Morgunblaðið - 09.08.1986, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.08.1986, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 9. ÁGÚST 1986 Hótel Bifröst: Starf smennirn- ir sögðu allir upp og gengu út ALLIR starfsmenn Hótels Bifrastar í Borgarfirði hættu störfum á fimmtudagskvöld og gengu út. Starfsmennirnir 12 sögðu upp fyrir tveimur vikum. Viðræður þeirra við eigendur Bifrastar á fundi um síðustu helgi báru ekki árangur. „Ástæða uppsagnanna kemur skýrt fram í bréfi okkar til stjórnendanna. Samstarf og samvinna þeirra og okkar gekk ekki eins og skyldi," sagði Björg Einarsdóttir, trúnað- armaður starfsfólksins. Ferðaskrifstofan Samvinnuferð- ir-Landsýn sér um rekstur Hótels Bifrastar. Að sögn Hildar Jóns- dóttur, deildarstjóra innanlands- deildar, er búið að ráða í störf þeirra sem hættu. Það gekk vel og engin truflun varð á rekstri hótelsins. „Okkar tillögur voru að reynt yrði að komast fyrir samskiptaörðug- leikana," sagði hún. „Við báðum starfsmennina um að ræða opin- skátt um einstök vandamál, svo hægt væri að leysa þau og halda starfmu áfram í sátt og samlyndi. Þau féllust ekki á það, þannig að svona fór.“ Hótelstjóri á Bifröst er Jón Sigurðsson, og tók hann við starfi í vor. Hildur sagðist bera mikið traust til Jóns. Að sínu mati hefði hann staðið sig mjög vel. „Ferðaskrifstofan kom ekki með neinar tillögur sem gátu orðið þess valdandi að við drægjum uppsagnir okkar til baka,“ sagði Björg. Hún sagði að starfsfólkið hefði orðið ásátt um að láta ekki meira uppi um einstök ágreiningsatriði. Upp- sagnimar töluðu sínu máli. Á hótelinu er unnið eftir „hlutaskipta- kerfí“, þannig að laun miðast við prósentur af tekjum hótelsins. Sagði Björg að vinnan ætti að skipt- ast jafnt á alla aðila, og gengi hver í annars störf ef með þyrfti. Að- spurð hvort samskiptaörðugleikam- ir hefðu spillt fyrir því að hægt væri að vinna eftir þessu kerfí sagði Björg: „Forsenda þess að hægt sé að vinna farsællega eftir þessu kerfi er að samskipti stjórnenda og starfsfólks séu sem best. Við treyst- um okkur einfaldlega ekki til að vinna áfram undir þessum kringum- stæðum." Fegrunarnefnd Reykjavíkur: Gerum höfuð- borgina sem snyrtilegasta FEGRUNARNEFND Reykjavíkur hefur lýst ánægju sinni með sam- starf við framfarafélög og íbúasamtök um hreinsunar- og fegrunar- átak á afmælisári borgarinnar og segir það hafa skilað góðum árangri. Fegrunarnefndin bendir jafnframt á að lokaátakið sé eftir og hvetur borgarbúa til að gera góða borg betri fyrir afmælis- daginn, 18. ágúst. Hér á eftir fer fréttatilkynning frá Fegrunamefnd Reykjavíkur um fegrunar- og hreinsunarátak 1986: Gott samstarf tókst við borgar- búa, framfarafélög, íbúa- og hverfasamtök um hreinsunar- og fegrunarátak á afmælisárinu. Ibúasamtök stóðu að hreinsunar- dögum frá 5. apríl til 7. júní, hvert í sínu hverfi með aðstoð og stuðn- ingi hreinsunardeildar, garðyrkju- deildar og fegrunamefndar. Verkaskipting var þannig að hreinsunardeild lagði til plastpoka og annaðist flutning á drasli sem borgarbúar, yngri sem eldri, höfðu safnað saman, garðyrlqudeild út- hlutaði trjáplöntum og veitti upplýsingar um ræktun og feg- runamefnd veitti ^árstuðning til auglýsinga og útgáfu umburðar- bréfa eða bæklinga. Síðan