Morgunblaðið - 09.08.1986, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.08.1986, Blaðsíða 1
48 SIÐUR STOFNAÐ 1913 175. tbl. 72. árg. LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 1986 Prentsmiðja Morgunblaðsins Noregur: Afengisverk- falli lýkur Osló, frá Jan Erík Laure, fréttaritara Morgunbladsins. LAUNAÁGREININGUR starfs- manna áfengisverslana og norska ríkisins var leystur í gær og áfengisverslanir opna á þriðjudag. Starfsmönnum áfengisverslana var boðin 10,2 prósent launahækk- un þegar þeir fóru í verkfall. Nú sættust þeir á 10,4 prósent hækk- Neyðarástand vegna þurrka í Frakklandi París, AP. MIKLIR þurrkar hafa verið í Frakklandi undanfarna þrjá mánuði og hafa ræktuð svæði skrælnað upp og þurfa bændur að líkindum að leiða búfénað til slátrunar vegna fóðurskorts. A ýmsum svæðum landsins hefur ekki rignt í þtjá mánuði. Skógareld- ar hafa geisað í hæðunum fyrir ofan frönsku rívíeruna vegna þurrk- anna, með þeim afleiðingum að uppskera hefur eyðilagst á stórum svæðum og heimili fólks brunnið til grunna. Víða hefur landbúnaðarfram- ieiðsia dregist saman um þijá fjórðu hluta vegna þurrka og bændur eru uppiskroppa með fóður handa naut- gripum og sauðfé. Bændur hafa sagt að þeir neyðist til að slátra kvikfénaði sínum verði ekki þegar ráðin bót á þessu. Francois Guillaume, landbúanað- arráðherra hefur rætt við fulltrúa bænda og tilkynnt að grípa eigi til skammtímaaðgerða til að ráða bót á neyðarástandinu eftir tíu daga. Ppcssens Bild/Símamynd Presscns Bild/Sfmamynd Víkingasveit finnsku lögreglunnar kom þegar á vettvang eftir að vopnaður Finnskur lögregluþjónn liggur á skyggni bankans, sem ræningi hafði tekið ellefu manns í gíslingu í banka í Helsinki. ráðist var inn í í gær. Bankaræninginn tók ellefu manns í gíslingu og komst undan með hátt lausnargjald. Bankarán í Finnlandi: Komst undan með 3 gisla og lausnargjald Helsinki, AP. VOPNAÐUR ræningi réðist inn í útibú Kansallis Osake Pankki bankann í úthverfinu Jokoma- eki í Helsinki í gær og tók ellefu manns í gislingu. Lögreglan skildi eftir hátt lausnargjald fyrir gíslana fyrir utan aðaldyr bankans og hafði ræninginn sig á brott í Volkswagen Passat bifreið með þijá gísla, einn Ensk félagslið áfram úti- lokuð frá Evrópukeppni? i_i_a r* London, AP. BLÓÐUG átök brutust út milli áhangenda þriggja enskra knatt- spymuliða í feiju á leið til Hollands í gær. Iþróttamálaráð- herra Bretlands, Richard Trac- ey, segir að átök þessi gætu orðið til þess að það dragist um nokkur ár að ensk knattspyrnulið fái að taka þátt í Evrópukeppni félags- liða. Fimm fótboltabullur særðust og voru þijár þeirra stungnar með hnífi. Fjórtán slagsmálaseggir voru handteknir. Enskum félagsliðum var bannað að taka þátt í Evrópukeppni um óákveðinn tíma eftir að 39 manns biðu bana í óeirðum, sem áhangend- ur Liverpool stofnuðu til á Heysel ieikvanginum í Briissel í fyrra. Tracey sagði að enskir áhang- endur knattspymuliða hefðu hegðað sér vel síðan þá. „Forráða- menn enskra knattspymuliða voru því famir að vona að banni Knatt- spymusambands Evrópu (UEFA) yrði aflétt eftir næsta keppnistíma- bil. En hegðun þessi gæti leitt til þess að mörg ár líði þar til ensk lið fá að taka þátt,“ sagði Tracey. 