Morgunblaðið - 16.11.1985, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 16.11.1985, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR16. NÓVEMBER1985 43 Hér verður enn ljósara en í fyrra dæminu nauðsyn þess að tengja fyrstu línu og aðra línu. Hvað þessar tvær línur snertir verður okkur einnig ljóst, hvernig hin hættulega hrynjandi hefur tilhneigingu til þess að breyta áherslum í einstökum orðum. Hún vill leiða okkur í þá ófæru að hafa áherslur á orðunum „silfurblár" og „Eyjafjallatind" með þessum hætti: „og silfurbláan Eyjaijallatind*'. Þótt hér sé um samsett orð að ræða, nær auðvitað engri átt að láta síðari hluta þeirra hafa þyngri áherslu en fyrri hlutann. Við höf- um að vísu oft nokkra áherslu á síðari hluta samsetts orðs, en hún má þó aldrei verða meiri en áhersla á fyrsta atkvæði, sem er meginregla í íslenskum framburöi. Það eru einmitt hin sterku áhrif þessarar hrynjandi ljóðlínanna sem leiða til rangra áherslna á einstök orð, sem einkenna lestur alltof margra upplesara. Það ber að sjálfsögðu að forðast, því það er alltof dýru verði keypt. Hér verður því að hafa það að megin- reglu, að þegar hrynjandi línunnar leiðir til rangrar áherslu orða verður hrynjandin að víkja fyrir eðlilegri áherslu. Hingað til hafa myndir kvæðis- ins verið þrjár línur hver, en svo kemur ein, sem nær yfir fimm línur: „Með hjálminn skyggnda, hvítri líkan mjöll, horfa þau yfir heiðarvötnin bláu, sem falla niður fagran Rangárvöll, Þar sem una byggðarbýlin smáu, dreifð yfir blómguð tún og grænar grundir." Lesari verður að líta á þennan kafla sem efnislega heild, en gæta þó formsins (endarímsins) eins og að framan hefur verið bent á. Næstu tvær línur eru sjálfstæðar: „Við norður rísa Heklutindar háu. Svell er á gnýpu, eldur geysar undir." Þótt myndir af Heklu sýni frið- samlegt og fagurt fja.ll, nægir það Jónasi ekki. Hann verður að minna okkur á það að fleira er en sýnist um fjall þetta: „í ógnardjúpi hörðum vafinn dróma, skelfing og dauði dvelja langar stundir.” Hér er skáldið tekið að lýsa því sem óhugnanlegt er og jafnvel skelfilegt getur verið. Hjónin eða systkinin Skelfing og dauði (per- sónugerfingar) bíða hlekkjuð í djúpum fjallsins og hvað gerist þegar þau slíta af sér fjötrana? Fjallið gýs og hvað breiðist um umhverfið? Skelfing og dauði! Hér verður því raddbeiting lesara að vera í samræmi við það (dimm rödd). Nú skulum við aðeins líta á línur nokkru síðar: „Þaðan má líta sælan sveitarblóma, Því Markarfljót í fögrum skógardal dunar á eyrum. Breiða þekur bakka fullgróinn akur. Fegurst engjaval þaðan af breiðir hátt í hlíðarslakka glitaða blæju, gróna blómum smám.“ Þessi kafli kvæðisins verður óskiljanlegastur af öllu efninu, ef lesari bindur sig við að lesa fyrst og fremst línu fyrir línu sökum þess, að sumar línurnar hefjast á endi einnar hugsunar og svo tekur við upphaf annarrar. Hér er því sérstaklega nauðsynlegt að tengja línurnar efnislega saman með þeirri tækni, sem á hefur verið bent hér að framan (hik á enda- rím). Hér kemur einnig nýtt til greina, sem margir gera sér ekki fullljóst. En það er að hika ekki við að nema staðar við punkt, þótt hann sé í miðri Ijóðlínu. Það sem eftir er af línunni glatast ekki við það. ótti sumra lesara við þetta stafar vafalaust af leyfum þeirrar hugsunar, að kvæði sé röð af lín- um, og verði því að lesast með þeim hætti. En slíkt er svo dýru verði keypt, að við slíkan lestur getur efnið orðið með öllu óskiljan- legt venjulegum áheyranda. Næst skulum við íhuga svolítið nokkrar ljóðlínur nokkru síðar: „Þar eiga tignir tveir að flytjast á bræður af fögrum fósturjarðar ströndum og langa stund ei aftur litið fá, fjarlægum ala aldur sinn i löndum, útlagar verða vinar augum fjær.