Morgunblaðið - 09.08.1986, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.08.1986, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 1986 Italir frysta fé Líbýumanna Tórínó, Ítalíu. Frá Hrynju Tomer, fréttaritara Morgunblaósins. FJÁRMAGN Líbýumanna í fimm ítölskum bönkum ásamt hlutafé í fjölda ítalskra fyrir- tækja, hefur nú verið fryst í kjölfar vanefnda á greiðslu skulda Líbýumanna við Ítalíu, en heildarskuldir Líbýumanna nema um 800 milljónum Banda- ríkjadala eða tæplega 33 miUj- örðum íslenskra króna. Þetta kemur fram í ítalska dagblaðinu La Stampa í gær. ítalskir lögmenn hafa komið því til leiðar að bankainnistæður Líbýumanna í fímm ítölskum bönk- um ásamt hlutum þeirra í mörgum ítölskum fyrirtækjum verði ekki hreyfðar fyrr en málaferlum milli Líbýu og ítalskra lánardrottna þeirra lýkur. Málaferlin hafa verið ákveðin og fara fram í Róm og Mílanó 27. og 28. maí á næsta ári. Þá mun Khadafy þurfa að svara fyrir vanefndir sínar. Skuldir Líbýu við ítölsk fyrir- tæki nema alls um 800 milljónum dala og hafa mörg fyrirtæki farið illa út úr viðskiptum sínum við Líbýu. Ljóst er að að minnsta kosti eitt fyrirtæki, C.F., í borginni Piaz- enza muni verða gjaldþrota innan skamms vegna þessara vanefnda Líbýumanna, en stór hluti viðskipt- anna fór fram á tímabilinu 1980- 81. Nokkur fyrirtæki hafa ekki séð sér annan kost en þann að taka eldsneyti frá Líbýu upp í skuldir til þess að komast hjá gjaldþroti, en líbýskt eldsneyti er mun dýrara en annað eldsneyti á markaði. „Frysting á fjármunum Líbýu- manna á Ítalíu var það eina sem við gátum gert,“ segir Enzo Marazzi, lögfræðingur Co.La., sem Líbýumenn skulda 1.769 milljarða líra eða tæplega 50 milljónir dala, í samtali við La Stampa. „Við vild- um rejma stjómmálalegar leiðir, en stjómmálamenn gerðu lítið ann- að en að lofa aðgerðum, sem þeir síðan stóðu ekki við. Því verður ekki hjá málaferlunum komist." 25 Kúrdar dæmdir tíl dauða Herdómstóll í Adana í Tyrklandi dæmdi nýlega 25 Kúrda til dauða og 25 í ævilangt fangelsi. Meðal þess, sem þeim var gefið að sök, eru alls 168 morð. A myndinni sjást nokkrir þeirra hlýða á, er dómarnir yfir þeim eru lesnir upp. Þeir eru allir félagar i „Verkamannaflokki Kúrda“. Flokkurinn, sem er bannaður i Tyrklandi, berst fyrir sjálfstæði Kúrda í suðausturhluta landsins. Japan — Bandaríkin: Ánægja yfir óheftum inn- flutningi vefnaðarvara Tókýó, AP. JAPANSKIR embættismenn og Norski Verkamannaflokkurinn: Leverás hættir sem flokksritari IVAR Leverás, einn af frammá- mönnum norska Verkamanna- flokksins, skýrði frá þvi í gær, að hann ætlaði að segja af sér sem ritari flokksins. Leverás sótti sl. mánudag um stöðu bankastjóra við Husbanken, banka, sem stofnaður var árið 1946 til að fjármagna íbúðabyggingar í Noregi, og kvaðst hann áður hafa skýrt Gro Harlem Brundtland, for- manni Verkamannaflokksins, frá að hann ætlaði að láta af embætti sínu. Nærri helmingur Norðmanna, sem eru 4,2 milljónir talsins, býr í húsnæði, sem Husbanken hefur fjármagnað. Norskir Qölmiðlar telja líklegt að eftirmaður Leverás verði aðstoðar- maður hans, Thorbjöm Jagland, en hann var áður formaður fyrir æsku- lýðssamtökum