Morgunblaðið - 14.03.1987, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 14.03.1987, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. MARZ 1987 Minning: Sigurbergur Sv. Jóhannsson Fæddur 8. febrúar 1973 Dáinn 6. mars 1987 Látinn er ungur vinur minn ný- orðinn 14 ára, hann átti að fermast í vor, mikil tilhlökkun var eftir þess- um degi, en það var öðrum æðri ætlað, að framkvæma þessa helgi- athöfn. Okkar fyrstu kynni voru í byijun apríl 1977 eða fyrir tæpum tíu árum. Þá flutti ég og fjölskylda mín til Keflavíkur í hús númer 136 við Hringbraut. Þegar við hjónin gengum inn í húsið komu á móti okkur systkini sem sögðust heita Helga og Sigurbergur, þau vildu fá að vita öll deili á okkur. Við röbbuð- um um heima og geima þangað til hann segir við okkur hvort hann megi ekki hjálpa okkur við að flytja upp, það fór strax vel á með okkur. Sigurbergur var tápmikill ungl- ingur, var á sifelldu iði því kraftur- inn og flörið var svo mikið. Hann tók oftast á móti okkur hjónum þegar við komum úr vinnu og spurði okkur spjörunum úr, hann vildi fá að vita allt um hvað gerðist þann daginn. Við tókum því oftast vel og þá flæddi brosið yfír allt andlitið og varð eitt sólskinsbros. Ég man þegar við hjónin komum frá Spáni, þá gáfum við honum hálsmen með nafninu hans, það þakklæti sem við fengum frá honum því gleymum við aldrei. Eftir tvö ár fluttu foreldrar hans, þau ágætu hjón Þórunn Sveins- dóttir sem var ættuð úr Höfnum og maður hennar Jóhann Sig- urbergsson, út í Hafnir þar sem hann starfar nú við fískeldisstöðina ”Sjóeldi og er oddviti Hafnarhrepps. Eftir flutning þeirra hjóna með bömin út í Hafnir rofnuðu þessi góðu samskipti okkar um tíma, en forlögin höguðu þvf svo til að við hjónin áttum skyldur við Hafnir. Móðir mín átti Kotvog í Höfnum sem var nýkominn úr leigu. Fórum við hjónin að fara út í Hafnir til þess að hlú að gömlum bæjar- húsum, fór þá Sigurbergur að venja komur sínar til okkar niður í Kot- vog til þess að endumýja vináttuna. Svo líða árin, vináttan helst, svo kom að því að við hjónin byggðum íbúðarhús í Höfnum og fluttumst í byggðarlagið. Sigurbergur virtist ánægður með það því oft hittumst við, hann stopp- aði oft bifreið okkar hjóna því ferðir vom tíðar á milli Hafna og Keflavík- ur. Sigurbergur vann fyrir pabba sinn á síðasta sumri við að vitja laxakvíar í Ósabotnum. Hann fór oftast gangandi til þessara verka þótt það teljist langt að fara, það em um sex km fram og til baka. Það skemmtilega við það að hann vissi svona hémmbil hvenær við hjónin komum heim úr vinnu, var að oft stóð hann við vegkantinn og beið okkar, það var orðin viðtekin venja hjá konu minni ef Sigurberg- ur var ekki á veginum þá skyggðist hún eftir honum og ef við sáum hann vera að róa upp í ijöru eða út á ósum þá biðum við eftir honum. Okkur var mjög hlýtt til hans og höfðum gaman af ölium samskipt- um við hann, síðasta samtal okkar var föstudaginn fyrir slysið, þá stóð Sigurbergur við húsið Bræðraborg og var að bíða eftir bifreið til Njarðvíkur. Við hjónin vomm að koma úr vinnu það kvöld, ég stopp- aði bílinn og spurði hann hvert hann væri að fara, hann sagðist vera að skreppa til Njarðvíkur. Þá spurði ég hann svona í gríni, því það gerði ég oft, hvort hann vildi bara ekki koma með mér, ég skyldi aka honum heim. Þá brosti hann þessu sérkennilega brosi sem flæddi yfír allt andlitið, nei nú er ég að fara aðra leið en þú, það var orð að sönnu því þetta vom hans síðustu orð við mig. Einhvemtímann fömm við þessa leið, þá veit ég að Sigurbergur situr við hægri hönd Guðs til þess að dæma lifendur og dauða, tilgangur Guðs hlýtur að vera með köllun ungs drengs að ætla honum mikið. Við hjónin vottum Þómnni, Jó- hanni, Helgu, ömmu, afa og nánustu ættingjum okkar dýpstu samúðarkveðjur. Bogga og