Morgunblaðið - 06.04.1986, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 06.04.1986, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 6. APRÍL 1986 43 atvinría — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna atvinna < Verksmiðjustarf Maður, gjarnan á aldrinum 50-60 ára, óskast til verksmiðjustarfa. Vinnutími frá kl. 13.00 til kl. 20.00. Starfið er framtíðarstarf, frekar létt og þrifalegt. Upplýsingar gefur Gunnar Karlsson í síma 11390 frá 10.00-12.00 fh. Tölfræðiþekking Við leitum að starfsmanni fyrir einn af við- skiptavinum okkar. Fyrirtækið er stórt þjón- ustufyrirtæki á fjármálasviði. Það stundar öfluga markaðssókn og er framarlega á sínu sviði. Um er að ræða þátt í starfsemi þess sem er nýr og í örum vexti. Starfið er: Að vinna upplýsingar og miðla þeim til viðskiptavina. Ýmsar kannanir í eftirlits- skyni. Dagleg umsjón með ýmsum þáttum viðkomandi rekstrareiningar, þar á meðal að sjá um kerfi á PC tölvu. Krafist er: Leikni og öryggis í meðferð tölulegra gagna. Frumkvæðis og getu til að vinna sjálfstætt. Lipurrar framkomu og sam- skiptahæfileika. Lágmarksmenntun er stærðfræðideildar- stúdentspróf og frek- ari stærðfræðimenntun á sviði tölfræði eræskileg. í boði er góður vinnustaður miðsvæðis í bænum. Boðið er upp á góð laun og þjálfun á fagsviði fyrirtækisins. Skriflegar umsóknir sendist Þórdísi G. Bjarnadóttur, Ráðgarði, Pósthólf 5535, 125 Reykjavík, fyrir 11. apríl. Upplýsingar eru ekki gefnarísíma. Deildaþroskaþjálfi óskast á sambýli í um 50% starf sem fyrst. Vaktavinna eftir kl. 16.30 virka daga og eftir kl. 11.00 um helgar. Umsóknareyðublöð á skrifstofunni, Háteigsvegi 6. Sumarstörf við gagnaskráningu Bankastofnun í Reykjavík óskar eftir að ráða vant fólk til gagnaskráningar í sumar, tímabil- ið maí - sept/okt. Vinnutími frá kl. 13.00-19.15 mánudaga til föstudaga. Umsóknir leggist inn á augld. Mbl. fyrir 10. apríl nk. merktar: „Sumarstarf — 3180“. Fretheim Hotell óskar eftir að ráða starfsfólk yfir sumartím- ann, 15. maí- 20. sept., í eftirtalin störf: — í móttökusstörf — í næturvinnu — til þjónustustarfa — til matreiðslustarfa - bæði í heitan og kaldan mat — í kaffiveitingar — í herbergjaþjónustu — í útréttingar. Umsóknir ásamt meðmælum óskast sendar til: (DTEtLL 5743 FLAM - SOGN - NORWAY BORGARSPÍTALINN LAUSAR STÖÐUR Staða aðstoðarlæknis til eins árs við svæf- inga- og gjörgæsludeild Borgarspítalans er laus frá 1. júní nk. Umsóknir sendist yfirlækni deildarinnar sem jafnframt veitir allar upplýs- ingar. Tvær stöður aðstoðarlækna við geðdeild Borgarspítalans eru lausar til sex mánaða, nú þegar eða eftir samkomulagi. Upplýsingar veitir yfirlæknir deildarinnar. Á öldrunardeildum B-5 og B-6 Hjúkrunarfræðinga vantar, fullt starf og hlutastarf, m.a. fastar kvöld- og næturvaktir. Sjúkraliða vantar, fullt starf og hlutastarf. Á öldrunardeild Hvítabandsins Hjúkrunarfræðinga vantar, fullt starf og hlutastarf, m.a. fastar kvöldvaktir. Sjúkraliða vantar, fullt starf og hlutastarf. Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa á skurðlækningadeildum Borgarspítalans. Á almenna skurðlækningadeild A-5 og A-4, heila- og taugaskurðlækningadeild og legu- deild slysadeildar A-3. Um er að ræða hefðbundið vaktafyrirkomu- lag en einnig vaktir frá 8.00-13.00 og 17.00- 22.00. Hærri laun eru greidd fyrir fastar næturvaktir. Tvær stöður aðstoðardeildarstjóra á svið- um almennra skurðlækninga og háls-, nef- og eyrnalækninga á skurðdeildum Borgar- spítalans eru lausar til umsóknar. Umsókn- um þarf að skila fyrir 20. apríl nk. til hjúkrun- arframkvæmdastjóra