Morgunblaðið - 09.08.1986, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 09.08.1986, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 1986 23 Kastrup-flugvöllur: Handtek- inn með 2,7 kg af heróíni Kaupmannahöfn, AP. Lögregluyfirvöld í Kaup- mannahöfn sögðu í gær að Vestur-Þjóðveiji hafi verið í haldi þar í borg, síðan um miðjan júlímánuð, grunaður um smyggl á 2,7 kílóuiii af hreinu heróíni. Ekki var getið um nafn manns- ins, sem sagður var 33 ára gamall og hafa búið í Thailandi um tíma. Hann var handtekinn á Kastrup- flugvelli, er hann var á leið til Kanada og fannst heróinið, sem álitið er jafnvirði rúmlega 70,2 milljóna ísl. kr., í plastpokum, er límdir höfðu verið á líkama hans. Bent Ejlerskov, lögregluforingi, sagði að lögreglan þættist viss um að eiturlyfið hafi ekki verið ætlað fyrir danskan markað og að engum dönskum vitorðsmönnum væri til að dreifa. Hann sagði einnig að vitað væri að eiturlyfjasmyglarar á leið til Ameríku og ýmissa Evr- ópulanda færu oft um Kastrup- flugvöll. Þjóðfrelsisherinn á fimleikaæfingv Kínverski herinn, sem ennþá heitir opinberlega „Þjóðfrelsisherinn", hefur undanfarið unnið að undirbúningi margra tilkomumikilla sýningarat- riða. Voru þau sýnd almenningi víða um landið í gær, á degi hersins. Eitt af athyglisverðustu atriðunum sjáum við á myndinni hér fyrir ofan, þar sem fimmtíu hermenn eru að æfa fimleika og erfið dansspor uppi á háum trjástólpum. Nikaragua: Eyðilegging á ritstjórnar- húsi La Prensa Managua, AP. UM ÞÚSUND stuðningsmenn sandinista eyðilögðu á miðviku- dag gaflinn á húsinu, sem eina stjórnarandstöðublaðið i Nik- aragua hefur aðsetur sitt í, eftir að lögregla hafði leyst upp mót- mælagöngu stjórnarandstæðinga við bygginguna. Lögreglan skarst ekki leikinn meðan spjöllin á húsi dagblaðsins La Prensa voru framin. Sandinistastjórnin lét loka blað- inu 26. júní eftir að samþykkt hafði verið í fulltrúadeild Bandaríkja- þings að veita skæruliðum, sem beijast gegn henni, hundrað milljón dollara fjárstuðningur. Ritstjórar blaðsins voru sakaðir um að hafa stutt frumvarpið. Flóttamannastraumurinn til V-Berlínar: Kohl deilir hart á Austur-Þióðveria Bonn, AP. U HELMUT KOHL kansiari Vest- ur-Þýskalands sagði í gær að Tolentino sver Aquino hollustueið Manila, AP. ARTURO TOLENTINO, sem gerði misheppnaða tilraun til valdaráns á Filippseyjum 6. júlí sl., viðurkenndi stjórn Corazon Aquino opin- berlega í gær, en hélt því fram að hann sjálfur og Ferdinand Marcos fyrrum forseti landsins væru hinir lögmætu valdhafar. Tolentino, sem var varaforseta- ins, þar sem hún hefði aldrei verið sívaxandi flóttamannastraumur til Vestur-Berlínar gegnum austurhluta borgarinnar gæti haft slæm áhrif á samskipti þýsku ríkjanna. I viðtali við vestur-þýska dag- blaðið Die Welt voru þau ummæli höfð eftir Kohl að austur-þýskum yfirvöldum bæri skylda til að stemma stigu við flóttamanna- straumnum. Austur-þýsk og sovésk flugfélög hafa undanfarið flutt flóttamenn frá þróunarríkjum til Austur-Berlínar, þar sem þeir eru sendir áfram til Vestur-Berlín- ar ínnan sólarhrings. Þar hafa þeir sótt um hæli sem pólitískir flóttamenn. Að sögn vestur-þýskra stjórnvalda sóttu 3.710 flóttamenn um landvistarleyfi í Vestur-Þýska- landi og Vestur-Berlín á þessari forsendu í júli. Er það mesti fjöldi á einum mánuði síðan árið 1980. Kohl sagði að héldu Austur- Þjóðveijar áfram að koma flótta- mönnunum áleiðis til Vestur- Berlínar gæti það staðið í