2.000 farþegar voru um borð í feijunni og ákvað skipstjórinn að snúa aftur til hafnar á Englandi þegar átökin hófust. Áhangendur liðanna West Ham, Manchester United og Everton ætluðu að fylgj- ast með liðum sínum leika æfinga- leiki við félagslið í Hollandi og Belgíu. Deildakeppnin hefst á Eng- landi eftir tvær vikur. karl og tvær konur. Ekki var vitað hvert för ræn- ingjans var heitið en bíll hans sást síðast nærri bæ u.þ.b. 200 km norður af Helsinki. Þar nam hann staðar á bensínstöð, fleygði miða út um gluggann og krafðist eldsneytis og bílasíma og fór fram á að lögreglubíll, sem hafði fylgt honum, léti af eftirför. Maðurinn er vopnaður haglabyssu og dýn- amítsprengjum. Lögregla sagði að ræninginn sæti milli kvennanna í aftursæti bifreiðarinnar með teppi yfir höfð- inu til þess að ekki mætti bera kennsl á hann. I útvarfii sagði að viðskiptavinur bankans sæti undir stýri. Lögreglan telur að ökumaður- inn hafi ákveðið að ganga til liðs við ræningjann og segir að honum verði leyft að fara óhindrað til ann- ars lands. Ekki er vitað hversu mikið fé ræninginn fékk fyrir að láta gíslana lausa. Finnsk yfírvöld segja að ekk- ert verði gert, sem stefnt geti lífi gíslanna þriggja í hættu. Lögregluþjónar sömdu við ræn- ingjann gegnum síma fyrir milli- göngu framkvæmdastjóra bankans, þar sem ræninginn neitaði að tala við lögreglu. Lögreglan sagði að ræninginn hefði farið fram á hátt lausnargjald og krafðist þess að sér yrði hleypt á braut óhindrað í fylgd lögreglu. Ríkin í sunnanverðri Afríku: Vöruskortur og nefna- hagsstríð“ í uppsiglingu Jóhannesarborg, Harare, Bonn, AP. EFNAHAGSÞVINGANIRNAR, sem bresku samveldislöndin ákváðu að beita Suður-Afríkustjórn, eru farnar að hafa ntikil áhrif og aðal- lega fyrir þau Afríkuríki, sem að ákvörðuninni stóðu, framvarðarrík- in svokölluðu. Suður-afrískir tollverðir hafa tafið vöruflutninga til og frá löndunum og er búist við, að brátt fari að gæta þar skorts á ýmsum nauðsynjum. Mugabe, forsætisráðherra Zimbabwe, sagði í gær, að Iivergi yrði hvikað frá refsiaðgerðunum þótt afleiðingarn- ar kynnu að verða alvarlegar fyrir efnahagslífið í landinu. Ríkisstjómir í nágrannaríkjum Suður-Afríku sögðu í gær, að suð- ur-afrískir tollverðir hefðu þá hert enn eftirlit með vöruflutningum til og frá löndunum og umferð tefðist um allt að sólarhring af þeim sök- um. Var gripið til þessara aðgerða daginn eftir að samveldislöndin ákváðu að beita Suður-Afríkustjóm efnahagsþvingunum og einnig tekið upp innflutningsgjald, sem þó er endurgreitt síðar. Búist er við, að vöruskorts, einkum olíu- og hveiti- skorts, fari fljótt að gæta í mörgum ríkjum í Afríku sunnanverðri, allt norður til Zaire. Eiga þau mikið komið undir góðum höfnum og full- komnu járnbrautaneti í Suður- Afríku. Robert Mugabe, forsætisráð- herra Zimbabwe, skoraði í gær á ianda sína að búa sig undir skort og „efnahagslegt stríð“. Sagði hann, að vömflutningar til og frá landinu myndu fara um Mósambík. Þar em þó jámbrautasamgöngur í kaldakoli vegna aðgerða skæmliða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.