Morgunblaðið - 09.08.1986, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 09.08.1986, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 1986 9 & OPEL REKORD DIESEL RÆGINDI ORYGGI KRAFTUR crx cöm ^lrlroi Hronct' BilVANGUR Sf= HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300 Blaðburóarfólk óskast! ÚTHVERFI Álfheimar Skeiðarvogur Kleppsvegur 3-38 Laugarásvegur 39- Austurbrún 8- KÓPAVOGUR Nýbýlavegur Laufbrekka Þinghólsbraut 84-113 og Kópavogsbraut 47-82 AUSTURBÆR Njálsgata Sjafnargata „Ekkert svigrúm“ fyrir „siðferðisskyldu11 Gunnar G. Schram, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins, lýsti því yfir í viðtali við DV 30. júlí sl, að það væri siðferðileg skylda ríkisstjórnar- innar að endurgreiða oftekinn tekjuskatt. Daginn eftir sagði hann í viðtali við sama blað, að ekkert svigrúm gæfist til slíkrar leið- réttingar. Um þetta er fjallað í Staksteinum „Otvíræð siðferðileg skylda“ Miðvikudaginn 30. júli sl. birti DV fimmdálka fyrirsögn á forsíðu: „Krafa Gunnars G. Schram, þingmanns Sjálfstæðisflokksins: RBtisstjómin endurgreiði oftekna skatta." Visað var til svohljóðandi frétt- ar á baksíðu: „Nú er komið í ljós, að álagning tekjuskatts á einstakl- inga hefur fyrir furðuleg mistök orðið 650 milQón- um króna hærri, en ráð var fyrir gert í fjárlögum þessa árs,“ sagði Gunnar G. Schram, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í viðtali við DV. Komið hefur fram að Þjóðhags- stofnun áætlaði hækkun á tekjlim manna milli ára um 8% minni, en raun varð á. „Það er ástæðan fyrir þessari óvæntu og fráleitu skattahækkun, þar sem stór hópur manna lendir i efsta skattþrepi. Ég tel, að ríkisstjóminni beri þvi bein skylda til að endur- greiða þessa hækkun tekjuskatts, sem enginn virðist hafa séð fyrir, þannig að á almenning verði ekki lagður hærri tekjuskattur, en fjárlög gera ráð fyrir. Þess vegna á að lækka tekju- skattinn fram að áramót- um um þær 650 miRjónir, sem menn eru nú of- krafðir um á skattseðlum sínum. Það er ótviræð siðferðileg skyida ríkis- stjómarinnar og i fullu samræmi við fyrri fyrir- heit . . .“ „Ekki svigrúm“ Daginn eftir að þessi stórfrétt birtist f DV birti blaðið fyrirferðarlítinn eindálk á baksíðu undir fyrirsögninni: „Gunnar G. Schram: Ekki svigrúm til skattaleiðréttinga." Þar kvað heldur betur við annan tón: „I gær var í dag. ýtarlega rætt um tekjur ríkissjóðs á næsta ári og skattamálin i því sam- bandi," sagði Gunnar G. Schram, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í morgun. Hann er á Sauð- árkróki, þar sem þing- flokksfundur Sjálfstæð- isflokksins stendur nú yfir. „Það var jafnframt rætt, hvort unnt væri að lækka skattbyrði tekju- skattsins síðari hluta ársins. Fjármálaráð- herra greindi frá þeim nýju upplýsingum, að af um 650 milfjóna króna tekjnskattsanka væru 450 milljóuir króna vegna hærri tekna manna á sfðasta ári, en aðeins 200 milljónir vegna misvfsandi skatt- visitölu. Þessum auknu tekjum hefði verið óhjá- kvæmilegt að verja til að halda verðlagi og verð- bólgu niðri svo ekki væri farið yfir rauðu strikin og þannig unnt að standa við kjarasamningana, sem væri höfuðatriði. Ekkert svigrúm gæfist þvf til leiðréttingar á skattlagningu og var það almenn skoðun fundar- manrm. Á hinn bóginn er fullur vilji fyrir þvi hjá ráðherrum og þing- mönnum flokksins að mínu mati að lækka skattbyrði einstaklinga á næsta ári frá því sem nú er. Það hefur komið fram hér á fundinum," sagði Gunnar." Föstudaginn 1. ágúst ritaði Haukur Helgason leiðara i DV, sem bar fyrirsögnina „Svik f skattamálum“. Þar sagði rn.a.: „Skattgreiðendur hafa verið sviknir. Tekju- skatturinn reynist i ár langt umfram það, sem reiknað hafði verið með.