“ Hér ber að hafa í huga, að nauðsynlegt er að tengja tvær fyrstu línurnar saman, því efnis- lega tilheyrir orðið „bræður" fyrstu línunni. Þessa tengingu gerum við með venjulegum hætti, þ.e. að hafa hik á eftir endaríminu „á“ (en vitanlega ekki þögn). Línan sem hefst á orðunum „fjarlægum ala“ fer oft illa sökum þess að hrynjandin vill freista okkar til þess að taka línuna sundur með þessum hætti: „fjarlægum ala / aldur sinn í löndum" Þetta getur ruglað hlustanda, því fyrstu tvö orðin á einmitt ekki að tengja saman með þessum hætti. Hvers vegna? Sökum þess, að orðið „fjarlægum" er tengt síð- asta orðinu í línunni, orðinu „lönd- um“. Hér er verið að segja að vinirnir verði að dveljast í fjarlæg- um löndum, fjarri vinum sínum og vandamönnum. Og hvernig förum við nú að því að gera hlust- anda þetta skiljanlegt með lestrin- um? Við getum það með því, að hafa hik eða jafnvel þögn á eftir orðinu „fjarlægum". Með þeim einum hætti er hægt að tengja saman fyrsta og síðasta orðið í sömu línu. Þessi lína lesist því: „fjarlægum v ala aldur sinn í löndum" o.s.frv. Nú skulum við líta aðeins á nokkrar línur eilítið síðar í kvæð- inu: „Sá ég ei fyrr svo fagran jarðargróða, fénaður dreifir sér um græna haga, við bleikan akur rósin blikar rjóða. „Hér vil ég una ævi minnar daga alla, sem guð mér sendir. Farðu vel, bróðir og vinur.“ Svo er Gunnars saga.“ Hér kemur fram í fyrsta skipti í kvæðinu bein ræða. En svo er það nefnt, þegar persóna í kvæði eða sögu tekur til máls. I köflunum um óbundið mál var á það bent, að aðgerð upplesara til að koma beinni ræðu til skila felist í því, að hækka aðeins röddina í beinu ræðunni. En lækka hana svo aftur, þegar beinu ræðunni er lokið og hin venjulega frásögn tekur við. Þetta er heppilegast að gera alveg með sama hætti þótt í ljóðalestri sé. Hlustandi verður að heyra að einhver hefur tekið til máls, því stundum getur bein ræða verið með þeim hætti, að á því getur leikið nokkur vafi fyrir hlustanda. Hér fyrrmeir var lesanda þetta alveg ljóst, því þá var venja höf- unda að skrifa beina ræðu innan gæsalappa. Það tíðkast nú ekki lengur. En vitanlega verður lesara engu að síður að vera ljóst hvort hann er að fara með beina eða óbeina ræðu. Munurinn á því verð- ur að heyrast, eins og hér hefur verið bent á. Tæpast ætti að þurfa að minna á það, að nauðsynlegt er að tengja línurnar: „Hér vil ég una ævi minnar daga alla, sem guð mér sendir...“ Og vitanlega er þögn í miðri síðustu línunni: „bróðir og vinur. — Svo er Gunnars saga.“ Hér hefur Jónas jafnvel þanka- strik á eftir beinu ræöunni til þess að undirstrika þetta. Þá er ekki úr vegi að rabba svolítið um orðið „svo“ í síðustu línunni. Þetta orð er algengast sem atviksorð í setningum eins og „svo kom hann“ o.þ.h. og er þá jafnan áherslulaust. En í sjaldgæfari merkingu sinni þýðir orðið „þann- ig“. Hér er það einmitt notað í þeirri merkingu. Jónas þarf eins atkvæðisorð sem þýðir „þannig" og notar til þess orðið „svo“. En því má ekki gleyma, að þegar þetta orð er notað í þessari síðari merk- ingu, þá hefur það alltaf áherslu. Gagnstætt því þegar það er notað í algengustu merkingunni, en þá er það alltaf áherslulaust. Sé þess ekki gætt, að hafa hér áherslu á orðinu „svo“, þá er hætt við að hlustandi skilji orðið í sinni venju- legustu merkingu, og haldi því að lesari eigi við, að næst komi Gunn- ars saga, í stað þess að höfundur er að segja, að með þessum hætti (þannig) sé saga Gunnars. Er þetta gott dæmi þess, hvernig áhersla eða áhersluleysi á einu orði getur gjörbreytt