Morgunblaðið - 06.04.1986, Síða 48

Morgunblaðið - 06.04.1986, Síða 48
. I (JtKl.lCf. och DJlngls Khan? _ om Inte, dá kommer EAPI Prenumerera pi Ny Sc DJÁVULENS DJÁVUI reyfing sérviturs hægriöfgamanns í Bandaríkjunum teygir anga sína til Norðurlanda og Vestur-Þýzkalands. Hreyfingin lagði Olof Palme í einelti, en harðneitar ásökunum um að hún hafi verið viðriðin morðið. í síðustu viku unnu stuðningsmenn LaRouche óvæntan sigur í forkosningum demókrata í Illinois og þeir reyna nú að seilast til enn meiri áhrifa í Bandaríkjunum Eitt af áróðursspjöldum EAP sýnir Palme vopnaðan exi. Á öðrum áróðursmiðum hefur honum verið líkt við Hitier og Djengis Khan. Samtökin leggja einnig mikla fœð á Henry Kissinger. orkuvopna, en þó hefur margt verið á huldu um skoðanir hans og hreyf- ing hans hefur minnt einna helzt á sértrúarsöfnuð. Hann virðist haldinn hálfgerðri ofsóknarkennd og kemur aldrei fram opinberlega. „Eg hef verið valinn skotmark pólitískra morðingja," segir hann. „Ef ég kem fram opinberlega verð ég myrtur áður en ein vika er lið- in.“ LaRouche hefur spáð því oftar en 200 sinnum að jörðin muni farast í kjarnorkustríði eða af völd- um hungursneyðar. Hann telur að Henry Kissinger fv. utanríkisráð- herra sé fulltrúi hins illa og sakar hann, Robert McNamara fv. land- vamaráðherra og bandarísku leyniþjónustuna CIA um að taka þátt í samsæri með sovézku leyni- lögreglunni KGB um að veikja vamir Bandaríkjanna. Hann hefur borið samtök gyð- inga sömu sökum, en vísar á bug ásökunum um að hann sé gyðinga- hatari, þótt hann viðurkenni að hann sé andstæðingur zíonisma. Stundum virðist eitthvað eima eftir af vinstriskoðunum hans. Fyrir aðeins tveimur áram hvatti hann til þess að fyrirtækið U.S. Steel yrði þjóðnýtt. LaRouche stofnaði fyrst sam- tökin NCLC (National Caucus of Labor Committees) 1973. Hann var frambjóðandi svokallaðs „Verkamannaflokks" (Labor Party) í forsetakosningum í - SAMTÖKIN EAP, Evrópski verka- mannaflokkurinn, neita því harð- lega að hafa verið viðriðin morðið á Olof Palme forsætisráðherra, en þau hafa ekki verið bendluð við ! hann að ástæðulausu. Fyrir tíu áram fékk Palme þá einkunn í tímariti EAP að hann væri „brjál- aður, geðsjúkur morðingi, djöfull djöflanna og bandótt óargadýr" og var m.a. sakaður um að hafa átt þátt í morðum einnar milljónar kommúnista í Indó-Kína. Áke Gunnarsson, sem var hand- tekinn vegna morðsins á Palme en síðar látinn laus, var félagi í EAP. Nú virðist að böndin geti borizt að honum aftur. Hatrið á Palme var aðeins eitt af mörgu, sem er sérkennilegt við EAP. I flugmiðum flokksins hefur Willy Brandt fyrram kanzlari verið í kallaður „erindreki CIA“ og „Niirnberg-glæpamaður". EAP hefur varað við takmarkalausum tækninýjungum og nú síðast við hættunni á ónæmistæringu. Flokk- urinn heldur því fram að sá sjúk- dómur sé efnavopn, sem sovézkir vísindamenn hafí vísvitandi breitt út til að leggja vestræn þjóðfélög í rúst. EAP er angi af samtökum, sem hafa aðalstöðvar í Bandaríkjunum. Samtökin