“ Og síðan „Gunnar G. Schram, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði i viðtali við DV i fyrradag, að hina of- teknu skatta ætti að endurgreiða. . . . Til- laga Gunnars héfði getað hlotið samþykki á þing- flokksfundi sjálfstæðis- manna, sem stóð á Sauðárkróki i gær og fyrradag. En Gunnar G. Schram var þar kaffærð- ur. Sjálfstæðismenn sýndu engan lit á að vilja standa við loforð sin.“ Var Gunnar „kaffærður“? Nú vaknar sú spuming hvort leiðarahöfundur DV fari með rétt mál er hann segir, að Gunnar G. Schram hafi verið kaffærður á þingflokks- fundi sjálfstæðismanna. Þetta er ekki haft eftir Gunnari sjálfum i blaðinu og hér í Morgunblaðinu sagði Þorsteinn Pálsson fjármálaráðherra hinn 1. ágúst: „Á [þingflokks-]- fundinum var fullkomin samstaða meðal allra þingmanna [Sjálfstæðis- flokksins] nm það, að bæði tekjuhlið og út- gjaldahlið ríkissjóðs verði óbreytt. Menn voru sammála um, að enginn annar kostur væri fyrir hendi þótt allir vildu gjarnan geta endurgreitt og lækkað skatta.“ Fjár- málaráðherra sagði ennfremur, að í apríl sl. hefðu allir alþingismenn fengið sent frá Þjóð- hagsstofnun ritið Ágríp tír þjóðarbúskapnum, þar sem fram hefði kom- ið að tekjur milli ára hefðu hækkað um 40%, en ekki 36% eins og gert var ráð fyrir i fjárlögum. Síðar hefði komið i ljós, að hækkunin var enn meiri eða um 43%. Það liggur með öðrum orðum fyrir, að Gunnar G. Schram var ekki kaf- færður á þingflokks- fundi sjálfstæðismanna á Sauðárkróki. Hann bar aldrei upp neina tillögu um endurgreiðslu tekju- nlnttflina. Það sem hann hafði í viðtali við DV að morgni 30. júlí kallaö „ótviræða siðferðilega skyldu“ kom ekki til greina síðdegis sama dag. Ef til vill er ástæðan fyrir sinnaskiptum þing- mannsins sú, að hann hafi sannfærst af rökum fjármálaráðherra. Kannski á hann við það, þegar hann segir i DV- viðtalinu 31. júli að ráð- herrann hafi komið með „nýjar upplýsingar" um hærri tekjur milli ára en Ijárlög gerðu ráð fyrir. En þetta átti þingmaður- inn að sjálfsögðu að vita frá þvi í aprfl sl. Flugleiðir: Kaup á þotu í athugun „ÞAÐ ER verið að kanna mögu- leikana á þvi að bæta við flugvél næsta sumar, en engar ákvarð- anir hafa verið teknar hvað það varðar,“ sagði Leifur Magnús- son, framkvæmdastjóri þróun- arsviðs Flugleiða, um hugsanleg kaup félagsins á nýrri þotu. „Það hefur engin ákvörðun verið tekin um ákveðna vél eða tegund ennþá, enda hefur þetta mál ekki verið tekið fyrir af stjóminni að svo stöddu," sagði Leifur. Stjóm Flugleiða kom saman til fundar á þriðjudag, en Leifur sagði að flug- vélakaup hefðu ekki verið rædd, enda lægju hvorki fyrir upplýsing- ar um hvaða vélar væra á markað- inum, né á hvaða verði þær byðust. „Við erum að stefna að því að útvega eina flugvél fyrir næsta vor, en við emm bara að svipast um og kanna markaðinn. Það gæti verið að við keyptum vél, leigðum eða kaupleigðum; það er allt í athugun," sagði Leifur Magn- ússon.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.