Morgunblaðið - 09.08.1986, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 09.08.1986, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 1986 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna _ Afgreiðsla — íslenskar bækur Viljum ráða sem fyrst röskan starfskraft í íslensku bókadeildina. Uppl. á skrifstofunni nk. þriðjudag og mið- vikudag frá kl. 14.00-16.00 (ekki í síma). BÓKAVERZLUN SIGFÚSAR EYNUNDSSONAR Austurstræti 18. Starfsfólk Veitingahúsið Lækjarbrekka óskar eftir að ráða aðstoðarfólk og nema í eldhús og sal. Upplýsingar eru veittar á staðnum. Atvinna lausar stöður á Dalvík Eftirtaldar stöður hjá Daslvíkurbæ eru lausar til umsóknar: Bæjarritari í starfinu felst dagleg stjórnun bæjarskrif- stofu, umsjón með fjárreiðum bæjarsjóðs og rekstri. Góð bókhaldsþekking auk þekk- ingar á sviði tölvunotkunar nauðsynleg. Launakjör samkvæmt launaskjörum starfs- mannafélags Dalvíkurbæjar. Aðalbókari í starfinu felst umsjón með bókhaldi bæjar- sjóðs og bæjarfyrirtækja auk færslu bók- halds. Launakjör samkvæmt launakjörum starfsmannafélags Dalvíkurbæjar Æskilegt er að umsækjendur gætu hafið störf sem fyrst. Umsóknir er tilgreini menntun og fyrri störf sendist til bæjarstjórans á Dalvík fyrir 12. ágúst. Allar frekari upplýsingar gefa bæjarritari og bæjarstjóri. Dalvíkurbær, Ráðhúsinu, 620 Dalvík. Suðurnesjamenn Lagermaður og verkamenn óskast til starfa við nýju flugstöðina Keflavíkurflugvelli. Upplýsingar í síma 92-4755. U HAGVIRKI HF SfMI 53999 Múrarar Óska eftir múrurum til að pokapússa ein- býlishús og bílskúr. Upplýsingar í síma 37871. Meinatæknar Óskum eftir meinatækni eða starfsmanni með hliðstæða menntun til starfa á rann- sóknarstofu. Tilboð merkt: „R — 5846“ sendist augldeild Mbl. fyrir 15. ágúst nk. Bandarískur maður óskar eftir atvinnu með íslenskunámi í H.í. í vetur. Hefur B.A. gráðu í bókmenntum og M.A. í utanríkisfræðum (international rela- tion). Talar ensku og spænsku, þýskukunn- átta góð. Upplýsingar í síma 22912 eða 21985. Stúlka óskast til afgreiðslustarfa strax, hálfan eða allan daginn eftir samkomulagi. Tilboð leggist inn á augldeild Mbl. merkt: „Strax — 5845“. Verkfræðingar Staða forstöðumanns tæknideildar hjá Vita- og hafnamálaskrifstofunni er laus til umsókn- ar. Starfið felur í sér að hafa yfirumsjón með áætlunargerð, hönnun og framkvæmdum við hafnargerðir. Við mat á umsækjendum verð- ur því m.a. lögð áhersla á reynslu og hæfni í áætlanagerð og stjórnun. Skrifleg umsókn þar sem fram komi upplýs- ingar um aldur, menntun og fyrri störf sendist samgönguráðuneytinu. Vita- og hafnamálaskrifstofan, Seljavegi 32. Lögfræðingar — laganemar Staða lögfræðings við lána- og innheimtu- stofnun í Reykjavík er hér með auglýst laus til umsóknar. Starfið býður upp á fjölþætta og dýrmæta reynslu fyrir áhugasamt fólk. í boði eru góð byrjunarlaun. Hugsanlegt er, að starfið geti verið hlutastarf til að byrja með. