Morgunblaðið - 09.08.1986, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.08.1986, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 1986 Hvað eru hryðiuverk? AÐ UNDANFÖRNU hefur umræða um hryðjuverkastarfsemi aukist verulega, í kjölfar beinskeyttra aðgerða gegn hryðju- verkamönnum og þeim sem þá styðja. En oftlega heyrast raddir um að lítill munur sé á hryðjuverkamönnum og „frelsis- baráttumönnum". I síðasta tölublaði hins virta breska tímarits The Economist birtist pistill, þar sem lagt var út af þessum málum. Hann fer hér á eftir í lauslegri þýðingu. Hryðjuverkastarfsemi er ekkert nýtt fyrirbæri í mannkynssög- unni. Sá þáttur hennar, sem nú fer sem logi yfir akur, hófst fyrir um hundrað árum þegar rússn- eskir níhílistar hófu að sprengja ráðherra keisarastjómarinnar í loft upp. Ólíklegt má telja að þessu tímabili sé að ljúka. Þrátt fyrir hrakspár andstæð- inga Reagans Bandaríkjaforseta um árangur sprengjuárásarinnar á Líbýu, þá ber ekki á öðru en að árásin hafí borið tilætlaðan árangur. En samt sem áður hafa ETA á Spáni staðið fyrir tveimur sprengjutilræðum í þessum mán- uði, og í Þýskalandi létu Rauðu herdeildimar til skarar skríða. I þessum tilræðum féllu 12 manns. Þá má benda á ástandið í Perú, en þar líða aldrei margir dagar án þess að einhver falli fyrir sprengju maóista. Árásimar eiga eftir að verða fleiri. Því að hryðjuverk em mjög hentugt vopn fyrir fámenna öfga- hópa. Lítill verknaður, sem enginn myndi taka eftir, ef hann væri liður í árás gegn herafla landsins, getur orðið þjóðinni gífurlegt sál- fræðilegt áfall, ef hann er unninn á venjulegum, óvopnuðum borg- umm. Ahrif hryðjuverka em einnig enn meiri en ella, vegna nútímatækni, á sviði vopna, fréttaflutnings og ferðalaga. Hlutverk lýð- ræðisríkjanna Það hefur þó breyst frá síðustu öld, að það em lýðræðisríkin, en ekki einræðisríkin, sem verða helst fyrir árásum hryðjuverka- manna. Aðalhættan, sem steðjar að lýðræðisríkjunum í baráttu þeirra gegn hryðjuverkum, er þó sú að íbúar þeirra geri sér ekki næga grein fyrir því hvers eðlis hryðjuverkamennirnir em, og að ríkisstjórnir þeirra verði því ekki jafn vel á verði og nauðsyn ber til. Um þessar mundir er að vísu fátítt að fólk sjái hryðjuverka- menn fyrir sér í rósrauðu ljósi sem rómantískar byltingarhetjur. En samt sem áður álíta margir að einn og sami maðurinn geti verið hryðjuverkamaður og frelsishetja, allt eftir þvi hvaðan á það er litið. Svo er ekki. Lýðræðisríki, sem hafa orðið fyrir barðinu á hryðju- verkamönnum, verða að sjá til þess að þegnar þeirra geri sér grein fyrir muninum, ef þau eiga að geta varist þeim, og haft stuðn- ing, þjóða sinna til þess. Ástæða þess að fólk mglar gjaman saman hryðjuverkamönn- um og „frelsisbaráttumönnum", er sú að árásir á almenna borgara em algengar í nútímahemaði, án þess að það sé ætlunin. Það er langt síðan að almennir borgarar féllu ekki í stríði. Stundum em þeir felldir af ásettu ráði. Sprengjuárásimar á Dresden og Hiroshima vom lítið annað en hiyðjuverkastarfsemi. Þrátt fyrir það er ljóst að árásin á Hiroshima a.m.k. átti mikinn þátt í að ljúka langvinnri og hræðilegri styijöld. Nokkrir hlutir greina þó hryðju- verkastarfsemi frá lögmætri valdbeitingu í pólítíska þágu. Sá fyrsti er að sjálfsögðu eðlismunur- inn á ríki og einstaklingi. Ríkis- stjómir hafa hvað eftir annað