vegi fyrir bættum samskiptum Vestur- Þýskalands og Austur-Þýskalands. Kólumbía: Lögreglu- stjóri myrtur Bogota, AP. VINSTRI sinnaðir skæruliðar réðust inn í lítinn bæ í Kól- umbíu, drápu lögreglustjórann og sprengdu upp lögreglustöð- ina, kvöldið áður en Virgilio Barco, hinn nýi forseti sór emb- ættiseið sinn í höfuðborg lands- ins. Skæruliðarnir særðu einnig tvo lögreglumenn og tvo almenna borg- ara og stálu vopnum og skotfærum áður en þeir hurfu til fjalla, þar sem herinn leitaði þeirra ákaft. Hringt var til útvarpsstöðvarinnar í Bogota og sagt að skæruliðar er kenna sig við 19 apríl, hafi verið þama að verki og viljað með því vekja at- hygli hins nýja forseta á sér. Barco forseti hafði lýst því yfír að hann myndi taka hart á skæruliðum, þvi helgasta skylda sín væri að veija líf borgaranna. efni Marcosar í síðustu forsetakosn- ingum, kvaðst á fréttamannafundi hafa gengið að málamiðlunarsam- komulagi. Það felur í sér að Tolentino skuldbindur sig til að sverja Aquino hollustueið með því skilyrði að stjómin falli frá ákæm á hendur honum fyrir valdaránstil- raunina. Hann sagðist þó ekki ætla að viðurkenna nýja stjómarskrá lands- staðfest af þjóðinni. „Ef ég gerði það mundi ég breyta gegn betri vitund og samvisku minni,“ sagði Tolentino. Hann bætti því við að hann ætti enn aðild að stjóm Marcosar, þar sem þeir hefðu verið réttkjömir af þjóðinni. „Við látum ekkert á okkur kræla nú, þar sem önnur stjóm er við völd,“ sagði Tolentino. Khomeini: Pílagrímar snúist gegri óvinum trúarinnar Mekka, AP. KHOMEINI, hæstráðandi í íran, réðst harkalega á Hassan Mar- okkókonung, Hussein Jórdaníu- konung og Mubarak Egyptalands- forseta á fimmtudag, í ræðu yfir pílagrimum á leið til Mekka í Saudi-Arabiu og kallaði leiðtog- ana “svikara við múhameðstrú". Hann sagði einnig að Saddam 'Hussein, forseti íraks, Bandaríkja- menn og Sovétmenn væm óvinir trúarinnar og hvatti pílagrímana til þess að gera Mekka að miðpunkti sameiginlegs átaks gegn slíkum aðilum. Khomeini hefur oft hótað að stuðla að því, að strangtrúaðir múhameðstrúarmenn næðu völdum í Saudi-Arabíu og öðmm araba- löndum. Nokkrum klukkustundum áður hafði innanríkisráðherra Saudi- Araba, Nayef prins, varað við því að pílagrímsferðirnar væm notaðar í pólitískum tilgangi og sagt að slíkt yrði ekki þolað. Um 2,1 milljón múhameðstrúarmanna koma til Mekka árlega og nær straumurinn hámarki 14. ágúst. Khomeini sagði einnig að refsa ætti Hassan Marokkókonungi harð- lega fyrír að hitta að máli Peres, forsætisráðherra Israels og hönd hans er tekið hefði í hönd Peresar ætti að höggva af. Vígbúnaðarmál: Boða fund í Moskvu Washington, AP. BANDARÍSKIR sérfræðingar og sovéskir embættismenn munu á mánudag eiga fund í Moskvu um takmörkun kjarnorku- og geim- vopna. Fundur þessi er liður í undirbúningi fyrir samningavið- ræður stórveldanna í Genf og fund þeirra Eduard Shevard- nadze og George Schultz, sem fram fer í Washington í næsta mánuði. I fréttatilkynningu frá Hvíta hús- inu sagði að sérfræðingar myndu á mánudag koma saman „til að ræða ýmis mál sem tengjast samninga- viðræðum um kjarnorku- og geimvopn". Formaður bandarísku sendinefndarinnar verður Paul Nitze, helsti ráðgjafi Reagans Bandaríkjaforseta í vígbúnaðarmál- VERKSMWJU OPIÐ1 DAG að norðan frá 10 16 ODYR FATNA-ÐUR Á ALGJÖRU LÁGMARKSVER-ÐI húsið AUGB R E K KU - KOPAVOGI i Opið: 10-19 virkadaga/10-16á laugardögum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.