Morgunblaðið - 09.08.1986, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 09.08.1986, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 1986 • Vandraaðin byrjuðu þegar Elmar Geirsson kom heim að loknu tannlœknanámi f Þýska- landi. • Gœti Ásgeir skotist heim og bjargað Eyjamönnum þegar mikið lægi við, með þvf að fé tímabundnið leyfi hjá Stuttgart? ð Pátur Pétursson — er hann atvinnumaður á samningi hjá Antwerpen, eða áhugamaður með Akranesi, eða hvort tveggja? • Sævar Jónsson lák með Val f fyrra þó Brugge ætti samn- ingsrátt hans. • Albert Guðmundsson var dæmdur ólöglegur þegar hann iák hár 1982 f svipaðri stöðu og Pátur Pátursson nú. Hvenær eru atvinnumenn orðnir áhugamenn aftur? — margt er óljóst í málum þeirra knattspyrnumanna sem vilja - leika hérlendis um tíma eftir atvinnumennsku erlendis í REGLUGERÐ KSÍ um knatt- spyrnumót hár á landi stendur skýrum stöfum: „Hlutgengir til þátttöku f knattspymumótum eru áhugamenn". Undanfarin ár hefur verið farið nokkuð frjálslega með þetta ákvæði í knattspymunni hár á landi, og forysta KSf hefur reyndar lýst þvf yfir að hún gangi ekki hart eftir þvf að ströngustu reglur um áhugamennsku sáu haldn- ar. Allir sem fyigjast með íslensku knattspymunni hafa heyrt talað um leikmennina sem er boðin góð vinna og húsnæði á „góðum" kjörum fyrir að koma og leika. En spurningin um atvinnu- mennsku, eða ekki atvinnu- mennsku, verður stærri ítilfellum eins og nú er komið upp með Pétur Pétursson. Pétur er einn allra besti knattspyrnumaöur landsins og það munar svo sann- arlega um krafta hans í þeim leikjum sem Skagamenn eiga eftir, bæði í 1. deild og í bikar- keppninni. Spurningin er sú hvort Pétur sé í raun atvinnumaöur og dvelji hér aðeins um stundarsak- ir í frfl.frá því félagi erlendis sem hann er samningsbundinn og það sé þess vegna í hæsta máta óréttlátt að hann fái að leika hér gegn félögum sem hafa aðeins áhugamenn í sínum röðum. Hin hliðin á spurningunni er síðan sú hvort hægt sé að banna leik- manni sem verið hefur í atvinnu- mennsku, sem hefur leyfi frá öllum viðkomandi aðilum til að leika hér í áhugamennskunni, að spila með sínu gamla félagi. Ekki síst þegar það mun augljóslega auka áhuga almennings á knatt- spyrnunni. Við höfum fyrir okkur mörg dæmi um deilur og kærur í þessu sambandi. Ætli fyrsta málið hafi ekki verið þegar Elmar Geirsson kom heim frá Þýskalandi, þar sem hann hafði verið í tahn- læknanámi og leikið með neðri- deildarliðinu Eintracht Trier. En hiö sögulegasta var vafalaust mál Alberts Guðmundssonar, sem kom hingað til lands frá Kanada að vori 1982 og hóf aö leika með Val, eftir að allir pappír- ar áttu að vera komnir í lag. En ísfirðingar kærðu og eftir miklar deilur voru stigin í leiknum dæmd valsmönnum töpuð. Niðurstaða dómsins í þessu máli byggðist einkum á form- galla, þ.e. ekki hjafði verið gengið nægjanlega vel frá pappírum varðandi félagaskiptin. Ekki var tekin bein efnisleg afstaða. En í undirrétti var álitið að þar sem félagaskiptin væru skilyrt, það er að í þeim voru ákvæði um að Denver Avalanche, liðið sem Al- bert hafði leikið með, ætti rétt á aö fá hann til sín aftur að sumr- inu loknu - þá væri Albert ekki gjaldgengur. En annað var uppi á tenging- um í fyrra þegar Sævar Jónsson lék með Val allt sumarið og átti stóran þátt í því að Valsmenn urðu íslandsmeistarar. Þegar gengið varfrá félagaskiptum milli Brugge og Vals kom fram sá skilningur beggja aðila, að Sævar væri hættur að leika með Brugge, og aö hann færi ekki aftur til liðsins að sumrinu loknu. En Brugge setti samt það skil- yrði fyrir félagaskiptunum að það ætti