Morgunblaðið - 09.08.1986, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 09.08.1986, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 1986 31 Þórhildur Sigurð- ardóttir—Minning Fædd 3. október 1900 Dáin 19. júlí 1986 Þann 19. júlí sl. lést í Sjúkrahúsi Akraness frú Þórhildur Sigurðar- dóttir fv. húsmóðir á Stórufellsöxt í Skilmannahreppi. Hún gekk undir skurðaðgerð og lézt eftir stutta veru á sjúkrabeði. Þórhildur fæddist að Rauðholti í Hjaltastaðaþínghá í Norður-Múlasýslu, ein af mörgum börnum þeirra Sigurðar Einarsson- ar og Sigurbjargar Sigurðardóttur búandi hjóna þar. Ung að árum hrífst Þórhildur af hinni alþekktu fegurð fóstuijarðarinnar, þá ekki síst af hinum fagra Hallormsstaða- skógi. Ung að árum mun hún hafa unnið að skógrækt. En eins og æskufólki er eiginlegt hleypti hún heimdraganum og hélt til Borgar- fjarðar, settist á skólabekk í Hvítárbakkaskóla, þar sem á vegi hennar varð ungur efnispiltur, Magnús Símonarson íþróttakennari skólans, af þekktum borgfirskum ættum. Þau bundust ástarböndum og gengu í það heilaga að nokkrum tíma liðnum eða árið 1929. Þau fluttu að Korpúlfsstöðum og gerðist Magnús bústjóri á búi Thors Jen- sen, síðan bjuggu þau 2 ár í Reykjavík, en á vordögum 1934 kaupa þau jörðina Stórufellsöxl í Skilmannahreppi, ásamt þeim Jóni Símonarsyni bróður Magnúsar og Jóni Sigurðssyni bróður Þórhildar. Þangað flytja þau þetta vor og hefja félagsbúskap, sem varð þeim ekki aðeins til gagns og ánægju heldur til sóma og heilla á allan hátt. Þau sönnuðu samtíð sinni svo ekki varð um villst að samvinnubúskapur er eitt það viturlegasta búskaparform sem æskilegast má teljast; vegna öryggis, ef óhöpp henda, vegna meira fijálsræðis til frístunda og vegna betri nýtingar á vinnuvélum og tækjum auk þess sem góð sam- vinna skilar oftast meiri og betri afköstum. Búskapurinn fór þessu fólki vel úr hendi og þarna leið því vel. Þarna var ræktað stórt tún og jörðinni margt gott gert. Þess skal einnig getið að elsti sonur þejrra hjóna, Sigurður og hans kona, Ólöf Sigursteinsdóttir, reistu nýbýli á jörðinni og nefndu Fellsenda. Ónnur böm Þórhildar og Magnúsar eru Ingi Garðar rafvirki á Húsavík, Símon trésmiður á Akureyri og Sigríður húsmóðir. Öll eru börnin fjölskyldufólk og afkomendur því orðinn stór hópur. Jón Símonarson átti fyrir konu, Ólöfu Elíasdóttur, þau voru bamlaus, Jón Sigurðsson bróðir Þórhildar var ógiftur og bamlaus. Stómfellsaxlarfólkið var vel Iátið fólk í sinni sveit og kosið til ýmissa trúnaðarstarfa fyrir sveit sína. Það sem fyrst og oftast mun minna okkur á verk þessa fólks er félags- heimilið að Fannahlíð og fallegi skógarlundurinn þar rétt hjá. Þess var getið á kveðjustund Þórhildar hve stóran hlut hún átti þarna að máli og þau hjón bæði. Ég minnist þess hve Magnús var glaður, líkleg- ast á fyrsta opinbera fundinum sem haidinn var í félagsheimilinu þeirra, að þetta hús skyldi orðið að veru- leika og það á þann hátt að ekki átti að hafa áhyggjur af fjármálun- um, og er það nokkuð sérstakt. Þetta fólk sem þessum félagsmálum stjómaði var hyggið og sneið sér stakk eftir vexti. Nú er búið að stækka húsið þeirra og er þetta samkomuhús sveitarprýði og þá