merkingu þess í eyrum hlustanda. Rétt áhersla er því ekkert smáatriði í upplestri. Að lokum skulum við líta á enn eitt atriði í lok þessa hugljúfa kvæðis. íhugum aðeins þessar lín- ur: „Hugljúfa samt ég sögu Gunnars tel, þar sem ég undrast enn á köldum söndum lágan að sigra ógnabylgju ólma algrænu skrauti prýddan Gunnarshólma." Hér er vert að benda á það, að óvenjulangt er á milli orða, sem eiga þó saman. Þannig á fyrsta orðið í þriðju línu við síðasta orðið í fjórðu línu. Orðið „lágan“ á nefni- lega við „Gunnarshólma". Þessari tengingu náum við, eins og áður, með því, að hafa hik eða þögn á eftir fyrra orðinu, „lágan", og gætum þess að láta hrynjandina ekki freista okkar til að segja í einu „lágan að sigra", eins og flest- um verður á. Hér að framan hefur verið bent á ýmis tæknileg vandkvæði í sambandi við flutning þessa merkilega kvæðis. Aðeins skal hér undirstrikað að nýju, að hér er um þá tækni að ræða, sem sá sem þetta hripar hefur tileinkað sér eftir margra ára vandlega rann- sókn á tæknilegum vandamálum upplestrar. Með þessu er reynt að sýna fram á helstu aðferðir til þess að ná tvennu sem nauðsynlegt er, nefnilega, að koma efni kvæðis- ins til skila án þess að það sé á kostnað formsins; og láta formið (klæði hugsunarinnar) njóta sín, án þess að efnið við það verði ill- skiljanlegt eða jafnvel óskiljan- legt. „Gunnarshólmi" Jónasar Hall- grímssonar hefur einnig verið tekinn hér fyrir sem dæmi um það, hvernig heppilegt kunni að vera að skoða efni þess, sem lesa á öðrum til ánægju ogflytja það. Þetta dásamlega kvæði er öllum íslendingum kunnugt og hugljúft. Það er þó von þess sem þetta hrip- ar, að engu að síður kunni eitthvað að hafa orðið ljósara við þessa umræðu í sambandi við efni þessa fagra kvæðis og flutning þess. Þær reglur sem hér hefur verið bent á eru vitanlega engan veginn einungis bundnar þessu kvæði, heldur hefur hér verið reynt að benda á aðferðir við meðferð bund- ins máls, sem hægt er að beita við hvers konar ljóð, þótt gjörólík séu þessu. En þetta fagra kvæði var fyrst og fremst valið hér sem dæmi sökum þess, að í því koma fram flest vandkvæði upplesturs. í næstu grein mun ég taka fyrir blæbrigði upplestrar og nota þar til dæmis kvæði eftir Davíð skáld Stefánsson. Höíundur er lcikari og hefur kennt framburd um árabil. Pennavinir Átján ára piltur í Ghana með áhuga á íþróttum, tónlist, dansi o.fl.: Eric Osei Yeboah, P.O.Box 325, Sunyani, Ghana. Frá Argentínu skrifar 36 ára Uruguaymaður, sem búið hefur í Argentínu frá 1973. Hann er giftur og tveggja barna faðir. Hefur mikinn áhuga á að eignast penna- vini á íslandi. Margvísleg áhuga- mál: Baltasar Ataides, Ascasubi 156, (1856) GLEW, Argentina. Tvítugur Englendingur, sem getur ekki um áhugamál: J. Hindle, 8 St. Davids Road, Preston, Lancashire, England. Frá Englandi skrifar áhugamaður um fljúgandi furðuhluti. Hann getur ekki um aldur eða önnur áhugamál en vill ólmur komast í samband við íslenzka áhugamenn um fljúgandi furðuhluti: David Ridge, 26 Hillary Way, Wheatley, Oxon, 0X9 ÍUY, England. Tólf ára Ástrali með margvísleg áhugamál, einkum brandarasöfn- un: David Boyd, 4 Dirrawan Gardens, Reid, 2601, Canberra, Australia. TRYGGJUM ATHAFNA- MANNINUM ÞÓRI LÁRUSSYNI ÖRUGGT SÆTI í BORGARSTJÓRN ... að fenginni reynslu á störfum Þóris Lárussonar — innan og utan Sjálfstæðisflokksins — lýsum við okkar fyllsta stuðningi við hann í væntanlegu prófkjöri, sem fram fer í Reykjavík 24. og 25. nóv. nk. ÞÓRI í BORGAR STJÓRN Skrifstpfa okkar í Síðumúla 29 — er opin alla virka daga kl. 14 - 22 ® 34425 & 82314 Stuðningsmenn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.