Morgunblaðið - 16.11.1985, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 16.11.1985, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR16. NÓVEMBER1985 23 „Litlar borgir þarfn- ast stórs hjarta“ „ÞAÐ ER lífsnauðsyn hverrar borgar að hafa sterkan og líflegan kjarna," sagði Gunnar Hauksson, verslunarmaður, á stofnfundi fé- lagsins „Gamli miðbærinn“, sem haldinn var á Hótel Borg í fyrra- kvöld. Félagið er stofnað til að efla mannlíf, viðskipti og þjónustu í miðbænum og standa vörð um eignir og söguleg verðmæti þar. Mjög mikill áhugi virðist vera á því að efla veg gamla mið- bæjarins og rúmaði Gyllti salur- inn á Borginni ekki allan þann fjölda fólks, sem lagði málefninu lið með því að mæta á stofn- fundinn. Var opnað fram í veit- ingasal og dugði þó ekki til. Guðlaugur Bergmann í Karna- bæ, sem er einn af helstu hvata- mönnum félagsins, setti fundinn og flutti stutta tölu um þau fyrir- tæki og stofnanir, sem finna mætti í gamla miðbænum. Kvað hann 6.000 manns starfa í hinum ýmsu atvinnugreinum þar. Hann sagði, að svæðið sem félagið tæki yfir væri Kvosin frá og með Grjótaþorpi og Grófinni, Lauga- vegur og Hverfisgata að og með Hlemmtorgi. Einnig allar þver- götur og hliðargötur frá Skóla- vörðuholti og til sjávar. Davíð Oddsson, borgarstjóri, stjórnaði fundinum, en erindi fluttu Árni Sigfússon, rekstrar- hagfræðingur, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður skipu- lagsnefndar Reykjavíkur, og Gunnar Hauksson, verslunar- maður. í erindi Árna Sigfússonar kom fram, að víða erlendis standa menn frammi fyrir svip- uðu vandamáli og í Reykjavík, þ.e. að byggðin þenst út og þjón- ustufyrirtæki elta hana uppi, sem aftur leiðir til mikils sam- dráttar í miðbæjarkjörnum. Þennan samdrátt kallaði Árni kal og hvatti til þess að snúist yrði til varnar. „Litlar borgir þarfnast stórs hjarta, og það hjarta er miðbær þeirra," sagði hann. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson lagði áherslu á nauðsyn þess að gera heildarskipulag fyrir mið- bæjarsvæðið í Reykjavík og einn- ig að gerð yrði nákvæm tíma- áætlun um það hvernig þvi yrði hrint í framkvæmd. Hann gerði jafnframt grein fyrir því skipu- lagi sem nú er verið að vinna að og verkefnum sem framundan eru. Áð framsöguerindum loknum las fundarstjóri upp frumvarp að samþykktum fyrir „Gamla miðbæinn" og féllust fundar- menn á það einróma. Síðan var gengið til kosninga og að tillögu undirbúningsnefndar voru fimmtán manns kosnir i stjórn félagsins og fimm i varastjórn. Þessir hlutu kosningu í stjórn: Ásgeir Hannes Eiríksson, pylsu- sali; Baldvin Jónsson, Morgun- blaðinu; Bolli Kristinsson, Versl- uninni Sautján; Edda Ólafsdótt- ir, lögfræðingur; Einar Óskars- son, Bókaverslun Sigfúsar Ey- mundssonar; Guðlaugur Berg- mann, Karnabæ; Guðni Pálsson, arkitekt; Haukur Gunnarsson, Rammagerðinni; Helga Bach- man, Þjóðleikhúsinu; Jafet ólafsson, SÍS; Jón Hjaltason, Frá stofnfundi „Gamla miðbæjarins" á Hótel Borg sl. fimmtudagskvöld. MorgunblaAið/RAX óðali; Páll Bragi Kristjónsson, Skrifstofuvélum; Pétur Arason, Faco; Sigurður Steinþórsson og Skúli Jóhannesson, Tékk-Kristal. í varastjórn voru kjörnir Garðar Kristinsson, Sportvali og Bikarn- um, Guðmundur Sigmundsson, Bókabúð Braga, Einar Högnason, Skóverslun Axels Ó., Ásgeir Ásgeirsson, Kúnigúnd, og Bene- dikt Geirsson, SPRON. Nokkrar umræður urðu á fundinum um skipulagsmál gamla bæjarins og kom m.a. fram í máli Davíðs Oddssonar, borgarstjóra, að hann hefur áhuga á því að lítið ráðhús verði reist við Tjörnina í Reykjavík. Kvaðst hann vilja beita sér fyrir samkeppni um teikningu slíks húss, sem hugsanlega gæti farið fram á fyrra hluta næsta árs. Taldí borgarstjóri rétt að stefna að því að bygging ráðhúss, ef í þær framkvæmdir yrði ráðist, tæki ekki lengri tíma en 18 mán- uði. Benti hann á, að Alþingis- húsið hefði verið reist á einu ári á öldinni sem leið og hefði þó allri byggingartækni fleygt fram. A fundinum var einnig rætt um verkefni hins nýja félags og m.a. reifaðar hugmyndir um samstarf á fjölmörgum sviðum til þess að auka veg gamla mið- bæjarins. Fjölmenni á stofnfundi „Gamla miðbæjarins**: ( sjóferð, ert þú þá með það á hreinu hvar allur björgunarbúnaður skipsins er staðsettur og hvort öll siglingatæki eru virk? Það er góð regla í upphafi hverrar sjóferðar, að glöggva sig á staðsetningu og ástandi öryggisbúnaðar skipsins. REYNSLAN SÝNIR AÐ EKKERT KEMUR I VEG FYRIR SLYS Á SJÓ NEMA ÁRVEKNI, DÓMGREIND OG KUNNÁTTA SJÓMANNA SJÁLFRA. oryggismAlanefnd sjómanna midas
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.