Verkamannaflokks- ins. Er hann helst kunnur fyrir andstöðu sína við Atlantshafs- bandalagið og í langflestum stefnu- skrám æskulýðssamtakanna allt frá árinu 1969, hefur verið krafíst ein- hliða úrsagnar úr NATO. Núverandi formaður æskulýðs- samtaka Verkamannaflokksins er Jens Stoltenberg og er hann á önd- verðum meiði við Jagland í öryggis- málunum. Á næsta þingi æskulýðssamtakanna, í febrúar nk., hyggst hann leggja fram tillögu um stuðning við aðild Norðmanna að NATO. fulltrúar iðnaðarins hafa fagnað því að frumvarp um innflutnings- höft á vefnaðarvörur var endanlega fellt í fulltrúadeild Bandaríkjaþings. „Heilbrigð skynsemi vann sigur á vemdarhyggjunni," sagði Hiroshi Yamamoto, háttsettur starfsmaður samtaka japanskra vefíiaðarvöruút- flytjenda. 400 fyrirtæki, sem starfa í vefnaði, eiga aðild að samtökun- um. „Ef frumvarp um þetta ströng innflutningshöft hefði náð fram að ganga hefði afleiðingin orðið ringul- reið á heimsmarkaði," sagði Yamamoto. Frumvarpið var lagt fram og samþykkt á Bandaríkjaþingi á síðasta ári, en Ronald Reagan, Bandaríkjaforseti, beitti neitunar- valdi sínu. Fulltrúadeildin afgreiddi frumvarpið aftur á miðvikudag og fóm atkvæði þannig að 276 greiddu atkvæði með því en 149 á móti. Til þess að frumvarp nái fram að ganga eftir að forseti hefur beitt neitunarvaldi þurfa tveir þriðju hlutar þingheims að greiða atkvaeði með því og var frumvarpið um inn- flutningshöftin því fellt. Ónafngreindur embættismaður japanska viðskipta- og iðnaðarráðu- neytisins sagði að Japanir væm ánægðir með það að frumvarp „sem einkennist af vemdarstefnu skyldi ekki ná fram að ganga í fulltrúa- deildinni." Útflutningur Japana til Banda- ríkjanna á vefnaðarvömm jókst um tuttugu prósent á fyrstu sex mán- uðum þessa árs miðað við sama tíma í fyrra. ísrael og Ólympíuskákmótið: Voru reglur FIDE brotnar? Luzerne, Sviss, AP. AÐALRITARI Alþjóða skáksambandsins, FIDE, bar í gær á móti því, að reglur sambandsins hefðu verið brotnar með því að bjóða ekki ísraelum að taka þátt í Ólympiuskákmótinu, sem fram á að fara í Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Alnæmisvandamálið í Afríku: Heil kynslóð f orystu- manna kann að deyja út HEIL kynslóð langskólageng- inna Afríkumanna kann að deyja út af völdum alnæmis- sjúkdómsins, að mati franska vísindamannsins Luc Montagni- er, sem starfar við hina virtu Pasteur-stofnun í París. í nokkrum Afrikulöndum er al- næmi útbreiddast meðal háskólaborgara og fólks í áhrifastöðum. Verði mannfellir í þessum þjóðfélagshópum, eins og Montagnier telur hugsan- legt, getur það haft hörmuleg- ar afleiðingar í för með sér. Þessi ógn bætist við þau heil- brigðisvandamál og efnahagsleg og félagsleg vandamál, sem við er að glíma í þessum löndum fyr- ir. Þar sem fyrmefndir þjóðfélags- hópar eru yfírleitt í áhrifastöðum og fara með fjárveitingarvald, gæti svo farið, að miklum §ár- munum yrði varið til meðferðar og hjúkrunar alnæmissjúklinga - á kostnað annarra mikilvægra verkefna eins og vatnsborana, vegagerðar og almennrar heil- brigðisþjónustu. Calle Almedal, sem starfað hef- ur að ýmsum verkefnum í Afríku á vegum norska Rauða