Morgunblaðið - 14.03.1987, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 14.03.1987, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. MARZ 1987 Útvarpsráð: Sjónvarp alla daga tímabært ÚTVARPSRÁÐ samþykkti á fundi sínum i gær tillögu þess efnis, að tímabært sé að hefja undirbúning þess, að sjónvarpað verði alla daga vikunnar. Þess er jafnframt farið á leit við út- varpssijóra að áætlaður verði kostnaður við fölgun útsending- ardaga úr 6 í 7. Markús Örn SAMGONGUR hingað í Austur- Barðastrandarsýslu hafa verið góðar. Vestfjarðaleið hefur hald- ið uppi góðri þjónustu og að undanförnu hafa verið fjórar ferðir í viku. Hér fækkar fólki ár frá ári og er nú svo komið að Vestfjarðaleið vill fækka ferð- um hingað um helming. Er mikil óánægja með það í sýslunni. Jóhannes Ellertsson sérleyfishafi sagði í samtali við fréttaritara, að við uppgjör um síðustu áramót, hefði komið í ljós að rútumar hefðu ekki nema 24 krónur á hvem ekinn kílómetra, en 20 sæta rúta mætti taka 47 krónur á ekinn km og 32 sæta mætti taka 56 krónur, sam- kvæmt gildandi töxtum. Árið 1985 sagðist hann hafa veitt 740 þúsund krónum í auglýsingastarfsemi og 1986 hefði upphæðin numið 640 þúsund krónum. Hann sagði að auglýsingamar hefðu borið árangur og væri mikið um að útlendingar Antonsson, útvarpsstjóri, segir, að afnotagjöld hljóti að þurfa að hækka, eigi fjárhagslegur grunnur að vera fyrir sjónvarpi á fimmtudögum. Markús Öm sagði í samtali við Morgunblaðið, að í samræmi við samþykkt útvarpsráðs yrði athugað nákvæmlega hve mikið kostnaður notuðu sér þessar ferðir. En vorið og haustið væru aftur á móti erfíð- ur tími. í rútunum hefur verið leiðsögumaður, sem hefur aukið mjög á gildi ferðanna. Vestflarðaleið hefur nú sótt um endumýjun sérleyfísins og verður það bundið við tvær ferðir á viku. Það er mjög bagalegt vegna þess að margt fólk vill nota helgarferð- imar til að skreppa í bæinn og nemendur til þess að koma heim til sín. Vitað er að forráðamenn sjóðs, sem styrkir vetrarsamgöngur í dreifbýli, hafa ekki verið til við- tals, enn sem komið er, um að veita styrk til að halda uppi þessum sam- göngum. Oddviti Reykhólahrepps, Guð- mundur Ólafsson á Gmnd, sagði í stuttu samtali, að Vest^arðaleið hefði þjónað svæðinu vel en það væri mikil afturfor ef ferðum fækk- aði. Fækkun ferðanna væri skerð- ing á ferðafrelsi fólks. Sveinn ykist við fjölgun útsendingardaga. Að undanfömu hefði þetta verið kannað lauslega, meðal annars mið- að við núverandi mannafla sjón- varpsins og þá hefði það virzt ókleift og einnig með tilliti til upphæðar afnotagjalda og ijárhagsstöðu Ríkisútvarpsins. Hins vegar væri tímabært að gera raunveemlega kostnaðaráætlun og síðan mætti taka ákvarðanir í kjölfar þess. Fjölgun útsendingardaga hlyti að kalla á hækkun afnotagjalda vegna aukins kostnaðar með aukinni þjón- ustu og líklega þyrfti ennfremur að fjölga starfsfólki. Það var Eiður Guðnasson, al- þingismaður, sem lagði tillöguna fram, en hún er svohljóðandi: „Á tímum harðandi samkeppni í út- varpsrekstri er Ríkisútvarpinu biýn nauðsyn að treysta stöðu sína og bæta þjónustu við landsmenn alla. Frá því að sjónvarp hófst fyrir rúm- lega 20 áram hefur ekki verið sjónvarpað á fimmtudögum. Út- varpsráð telur, að nú sé tímabært að hefja undirbúning þess að sjón- varp verði alia daga vikunnar. Ráðið fer þess á leit við útvarpsstjóra