var fegrunarvika dagana 7. til 15. júní og árangurinn var stórhreingeming sem borgin býr að enn í dag, en betur má og þarf að gera fyrir sjálf- an afmælisdaginn, 18. ágúst. Þeirri áskomn er beint til fyrirtækja, fé- laga, stofnana og einstaklinga að gera höfuðborgina sem fegursta og snyrtilegasta á 200 ára afmælinu. Einkum er bent á að laga girðing- ar, hreinsa illgresi og drasl á lóðamörkum og meðfram girðing- um. Hreinsunardeildin mun veita borgarbúum aðstoð við að þrífa til í borginni. Fólk fær ókeypis poka undir msl ef óskað er og það msl sem hefur verið safnað saman verður sótt af starfsmönnum hreinsunardeildar. Stómm mslagámum hefur verið komið fyrir á átta stöðum í borg- inni, víð Meistaravelli, Vatnsmýrar- veg, Grensásveg, Kleppsveg, Súðarvog, Stekkjarbakka og á efri enda Breiðholtsbrautar, einnig hjá Árseli við Rofabæ. Á hreinsunardögunum komu um 600 tonn í mslagámana, umfram venju, afhentir vom um 20.000 plastpokar og ca. 4.500 tonn vom hreinsuð af lóðum, auk annara svæða. Lóðaskoðun hreinsunardeildar skrifaði upp um 800 lóðir, 560 núm- erslausa bílgarma og sendi út um 100 kvörtunarbréf. 2 stúikur em starfandi hjá fegr- unamefnd sem fara skipulega um borgarhverfi, taka á móti kvörtun- um og senda síðan bréf til húseig- enda með ábendingum um það sem betur mætti fara. Samstarf við framfarafélög og íbúasamtök hafa skilað góðum árangri, en nú er lokaátakið eftir, vemm samtaka um að gera góða borg betri fyrir afmælisdaginn, 18. ágúst. Gísli Jóhannsson og skipið hans nýja eins og það leit út fyrir mánuði. Það er skipasmíðastöðin Gryfia í Stettin i Póllandi sem smíðar skipið. Pólska „vöruskiptaskipið“ kemur til landsins í október: Pólverjar eru bæði vandvirkir og ódýrir - segir kaupandinn, Gísli Jóhannesson, skipstjóri og útgerðarmaður I LOK október næstkomandi mun nýtt skip bætast í fiskiskipa- flota landsmanna; pólsk nýsmiði á vegum Gísla Jóhannessonar skipsljóra og útgerðarmanns. Verið er að vinna að lokafrágangi þess í skipasmiðastöðinni Gryfia í Stettin í Póllandi. Skipið mæUst 5-600 tonn brúttó, er tæpir 54 metrar og ber 1100-1200 tonn. Það er jafnvígt á nóta- og togveiðar, en Gísli stefnir að þvi að fara strax á loðnu þegar skipið kemur tU landsins. Á skipinu verður 14 manna áhöfn. Þegar Gísli seldi skip sitt, Jón Finnsson, til Chile fyrir hálfu öðm ári fór hann á stúfana eftir nýju skipi. Vegna þeirrar stjómar- stefnu að beina nýsmíði til inn- lendra skipasmíðastöðva gekk erfíðlega að fá heimild til smíðanna í Póllandi. Tókst það þó á endanum með því að ná sam- komulagi við Pólveija um að kaupa sfld á móti. Keyptu þeir sfld fyrir 14 milljónir króna, en heildarverð skipsins er að sögn Gísla milli 150 og 160 milljónir. Gísli er að vonum ánægður með að skipið sé nú loks að komast í gagnið eftir tæplega tveggja ára baráttu, eins og hann orðaði það. „Þetta hefur verið eins og vera hálft ár úti á sjó og fá ekki bein. Maður hefur haft í mörg hom að líta þennan tíma, en með hjálp góðra manna tókst þetta. Og mér sýnist á öllu að vafstrið hafí borg- að sig, því skipið er mjög gott og á góðu verði," sagði Gísli, en auk þess að beijast fyrir leyfi til smíðanna hefur hann útvegað öll helstu tækin í skipið og fylgst grannt með smíðinni frá