hafa einnig ráðizt á fyrirtæki Rockefeller-ættarinnar, „sovét-bolsévismann“ og „græna jmhverfísfasista" og varað við samsæram, sem þau segja að Ford-stofnunin, Brandt-nefndin, ísraelska leyniþjónustan og Elísa- bet II Englandsdrottning braggi. Fáir hafa tekið mark á samtök- unum og áróðri þeirra, en áhrif þeirra virðast hafa aukizt talsvert í Bandaríkjunum á síðustu vikum, ef marka má óvænta sigra stuðn- ingsmanna þeirra í forkosningum demókrata í Illinois. Þar hefur maður úr samtökun- um verið kosinn vararíkisstjóraefni demókrata. Ríkisstjóraefnið er Adlai E. Stevenson III fv. öldunga- deildarmaður, sonur mótframbjóð- anda Eisenhowers forseta og son- arsonur varaforseta Bandaríkj- anna. Hann neitar að vera í fram- boði með öfgafullum liðsmönnum EAP og mun ef til vill bjóða fram sérstaklega. Flokkurinn sem hataði Olof Palme Lyndon H. LaRouche, leiötogi höfuðsamtakanna, sem standa á bak við EAP. Adlai E. Stevenson III: neitar að vera á sama lista og stuðningsmenn LaRouche. Ádur marxisti Stofnandi EAP er 63 ára gamall Bandaríkjamaður, Lyndon Herm- yle LaRouche, sem er titlaður hagfræðingur. Hann stjórnar samtökunum og útibúum þeirra með harðri hendi og er sagður krefjast skilyrðislausrar hlýðni svo að unnt verði að ná lokatakmark- inu: heimsyfírráðum. Upphaflega var LaRouche marxisti og harður kjarni um 1.000 manna hefur fylgt honum að mál- um síðan á áranum 1960-1970. Ferill hans hófst á áranum eftir síðari heimsstyijöldina, þegar hann var félagi í flokki trotzkyista, Sós- íalistíska verkamannaflokknum, ogöðrum vinstrisamtökum. Eftir 1970 breyttist LaRouche í hægriöfgamann og harðan and- stæðing kommúnista. Hann varaði við hættunni frá Rússum og varð eindreginn stuðningsmaður kjarn- Palme: „Nú eruð það þið?“ Bandaríkjunum 1976, 1980 og 1984, en sá flokkur skýldi sér á bak við NCLC. LaRouche hefur þegar lýst því yfír að hann muni gefa kost á sér í forsetakosningun- um 1988, þótt hann hafi fengið sárafá atkvæði í fyrri forsetakosn- ingum. NCLC var í fyrstu hópur manna, sem klufu sig út úr bandaríska kommúnistaflokknum, og er ekki lengur á skrá um stjómmálaflokka í Bandaríkjunum. EAP er Evrópu- deild NCLC og er stjómað frá aðalstöðvum í Wiesbaden í Vest- ur-Þýzkalandi. Talið er að félags- menn EAP í Evrópu séu um 1.000. LaRouche hélt því fram 1984 að stuðningsmenn sínir væra 40.00, en aðrir sögðu að þeir væra aðeins 450. Strangur agi Tilgangurinn með starfsemi hreyfíngar LaRouche hefur verið mönnum ráðgáta, þrátt fyrir yfír- lýsingar um að hann stefni að „heimsyfírrádum". Áróður hans er sambland af marxísku orðagjálfri og vígorðum hægriöfgamanna. Dularfyilst era að því er virðist ótakmörkuð fjárráð hreyfingarinn- ar. LaRoúche lifir eins og milljóna- mæringur og hreyfingin gefur út þykka doðranta, sem fáir nenna að lesa. LaRouche er ekki talinn auðugur, en honum hefur alltaf tekizt að útvega stórfé í kosninga- sjóði sína og til annarrar starfsemi NCLC

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.