sannað að þær em fullfærar um að fremja hryðjuverk, þar með talin hryðjuverk gegn eigin þegn- um. En það er ekki hægt að nota sömu mælistiku á valdbeitingu ríkis og einstaklinga, síst ef hún beinist gegn öðm ríki. Ríki er félag þegnanna, og ríkisstjómir fara með hagsmuni fleiri aðila en hópur einstaklinga gerir. Sjálfsvöm gegn ríkisvaldinu er oft réttlætanleg. Ófáir forsetar og forsætisráðherrar dagsins í dag, vom skæmliðar gærdagsins. Samt sem áður er ekki hægt að réttlæta alla valdbeitingu, ekki einu sinni þó henni sé beint gegn hinni verstu ríkisstjóm. Annar þáttur, sem hægt er að nota til þess að greina í sundur hryðjuverkastarfsemi og hefð- bundinn bardaga, er ætlun þeirra, sem bera ábyrgð á verknaðinum. Hemaðaraðgerðir heija og skæmliða leiða oft til falls sak- lausra borgara, af því að þeir em á því hemaðarsvæði, sem aðgerð- in beinist að. Það er þó yfirleitt ekki markmið aðgerðarinnar að fella þessa borgara. Tilgangur hryðjuverka á hinn bóginn er að ráðast á skotmörk, sem hafa enga hemaðarþýðingu. Það er ætlun hryðjuverkamannsins að særa eða drepa saklausa borgara, og helst á eins óviðfelldinn hátt og kostur er. Af þessu leiðir þriðja hlutinn, sem merkja má hryðjuverka- mönnum en „frelsisbaráttumönn- um“ ekki. Hann er sá að hryðjuverkamaðurinn reynir sífellt að slíta tengslin milli fórn- arlambs síns og ástæðu verknað- arins. Allar tegundir hryðjuverka reyna á þennan hlekk, en sumar slíta hann ekki alveg. Þess vegna njóta sumir hryðjuverkamenn meiri samúðar en aðrir. Ástæður rússnesku níhílistanna, sem drápu ráðherra keisarastjómarinnar, em skiljan- legri en margar aðrar. Hið sama má segja um sprengjuárásimar á Dresden og Hiroshima. En pal- estínski hryðjuverkamaðurinn um borð í Achille Lauro, sem skaut gamlan lamaðan Bandaríkjamann í hnakkann til þess að koma höggi á ísrael, er ótvíræður hryðju- verkamaður. Hann hefur engar afsakanir. Það kann að virðast óhugnan- legt að meta að hvaða leyti er hægt að afsaka hin ýmsu hryðju- verk, en það verður að gera og það skiptir máli hvemig hinn frjálsi heimur bregst við alþjóð- legri hryðjuverkastarfsemi. Því augljósari sem tengslin milli fóm- arlambanna og uppgefínna ástæðna hryðjuverkanna em, því afsakanlegri em þau, ekki síst í löndum þar sem ljóst er að ekki er hægt að fá sínu framgengt með lýðræðislegum hætti. Flugrán em ávallt óafsakanleg, og hið sama á við um árásir gegn ríkjum eins og Spáni og Bret- landi, þar sem hægt er að leysa öll mál á pólitískum vettvangi. Svertingjar í Suður-Afríku, sem ráðast gegn ríkisstjóm hvíta minnihlutans í eigin landi, hafa betri málstað. Sá þáttur hryðjuverkastarf- semi, sem Vesturlönd verða að beita sér gegn af fullri hörku, er sá sem beinist gegn saklausu fólki, sem engan þátt á í þeim málum, sem viðkomandi hryðju- verkasamtök telja sig vera að beijast fyrir. Lýðræðisríkin ættu einnig að búa sig undir meira af þess háttar hryðjuverkum, því nútímatækni Vesturlanda hefur gert þau enn auðveldari og áhrifa- meiri en nokkum tíma áður. „Sjálfstæðismenn telja sig hafa harma að hefna“ — segir Guðmundur Þ. Jónsson sem var felldur úr stjórn Verka- mannabústaðanna Úr einu herbergjanna í nýja gistihúsinu. Iþróttasamband Islands: Rekur gistihús o g veitingasölu „ÉG HAFÐI af því spurnir fyrir fundinn að sjálfstæðismenn hefðu unnið mjög ákveðið gegn mér, og styddu Guðjón. Þeir telja sig hafa einhverra harma SAMBAND ungra framsóknar- manna hefur boðið Petru Kelly, fyrrum þingmanni þýsku græn- ingjanna, að koma hingað til lands og sitja ráðstefnu SUF sem haldin verður dagana 29.