Björgvin Lúthersson Hópur ungmenna frá Gmnnskóla Njarðvíkur lagði af stað í skíðaferð miðvikudaginn 4. mars. Hópurinn var glaður og kátur að leggja upp í þessa ferð, ferð sem allir höfðu hlakkað til að fara í. Þetta var hefð- bundin skólaferð og átti allt að ganga vel að venju. Nokkm eftir að lagt var af stað berst sú fregn að einn úr þessum glaðværa hópi, Sigurbergur Sv. Jóhannsson, hafí orðið fyrir alvar- legu bílslysi, svo alvarlegu, að hann lést af völdum þess föstudaginn 6. mars. Sigurbergur var sonur hjónanna Þómnnar Sveinsdóttur og Jóhanns G. Sigurbergssonar og bjó á Gmnd í Höfnum. Hann ólst upp hjá for- eldrum sínum ásamt eldri systur. Sigurbergur gekk í Gmnnskóla Njarðvíkur frá því hann var sex ára gamall og var hann nú kominn í 7. bekk skólans. Við þekktum hann því mjög vel. Hann var vinsæll meðal starfsfólks skólans og félaga sinna enda var hann með afbrigðum léttur, kátur og skemmtilegur pilt- ur. Hann átti fallegt bros sem yljaði — og varla man ég eftir Sigurbergi öðmvísi en með bros á vör, og hnyttinn var hann í tilsvömm svo eftir var tekið. Við töldum víst að framtíð hans væri björt, enda vart við öðra að búast. En skyndilega er klippt á lífsstreng þessa unga manns, hann er hrifínn burtu frá okkur og við stöndum eftir höggdofa. Við spyijum í ráðaleysi hvers" vegna og við vitum að fátt verður um svör. Við vitum það eitt að vin- ur og félagi hefur verið kallaður burtu, piltur sem hafði alla burði til þess að verða hinn vænsti maður. Það er ekki óeðlilegt að hópurinn allur horfí fram á veg og spyiji: Hver ræður? Hvemig má slíkt ger- ast? Jóhann S. Hannesson segir í einu kvæða sinna: „Við spyijum Drottin hvers vegna hann hafi það dularfulla verklag að kalla svona vænan vinnumann af velli heim á bæ um miðjan dag.“ Stundum er sagt að guðimir elski þá sem deyja ungir. Mér er hins vegar ljóst að litla huggun er að sækja í þessi orð. En lífíð er margslungið og sumir segja að gleðin og sorgin vegi salt í lífí okkar. Við vitum, sem betur fer, aldrei hvar er næst barið að dymm, hvar sorgin kveður dyra. Slys gerir aldr- ei boð á undan sér. Hér varð sá atburður sem enginn gat komið í veg fyrir. Það er átakanlegt og sárt, en við verðum að horfast í augu við þá staðreynd. Foreldmm og Helgu Bimu sendi ég einlægar samúðarkveðjur og ég vona og bið að Guð gefi þeim styrk til þess að standast þessa raun og geta tekist á við hana. Kahlil Gibran segir: „Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín.“ Við, nemendur og starfsfólk Gmnnskóla Njarðvíkur, sendum aðstandendum og öllum þeim sem um sárt eiga að binda einlægar samúðarkveðjur. Við eigum öll ljúfar minningar um hann Sigurberg. Gylfi Guðmundsson Minning: Þorsteinn J. Guðbrands- son á Loftsölum Þann 7. mars lést á dvalarheimil- inu Hrafnistu í Reykjavík Þorsteinn Jón Guðbrandsson, fyrrverandi vitavörðuf" á Dyrhólaeyjarvita, og bóndi á Loftsölum í Mýrdal. Hann fæddist 30. október 1904 og var fímmta bam þeirra hjóna Elínar Bjömsdóttur og Guðbrandar Þorsteinssonar, þá bónda og vita- varðar á Loftsölum, og fyrsti sonur þeirra. En fímmtán urðu þau böm- in hjónanna á Loftsölum sem komust til fullorðinsára, þrír synir og tólf dætur. Stórt skarð er nú komið í þann hóp og fallin í valinn enn einn meiðurinn af þeim stofni dugnaðar- og myndarfólks. Eftir lifa nú sjö systur. Þorsteinn var vel greindur, fríður sínum, hár og grannur, alltaf snyrtilegur til fara, skemmtilegur í góðum hópi. Hann ólst upp í stómm systkinahópi og má geta þess til að þar hafí oft verið glatt á hjalla við leiki og störf. En alvara lífsins og baráttan fyrir brauðinu, hörð og óvægin, mótaði þau systkinin, þau urðu að fara að vinna strax og þau gátu. Sum þeirra vom send í vist eða fóstur til ættingja eða venslafólks um lengri eða skemmri tíma, það er