Morgunblaðið - 14.03.1987, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 14.03.1987, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. MARZ 1987 Minning: Ólafur Ormsson bóndi Hjalla Fæddur 30. ágúst 1893 Dáinn 28. febrúar 1987 Þeim, sem litu dagsins ljós á öld- inni sem leið og þrauka í hinni „Qölmennu lestaferð að líkstaða tjaldstað", fer vitaskuld fækkandi með hveiju ári. Einn þeirra, sem nú hefur lokið langri jjöngu sinni, er föðurbróðir minn, Olafur Orms- son. Hann lézt í Sjúkrahúsi Kefla- víkur 28. febrúar sl., rúmlega 93 ára að aldri. Er hann næstsíðastur átta systkina, sem upp komust, er kveður þennan heim. Eftir lifír syst- ir í Keflavík, Sveinbjörg, sem komin er á 98. aldursár. Mjög hár aldur hefur verið kynfylgja þessa fólks, og margt af því komizt á tíræðisald- ur. Ekki verður þetta rakið nánar hér, enda kunnugt öllum þeim, sem til þekkja. Enginn hefur samt enn komizt á hærri aldur en amma þess- ara systkina, Vilborg Stígsdóttir frá Langholti í Meðallandi, en hún var nær 99 ára, þegar hún lézt árið 1912, og þá elzt íslendinga að ég hygg- Olafur Ormsson var fæddur 30. ágúst 1893 í Efri-Ey í Meðallandi og yngstur sinna systkina. Foreldr- ar hans voru hjónin Guðrún Ólafs- dóttir frá Eystri-Lyngum í Meðallandi og Ormur Sverrisson frá Grímsstöðum í sömu sveit. Stóðu að honum kunnar ættir þar austur frá, þótt hér verði ekki raktar. Hann bar nafn afa síns, Ólafs Sveinssonar á Eystri-Lyngum. Ólst Ólafur upp með foreldrum sínum, sem höfðu búið f uppbænum í Efri- Ey frá 1887 og bjuggu þar til ársins 1905, er þau fluttust búferlum allar götur út yfír Mýrdalssand og sett- ust að á Kaldrananesi í Mýrdal þá um vorið. Það gefur að skilja, að slíkir búferlaflutningar voru ekki gerðir að gamni sínu, heldur brýnni þörf, enda landþröngt í Meðallandi um þær mundir og enginn auður í búi. Samt munu þau Guðrún og Ormur hafa komizt allvel af og allt- af verið fremur veitandi en þurf- andi. Hefur Ólafur lýst flutningi þeirra út í Mýrdal á mjög skemmti- legan og fræðandi hátt í endur- minningum, sem hann ritaði um foreldra sína, þegar hann var kom- inn á níræðisaldur. Ólafur var á tólfta ári, þegar hann sezt að með fjölskyldu sinni í nýju umhverfi og í flestu mjög ólíku því, sem hann hafði vanizt á sléttlendi Meðallands fjarri fjöllum og giljum. Á Kaldrananesi dvelst hann svo með foreldrum sínum og þremur systkinum, Sverri, Guðrúnu og Ormi, því að Sunnefa varð eftir í Meðallandinu og á þar afkomend- ur. Þá voru farin að heiman Jón, Eiríkur og Sveinbjörg. Þau héldu samt alltaf sambandi við Kaldrana- nesheimilið, enda búsett í Mýrdaln- um um þær mundir. Hér verður saga Ólafs ekki rakin nákvæmlega, en hann vann foreldrum sínum og heimili þeirra allt, er hann mátti, rúmlega næsta áratug eða þar til hann festi ráð sitt og hóf búskap á eigin spýtur. Ólafur kvæntist Guðrúnu Jak- obsdóttur frá Skammadalshól í Mýrdal 20. maí 1917, og hófu þau búskap á Kaldrananesi í sambýli við foreldra hans og Sverri, bróður hans. Ekki kann ég að greina frá þessum árum, en ljóst má vera, að búskapur hefur verið óhægur