Morgunblaðið - 16.11.1985, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 16.11.1985, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLADID, LAUGARDAGUR16. NÖVEMBER1985 Morgunblaðid/RAX F.v. Sigurður Ólafsson, eigandi, Ólafur Önundarson og Helga Sigurðardóttir, starfsfólk, og Ómar Friðþjófsson, eigandi. Ný sérverslun með parket PARKETGÓLF sf. nefnist ný sérverslun með parket sem opnuð hefur á Suðurlandsbraut 20. Eigendur eru Sigurð- ur Óiafsson og Ómar Friðþjófsson. Verslunin er með einkaumboð fyrir fyrirtækið BT- ' -parket í Svíþjóð, sem hefur um langt árabil sérhæft sig í framleiðslu á parketi. Þá hefur verslunin á boðstólum vörur frá vestur-þýska fyrirtækinu Eukula sem sérhæfir sig í framleiðslu alls konar lakktegunda og efna til viðhalds á parketi. (Fréttatilkynning) Taflfélag Reykjavíkur: Bikarmótið 1985 hefst á morgun Bikarmót Taflfélags Reykjavíkur 1985 hefst á morgun, sunnudag, kl. 14. Mótið er opið öllum og fara umferðir fram í félagsheimili TR á Grensásvegi 44—46. Teflt er eftir útsláttarfyrir- komulagi og falla keppendur úr eftir fimm töp (jafntefli=V4 tap). Umhugsunartími er 30 mín. á skák fyrir hvorn keppanda. Umferðir verða á sunnudögum kl. 14 og á miðvikudögum kl. 20. Bikarmót TR fór fyrst fram árið 1965. Jóhann Hjartarson, alþjóð- legur stórmeistari, hefur oftast borið sigur úr býtum eða þrívegis. Núverandi bikarmeistari TR er Haukur Angantýsson. (Fréttatilkynning.) Brids Arnór Ragnarsson Guðmundarmót á Hvammstanga Jón Ingi Ingvarsson og Ingi- bergur Guðmundsson sigruðu í Guðmundarmótinu svokallaða sem spilað var 2. nóvember sl. Mótið fór nú fram í sjötta skipti og er að sjálfsögðu nefnt í höfuð hins þekkta keppnisstjóra Guð- mundar Kr. Sigurðssonar sem mætir árlega á Hvammstanga til að stjórna þessum mótum en Guðmundur fer víða um land ár hvert og stjórnar mótum sem þessum. Lokastaðan: Jón Ingi Ingvarsson—Ingibergur Guömundsson Skagaströnd 194 Ásgrímur og Jón Sigurbjörnssynir Siglufirði 170 Þórir Leifsson—Steingr. Þórisson Borgarfirði 148 Hólmsteinn Arason— Jón Guðmundsson Borgarnesi 125 Reynir Pálsson—Stefán Benediktsson Fljótum 115 Gunnar Sveinsson—Gunnar Gunnarsson Skagaströnd 105 Rúnar Ragnarsson—Unnsteinn Arason Borgarnesi 96 Eðvarð Hallgrímsson—Guðmundur Sigurðsson Skagaströnd 87 Aðalbjörn Benediktss.—Eyjólfur Magnússon Hvammstanga 61 Steinar og ólafur Jónssynir Siglufirði 48 Einar Svansson—Skúli Jónsson Sauðárkróki 42 Karl Sigurðsson—Kristján Björnsson Hvammstanga 23 Stefanía Sigurbjörnsd.—Guðbrandur Sigurbjörnsson Siglufirði 9 Hrafnkell óskarsson—Flemming Jessen Hvammstanga 0 Alls tóku 28 pör þátt í mótinu og spiluð voru 3 spil milli para. Bridsfélag Hveragerðis Hraðsveitakeppninni er lokið með sigri sveitar Ragnhildar Guðmundsdóttur sem hlaut 272 stig. Með Ragnhildi spiluðu i sveitinni: Hildur Guðmundsdótt- ir, Sigfús Þórðarson, Vilhjálmur Pálsson, Kristján Blöndal og ValgarðBlöndal. Röð næstu sveita: Hans Gústafsson 264 Einar Sigurðsson 255 Jón Guðmundsson 224 Sturla Þórðarson 201 Næsta keppni verður aðaltví- menningur félagsins. Hefst keppnin nk. þriðjudag kl. 