Morgunblaðið - 09.08.1986, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 09.08.1986, Blaðsíða 7
;>8«? L T«lir*A .6 aXFOAOflAOUAit .QISAjaMUOHOW MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 1986 9 Hörkugott í Langá Mikil og góð laxveiði hefur verið í Langá á Mýrum eins og Morgun- blaðið hefur reglubundið greint frá. Það sem betra er, laxinn hefur dreift sér betur um ána en í fyrra, en þá var ástandið slæmt i ánni og sannkallað dreifbýli í Langá er ofar dró. Nú hafa veiðst um 100 laxar á efstu svæðunum þar sem aðeins særðust upp 70 laxar allt sumarið í fyrra. 7. ágúst voru 1400 laxar komnir á land úr ánni í heild, 900 af neðstu svæðunum, um 400 af miðsvæðunum og, sem fyrr segir, um 100 laxar af efstu svæðunum. Heildarveiði í Langá í fyrra var 1165 laxar. Lítið hefur bólað á hin- um stóru síðustu vikur og 22 og 21 punda laxamir sem áður hefur verið greint frá enn stærstir. Enn reytist upp lúsugur lax, en áin er full af fiski fyrir. Byijaðir á þriðja þús- undinu í Aðaldal í fyrrakvöld vom komnir um 2050 laxar á land úr Laxá í Aðal- dal, eftir því sem Ingvi Hrafn Jónsson fréttastjóri Sjónvarpsins sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, en hann var staddur á Laxamýri og við laxveiðar. Sagði hann að veiðin hefði verið fremur róleg að undanfömu, Laxamýra- hópurinn hefði aðeins veitt 11 laxa fyrsta eftirmiðdaginn, „veðr- ið hefur verið svo gott maður, við emm komnir á það stig, að við viljum orðið heldur færri fiska út á þeim mun betra veður," sagði Ingvi Hrafn. Hann sagði jafn- framt að meðalþunginn í ánni hefði minnkað „skuggalega" upp á síðkastið, smálax hefði verið að renna sér upp ána. „Það er engu líkara en að eitthvað af laxi hafi elt mig hingað úr Langá. Ég fékk einn 4 punda á Mjósundinu í gær og spurði hann hvað hann væri að gera hér norður frá, þegar ég hafði landað honum," sagði Ingvi Hrafn að lokum. Þess má geta, að veiðimenn við Laxá em nú aðeins famir að vera varir við slý- Sjöttu einvígis- skákinni frestað — þurf um að losna við Campomanes, segir breski stórmeistarinn Raymond Keene Frá Jóhönnu Kristjónsdóttur, blaðamanni Morgimblaðsins í London. „Það er í sjálfu sér eðlilegt að Kasparof óskaði eftir frestun sjöttu einvígisskákarinnar í dag, föstudag,“ sagði breski stór- meistarinn Raymond Keene við mig á Hótel Park Lane, nokkru eftir að það var orðið lýðum ljóst að ekkert yrði teflt i dag. Flestir skáksérfræðingar hér láta í ljós mikla undmn og von- brigði með frammistöðu heims- meistarans í fimmtu skákinni og segja að mistök hans hafi verið nánast óskiljanleg. Nigel Davies, alþjóðlegur skák- meistari, orðaði það svo að heimavinna Kasparofs hefði sýni- lega farið fyrrir lítið og hann væri nú í alvarlegum vanda staddur, eftir þá yfirburðastöðu sem hann virtist hafa náð gagnvart Karpof, bæði sálfræðiléga og tafl- mennskulega séð. Raymoud Keene vildi ekki gera mikið úr málinu og sagðist al- mennt ánægður með það hvemig teflt hefði verið fram að þessu. Ég spurði hann um deilur hans og fleiri mótsstjómenda við Campomanes vegna verðlauna- fjárins. „Það er einfalt mál. Við verðum að losa okkur við Campo- manes áður en hann vinnur skáklistinni enn meira ógagn. Við væntum þess eindregið að víðtæk- ur stuðningur verði við framboð Lincolns Lucena frá Brasilíu í nóvember. Fyrir nokkmm ámm var íslenskur drengskaparmaður forseti FIDE,“ sagði Keene, „nú sitjum við uppi með svikahrapp og það er hörmulegra en támm taki.“ Loðmibátarnir lönd- uðu 3 þúsund tonnum ALLIR loðnubátarnir sem byrj- aðir eru veiðar komu að landi til löndunar í gær og fyrradag, sam- tals með rúm 3 þúsund tonn. Súlan landaði hjá Krossanes- verksmiðjunni við Akureyri en hinir fjórir hjá Síldarverksmiðj- um ríkisins á Raufarhöfn. Gísli Ámi RE tilkynnti 580 tonna loðnuafla til loðnunefndar á sunnu- dag. Svanur RE tilkynnti 710 tonn á miðvikudag og á fimmtudag til- kynnti Súlan EA um 800 tonna afla, Ljósfari 540 tonn, Gísli Ámi 500 tonn og Magnús NK 480 tonn. Hver ók stúlku á slysadeild? LÖGREGLAN í Reykjavík óskar eftir að fá upplýsingar frá konu þeirri sem ók slasaðri stúlku á slysadeild Borgarspítalans að- faranótt iniðvikudagsins. Stúlkan var töluvert meidd, með spmngna höfuðkúpu og nefbrotin og sagði sjálf að rauð bifreið hefði ekið sig niður. Hún er ókunnug í Reykjavík og gat því ekki sagt nán- ar frá því hvar atburðurinn átti sér stað. Þá htjáði hana einnig nokkuð minnisleysi. Kona sú sem ók stúlk- unni á slysadeild er beðin um að gefa sig fram við slysarannsóknar- deild lögreglunnar í Reykjavík. Aðrir, sem hugsanlega gætu varpað ljósi á atburði, em beðnir um slíkt hið sama. Þrir stórveiðimenn við Langá fyrir skömmu, f.v. bræðumir Hafsteinn Orri og Ingvi Om Ingvasynir, 7 og 3 ára, og frændi þeirra Jón Sigtryggsson 8 ára með fallega flugulaxa úr Skriðufljóti. rek, en lítið enn 'sem komið er a.m.k. Athugasemdir Sigurður Kr. Jónsson á Blöndu- ósi hafði samband við Morgun- blaðið vegna fréttar undir nafninu „Em þeir að fá ’ann?“ þar sem fjallað var um veiði í Laxá í Refa- sveit. Sagði hann að 111 laxar hefðu veiðst í ánni í fyrra, því væri ekki rétt sem stóð í fréttinni að 70 laxa veiði sem þá var kom- in úr ánni væri meiri afli heldur en veiddist allt síðasta sumar. Hann sagði einnig að Laxá í Refa- sveit héti í raun Laxá á Refasveit og væri það staðbundin mállýska þar um slóðir. Vildi Sigurður Kr. einnig mótmæla þvl sem stóð, að eftir litlu væri að slægjast í ánni fyrr en líða tæki á júlí. Em villum- ar hér með leiðréttar og athuga- semdum komið á framfæri. Hörkugóður bíll með mikið notagildi í Isuzu fara saman rúmgóð skúffa og rúmgott hús og það skapar honum sérstöðu meðal vinnuþjarka - fágætur eiginleiki sem kemur í ótrúlega góðar þarfir. Isuzu pickup -traustur, þægilegur, fallegur- og spennandi. BILVANGURsf HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300 • 4x4 • 5 gíra • aflstýri • bensín/diesel

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.