þar fyrir þijár fjölskyldur. Hér fæddust þeim og þijú böm með árs milli- bili: Ormur 1918 og tvíburasystum- ar Guðrún og Solveig 1919. Vafalaust hefur þetta ýtt mjög á hin ungu hjón um að útvega sér annað og rýmra jarðnæði. Og nú fluttist Olafur með konu sína og bömin ungu árið 1920 og það lengri leið en árið 1905, er hann fylgdi foreldrum sínum út í Mýrdal. Þau héldu alla leið suður á Rosmhvala- nes. Settust þau fyrst að á Gmnd á Miðnesi, en þar keypti Ólafur lítið þurrabúðarhús. Um þetta leyti höfðu systir hans, Sveinbjörg, og Eiríkur Jónsson, maður hennar, tekið sér bólfestu á þessum slóðum. Ekki varð dvölin löng þama, því að árið eftir tók Ólafur á leigu hluta af Kirkjuvogi í Höfnum, sem mun hafa nefnzt Eystra-Norðurhús. Þar var torfbaðstofa gömul og húsa- kynni eftir því. Ekki gátu þau því orðið til frambúðar. En nú dundi mikil ógæfa yfír þessa ungu flölskyldu. Spánska veikin svonefnda, sem heijaði mest á landsmenn árið 1918, barst suður í Hafnir sumarið 1921. Lögðust þau hjón bæði f veikinni og eins sonur- inn, en dætumar sluppu. Húsmóðir- in féll í valinn, og lengi var víst tvísýnt um líf þeirra feðga. Við getum rétt aðeins ímyndað okkur ástand heimilisins, þegar móðirin unga var horfín frá komungum bömum sínum og manni og það í lok þess hildarleiks, sem færði dýrtíð og margs konar erfíðleika jrfir íslenzku þjóðina. Og engar voru þá bamabætur eða almannatrygg- ingar við að styðjast. Fljótlega rættist samt úr og að nokkru ieyti með aðstoð ættingja og vina, en hætt er við, að frændi minn hafí æ síðan borið duldan harm í bijósti, þótt meðfæddur trú- arstyrkur og eins glaðsinni hans hafí fleytt honum yfír þessi örðugu ár. Hann gat setið áfram á jörð- inni, og nú var hafízt handa við að reisa þar bæ að nýju. Ekki var hann háreistur, en notalegur fyrir fjölskylduna. Jafnframt skírði Ólaf- ur bæinn og nefndi Hjalla. Þá varð hann svo heppinn að fá fyrir bú- stým mikla ágætiskonu, Sigríði Bjömsdóttur, ættaða úr Húnaþingi, sem var ekkja eftir Ketil Magnús- son í Höfnum. Vann hún heimilinu síðan innanstokks allt, er hún mátti, og gekk bömunum í móður- stað að svo miklu leyti sem slíkt er hægt. Ólafur rak búskap í Höfnum og það þó nokkum um rúma tvo ára- tugi. Hafði hann að jafnaði tvær kýr og á stundum yfír hundrað flár. Jafnframt stundaði hann sjó og reri um fjölda ára með Magnúsi Ketilssyni, syni bústýru sinnar. Þegar bömin uxu úr grasi stofn- uðu þau sfn eigin heimili. Sonurinn, Ormur, settist að í Reykjavík og hefur um áratugi verið starfsmaður Flugfélags íslands og siðar Flug- leiða. Fyrri konu sína, Jónu Am- fínnsdóttur, missti hann eftir stutta sambúð. Síðari kona hans er Alfa Guðmundsdóttir. Dætumar giftust báðar mönnum úr Höfnum og dvöldust þar áfram. Solveig og maður hennar, Guðjón Jónsson, bjuggu á Hjalla í sambýli við þau Olaf og Sigríði. Árið 1943 fluttust þau svo öll til Keflavíkur, en þar höfðu þau Solveig og Guðjón reist hús á Heiðarvegi 19A. Sigríður lézt svo nokkrum árum síðar í hárri elli, en Ólafur bjó þar áfram í íbúð sinni. Stundaði hann lengi vinnu á ýmsum stöðum, enda