skurðdeildarsviðs, sem gefur allar nánari upplýsingar. Staða hjúkrunarfræðings á uppvöknun tengdri aðgerðarstofu háls-, nef- og eyrna- deildar á skurðstofum spítalans er laus til umsóknar. Vinnutími er frá 8.00-14.00 virka daga. Hjúkrunarfræðinga vantar a lyflækninga- deildir A-7, A-6 og E-6. Ennfremur á gjör- gæsludeild. Sumarafleysarar Hjúkrunarfræðingar — sjúkraliðar Hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar óskast til sumarafleysinga á hinum ýmsu deildum spítalans. Möguleikar eru á hálfum vöktum þ.e. frá 8.00-13.00 og 17.00-22.00, auk hefðbund- innar vaktavinnu. Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrif- stofu hjúkrunarforstjóra, alla virka daga. Fóstru vantar á Skóladagheimili Borgarspít- alans frá og með 1. maí nk. í 60% starf. Starfsstúlku vantar á Skóladagheimili Borg- arspítalans frá og með 1. maí nk. í 100% starf. Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 681200/371. Starfsfólk vantar við ræstingar í Hvítabandi 50% dagvinna. Einnig vantar við ræstingar í Borgarspítalan- um 100% og 50% eftirmiðdagsvaktir. Upplýsingar veitir ræstingastjóri virka daga millikl. 11.00 og 12.00. Reykjavík, 6. apríl 1986. BORGARSPÍTALINN Q 681200 GRANDIHF Starfsfólk óskast Duglegt og vandvirkt starfsfólk óskast nú þegar í fiskiðju Granda hf. við Norðurgarð. Um er að ræða störf við pökkun og snyrtingu. Akstur í vinnu og aftur heim á morgnana, í hádeginu og á kvöldin. Mötuneyti á staðnum. Góð starfsmannaaðstaða. Upplýsingar og umsóknir hjá starfsmannastjóra í Norðurgarði eða í síma 29424 kl. 10-12 og 13-15. Grandi hf. Hagvangur hf - SÉRHÆFÐ RÁÐNINGARRJÓNUSTA BYGGÐ Á GAGNKVÆMUM TRÚNAÐI Ferðaskrifstofa Deildarstjóri farmiðasölu Starfssvið deildarstjóra: Dagleg stjórnun, sala og útgáfa farseðla, skipulagning hóp- ferða og ráðstefnuhalds o.fl. Við leitum að manni með reynslu og þekk- ingu á farseðlaútgáfu, góða tungumálakunn- áttu, hæfileika og vilja til að starfa sjálfstætt og axla ábyrgð. í boði er mjög sjálfstætt og krefjandi starf ágóðum launum. Vinsamlegast sendið umsóknir á eyðublöð- um sem liggja frammi á skrifstofu okkar. Nánari upplýsingarveitir Katrín Óladóttir. Hagvangurhf RÁÐNINGARPJÓNUSTA GRENSÁSVEGI 13, 108 REYKJAVÍK Sími: 83666 Námsstjóri Staða námsstjóra í tölvufræðum á grunn- skóla- og framhaldsskólastigi er laus til umsóknar. Starfið er m,a. fólgið í því að leið- beina kennurum um notkun tölva í skóla- starfi og hafa umsjón með gerð námsskrár ígreininni. Umsækjendur skulu hafa reynslu á sviði tölvunotkunar og réttindi til kennslu. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu sendar menntamálaráðu- neytinu fyrir 20. apríl nk. iladtreLi \nt\ GILDI HFUKl Starfsfólk óskast Óskum eftir að ráða starfsfólk til ræstinga í veitingasölum hótelsins. Um er að ræða fullt starf frá kl. 8.00-16.00 viðkomandi þarf að geta unnið sjálfstætt og leyst ræstingastjóra af. Fullt starf frá kl. 8.00-16.00 mánudaga-- föstudaga. Hálft starf vinnutími frá kl. 12.30-16.30. Upplýsingar um áður talin störf gefur starfs- mannastjóri á milli kl. 9.00-14.00 og í síma 29900-635 næstu daga. Gildihf. Hrafnista Reykjavík Hjúkrunarfræðingar óskast á kvöld- og helg- arvaktir svo og í sumarafleysingar. Sjúkraliðar óskast í vaktavinnu og á fastar kvöld- og næturvaktir. Starfsmenn óskast í ræstingu. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í símum 35262 og 38440. Au—pair 17 ára dönsk-íslensk stúlka óskar eftir vinnu hjá íslenskri barnafjölskyldu í eitt ár frá ágúst 1986. Upplýsingar í síma 91 -53772.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.