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf óskast lagðar inn á augldeild Mbl. fyrir 18. ágúst nk. merktar: „Lögfræði - 5681“. Lögreglumenn Vegna náms lögreglumanna í Lögregluskóla ríkisins vantar menn til afleysinga í lögreglu ísafjarðar frá 1. október til 31. desember 1986. Yfirlögregluþjónn veitir nánari upplýsingar. Umsóknum skal skila til skrifstofu minnar eigi síðar en 5. september 1986. 7. ágúst 1986, bæjarfógetinn á ísafirði, sýslumaðurinn í ísafjarðarsýslu, PéturKr. Hafstein. Endurskoðunarstofa Stúlka óskast til starfa á endurskoðunarstofu í Kópavogi. Krafist er góðrar vélritunarkunn- áttu, stúdentspróf af verslunarbraut æski- legt. Góð laun í boði. Tilboð sendist augldeild Mbl. fyrir 15. ágúst merkt: „E - 2635“. Hjúkrunarforstjóri Starf hjúkrunarforstjóra við Sjúkrahúsið á Húsavík er laust til umsóknar. Upplýsingar gefur framkvæmdastjóri í síma 96-41333. Sjúkrahús Húsavíkur. Vélaviðgerðir Maður vanur viðgerðum á Díselvélum óskast strax á verkstæði. Reglusemi áskilin. Lysthafendur sendið inn umsókn til augldeildar Mbl. merkt: „T — 16“. Frá menntamálaráðuneytinu Lausar stöður við framhaldsskóla Umsóknarfrestur um áður auglýstar kennara- stöður í stærðfræði, eðlisfræði og tölvunar- fræði við Menntaskólann á Laugarvatni framlengist til 20. ágúst. Athygli er vakin á því að íbúðarhúsnæði er á staðnum. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík. Hálfs dags starf Óskum eftir að ráða í hálfs dags starf við bókhald og innheimtu. Kunnátta í bókhaldi æskileg. Um er að ræða starf hjá heildversl- unar- og smásölufyrirtæki sem staðsett er í miðbænum. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Þeir sem áhuga hafa skili inn umsóknum á augldeild Mbl. fyrir 15. ágúst nk. merktum: „Hálfur dagur — 505“. Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál og öllum umsóknum svarað. Kennarar Grunnskólann í Grindavík vantar kennara fyrir yngstu nemendurna næsta vetur. Einnig vantar 7.-9. bekki kennara í íslensku, eðlis- og stærðfræði. Áhugasamir fá nánari upplýsingar hjá skóla- stjóra í síma 92-8504 eða 92-8555 og skólanefnd í síma 92-8304. Skólanefnd. Kennarar Komið og kennið við Kirkjubæjarskóla á Kirkjubæjarklaustri í vetur. Góð aðstaða. Gott samstarfsfólk. Ágætt húsnæði. Allskonar kennsla í boði, frá 1. bekk og upp í framhaldsdeild. Kjörið tæki- færi fyrir áhugasama kennara að spreyta sig. Upplýsingar gefur skólastjóri í síma 99-7640. Hjúkrunarfræðingur óskast í 50% starf að Dvalarheimili aldraðra Hraunbúðum, Vestmannaeyjum í ágúst og september. Húsnæði á staðnum. Upplýsingar gefur Rósa Magnúsdóttir hjúkr- unarfræðingur í símum 98-1915 og 98-1087. Félagsmálaráð Vestmannaeyja. Matráðskona óskast til afleysinga til 30. september nk. í mötuneyti okkar í Tálknafirði. Uppl. í síma 94-2530 og eftir skrifstofutíma í síma 94-2521. Hraðfrystihús Tálknafjarðarhf. Tækniteiknarar Staða forstöðumanns teiknistofu er laus í eitt ár. Laun samkvæmt launakerfi starfs- manna ríkisins. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf, sendist samgöngu- ráðuneytinu fyrir 20. ágúst 1986. Vita- og hafnarmálaskrifstofan, Seljavegi 32.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.