Morgunblaðið - 09.08.1986, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 09.08.1986, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 1986 35 Gunnar Olafsson — Minningarorð Gunnar Ólafsson lést í Borg- arspítalanum í Reykjavík 29. júlí sl. Gunnar fæddist á bænum Reyni í Reynishverfi í Mýrdal Vestur- Skaftafellssýslu 25. apríl 1906 og var hann á áttugasta og fyrsta ald- ursári er hann lést. Ungur að árum var hann við ýmis sveitastörf eins og gerðist á þeim árum, síðan leit- aði hugur hans til að stunda sjómannsstörf. Hann var ungur er hann hóf að stunda sjóróðra með sér eldri mönnum á opnum bátum við brimótta strönd Vestur-Skafta- fellssýslu. En hugurinn leitaði lengra, leið hans átti eftir að liggja til Reykjavíkur þar sem hann stund- aði sjómennsku á fiskiskipum á vetrum en var í heimabyggð sinni, Vík í Mýrdal, á sumrin við ýmis störf sem til féllu, og bjó hann þá hjá foreldrum sínum og systkinum en foreldrar hans voru Olafur Ólafs- son og Ragnhildur Gunnarsdóttir. Gunnar átti bróður sem var elst- ur þeirra systkina, Óskar Jónsson, og er hann látinn. Systumar, Ingi- björgu Ólafsdóttur se_m býr í Vestmannaeyjum, Rósu Ólafsdóttur sem býr á Neskaupstað og Lilju Ólafsdóttur sem býr í Kópavogi. Gunnar giftist eftirlifandi konu sinni, Amdísi Tómasdóttur, 21. september 1939, en hún var frá Árbæjar-hjáleigu í Holtum í Rang- árvallasýslu og varð þeim tveggja sona auðið. Ólafs Einars Gunnars- sonar, fæddur 13. febrúar 1941, og Halldórs Gunnarssonar, fæddur 20. mars 1944, og lifa þeir báðir föður sinn. Gunnar sigldi öll stríðsárin á íslenskum fiskiskipum með fisk til Bretlands og sú gæfa fylgdi honum að hann slapp við öll þau átök er sá hildarleikur hafði í för með sér. Gunnar stundaði sjómennsku má segja óslitið í yfir fimmtíu ár alltaf á fiskiskipum og að mestu á togur- um. Hann sigldi um höfin með góðum félögum sem margir héldu tryggð við hann þar til hann hélt í sinn síðasta róður. Honum fannst tími til kominn að tryggja land- festar er síðasta togaranum er hann var á, Röðli frá Hafnarfirði, var Unnur Harðar- dóttir — Kveðja Fædd 26. júlí 1957 Dáin 16. júlí 1986 Með nokkrum línum vil ég minnast vinkonu minnar, skólasystur og jafnöldru sem lést 16. júlí í bílslysi. Hún var jarðsett á Selfossi 26. júlí, á sínum 29. afmælisdegi. Við hittumst siðast þremur vik- um áður en hún lést og spjölluðum saman nokkra stund og ekki gat manni dottið í hug að það væri í síðasta sinn sem við hittumst, því allt skeður þetta svo snöggt. í gamla daga, frá því í bamaskól- anum á Stokkseyri, vorum við alltaf fimm saman vinkonumar; Unnur, Guðrún, Bima, Guðríður og ég, og það var oft sem við fómm upp að Holti í sveitina, því þar var gaman að vera. Við fýlgdumst alltaf að í skóla og eitt sumarið fómm við allar í einn mánuð á námskeið á húsmæðraskóla, en annars var Unnur alltaf að vinna við sveita- störfin heima hjá sér á sumrin. Eftir skyldunámið fómm við þijár í Verzlunarskólann, ein í mennta- skóla og ein fór fljótlega að búa. Og á meðan við vomm í skólanum leigðum við okkur allar saman íbúð. Unni gekk alltaf vel f skóla og var samviskusöm að læra, og ef á þurfti að halda þá hjálpuðumst við að við lærdóminn. En eftir að skóla lauk skiptist hópurinn og við fómm í sitt hvora áttina, en þó var ekki langt á milli okkar, því tvær vom f Reykjavík, tvær á Selfossi og ein á Stokkseyri og þess vegna hitt- umst við alltaf öðm hvom og töluðum saman. En því miður vor- um við ekki nógu duglegar að heimsækja hvor aðra eftir að við fómin að búa, en við fylgdumst alltaf með hver annari og það vom, em og verða alltaf taugar á milli okkar allra, þó að samgangur hafi minnkað eftir að við lukum skóla- námi. Öll þessi ár sem ég þekkti Unni var hún alltaf eins, hún breytt- ist aldrei. Hún var róleg, hæg, samviskusöm og dugleg og alltaf létt yfir henni þegar maður talaði við hana, aldrei nein svartsýni í henni. Þannig minnumst við hennar þegar við hugsum til liðins tíma. Manni hennar, litlu dætmnum, foreldmm og systkinum votta ég innilega samúð mína. Megi góður Guð hugga þau og styrkja. Kveðja, Sigrún Helga Valdimarsdóttir. lagt og síðan seldur í brotajám er- lendis. Þá var hann kominn fast á sjötugs aldur, en alltaf heillaði haf- . ið þennan sæbarða sævíking og hann brá sér einn túr á skuttogar- anum Vigra frá Reykjavík með eldri syni sínum, Olafi, svona rétt til að kanna þessi afkastamiklu nýju fiskiskip og var hann þá kominn yfir sjötugt. Þegar ferðin var á enda, var hann spurður hvemig honum hefði líkað hún. Svaraði hann að bragði: Þetta er meira sældarlífið og ólíkt barningnum á gömlu kláfunum. Við bræðurnir vomm ungir að ámm er pabbi fór að taka okkur til skiptis með sér á sjóinn. Eg gat ekki