19.30. Spilað er í Félagsheimili Ölfus- inga. Bridsfélag Fljótsdalshérað Lokið er að spila 2 umferðir af 4 í aðaltvímenningskeppni fé- lagsins. Efstu pör eru: Páll Sigurðsson — Stefán Kristmannsson 255 Magnús Ásgrímsson — Þorsteinn Bergsson 250 Sigurður Stefánsson — Sveinn Herjólfsson 250 Pétur Sigurðsson — Sigurður Jónsson 244 Magnús Ágústsson — Stefán Sigurðsson 239 Sigurður Ágústsson — Þorkell Sigurbjörnsson 239 Meðalskor er 210 stig. Bridsfélag Breiðholts Sl. þriðjudag var spilað eins kvölds tvímenningur í tveimur 10 para riðlum. Úrslit urðu þessi: Ariðill: Guðjón Jónsson — Gunnar Guðmundsson 135 Jóhannes O. Bjarnason — Þórhallur Gunnl. 124 Magnús Gunnarsson — Gudmundur Georgsson 119 B-riðill: ólafur Kjartansson — Haraldur Guðjónsson 124 Magnús Þorkelsson — Sigbert Hannesson 120 Guðmundur Baldursson — Jóhann Stefánsson 116 Pálmi Pétursson — Leifur Karlsson 116 Meðalskor.......................... 108 Næsta þriðjudag hefst þriggja kvölda Butler-tvímenningur. Oll- um spilurum heimil þátttaka. Spilað er í Gerðubergi kl. 19.30 — stundvíslega. Bridsfélag Kópavogs Fimmtudaginn 14. nóv. hefst barómeterkeppni félagsins. Að- eins 20 pör mættu til leiks. Spiluð eru 6 spil milli para. Þegar spiluð hafa verið 24 spil eru eftirtaldir efstir: Grímur Thorarensen — Guðmundur Pálsson 85 Jón Andrésson — Valdimar Þórðarson 57 Guðrún Hinriksdóttir — Haukur Hannesson 32 Ragnar Björnsson — Sævin Bjarnason 30 Helgi Viborg — Agnar 27 Bridsdeild Barð- strendingafélagsins Mánudaginn 11. nóvember var spiluð 2. umferð í Hraðsveita- keppni félagsins. Staða 8 efstu sveita er nú þannig: Ragnar Þorsteinsson 1118 Viðar Guðmundsson 1069 Sigurður ísaksson 1053 Arnór ólafsson 1051 Ágústa Jónsdóttir 1044 Ásgeir Bjarnason 1030 Daði Björnsson 1016 Jóhann Guðbjartsson 992 Mánudaginn 18. nóvember verður spiluð 3. umferð. Spilað er í Síðumúla 25 og hefst keppni "itundvíslega kl. 19.30. Bridsdeild Breiðfirðinga Eftir 12 umferðir af 19 er staða efstu sveita í aðalsveitakeppn- inni þannig: Sveit: stig ólafs Valgeirssonar 234 Jóhanns Jóhannssonar 229 Alison Dorosh 228 Arnar Scheving 218 Hans Nielsen 218 Ingibjargar Halldórsd. 212 Daníels Jónssonar 208 Óskars Karlssonar 205 Stjórnandi er ísak Örn Sig- urðsson og er spilað í húsi Hreyf- ils við Grensásveg. Fyrirspumir og svör: Einkarekin heil- brigðisþjónusta hugs- anleg en ekki slakað á faglegum kröfum í fyrirspurnatíma í sameinuðu þingi sl. fimmtudag bar Svavar Gestsson (Abl.) fram fyrirspurn til heilbrigðis- málaráðherra um það hvort áætlanir væru uppi um að hefja einkarekstur á heilsugæslustöðvum í Reykjavík. í svari Ragnhildar Helgadótt- ur heilbrigðisráðherra kom fram að nefnd sú sem endurskoða átti heilbrigðislöggjöfina hefði nú skilað áliti sínu og í þeirri álits- gerð kæmu fram ýmsar tillögur um lagabreytingar. Ragnhildur sagði nauðsynlegt að breyta lög- unum þannig að opnaðar yrðu leiðir fyrir fleiri rekstrarform á heilsugæsluþjónustu en nú er. Það væri þó alveg ljóst að ef einstaklingum yrði gert kleift að reka heilsugæslustöðvar þá yrði ekkert slakað á faglegum kröf- um. Svavar Gestsson taldi