upphafi. „Það er ekki hægt að segja annað en Pólveijamir hafí staðið sig vel í sambandi við smíðina. Þeir virðast kunna til verka og eru engir eftirbátar Norðmanna í frágangi, þrátt fyrir að þetta sé fyrsta skip sinnar tegundar sem þeir smíða," sagði Gísli, og bætti við að hann teldi fulla ástæðu til að fela Pólveijum fleiri verkefni Séð yfir dekk skipsins frá hval- bak og aftur úr. af þessu tagi. Framhönnun og teikningar eru unnar af norska fyrirtækinu Vik & Sandvik a/s og var Gísli einnig mjög ánægður með þeirra verk. Gjaldskrá heilbrigðisráðherra: Tannlæknaþjónusta hækk- ar að meðaltali um 5,5% HEILBRIGÐISRÁÐHERRA, Ragnhildur Helgadóttir, gaf í gær út nýja gjaldskrá um tannlæknisþjónustu, sem gilda á frá 1. ágúst til 30. nóvember. Meðalhækkun gjaldliða frá fyrri gjaldskrá er 5,5% og nemur sjálf launahækkunin 7,4%. I fréttatilkynningu heilbrigðis- í samræmi við vegið meðaltal tíu ráðuneytisins segir, að kostnaðar- efstu launaflokka BHM. Sé hvort hluti skrárinnar hafí verið hækkaður í samræmi við verðlags- breytingar og launahluti hækkaður tveggja miðað við tímabilið frá 1. mars 1986 að telja. Að öðra leyti er stuðst við fyrri Heimsmeistarakeppnin í hárgreiðslu og hárskurði: Islendingar senda lið Heimsmeistarakeppnin í hár- greiðslu og hárskurði verður haldin í Veróna á Ítalíu dagana 14.-16. september nk. íslendingar munu nú í fyrsta skipti senda lið f keppnina og hefur þjálfun kepp- enda staðið yfir í nokkra mánuði. í frétt frá Sambandi hárgreiðslu- 9g hárskerameistara segir að landslið íslands í hárgreiðslu hafi verið undir handleiðslu eins besta þjálfara Hol- lands, John Scholts, sem unnið hefur yfír 280 bikara í mótum um allan heim en hefur nú snúið sér alfarið að þjálfun. Að þessu sinni taka 42 þjóðir þátt í keppninni og mun þátttaka aldrei hafa verið svona mikil fyrr. Landslið íslands er þannig skipað: Hárgreiðsla: Dóróthea Magnúsdóttir, Hársnyrtistofunni Papillu, Guðfinna Jóhannsdóttir, Hárgreiðslustofunni Ýr, Helga Bjamadóttir, Hárgreiðslu- stofunni Carmen. Hárskurður: Eirík- ur Þorsteinsson, Rakarastofunni Greifanum, Gísli V. Þórisson, Rak- arastofunni Hárlínunni, og Hugrún Stefánsdóttir, Hársnyrtistofunni Pap- illu. Dómarar af hálfu íslands verða Amfríður ísaksdóttir og Torfi Geir- mundsson. gjaldskrá, en hún féll úr gildi í des- ember í fyrra. Því er bætt við, að gildistími skrárinnar sé takmarkað- ur í trausti þess, að aðilar noti tímann til samningaviðræðna. í viðmiðunargjaldskrá, sem Tannlæknafélag Islands gaf út ein- hliða fyrir skömmu, er slitnað hafði upp úr samningaviðræðum, var meðalhækkun gjaldliða um 13%. Ráðuneytið mun láta kanna til- svarandi samninga á hinum Norðurlöndunum, en samninga- nefnd Tryggingastofnunar ríkisins hefur gefið í skyn, að tannlæknis- kostnaður sé óeðlilega hár hér á landi. Framvegis verða tannlæknar að nota sérstök reikningseyðublöð, sem Tryggingastofnun hefur útbúið og segir ráðuneytið þetta auðvelda eftirlit með því, að ákvæðum gjald- skrárinnar sé fylgt. Loks má geta, að unnið verður að því, að gjaldskráin verði færð til íslensks máls, eftir því sem kost- ur er, en skráin er mjög latínuskot- in. Ekki náðist f fulltrúa Tannlækna- félagsins í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.