fellt mig við það starf sem ævistarf en Ólafur, bróðir minn, tók þann arf frá honum og gerði sjó- mennskuna að sínu ævistarfí. Gunnar leitaði ætíð á fæðingarslóð- ir sínar er tími og annríki leyfði honum. Hann átti þeirrar gæfu að njóta að fá að reisa sér sumarsælu- reit í landi Fagradals í Mýrdals- hreppi, steinsnar frá gömlu heimahögunum og sínum gömlu vinum og kunningjum. Við bræðumir fengum að njóta þeirrar miklu 'ánægju að ferðast með honum á ættarslóðimar og dorga með honum silung í Heiðar- vatni, en það var hans mesta gleði og yndi á síðustu ævidögunum. Ætíð var móðir okkar með hon- um í þessum ferðum á meðan heilsan leyfði en hann hugsaði um hana í hennar veikindum til dánar- dags síns. Við þökkum öllum Skaftfellingum, vinum og vanda- mönnum, þá miklu velvild og sæmd er þeir hafa sýnt honum á lífsleið- inni. Gunnari Ólafssyni, sem er kvadd- ur í hinsta sinn, er þökkuð einstök fómfýsi, hjartagæska og vinátta við sína nánustu. Með honum er fallinn frá einn af sonum þessa lands sem lifðu örar breytingar til sjós og lands. Hann var góður faðir, tengdafaðir og afi — kærleiksríkur vinur. Guð geymi hann og varðveiti á hinu víðáttumikla úthafi. Við bræðumir kveðjum elsku föð- ur okkar með söknuði, en með vissu um góða endurfundi. Halldór og Ólafur Gunnars- synir. Kær vinur minn, Gunnar Ólafs- son, er genginn. Það er erfitt að sætta sig við svo skyndilega brott- för, jafnvel þó aldurinn hafi verið orðinn hár. Við vorum vinir í rúmlega flöru- tíu ár og minningamar eru margar og góðar. Við fórum vfða saman og fiskuðum í Qallavötnum og vin- skapurinn hávaðalausi, en ljúfi, var okkur notalegur til kveðjustundar. Ég var tíður gestur á heimili þeirra hjóna, Amdísar Tómasardóttur og Gunnars, þar var mér ætíð vel tek- ið með gestrisni og elsku. Ég kveð vin minn Gunnar með söknuði, en vissu um að hann á góða heimkomu. Ég bið góðan guð að gefa Amdísi styrk, um leið og ég þakka fyrir það að hafa fengið að kynnast þeim. Haukur Clausen Bírting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn- arstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góð- um fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tekin til birtingar framort ljóð um hinn Iátna. Leyfilegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfundar getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Megin- regla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins era birt- ar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar era birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrit- uð og með góðu línubili. Kveðja: Agúst Pétursson Fæddur 29.júní 1921 Dáinn 28. júlí 1986 Skilnaður. Á þessum degi hefst vor hinzta ferð. Nú hjálpar engin bæn né sáttargerð. Við stillum hvorki stormana né rokið. En nú skal bergð hin beiska kveðjuskál. Vor borg er hrunin, samvistum lokið, og flúinn brott hver fleygur sumargestur. Þú beinir þínum flota austur ál - ég einu skipi - vestur. (D.S. frá Fagraskógi.) Nína. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, DAGMAR G. JACOBSEN, andaðist á heimili sínu, Ránargötu 26, að kvöldi fimmtudagsins 7. ágúst. Sigríður og Sverrir Bergmann, Katrín og Egill Á. Jacobsen, barnabörn og barnabarnaböra. t Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför dóttur minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, KATRfNAR AÐALBJÖRNSDÓTTUR, Hvolsvegi 26, Hvolsvelli. Sérstakar þakkir flytjum viö hjúkrunarfólki sem annaöist hana á Sjúkrahúsi Suðurlands, Selfossi, og Landspítalanum. Guö blessi ykkur. Þorbjörg Grímsdóttir, Aðalbjörn Þór Kjartansson, Kristrún Kjartans. Hólmfríður Kjartansdóttir, Björn Ingi Gfslason, barnabörn, barnabarnabarn og aðrir vandamenn. t Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jaröarför sonar míns og bróður okkar, SVAVARS MAGNÚSSONAR bifreiðarstjóra, Fellsmúla 20. Sérstakar þakkir fyrir góða umönnun til starfsfólks á deild A5 Borgarspítalanum. Jóhanna Jónsdóttir, og systklni hins lótna. t Þakka innilega sýnda samúð og vinarhug við andlát og útför systur minnar, ÖNNU GUÐJÓNSDÓTTUR, Sólvangi, Hafnarfirði, áður Hringbraut 60, Hafnarflrði. Sérstakar þakkir til starfsfólks Elli- og hjúkrunarfólks Sólvangs, Hafnarfirði. Guð blessi ykkur öll. Ingunn Guðjónsdóttir. t Þökkum samúð og hlýhug við andlát og útför móðurokkar, tengda- móður og ömmu, REGÍNU STEFÁNSDÓTTUR frá Tjarnarlundi, Stokkseyri, Sérstakar þakkir til starfsfólks Hjúkrunarheimilisins Ljósheima, Selfossi fyrir góöa umönnun síöustu æviðrin. Börn, tengdabörn og barnabörn. Legsteinar granít — marmari Opíð alla daga, einnig kvöld og helaar. flanii ó.f Unnarbraut 19, Seltjamarnesi, símar 620809 og 72818.______

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.