópi launþega, sem skipulagt hafði lántökur sínar með hliðsjón af samgengi launa og lána, var skyndilega ofurselt miskunnarlausu misgengi þessara lífskjaragrunna. Verkið var síðan fullkomnað með því að dæla fjár- magni í einstakar atvinnugreinar í tilteknum landshlutum. Afleiðing þess varð síðan launaskrið sem mulið hefur nú endanlega vígtenn- urnar úr þeirri verkalýðsforystu sem fórnaði sér og þreytti fyrir félagsmálapakka og hinsegin laun á sínum tíma. Ekkert múður svo Nýja boðskapnum um lífskjör í stað launa verður eflaust fagnað einkum og sér í lagi af þeim sem vita að þeir eru ekki í þeim hópi sem á að frelsa með þessum hætti. Eflaust verður kerfið sett í gang og sérmenntuðustu hagfræðingar þess látnir meta kosti og leiðir. Fjármálaspekingar þjóðarinnar vita nefnilega glögg skil á útreikn- ingi í heimilishaldi láglauna- mannsins og margar götur í Reykjavík eru fullar af húsum, sem eru full af fólki, sem fæst við að reikna út hvað menn þurfa lítið til þess að lifa af. Maldi einhver í móinn þegar spekingarnir hafa komist að niðurstöðu er sigað á hann óvinsamlegum gerðardómum í skjóli bráðabirgðalaga eða næt- urlaga. Höíundur er formaður Verkalýðs- félagsins Rangæings og forseti Alþýðusambands Suðurlands. Lífskjör í stað launa — eftirSigurð óskarsson Pakkasmíði og peningalaun Það er ævinlega með ósköpum þegar mennirnir sem vilja ráða I þessu þjóðfélagi velja nýjar leiðir í lífskjamálum meðbræðra sinna. Fyrir nokkrum árum var ekki um annað rætt varðandi kjaramál en svokallaða félagsmálapakka. Eng- inn var gjaldgengur í vitsmuna- hópa um verkalýðsmál nema hann fengist til að lofsyngja kenninguna um félagsmálapakka og því meiri varð vegurinn sem hugmyndaflóð- ið dró lengra í pakkasmíði hvers- konar. Síðar kom þó í ljós að þessi kjaramálaforrétting öllsömul var ein hörmulegasta útgáfa á niður- jöfnun ölmusu sem framkvæmd hefur verið í landinu frá því á kreppuárunum. í framhaldi af pökkunum kom svo kenningin um svokölluð pen- ingalaun og annarskonar laun og nú er kominn fram nýr boðskapur sem hljóðar upp á lífskjör í stað launa. Félagsvísindastofnun við Háskóla íslands ast fræðilegar rannsóknir í félgasvís- indum, en auk þess taka að sér rannsóknar- og ráögjafarverkefni fyrir aðila utan Háskólans. Starfssvið Félagsvísindastofn- unar er þrenns konar. í fyrsta lagi verða gerðar þjónusturannsóknir fyrir ráðuneyti, fyrirtæki, hags- munasamtök, stofnanir, nefndir og sveitarstjórnir, sem felst í gagnaöflun, gagnavinnslu, tölvu- notkun, skýrslugerð, úttektum og ritsmíðum. í öðru lagi býður stofnunin upp á ráðgjafarþjónustu. Starfsmenn félagsvísindadeildar hafa áður unnið ráðgjafarstarf og er nú fyr- irhugað að koma upp á vegum stofnunarinnar formlegra fyrir- komulagi og frekari útfærslu á því. Bent er á að hægt væri að koma upp „neti“ sérfræðinga úr mörgum skyldum deildum Háskól- ans auk sérfræðinga í stofnunum utan hans. Vísir að þessu fyrir- komulagi er þegar kominn í rann- sókn á húsnæðismálum ungs fólks sem sérfræðingar Húsnæðisstofn- unar ríkisins hafa unnið með starfsmönnum Félagsvísinda- stofnunar. I þriðja lagi fára fram á vegum Félagsvísindastofnunar neyslu- rannsóknir og markaðskannanir. Til greina kemur að vinna upplýs- ingar sem kæmu að beinum notum fyrir fyrirtæki og sölusamtök sem vinna að markaðsmálum. Starfslið félagsvisindadeildar hefur unnið að ýmsum fræðilegum verkefnum og ýmsum þjónustu- verkefnum á undanförnum árum. Flest þeirra hafa verið unnin fyrir opinbera aðila, stofnanir, nefndir á vegum stjórnvalda og sveitarfé- lög. í stjórn Félagsvisindastofnunar eru dr. Stefán ólafsson forstöðu- maður, dr. Jón Torfi Jónasson, ólafur Þ. Harðarson og Guðfinna S. Bjarnadóttir. Vlllíbráð Föstudaginn 15. og laugardaginn 16. verður víkingaskipið okkar í Blómasal drekkhlaðið villibráð. Tilvalið tækifæri fyrir þá sem vilja prófa eitthvað nýtt. Við bjóðum upp á: Hrelndýr - vllllgæs - önd - rjúpu - sjófugla - helðalamb - graflax - silung o.fl. Borðapantanir i sima 22322 - 22321. HÚTEL LOFTLEIÐIR FLUGLEIDA ABA HÓTEL Forsjá skal það vera heillin Ekkert er eðlilegra en að um- ræður um kjarmál taki fjörkipp þegar dregur að áramótum og samningagerð blasir við á vinnu- markaðnum. Sérfræðingar í samn- ingamálum keppast nú við að skil- greina nýjar leiðir í leit að bættum lífskjörum fyrir alþýðu og í fjöl- miðlum deila menn svo um hvort fram komi í þeirri viðleitni prívat vangaveltur einstaklinga eða um sé að ræða vísi að útspili sterkra hagsmunasamtaka. Hinum nýju hugmyndum er svo auðvitað hampað eða hafnað eftir því hvað- an pólitískir vindar blása hverju sinni. Einstaka virtar stofnanir og áhrifamenn beinlínis nötra af geðshræringu yfir „hinni nýju leið til lífskjara" svo óneitanlega minnir á taugaveiklunina í pakka- standinu á sínum tíma. Með grun- samlega skjótum hætti og óvenju- legum verkalýðsmálaáhuga ryðj- ast kjaramálaspekingar fram á umræðuvöllinn, hefja upp raust sína og lofsyngja hina nýju líf- skjaraleið, sem skal umfram allt vera óháð gamaldags kenningum um laun í peningum. Forsjá skal það vera og svo virðist nú komið 1 verkalýðsbaráttunni að kenning- ar fái helst hljómgrunn þá er þær flytja boðskap um að aðrir fái að halda um buddu verkamannsins en hannsjálfur. Undir okurhæl Auðvitað er ekkert við það að athuga að rætt sé um nýjar leiðir í kjarasamningum eða breytingar á forsendum launagreiðslna og þeim aðferðum sem tryggja eiga „iö Mfl 9et6?. «<f ár9‘ JyMÓ,adI 1 vél 09 lrB tcV<- 2a®Khlut“B’, öliuifl vera’ SJ Uð»r' ’faói be««"r- sv° wmmmmmmm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.