næstum því óskiljanlegt nútíma- fólki hvemig hægt var að koma til manns svo stómm bamahópi. Þor- steinn fór snemma að vinna fyrir sér, hann fór ungiingur til Vest- mannaeyja og vann þar við almenn vertíðarstörf nokkrar vertíðir eins og algengt var um unga menn á þeim ámm. Eins og mörg önnur sveitaböm, alin upp við lífríki náttúrannar, hafði hann alla tíð mikið yndi af kindum og þekkti allar sínár ær jafnvel með nöfnum. Það vom hon- um ánægjustundir, þegar hann á vorin var að hjálpa ungviði í heim- inn, eða fara til kindanna upp fyrir læk. Þegar farið var í smala- mennsku haust og vor þá var það ævintýraland heiðannaogfjallanna, gleðin yfír að hafa nú sigrað þessa og þessa ána, sem áttu hug hans allan. Þorsteinn hafði alltaf mikið dálæti á bömum og var sérstaklega bamgóður maður, enda hændust þau að honum, hvort sem þau dvöldu lengur eða skemur á Loftsöl- um. Hann hafði alltaf nægan tíma til að rabba við smáfólk og næman skilning á, hvað því kom. Ég sem rita þessar línur var alin upp hjá móðursystkinum mínum á Loftsölum, þau vom mér uppalend- ur hvert á sinn sérstaka hátt, sem bam var ég mjög hænd að Þor- steini, ég varð helst að vera með í öllu sem hann gerði, upp á Bjalla til að taka veðrið, vestanundir í lambhúsið, og það var stundum löng bið eftir honum þegar hann fór að kveikja á vitanum. A Leimnni hljóp ég á móti honum, enda þá orðið stutt í að spila rommý og marías við olíulampaljós á baðstofunni eða láta mig lesa og læra hjá sér við skrifborðið. Það var líka þama við skrifborðið sem við samræmdum okkar pólitísku skoðanir, við kusum bæði Olaf Thors. Svo fékk ég líka einu sinni að koma með honuin suður í vita og gista eina nótt. Þess- ar minningar em mér allar ljóslif- andi og sýna innræti frænda míns. Ég tel það lán fyrir mig sem bam og ungling að hafa notið samvista og leiðsagnar þeirra systkina. Árið 1927 var reistur nýr viti á Dyrhólaey og ári síðar var settur þar upp radíóviti. Um það leyti fór Þorsteinn í Loftskeytaskólann í Reykjavík og eftir vem sína þar tók hann alfarið við vitavarðarstarfínu, og gegndi því til ársins 1978, rétt fímmtíu ár. Einnig var um margra ára bil á Loftsölum veðurathugun- arstöð sem Þorsteinn sá um, hann var glöggur á veður eins og kindur og oft var minnst á að betur sæi hann sjólagið við Dyrhólaey en margur annar, enda kom það hon- um vel við að stýra skipinu Svanin- um sem hann tók við formennsku á eftir föður sinn. Á Loftsölum var starfsvettvang- ur Þorsteins við búskap og vita- vörslu. Hann kvæntist aldrei en eignaðist tvær dætur með Ragn- heiði Klementsdóttur. Ég efast um að það hafi verið hans draumur að gerast bóndi þó að það yrði svo, en hann tók við búi af foreldram sínum, ásamt þeim Þómnni og Bimi, sem bæði em látin fyrir aldur fram. Eins og áður sagði var Þor- steinn vitavörður í hálfa öld, þar var ekki starf fyrir neinn aukvisa, það varð að standa sig í því að hafa ljósið á vitanum í lagi fyrir sæfarendur, það mátti ekkert slaka á, það varð að fara og kveikja á vitanum hvemig sem veðrið var, fótgangandi yfír villugjaman sandinn, yfír brothættan ísinn á ósnum, upp skollastíg snarbrattann og viðsjálverðan í vondu veðri. En það varð að lýsa þeim sem á sjónum vom, svo ekki sigldu þeir í strand. Þorsteinn rækti þetta starf af mik- illi samviskusemi og ósérhlífni og lagði sig oft í hættu til að sinna því sem hann hafði tekið að sér. Umgengni hans um vitann var al- veg einstök, þar var allt í röð og reglu og snyrtimennskan hvarvetna bar manninum vitni sem þar réði ríkjum. Honum þótti vænt um þetta starf og lagði sinn metnað í að hafa það í sem bestu lagi. Þama á eyjunni var hann kóngur í ríki sínu, þetta bjarg sem er út- vörður íslands, þessi óravíðátta sem fyrir augun ber, áhrif frá ólgandi brimöldunni þegar hún brotnar