-30. ágúst í Hrafnagilsskóla í Eyja- firði. Finnur Ingólfsson, formaður SUF, var spurður hvers vegna Petm Kelly væri boðið á ráðstefnuna og hvort hún hefði þekkst boðið. Finn- ur sagði að umhverfismál yrðu stór þáttur á ráðstefnunni sem ber yfír- að hefna fyrir úrslit kosning- anna í Iðju fyrr á þessu ári. Þetta er því hefndarráðstöfun, ég sé ekkert annað samhengi í vali manna,“ sagði Guðmundur skriftina „Framsóknarflokkurinn afl nýrra tíma“ og sú umræða væri ástæða þess að Petm Kelly hefði verið boðið. Finnur sagði að í skeyti sem hún hafí sent þakki hún boðið og láti að því liggja að hún muni koma og í fiir með henni verði Gert Bastian, þingmaður græningjanna og fyrrverandi hershöfðingi í þýska hemum. Finnur sagði ennfremur að hann ætti von á endanlegri stað- festingu frá Petm Kelly á næstu dögum. Þ. Jónsson þegar blaðamaður ræddi við hann. Eins og fram hefur komið í blaðinu felldi Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna Guðmund úr stjórn Verka- mannabústaðanna í Reykjavík og kaus Guðjón Jónsson í hans stað. Guðmundur sagði að það væri rangt að ástæðuna fyrir vali ráðs- ins á Guðjóni megi rekja til ágrein- ings innan Alþýðubandalagsins. Flokkurinn hefði ekki tekið form- lega afstöðu til málsins. Það lægi fyrir að Guðmundur J. Guðmunds- son hefði verið annar þeirra sem studdu sig. „Hver greiddi mér at- kvæði auk hans veit ég ekki. Ég hef hinsvegar fulla ástæðu til að ætla að iðnaðarmennimir, „félagar rnínir", hafí kosið að snúast gegn mér af hvaða ástæðu sem það var.“ Aðspurður hversvegna sjálf- stæðismenn hefðu stutt Guðjón frekar en hann sagði Guðmundur: „Þeir virðast hafa notað tækifærið til að koma höggi á mig og nota Guðjón til þess. Samhengið liggur ljóst fyrir — á fundinum var kosið í fleiri nefndir en þessa, en það kemur glöggt fram í glaðhlakka- legri frásögn Morgunblaðsins í dag að fréttaritari þess á fundinum taldi fall mitt úr stjóminni það eina sem var frásagnarvert." ÍÞRÓTTASAMBAND Islands hefur hafið rekstur gistihúss og veitingasölu í íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Formlegt leyfi lög- regluyfirvalda fyrir rekstrinum og samþykki borgarráðs lá fyrir um sfðustu mánaðamót, en starf- semin hófst f lok júní sl. Gistihúsið er á fyrstu hæð í skrif- stofubyggingu ÍSI, en þar em rúm fyrir 26 næturgesti í tveggja manna herbetgjum með sér snyrtingu og baði. A annarri hæð er veitingasal- ur sem rúmar 60 gesti og þar em jafnframt fundaherbergi og kennslustofur. Kaffíterían er opin alla daga frá klukkan 8.00 til 13.00 og 16.00 til 21.00. Þar em á boð- stólum kjöt- og fiskréttir, kaffí, te og kakó ásamt kökum og brauði, öli og gosdrykkjum. Hótelið er einkum ætlað iþrótta- hópum og einstaklingum, innlend- um sem erlendum, er leið eiga til Reykjavíkur í keppniserindum, á fundi eða námskeið, en einnig er ætlunin að ieigja út herbergi til annarra, ef pláss og aðstæður leyfa. Góð aðsókn hefur verið að gistihús- inu og veitingasölunni það sem af er sumri. Forstöðumaður er Sigurð- ur Magnússon. Petra Kelly til íslands í boði ungra framsóknarmanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.