að hann láti gera áætlun um kostnað við §ölgun útsendingardaga sjón- varps úr 6 í 7. Tillagan var samþykkt með 5 atkvæðum gegn 1 og 1 sat hjá. Eftirtaldir greiddu tillögunni at- kvæði sitt: Eiður Guðnason, Inga Jóna Þórðardóttir, Jón Þórarinsson, Magnús Erlendsson og Markús Á. Einarsson. Árni Bjömsson var á móti og María Jóhanna Lárasdóttir sat hjá. Vestfjarðaleið vill fækka rútuferðimum um helming Miðhúsum, Reykhólasveit. Föstuvaka í Hafnarfjarðarkirkju FÖSTUVAKA verður haldin í Hafnarfjarðarkirkju sunnu- daginn nk., 15. mars, og hefst hún kl. 20.30. Ræðumaður verð- ur sr. Rögnvaldur Finnboga- son. Mun hann fjalla um trúarstef og helgimyndir grísk-rómversku kirkjunnar, en hugmyndaheimur hennar hefur nú sökum djúps innsæis og fegurðar auðgandi áhrif á ýmsar aðrar kirkjudeildir. Karlakórinn Þrestir, sem ný- lega varð 75 ára, mun syngja kórverk, sem sérstaklega hafa verið valin og æfð fyrir föstuvök- una. Eiríkur Hreinn Helgason baritónsöngvari mun syngja ein- söng með kómum. Söngstjóri Þrasta er Kjartan Siguijónsson. Fastan er tími íhugunar í kirkj- unni. Hún horfír þá til Krists á krossgöngunni, fómar hans og elsku, sem leið lausnar og friðar fyrir mannlífið allt. Tónar og töluð orð á föstuvöku beina athyglinni til friðar hans og blessunar sem lífsgleði skapar. Mættu sem flestir njóta góðrar stundar á föstuvöku í Hafnar- fjarðarkirkju. Gunuþór Ingason, sóknarprest- ur DÓMKIRKJAN: Laugardag: Barna- samkoma kl. 10.30. Egill og Ólafía. Sunnudag: Messa kl. 11. Dóm- organistinn leikur á orgel kirkjunn- ar í 20 mín. fyrir messuna. Sr. Þórir Stephensen. Messa kl. 14. Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir for- maður starfsmannafélagsins Sóknar prédikar. Elín Sigurvins- dóttir óperusöngkona syngur einsöng. Sr. Hjalti Guðmundsson. Eftir messuna verður kaffisala KKD á Hótel Loftleiðum. Þriðjudag 17. mars kl. 20:30 helgistund á föstu. Sr. Þórir Stephensen. ÁRBÆJARPRESTAKALL: Barna- samkoma í Foldaskóla í Grafar- vogshverfi laugardag kl. 11 árdegis. Barnasamkoma í safnað- arheimili Árbæjarsóknar sunnudag kl. 10:30 árdegis. Guðsþjónusta í safnaðarheimilinu kl. 14. Organisti Jón Mýrdal. Sr. Guðmundur Þor- steinsson. ÁSKIRKJA: Kirkjudagur safnaðar- félags Ásprestakalls. Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Ingibjörg Marteinsdóttir söng- kona syngur einsöng, Þórhallur Birgisson leikur á fiðlu og Ragna Gunnarsdóttir á selló. Veislukaffi í safnaðarheimili Áskirkju eftir messu. Föstumessa í Áskirkju mið- vikudagskvöld kl. 20:30. Sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BREIÐHOLTSPREST AKALL: Barnaguðsþjónusta í Breiðholts- skóla kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Daníel Jónasson. Sr. Gísli Jónasson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnasam- koma kl. 11. Guðrún Ebba Ólafs- dóttir og Elín Anna Antonsdóttir. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Æsku- lýðsstarf þriðjudagskvöld. Félags- starf aldraðra miðvikudagseftir- miðdag. Föstumessa miðvikudagskvöld í Hallgrímskirkju kl. 20:30. Kristniboðssamkoma fimmtudagskvöld kl. 20:30. Sr. Ólafur Skúlason. DIGRANESPRESTAKALL: Barna- samkoma í safnaðarheimilinu við Bjarnhólastíg kl. 11. Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 11. Sr. Þor- bergur Kristjánsson. ELLIHEIMILIÐ Grund: Guðsþjón- usta kl. 14. Ólöf Ólafsdóttir guðfræðinemi prédikar. Sr. Bjarni Sigurðsson þjónar fyrir altari. Fé- lag fyrrverandi sóknarpresta. Föstuguðsþjónusta miðvikudag kl. 18:10. Sr. Kristján Björnsson guðfr. FELLA- og HÓLAKIRKJA: Laugar- dag: Barnasamkoma í Hólabrekku- skóla kl. 14. Sunnudag: Barnasamkoma — Kirkjuskóli kl. 11. Ragnheiður Sverrisdóttir djákni. Guðsþjónusta kl. 14. Org- anisti Guðný Margrét Magnús- dóttir. Fundur í æskulýðsféiaginu mánudagskvöld kl. 20:30. Sr. Hreinn Hjartarson. FRÍKIRKJAN í Reykjavfk: Guðs þjónusta kl. 14. Sr. Þorsteinn Björnsson fyrrv. fríkirkjuprestur prédikar. Safnaðarprestur þjónar fyrir altari. Félagsvist í Oddfellow- húsinu sunnudagskvöld 15. mars kl. 20:00 á vegum kvenfélags Fríkirkjunnar. Allir velkomnir. Föstudag 20. mars kl. 13:30 verð- ur lagt af stað í samveru ferming- arbarna í Skálholti. Bænastundir á föstu eru í kirkjunni þriðjudag, mið- vikudag, fimmtudag, og föstudag kl. 18. Sr. Gunnar Björnsson. GRENSÁSKIRKJA: Barnasam- koma kl. 11. Barnakór Álftamýrar- skóla kemur í heimsókn. Stjórnandi Hannes Baldursson. Messa kl. 14. Organisti Árni Arin- Guðspjall dagsins: Matt. 15.: Kanverska konan. bjarnarson. Fimmtudag: Almenn samkoma kl. 20:30. Sr. Halldór S. Gröndal. HALLGRÍMSKIRKJA: Barnasam- koma og messa kl. 11. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Þriðjudag: Fyrir- bænamessa kl. 10:30. Beðið fyrir sjúkum. Miðvikudag: Föstumessa kl. 20:30. Kvöldbænir með lestri Passíusálma alla virka daga kl. 18 nema laugardaga. Kirkjan opin kl. 10—18 alla daga nema mánudaga. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Jón Bjarman. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 10. Barnaguðsþjónusta kl. 11. Sr. Arngrímur Jónsson. Messa kl. 14. Sr. Tómas Sveinsson. Föstuguðs- þjónusta miðvikudagskvöld kl. 20:30. BORGARSPÍTALINN: Guðsþjón- usta kl. 10:30. Sr. Tómas Sveins- son. KÁRSNESPRESTAKALL: Barna- samkoma í safnaðarheimilinu Borgum kl. 11 árdegis. Guðsþjón- usta í Kópavogskirkju kl. 14. Sr. Árni Pálsson. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð- brands biskups. Óskastund barnanna kl. 11. Söngur, sögur, myndir. Sr. Sig. Haukur Guðjóns- son og Jón Stefánsson sjá um stundina. Guðsþjónusta kl. 14. Prestur sr. Sig. Haukur Guðjóns- son. Organisti Jón Stefánsson. Fermingarbörn og foreldrar þeirra hvattirtil að mæta. Sóknarnefndin. LAUGARNESKIRKJA: Laugardag 14. mars: Guðsþjónusta í Hátúni 10B kl. 11. Sunnudag: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Mánudag: Æskulýðsstarf kl. 18. Þriðjudag: Bænaguðsþjónusta kl. 18. Orgeltónlist frá kl. 17:50. Píslarsagan, Passíusálmar, altaris- ganga og fyrirbænir. Sóknarprest- ur. NESKIRKJA: Laugardag: Sam- verustund aldraðra kl. 15. Sýndar verða litskyggnur frá Skotlands- ferð sl. sumar. Sr. Frank M. Halldórsson. Sunnudag: Barna- samkoma kl. 11. Munið kirkju- bílinn. Guðsþjónusta kl. 11. (Ath. breyttan tíma.) Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson. Mánudag: Æsku- lýðsstarfið kl. 19:30. Þriðjudag og fimmtudag: Opið hús fyrir aldraða kl. 13—17. Fimmtudag: Föstu- guðsþjónusta kl. 20. Sr. Guðmund- ur Óskar Ólafsson. SELJASÓKN: Barnaguðsþjónusta í Ölduselsskóla kl. 10:30. Barna- guðsþjónusta í Seljaskóla kl. 10.30. Guðsþjónusta í Öldusels- skóla kl. 14. Þriðjudag: Fundur í æskulýðsfélaginu Sela, Tindaseli 3, kl. 20:00. Sóknarprestur. SELTJARNARNESKIRKJA: Barna- guðsþjónusta kl. 11.00. Guðs- þjónusta kl. 14. Sr. Ólafur Jóhannsson prédikar og þjónarfyr- ir altari. organisti Sighvatur Jónasson. Opið hús fyrir ungling- ana mánudagskvöld kl. 20:30. Opið hús fyrir 10—12 ára þriðjudag kl. 17:30. Föstuguðsþjónusta fimmtudagskvöld kl. 20:30. Sókn- arprestur. KIRKJA ÓHÁÐA SAFNAÐARINS: Messa verður í kirkjunni kl. 14, eftir gagngerðar endurbætur. Fermingarbörn lesa ritningar- lestra. Barnastarf í Kirkjubæ meðan á messu stendur. Aðal- fundur safnaðarins verður haldinn í Kirkjubæ eftir messuna og er safnaöarfólk hvatt til þátttöku. Sr. Þórsteinn Ragnarsson. HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíla- delfía: Sunnudagaskóli kl. 11. Almenn guðsþjónusta kl. 20. Ræðumaður Guðni Einarsson. DÓMKIRKJA Krists konungs, Landakoti: Lágmessa kl. 8:30. Hámessa kl. 10:30. Lágmessa kl. 14. Rúmhelga daga er lágmessa kl. 18 nema laugardag þá kl. 14. MARÍUKIRKJA, Breiðholti: Há- messa kl. 11. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnu- dagaskóli kl. 14. Hjálpræðissam- koma kl. 20:30. Lautinantarnir Rannveigi Mari og Albert Boarnes stjórna og tala. BESSASTAÐASÓKN: Guðsþjón- usta kl. 11. Nemendur úr Álftanes- skóla og tónlistarskólanum taka þátt í athöfninni. Sóknarprestur. KAPELLAN í Garðabæ: Hámessa kl. 14. FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði: Barna- samkoma kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Altarisganga. Organisti Þóra Guðmundsdóttir. Sr. Einar Eyjólfs- son. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Barnasamkoma kl. 10:30. Munið skólabílinn. Föstuvaka kl. 20:30. Sr. Rögnvaldur Finnbogason flytur ræðu. Karlakórinn Þrestir syngur, einsöngvari Eiríkur Hreinn Helga- son baritón. Stjórnandi Kjartan Sigurjónsson. KAPELLAN St. Jósefsspítala: Há- messa kl. 10. Rúmhelga daga lágmessa kl. 18. KARMELKLAUSTUR: Hámessa kl. 8.39. Rúmhelga daga messa kl. 8. Á lönguföstu verður bænahald á hverjum sunnudegi kl. 15. INNRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Barnastarf kl. 11. Sóknarprestur. YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Sóknar- prestur. GRINDAVÍKURKIRKJA: Ferming- arfræðsla í dag, laugardag kl. 10. Fyrir 7. bekk E. Á sunnudag fellur sunnudagaskóli niður, en messað verður kl. 11. Messan verður hljóð- rituð fyrir útvarp til útsendingar 5. apríl nk. (Ath. breyttan messu- tíma.) Nk. þriöjudagskvöld kl. 20:30. Fyrirbænastund og að henni lokinni biblíufræðsla. Fjallað um efnið: Er Biblían áreiðanleg bók — getur kenningin um endurholdg- un samrýmst kristinni trú? Kaffi og umræður. Sr. Örn Bárður Jóns- son. KEFLAVÍKURKIRKJA: Sunnudaga- skóli kl. 11. Munið skólabílinn. Guðsþjónústa kl. 14. Hljóðritun fyrir útvarp til útsendingar pálma- sunnudag. Sóknarprestur. ÚTSKÁLAKIRKJA: Sunnudaga- skóli kl. 11. Sr. Hjörtur Magni Jóhannsson. HVALNESSÓKN: Sunnudagaskóli í grunnskólanum í Sandgerði kl. 14. Sr. Hjörtur Magni Jóhannsson. ÞORLÁKSKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Sr. Tómas Guðmundsson. KOTSTRAN DARKIRKJ A: Messa kl. 11. Aðalsafnaðarfundur eftir messu. Sr. Tómas Guömundsson. AKRANESKIRKJA: Laugardagur: Kirkjuskóli í safnaðarheimilinu Vinaminni kl. 13:30. Sunnudagur: Barnasamkoma kl. 11. Messa kl. 14. Skúli Svavarsson kristniboði prédikar. Altarisganga. Organisti Jón Ólafur Sigurðsson. Sr. Björn Jónsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.