yfírleitt heilsugóður og alla tíð vinnusamur. Tók heilsu hans ekki að hraka neitt að ráði fyrr en hann var kominn um nírætt. Hin allra síðustu árin var hann hjá Guðrúnu og manni hennar, Björgvini Þorsteinssyni, en þau vom löngu áður einnig komin til Keflavíkur. Ólafur naut mikils ástríkis af hálfu bama sinna og bamabama og átti með þeim góða elli og þá ekki sízt að sumarlagi í bústað, sem hann keypti fyrir nokkmm áratug- um í landi Lækjarbotna fyrir ofan Reykjavík. Er ég sannfærður um, að bömin hafa aldrei talið sig geta fullþakkað föður sfnum það, sem hann hlaut að verða þeim eftir móðurmissinn. Með fyrstu bemskuminningum mínum em ferðir suður í Hafnir til Óla frænda og fjölskyldu hans. Síð- an em liðin rúm 60 ár. Framfarir í vegagerð á jafnstuttri leið og milli Reykjavíkur og Hafna hafa orðið slíkar, að tæplega er við að búast, að ungt fólk nú á dögum trúi því, hvemig málum var þá háttað. En fyrir okkur, sem þá vomm að vaxa upp, var þetta heilt ævintýri. Ég hygg, að ferð þangað suður hafí tekið allt að þremur stundum, og þó varð ekki komizt alla leið. Bílferðin endaði í svonefndum Ósa- botnum. Vafalaust hefur faðir minn áður haft samband við bróður sinn, þvf að oft kom Hjallafólkið á móti okkur inn í Ósabotna og gekk svo með okkur síðasta spölinn heim f bæinn. Hefur sú ganga verið allt að hálftíma. Allt rennur þetta fyrir mér sem mynd á tjaldi, og sé ég fyrir mér þá gleði, sem skein úr andlitum allra við endurfundi. Enda þótt húsakynni væm lágreist ríkti þar gestrisni og glaðværð innan dyra og hlýju húsbænda lagði til þeirra, sem að garði bar. Á þessum ámm var oft haldið suður f Hafnir, enda batnaði vegurinn óðum og tím- inn styttist þangað suður eftir. Svo kom óli frændi oft í heimsókn hing- að inn í Reykjavík og bömin líka. Þeir bræður vom einkar samrýndir, enda líkir um margt. Héldust þess- ar heimsóknir, meðan báðir lifðu og raunar ailt til hinztu stunda Ólafs, því að hann heimsótti áfram móður mína aldraða, meðan hann hafði þrek til. Var hann alla tíð mikill aufúsugestur á heimilum okkar, enda skemmtinn vel og glað- ur í allri framgöngu. Var ekki alltaf farið snemma að sofa, þegar hann gisti hjá okkur. Þá sagðist Ólafí vel frá löngu liðnum atburðum og átti auðvelt með að tjá sig. Svo var ekki síður í rituðu máli og rithönd hans var bæði mjög skýr og áferðar- falleg, svo sem sjá má á því, sem hann lætur eftir sig í rituðu máli. Frændi minn kunni mikið af kvæðum og sálmum og hafði ágæta söngrödd. Söng hann líka um mörg ár við kirkju sína í Höfnunum. Minnist ég margra stunda með hon- um, þegar ég af litlum tilþrifum lék fyrir hann sálmalög á orgelið mitt og hann söng með. Varð þetta nán- ast fastur liður, þegar hann kom í heimsókn. Og þegar ég nú að leiðar- lokum læt hugann reika til liðinna ára heyri ég óminn af söng hans fyrir eyrum mér og eins af hvellum hlátri, þegar hann hafði sagt eitt- hvað hnyttilegt. Er ánægjulegt að eiga þessar minningar í sjóði, og fyrir þær þakka ég og öldruð móð- ir mín ásamt fjölskyldu minni nú þegar leiðir skilur. Um leið sendum við bömum Ólafs og öðrum niðjum