óbeisluð við þjargið á vetrardögum, eða líður hægj. og meinleysislega inn á Qömsandinn á sumardögum. Þessi stórbrotna náttúra og fijáls- ræði hugans í einvemnni hafði sín mótandi áhrif á frænda minn. Hann var fastur fyrir eins og þjargið í lffsins sjó og fór sfnar eigin leiðir, hann hafði sínar skoðanir og duttl- unga sem samferðafólki hans ‘4- sE.' - s te&SZI&H Vegir Guðs em órannsakanlegir, hvers vegna er ungur og flörmikill drengur í blóma lífsins kallaður svo skjótt yfir landamæri lffs og dauða? Sigurþergur frændi okkar og vinur er dáinn. Það var okkur harmfregn að vita að við sæjum aldrei lífsglaða og brosmilda frænda okkar aftur. Sárt er til þess að hugsa að ekki verði framar bankað á dymar og kallað „hæ“ þetta er ég. Má ég ekki bíða. héma smá stund þangað til pabbi eða mamma koma til að sækja mig? En þar sem Sigurbergur átti heima í Höfnum, en sótti skóla í Njarðvík, var hann aufúsugestur á heimili okkar. Nú höfum við að- eins þessar góðu minningar til að ylja okkur við, en þær em sá fjár- sjóður sem enginn getur frá okkur tekið, né nokkur skuggi fallið á. Við ljúkum þessum fátæklegu kveðjuorðum með þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast Sigurbergi. Drottinn blessi minningu hans. Elsku Þómnn, Jói og Helga, megi Guð styrkja ykkur og blessa. Guðný, Haddi, Heimir, Valdís, Omar og Helena. Margs er að minnast margt er hér að þakka Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna, guð þerri tregatárin stríð. (Hallgrímur Pétursson). í dag kveðjum við elskulegan frænda og vin, Sigurberg S. Jó- hannsson, semjarðsetturverðurfrá Njarðvíkurkirkju. Þungt verður að sjá á eftir lífsglöðum og sérstaklega bamgóðum frænda okkar með hýra fallega brosið sem ávallt var svo stutt í. Við þökkum fyrir allt, minn- ingin um góðan vin lifír í hjörtum okkar. Við biðjum góðan Guð að styrkja ykkur, elsku Þórann, Jói og Helga Bima, í ykkar þungbæra sorg. Augu þín sáu mig, er ég enn var ómyndað efni ævidagar voru ákveðnir og allir skráðir í bók þína. Aður en nokkur þeirra var til orðin. En hveisu torskiídar etu mér hugsanir þínar, ó Guð. (139. Davíðssálmur). Gunnhildur og fjölsky lda reyndist oft erfítt að umbera seinni árin, hann bar ekki sínar hugsanir á torg. En sjálfsagt hefur einhver- staðar brostið strengur í hans björtustu vonum, og heldur en bug- ast lét hann bijóta á sér öldur vályndrar veraldar. Lokaði sig inni í sínum heimi, eyjan var ríki hans, þar var hann kóngur um stund, bærinn heima á Loftsölum skjól hans. Að koma heim að Loftsölum til þeirra systkina var sem tíminn hefði stansað, ekkert fjölmiðlafár eða kapphlaup eftir þægingum nútfm- ans, þar hafði í rauninni ekkert breyst þó árin liðu. Þar var alltaf tekið vel á móti frændfólki og vin- um, nógur tími til að ígmnda lífíð og tilvemna. Á haustdögum 1972 veiktist Bjöm bróðir þeirra af krabbameini og lést hann vorið eft- ir. Þau Þómnn og Þorsteinn héldu áfram búskap og vem sinni á Loft- sölum, en heilsan var farin að bila hjá þeim báðum. Þorsteinn hafði lent í slysi fyrir allmörgum ámm og var aldrei samur maður eftir, en með hjálpsemi góðra nágranna og frændfólks var þeim gert kleift að vera áfram heima um stund, eða þar til Þómnn varð að fara á Vífils- staðaspítala til dvalar, og lést hún þar árið 1984, eftir rúmlega árs- vist. Þorsteinn var þá einn eftir og vom nú kraftar hans á þrotum, fór hann þá fyrst í sjúkrahús í Reykjavík, Guðbjörg systir hans tók hann svo til sín um tíma. Reyndust þau Daníel honum frábærlega vel í öllum hans veikindum, eins og reyndar alla tíð. Síðustu árin dvaldi Þorsteinn á Hrafíiistu og andaðist þar. Útför hans fer fram frá Skeið- flatarkirlqu í dag, 14. marz. Ég bið algóðan Guð að geyma hann vel. Hrafnhildur Stella Stephens
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.