rétt á að semja um greiðslur fyrir Sævar ef hann færi aftur í atvinnumennsku — ekki Valur. Að þessu var gengið og enginn gerði athugasemdir við spila- mennsku Sævars hér í fyrrasum- ar. Þetta eru því mál sem byggj- ast gjarnan á tæknilegum útfærslum. Hinni almennu spurn- ingu um það hvort leyfa eigi atvinnumönnum, jafnvel á há- tindi ferils síns, að leika hér í deildarkeppni og bikarkeppni um tíma, hefur enginn svarað. Gætu t.d. ekki öll liðin í 1. deild lagt inn beiðni um félagaskipti fyrir „sína“ menn á hverju vori (ÍBV fyrir Ásgeir Sigurvinsson, Víkingur fyrir Lárus og Arnór, Valur fyrir Atla og svo framvegis) og leik- mennirnir síðan fengið tíma- bundið leyfi til félagaskipta frá félagi sínu erlendis ef mikið lægi við að koma til aðstoðar hérna heima. í nágrannalöndunum, Noregi, Danmörku, og einkum Svíþjóð, hefur lengi tíðkast að fá enska leikmenn til að styrkja liðin í nokkra mánuði yfir sumartímann. Þetta er miðlungsgóðir leikmenn, sem leikið hafa með liðum úr 2. og 3. deild, of ungir strákar með ævintýraþrá, sem ekki gera mikl- ar peningakröfur. Enn hefur ekki komið til slíks hér á landi þrátt fyrir þreifingar á þá átt. Ljóst er hinsvegar að málum sem tengjast hingaðkomu at- vinnumanna fer fjölgandi og nauðsynlegt fyrir knattspyrnufor- ystuna að móta stefnu sem tryggir sem allra best að jafnt gangi yfir alla, og að þessi mál verði ekki leikur að formsatrið- um. -GA Námskeið fyrir leið- beinendur aldraðra FÉLAG áhugamanna um íþróttir aldraðra œtlar að gangast fyrir þjálfaranám- skeiði fyrir íþróttakennara og aðra þá er leiðbeina öldruðum i hverskonar íþróttum. Nám- skeiðið hefst f Árbæjarskóla — föstudaginn 22. ágúst og því lýkur sunnudaginn 24. ágúst. Á námskeiði þessu verða verklegir þættir eins og leik- fimi, sund og dansar en auk þess verða nokkrir fyrirlestrar um íþróttir fyrir aldraða. Það verða fulltrúar frá heilbrigðis- stéttunum, félagsfræðingur og sjúkraþjálfari sem halda fyrir- lestra á námskeiðinu og komið verður inná flesta þætti við hreyfingu og æfingar fyrir aldr- að fólk. Eins og áður segir hefst ”•* námskeiðiö föstudaginn 22. ágúst en allar nánari upplýsing- ar eru veittar hjá íþróttafulltrúa á Fræöslumálaskrifstofunni i síma 25000 og þar er einnig hægt að láta skrá sig. íslandsmet Ragnheiðar RAGNHEIÐUR Runólfsdóttir setti á fimmtudaginn nýtt íslandsmet Tennis: Úrslit í Myllumótinu í SÍÐUSTU viku lauk Myllumótinu í tennis, en það stóð yfir í hálfan mánuð. Helstu úrslit urðu þau að Kjartan Óskarsson vann Arnar Arinbjarn- ar, 6-1,6-0, íA-riðli og Guðmundur T. Árnason vann Kolbein Kristins- son, 6-4, 6-2, í B-riðli. ( kvenna- flokki vann Margrét Svavarsdóttir jGuðnýju Eiríksdóttur, 6-1, 6-4, og í tvíliðaleik unnu Kjartan og Arnar feðgana Árna T. Ragnarsson og Ragnar T. Árnason, 6-2, 6-4. Mótið tókst framúrskarandi vel og veðrið lék við keppendur alla dagana. f 100 metra bringusundi í Kanada er hún synti vegalengdina á 1:15, 16 mínútum. Ragnheiður tekur nú þátt i Kanadíska meistaramótinu í sundi og á fimmtudaginn synti hún í 100 metra bringusundi. I undanrásum setti hún íslandsmet er hún synti á 1:15,22 og i úrslitasundinu gerði hún enn betur og synti þá á 1:15, 16 eins og áður sagði. Gamla metið var 1:16,24. Ragnheiður er einn þriggja íslenskra sundmanna sem taka þátt í heimsmeistara- mótinu í Madrid í þessum mánuði. Hinir eru Eðvarð Þ. Eðvarðsson og Magnús Ólafsson. Hún hefur dvalið við æfingar og keppni í Kan- ada nú um nokkurt skeið, en er frá Akranesi. • Ragnheiður Runólfsdóttir er f mjög góöri æfingu um þessar mundir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.