Morgunblaðið - 09.08.1986, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 09.08.1986, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 1986 5 „Lífið í fjölleika- húsinu hefur gengið í arf milli kynslóða“ Listamenn í „Cirkus Arena“ teknir tali FJÖLLEIKAFLOKKURINN “Circus Arena“ frá Dan- mörku hefur slegið upp búðum sínum i Laugardal og ekki er laust við að fólk fyllist forvitni þegar það á leið þar hjá. Þeir áhugasömustu voru komnir í röð við miða- söluvagninum er blaðamann Morgunblaðsins bar að tveimur tímum fyrir sýningu í gær en annars var rólegt um að litast. Inn í stóra tjaldinu virtist allt tilbúið og fjöl- listafólkið var að tínast þangað frá húsvögnum sínum til að sinna sinni daglegu æfingu. Börnin sem enn ekki hafa aldur til að taka þátt í sýningum hlupu um allt tjaldið og ærsluðust enda ekki veður til að leika sér úti. Eitt atriði sirkusfólksins Við hittum fyrst 19 ára stúlku frá Belgíu, Aline Gombert, en á sviðinu kallar hún sig Line Car- oll. “Það hljómar betur," sagði hún til útskýringar. “ Og svo passar það líka betur við það sem ég geri. Eg er með atriði þar sem ég kasta upp boltum og kylfum, svo sýni ég fimleika, leik á trommur og dansa. Öll flölskylda mín vinnur hér og erum við með trúðaatriði saman. Pabbi sér um fyndna hlutann og við mamma um þann alvarlega. Lífið í fjölleikahúsinu er í blóð- inu á okkur í báðar ættir og hefur gengið í arf milli kynslóðanna allt frá tímum Napóleons þriðja. Ég byijaði mína þjálfun þegar ég var sex ára og byijaði að sýna þegar ég var þrettán ára. Við störfum með fjöleikahúsum um alla Evrópu og ferðumst mikið. Okkur finnst gaman að ferðast og erum reyndar alveg ómöguleg öðruvísi. Það hefur verið alveg sérstaklega gaman að fara um ísland. Ég sendi tuttugu póstkort til vina minna í dag til að sýna þeim hvað landslagið hér væri stórbrotið. Ferðalagið hingað var að vísu langt og erfitt og við urð- um sjóveik á leiðinni. Við komum við í Færeyjum og sýndum þar fyrir fullu tjaldi og eftir fimmtán tíma á sjó í viðbót komum við hingað. Én þetta tókst svo nú verður þú endilega að koma og sjá sýninguna okkar,“ og með það var hún rokin til að hita upp. Næst trufluðum við Angelu Huesea tuttugu og þriggja ára írska stúlku við æfingar sýnar, en hún sýnir jafnvægislist með sverð. “Ég er alin upp í írska Fossett sirkusnum sem faðir minn stjómar en á næsta ári á sá sirk- us hundrað ára starfsafmæli undir þessu nafni ættar minnar. Ég er gift ítölskum manni sem ég kynntist í fjölleikahúsi föður míns og vinnum við nú saman. Við eigum tveggja ára dreng sem mér sýnist hafa sannkallað sirk- usblóð í æðum, því hann æðir hér um allt eins og Iítill apaköttur, veltir sér kollhnísa og spriklar allan daginn. Það er erfitt að ala barn upp í fjölleikahúsi, sérstak- lega þegar það kemst á skólaald- ur, en sem betur fer eru nokkur ár i það.“ „Okkur finnst gaman að ferðast og erum reyndar ómöguleg öðru vísi.“ Gambert fjölskyldan og Aline lengst til hægri. „Það er erfitt að ala upp barn í sirkus," sagði Angela Huesca sem er hér ásamt tveggja ára syni sínum Giovanni. Morgunblaðið/Helena Ungir áhorfendur fylgjast með brögðum fjöllistafólksins á Akur- eyri á dögunum. BILASYNING 1987 ARGERDIRNAR FRÁ MITSUBISHI Á laugardag kl. 10 - 5 og sunnudag kl. 1 - 5 sýnum viö 1987 árgerðirnar frá MITSUBISHI - hlaönar endurbótum og nýjungum - í Heklubílasalnum, Laugavegi 170. NOTAÐiR BÍLAR: Bílasalan BJALLAN verður opin á sama tima TÖLVUVÆDD BÍLAVIÐSKIPTI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.