hans og venzlafólki samúðarkveðjur á viðkvæmri skilnaðarstund. Enda þótt við frændur værum ekki að öllu sammála um það, hvað við tekur að leiðarlokum, á ég ekki aðra ósk heitari honum til handa en hann hafi hitt vini í varpa, þeg- ar hann lauk göngu sinni með okkur laugardaginn 28. febrúar síðastlið- inn. Jón Aðalsteinn Jónsson Með nokkmm orðum langar mig að þakka föðurbróður mínum, Ólafi Ormssyni, samfylgdina og þá vin- áttu, sem hann ætíð sýndi mér. Þegar ég nú hugsa til frænda míns datt mér í hug, að hann naut aldrei neinnar samfelldrar skólagöngu, en „veldur hver á heldur". Þessi gagnmenntaði, óskóla- gengni maður skilur ekki aðeins eftir góðar minningar, heldur einnig ritgerðir helgaðar minningu for- feðra sinna og foreldra; verk, sem munu erfast mann fram af manni í fjölskyldum okkar. í þessum ævi- sögum, þar sem virðingin fyrir þessu óeigingjama, sístarfandi fólki skín út úr hveiju orði, er svo vand- að til alls, að allt var borið saman við heimildir, þannig að ávallt komi það fram, sem sannast reyndist. Að vera færðar slíkar gjafir, fleiri hundmð. handskrífaðar síður, verð- ur ekki þakkað með orðum. Mér kemur einnig í hug, að þeim fækkar óðum, aldamótamönnunum, sem tóku við mögru búi á nær veg- lausu landi og skiluðu af sér til afkomenda sinna þeim gnægtum, er við þekkjum í dag. Ólafur frændi minn var einn þessara manna. Hann gekk ár eftir ár austan úr Meðal- landi til Suðumesja, en þar reri hann margar vetrarvertfðir, eins og flestir hans sveitungar. Allt viðbit var borið á sjálfum sér yfír ein verstu vatnsföll þessa lands. Að heyra þá bræður ræða þessar ferð- ir sýndi best það æðruleysi, sem þeir áttu til að bera, því það var sammerkt með Ólafi og hans systk- inum að gera ávallt meiri kröftir til sjálfs síns en annarra. Systur mínar senda bestu kveðjur og öll biðjum við Guð að blessa minningu Ólafs Ormssonar. Karl Eiríksson Á kveðjustundu er mér fyrst og fremst hugsað til þess hvað hann var mér góður alla tíð minn kæri alnafni og afí. Ég var bam að aldri þegar mér var komið fyrir suður í Keflavík eftir að móðir mín lést eftir langvarandi veikindi, rétt rúm- lega þrítug, í blóma lífsins. Ég hef fyrir því heimildir að fyrst og fremst óskaði hún þess að mér væri komið fyrir hjá fólki sem hún treysti og vissi að er vandað og vel að guði gert, Guðrúnu Ólafsdóttur og föður Guðrúnar, Ólafí Ormssyni, Eg var ekki hár í lofti þegar ég kunni bet- ur að meta þau, ásamt föður mínum, en annað fólk. Minningar um afa frá því ég er að alast upp suður í Keflavík munu fylgja mér alla tíð. Hvergi kunni ég betur við mig en í herbergi afa f íbúð Sólveig- ar og Guðjóns á Heiðarvegi 19a. Þar var oft gestkvæmt og stundum litu inn gamlir vinir afa og félagar úr Höfnum til að riíja upp gamlar minningar frá horfnum dögum. Afí var einstaklega minnugur á menn og atburði. Gat rakið atburðarás og sagt svo skemmtilega frá að því gleymi ég aldrei. Hann sagði ekki einungis frá árunum í Höfnum held- ur einnig fyrir austan, í Vestur- Skaftafellssýslu. Hann sagði frá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.