Morgunblaðið - 14.03.1987, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 14.03.1987, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. MARZ 1987 3 Alusuisse: Af skriftir ísals juku tap móður- fyrirtækisins ZUrich. frá önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunbladsins. STJÓRN svissneska álfyrirtækisins Alusuisse mun leggja til á aðalfundi þess 22. aprfl nk. að verðgfldi hlutafjár i fyrirtækinu verði minnkað um helming og lögbundnir varasjóðir verði notaðir til að greiða niður tekjuhalla þess. Dr. Hans K. Juc- ker, forstjóri Alusuisse, greindi frá þessu í gær á fundi með fréttamönnum. Fundurinn var boðaður með eins dags fyrir- vara og viðskipti með hlutabréf Alusuisse voru stöðvuð í einn dag til að forðast óvissu á verðbréfamörkuðum. Alusuisse var rekið með 565 milljón sv. franka tapi (yfír 14 milljarðar í ísl. kr.) árið 1986 en 648 milljón sv. franka tapi 1985. Veik staða dollarans, offramleiðsla á áli og lágt álverð áttu stóran þátt í taprekstri fyrirtækisins, en óreiða innan þess hafði einnig sín áhrif. Dr. Theodor M. Tschopp, framkvæmdastjóri ál- sviðs, sagðist hafa tekið við „skipi í slæmu ástandi" þegar hann hóf störf í Zurich í maí. „Það varð umsvifalaust að fylla í verstu götin og snarsnúa stýrinu til að beina skipinu inn á rétta braut,“ sagði hann í ræðu sinni. Hermann J.M. Haerri, fram- kvæmdastjóri fjármálasviðs, _ tók fram á fundinum að afskriftir ísals ættu sinn þátt í hallarekstri móður- fyrirtæksins. Dr. Tschopp vildi ekki nefna neinar tölur í sambandi við ísal í samtali við Morgunblaðið. „Endanlegir ársreikningar hafa enn ekki verið birtir opinberlega og það á ekki við að nefna neinar tölur fyrr en endurskoðendur hafa lokið sínu verki. En ég tel að verðgildi álverksmiðjunnar í Straumsvík sé nú rétt skráð og það er ákveðið takmark mitt að Isal verði rekið hallalaust árið 1987. Það er hægt með rekstrarátaki og vonandi mun álmarkaðurinn einnig hjáipa til.“ Skuldabaggi Alusuisse mun létt- ast verulega ef hluthafar þess fallast á tillögur stjómarinnar á aðalfundinum. Framkvæmdastjóm- in telur nauðsynlegt að þeir geri það svo að hægt verði að rétta fyrir- tækið við og halda endurskipulagn- ingu þess áfram. Hún ætlar að draga verulega úr álframleiðslu næstu þijú árin, eða úr 390.000 tonnum í 250.000 tonn, og hyggst beina Alusuisse inn á svið markaðs- vömframleiðslu í auknum mæli. Hans Held, blaðafulltrúi fyrirtækis- ins, sagði að stjómin teldi að verð á áli mjmdi ekki halda áfram að hækka á næstunni og framtíðarverð á áli yrði það lágt að það myndi borga sig fyrir Alusuisse að kaupa ál ef það framleiðir ekki nóg fyrir eigin álvöruframleiðslu. Morgunblaðið/Ámi Blöndal Þátttakendur um titilinn „Ungfrú Suðurnes 1987“ gerðu hlé á leikfimisæfingum hjá Birnu Magnús- dóttur fyrir myndatökuna. Þær eru frá vinstri: Kristin Vilhjálmsdóttir, Vogum, Kristín Gerður Skjaldardóttir, Vogum, Ingigerður Sæmundsdóttir, Njarðvík, Aðalbjörg Drífa Aðalsteinsdóttir, Keflavík, Birna Magnúsdóttir, sem séð hefur um þjálfun og undirbúning, Berta Gerður Guðmunds- dóttir, Njarðvík, Guðbjörg Jónsdóttir, Keflavík, Kristin Jóna Hilmarsdóttir, Keflavík, Guðbjörg Sigriður Finnsdóttir, Sandgerði, Hafdís Kjæmested Finnbjörnsdóttir, Garði. „Ungfú Suðurnes 1987“: Níu stúlkur keppa um titilinn KefUvik. „UNGFRÚ Suðumes 1987“ verður valin og krýnd i sam- komuhúsinu Stapa í kvöld. Stúlkumar era 9 sem keppa um titilinn og em 3 úr Keflavik, 2 úr Njarðvík, 2 úr Vogunum, ein Garði og ein frá Sand- gerði. Auk þess verður besta fyrirsætan valin og stúlkuraar velja svo sjálfar vinsælustu stúlkuna úr sínum hópi. „Stúlkumar hafa æft af kappi undanfamar vikur. Þær hafa æft framkomu og stundað leikfími, því að mörgu þarf að hyggja áður en farið er í svona keppni," sagði Ágústa Jónsdóttir, sem séð hefur um undirbúning keppninnar, ásamt Bimu Magnúsdóttur. Ágústa sagði að það hefði verið skemmtileg reynsla að vinna með stúlkunum og allir haft gaman af. Kristjana Geirsdóttir, fram- kvæmdasjtóri Fegurðarsam- keppni íslands, verður formaður dómnefndar. Aðrir í dómnefnd verða Ungfú ísland, Gígja Birgis- dóttir, Ámi Sæberg, ljósmyndari, Guðni Kjartansson, íþróttakenn- ari, og Þorbjörg Garðarsdóttir, sem valin var „Young Intemation- al“ í Japan 1975. Guðni og Þorbjörg eru frá Suðumesjum. Með FIAT UN0 sanna ítaiskir hönnuðir rækilega hæfni sína. Hér fara saman glæsilegt útlit og framtíðar tækni, mikil hagkvæmni og hámarks notagildi. Það er ekki að ástæðulausu að FIATUN0 er einn mest seldi bíll- inn í Evrópu. Hann er einfaldlega einstakur, þegar tekið er tillit til aksturseiginleika, útlits, öryggis, þæginda, og síðast en ekki síst, hvað þú færð mikið fyrir peningana. Skelltu þér strax í reynsluakstur. Eftir það veistu nákvæmlega hvað verið er að tala um. Umboðið Skeifunni 8 s. 91-68 88 50 essemm sía a
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.