ekki síður skógarmnninn. Stóra- fellsöxl er falleg jörð, landið liggur frá Eiðisvatni uppí Akrafjall, mikið grasi vaxið og hallar mót austri og norðaustri. Þeim hjónum Þórhildi og Magnúsi þótti vænt um þessa fögm jörð og þetta fólk allt unni þessari fallegu sveit, morgunninn er oft fagur við sólaruppkomu á Stómfellsöxl, óvíða fegurri. Marga bar að garði á Stómfells- öxl, þar var íslensk gestrisni í hásæti höfð, þarna mættu gestir glöðu fólki og góðu, sem vildi hvers manns erindi leysa á farsælan hátt með glöðu geði, því munu margir eiga kærar minningar frá þessu heimili og því heiðursfólki, sem þar mætti hveijum manni með dáð og drengskap í huga og mátti segja útrétta vinarhönd til allra sem að garði bar, þar tala ég af eigin reynslu. Árið 1978, þegar Magnús var farinn að heilsu, fluttu þau hjón- in á Dvalarheimilið Höfða á Akranesi. Magnús dó fyrir nokkmm ámm, en Þórhildur bjó ein í íbúð síðustu árin og undi hag sínum vel. Hún var dáð af öllum, sem af henni höfðu kynni. Andlega fersk og hress, aldrei kvartað yfir hlutun- um, glöð í sinni og góð við alla. Hún kunni vel að meta allt sem fyrir hana var gert og góðan hug sem samferðafólkið sýndi henni. Þórhildur var stórmyndarleg kona á vöxt og að vallarsýn, fríð kona- sýnum ogglaðleg í viðmóti, hispurs- laus og ákveðin, þó geðgóð og allra hugljúfi. Við hjónin lögðum leið okkar stundum til þessarar heiðurs- konu og alltaf var sömu gestrisninni ogglaðværðinni að mæta. Þórhildur naut þess að fá gesti í heimsókn, hún hafði oft á orði hve sonarsonur hennar væri nærgætinn og liti oft ■■ til sín, hún bar mikinn kærleik í bijósti til fólksins síns og samfylgd- arfólksins, reyndar var söknuður sár hjá mörgum við fráfall hennar. Það bar líka nokkuð fljótt að, hún bjó jafnan við góða heilsu og kvart- aði aldrei, en lögmálið er eitt og því lúta allir, kveðja og hverfa, en minningin Iifir á meðal þeirra sem í samfylgdinni vom og eftir standa á ströndinni um sinn. Flestir lifa í voninni um að mega hittast á ný, og margir vildu gjaman mega taka upp þráðinn þar sem frá var horfilík. Þórhildur kvaddi áreiðanlega sátt við lífið og þakklát samtíð sinni, þakklát fyrir þann hlut sem hún hlaut í lífinu, þakklát ástvinum sínum, vinum og samferðafólki, hún var þeirrar gerðar að sjá alltaf bjartar hliðar lífsins þó á móti blési. Hún var andlega heil og hraust, vel gerð kona, sem allir dáðu. Hún á þökk okkar allra fyrir góð kynni, Ijúfa lund og góðvild í hvers manns rann. Blessuð sé minning hennar. Ástvinum hennar sendum við hjónin samúðarkvoðiur. Valgarður L. Jónsson frá Eystra-Miðfelli. * smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar — smáauglýsingar inum i sima 25619 í siðasta lagi á miðvikudag. Stjórn FKL. Félag kaþólskra leikmanna Sumarferö félags kaþólskra leik- manna verður farin laugardag- inn 16. ágúst. Þátttaka tilkynnist sóknarprest 23732 og 14606 Dagsferðir sunnudag 10. ágúst Kl. 8.00 Þórsmörk, einsdags- ferð. Verð 800 kr. Stansað 3-4 klst. í Mörkinni. Kl. 10.30 Hvalfell - Glymur, (hœsti foss landsins). Góð fjall- ganga. Verð 500 kr. Kl. 13.00 Marfuhöfn - Búöa- sandur. Létt ganga. Minjar um kaupstað frá miðöldum. Verð kr. 450. Kvöldferð um Laugarnesland á miövikudagskvöldið í tilefni 200 ára afmælis Reykjavikurborgar. Fritt fyrir börn m. fullorðnum. Brottför frá BSf, bensínsölu. Sjáumst! Útivist ferðafélag. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 SÍMAR11798 og 19533. Dagsferðir sunnudag 10. ágúst 1) kl. 08 Þórsmörk — dagsferð á kr. 800. Ath.: Sumarleyfi i Þórsmörk er góð hvíld og að- staöan i Skagfjörðsskála sú besta sem völ er á í óbyggöum. 2) kl. 10 Bruarárskörð — Högn- höfði (1030 m). Ekiö að Laugar- vatni og gengiö um Brúarár- skörð og á Högnhöfða. Verö kr. 750. 3) M. 13 Glymur — Botnsdalur. Glymur er í Botnsá og er hæsti foss Islands, 198 m á hæð. Verð kr. 500. Miðvikudagur 13. ágúst. 1) kl. 08 Þórsmörk — dagsferö á kr. 800. 2) kl. 20 Óttarstaðir — Lónakot (kvöldferð). Brottför frá Umferö- armiðstöðinni, austanmegin. Farmiðar við bíl. Fritt fyrir börn i fylgd með fullorönum. Ferðafélag fslands. Dyrasímaþjónusta Gestur rafvirkjam. — S. 19637. raðauglýsingar raðauglýsingar raðauglýsingar ..... Utboð Baðhús við Bláa Lónið útboðsverk II Hitaveita Suðurnesja óskar hér með eftir til- boðum í byggingu baðhúss við Bláa Lónið, útboðsverk II. Um er að ræða byggingu 110 fm baðhúss úr timbri ásamt tilheyrandi frágangi innan- og utanhúss. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu Hitaveitu Suðurnesja, Brekkustíg 34, Njarðvík og Verk- fræðistofu Suðurnesja, Hafnargötu 32, Keflavík, gegn kr. 3000,- skilatryggingu frá og með þriðjudegi 12. ágúst. Tilboð verða opnuð á skrifstofu hitaveitunnar þriðjudaginn 20. ágúst 1986 kl. 16.00. Hitaveita Suðurnesja. I 11 Skrifstofuhúsnæði í Austurstræti 10a er laust. Um það bil 40 fm herbergi á 3. hæð og tvö herbegi um 40 fm samtals á 5. hæð. Laus nú þegar. Nán- ari upplýsingar í síma 20123. til sölu Verkfæri og vélar til sölu Til sölu eru ýmis verkfæri og vélar tengdar bifreiða- og járnsmíði. Óskað er eftir til- boðum í stærri vélar og einnig í bifreið, sem er Toyota Hiace Pickup árg. 1977. Til sýnis og sölu í dag, laugardag og mánu- dag að Hamarshöfða 9, kl. 9-17. Nýja bílasmiðjan hf., Hamarshöfða 9. húsnæöi óskast Æ Oskum eftir að leigja 4ra-5 herb. íbúð í Kópavogi. Upplýsingar í símum 96-24006 og 91 -41137. Húseigendur Höfum á skrá traust fólk sem leitar að öllum stærðum leiguhúsnæðis. Leigumiðlunin, Skiphoiti 50c. Sími 36668. Okkur vantar 4ra herb. kjallaraíbúð. Erum tvö fullorðin í heimili. Einhver fyrirframgreiðsla kemur til greina. Upplýsingar í síma 34339. Hrossíóskilum Rauðstjörnótt hryssa 9-10 vetra (mark: sneitt aftan hægra) í óskilum í Landmannahreppi, Rangárvallasýslu. Hreppstjórinn. ói Leigubíll Oska eftir að kaupa leigubíl. Æskilegt að stöðvarleyfi fylgi. Tilboð sendist augld. Mbl. fyrir 14. ágúst merkt: „P — 982“. Vestfjarðakjördæmi Aðalfundur kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Vestfjarðakjördæmi verður haldinn i félagsheimilinu Hnifsdal laugardaginn 16. ágúst nk. Dagskrá: 1. Kl. 9.30 Aðalfundarstörf. 2. Ræður þingmanna kjör- dæmisins — almennar umræður. 3. Kl. 16.00 Ályktun fundarins. 4. Kosning til trúnaöarstarfa. 5. Fundarslit áætluð kl. 18.00. Stjóm kjördæmisráðs. T

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.