hins vegar að ljóst væri að nú ætti að gera Reykvíkinga að tilrauna- dýrum einkarekinnar heilbrigð- isþjónustu. Hann sagði að heil- brigðiskerfið væri ódýrt í dag svo ljóst væri að þær breytingar sem fyrirhugaðar væru ættu ekki rætur sínar að rekja til hag- kvæmnissjónarmiða heldur væri frjálshyggjuliðið í Sjálfstæðis- flokknum einfaldlega að agnúast út í heilbrigðisþjónustuna vegna þess að hún væri byggð á félags- legum grunni. Sagði Svavar að lokum að það væri alveg ljóst að frumvarp af þessu tagi færi ekki átakalaust í gegnum þingið. Ragnhildur sagði í lokaræðu sinni að ræða Svavars Gestsson- ar hefði verið afar einkennileg. Hún sagði að frumvarpið færi auðvitað ekki átakalaust í gegn- um þingið ef skilningur Svavars á frumvarpinu væri almennur. Þessi málflutningur opinberar kreddukenningar Alþýðubanda- lagsins því ég hef áður lýst því yfir að ekki verði slakað á fagleg- um kröfum, aðalatriðið er heilsu- gæsluþjónustan sjálf en ekki hvaða rekstrarform er á þjón- ustunni, sagði Ragnhildur að lokum. Ný þingmál Frumvarp til stjórn skipunarlaga Lagt hefur verið fram frum- varp til stjórnskipulaga um viðbót við 67. gr. stjórnarskrár- innar. Flutningsmenn eru þeir Ragnar Arnalds (Abl.), Helgi Seljan (Abl.) og Skúli Alexand- ersson (Abl.). Frumvarpið gerir ráð fyrir að við 67. gr. bætist þrjár nýjar málsgreinar sem fjalla um að öll verðmæti í sjó og á sjávar- botni svo og verðmæti utan heimalanda teljist til sameign- ar allrar þjóðarinnar. í greinargerð með frum- varpinu segir að brýnt sé orðið að taka af öll tvímæli um eign- arrétt á náttúruauðæfum landsins og marka skýra stefnu í því máli. Þar beri að miða við þá grundvallarreglu að eignir sem enginn hefur sann- anlega átt fram að þessu og eru þess eðlis að þær þarf að nýta af þjóðarheildinni verði lýstar sameign allrar þjóðarinnar. Einnig segir í greinargerð- inni að verðmæti í sjó og á sjáv- arbotni geti orðið bitbein manna í framtíðinni ef sér- eignarstefnan verði enn frekar ofan á í íslenskri löggjöf og ekki sé tekinn af allur vafi með ótvíræðu stjórnarskrárákvæði. Auðlindir hafsbotnsins Hjörleifur Guttormsson (Abl.) hefur, ásamt fleiri þing- mönnum Alþýðubandalags, lagt fram frumvarp um eignar- rétt íslenska ríkisins að auð- lindum hafsbotnsins. Frumvarpið er samhljóða stjórnarfrumvarpi er Hjörleif- ur mælti fyrir í efri deild al- þingis árið 1982. Frumvarpið kveður á um að íslenska ríkið verði eigandi allra auðlinda á og í hafsbotninum frá netlög- um og svo langt sem fullveldis- réttur íslands nær. í greinargerð með frum- varpinu segir að lítið sé vitað um auðlindir á hafsbotninum við ísland og ekki sé útilokað að þar kunni að finnast verð- mæt efni. Því sé nauðsynjegt að setja sem fyrst lagareglur um það hvernig háttað skuli eignarrétti að auðlindum þess- um. í greinargerðinni segir einnig að enginn vafi sé á því að ríkið sé eigandi að hugsan- legum auðlindum sem á hafs- botni kunni að finnast og ráði yfir nýtingu þeirra. Þetta sé í samræmi við viðurkenndar skoðanir manna í nágranna- löndum okkar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.