krossins, segir, að af þessari ástæðu sé brýnt, að alþjóðlegar hjálparstofn- anir láti málið til sín taka. Hann segir, að orsök þess, að sjúkdómurinn heiji fyrst og fremst á mennta- og valdastéttir landanna, sé sú, að þessir þjóð- félagshópar séu íjöllyndari í kynferðismálum en almenningur. Allt að 25% smitaðir Enginn hefur fullkomna yfírsýn yfír útbreiðslu ainæmis í Afríku, en í sumum borgum er allt að fjórði hver íbúi smitaður. Niður- stöður rannsókna, sem alþjóðleg- ar hjálparstofnanir hafa staðið fyrir, sýna, að a.m.k. ein milljón manna í Afríkulöndum er með alnæmissmit, auk þess sem 10.000 sýkjast á ári hveiju. Rann- sókn i Zaire leiddi í ljós, að 11% bama á aldrinum tveggja til 14 ára voru smituð. Dæmigert fyrir ástandið er, að um helmingur sjúkrarúma á sum- um spítaladeildum er skipaður alnæmissjúklingum. Á bama- deildunum fer allt að þriðja hvert rúm undir alnæmissjúklinga. Að dómi Almedals verður al- næmi mesta þjóðfélagsvandamál Afríkulanda innan fárra ára. Hann segir erfítt að segja fyrir um, hvaða afleiðingar þessi þróun geti haft f för með sér. Lim Kok Ann, aðalritari FIDE, var inntur álits á þeim ummælum Viktors Korchnois, þjálfara svissn- esku skáksveitarinnar, að það væri brot á reglum sambandsins að úti- loka eina sveit frá þátttöku af stjómmálalegum ástæðum. „í regl- unum, eins og þær eru eftir endurskoðunina árið 1982, er skýrt tekið fram, að skipuleggjendur Ólympíuskákmótsins mega gera undantekningu á hvað það varðar að bjóða einstökum aðildarþjóðum þátttöku," sagði Lim í viðtali við fréttamann AP-fréttastofunnar. í viðtali við svissneska vikuritið Tele sagði Korchnoi, sem er sov- éskur útlagi en teflir nú fyrir Sviss, að hann ætlaði ekki að tefla í Dubai. Skoraði hann ennfremur á aðra í svissnesku skáksveitinni að fara að dæmi sínu því að þátttakan væri „brot á hlutleysi Svisslend- inga“. Korchnoi, sem tvisvar sinnum hefur gert árangurslausa atlögu að heimsmeistaratitlinum í skák, er nú fyórði stigahæsti skák- maður í heimi. Lim, aðalritari FIDE, kvaðst telja, að 60 eða 70 skáksveitir hefðu tilkynnt þátttöku sína á Ólympíuskákmótinu, sem hefst 13. nóvember nk., en hafði þó ekki á þeim nákvæma tölu. Fundurinn um Afganistan: Hlé g-ert á viðræðum Genf, AP. HLÉ var gert í gær á viðræðum þeim sem Sameinuðu þjóðirnar hafa staðið fyrir til að koma á friði í Afganistan. Svo virðist sem ekki hafi tekist að leysa ágreining um hvenær Sovétmenn skuli kalla sveitir sínar heim frá Afganistan ef sættir takast. Diego Cordovez, sáttasemjari Sameinuðu þjóðanna, segist hafa afhent sendinefndum Pakistan og Afganistan nýjar tillögur og munu stjómvöld viðkomandi ríkja taka þær til athugunar. í fréttatilkynningu frá sendi- nefnd Pakistana segir að deiluaðilar séu enn fjarri því að ná sáttum. Pakistanar krefjast þess að Sov- étmenn hverfí frá Afganistan innan nokkurra mánaða frá undirritun samkomulags. Afganir vilja semja um brottflutning herliðsins í áföng- um. Cordovez vildi ekki segja til um hvenær viðræðumar gætu hafíst að nýju en taldi að næsti fundur fulltrúa risaveldanna gæti flýtt verulega fyrir samkomulagi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.