Morgunblaðið - 14.03.1987, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 14.03.1987, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. MARZ 1987 PIZZA Eigum við ekki að segja, að steinaldarmaðurinn hafi fundið upp pizzuna, þegar hann blandaði saman möluðu komi og vatni og bakaði á eða milli tveggja flatra steina, sem hann hitaði í eldi. Frumstæðar þjóðir nota þessa aðferð enn þann dag í dag. En það voru Fom- Egyptar sem fundu upp og smíðuðu keilulaga steinofn, sem líkist mjög nútíma pizzuofnum. Þar bökuðu Egyptar hin kringlóttu flötu brauð, eins konar flatbrauð, með því að klessa þeim utan á ofninn, og þegar þau duttu af, tóku þeir þau upp og klesstu hinni hliðinni utan á á ofninn, þar til hið fullbakaða brauð datt af. Þó em engar sagnir til um að Egyptar hafi bakað pizzur, aftur á móti em til heimildir um að Grikkir og Rómveijar hafi bakað eins konar pizzur, sem þeir settu ólífur, hunang og ýmiss konar kryddmeti á. Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON Um árið eittþúsund vom flatkökulöguð brauð kölluð picea og síðar piza í Napólí. Pizza eins og við þekkjum hana í dag er frá því um 1700, þá vom þær seldar á götum úti í Napólí og víðar um Italíu. ítalir vom fyrstir Evrópuþjóða til að nota tómata til matar, en tóm- atar em mikið notaðir á pizzur. Tómatjurtin var allt fram á þessa öld notuð sem skrautjurt víða um Evrópu, og ávextimir kallaðir ást- arepli (loveapple). A Ítalíu reka íjölskyldur víða pizzuhús, en norðar um álfu og í Bandaríkjunum hafa heilu pizzu- keðjumar risið. En samt er og verður Napólí aðal pizzubærinn og jafnvel á Ítalíu færðu hvergi betri pizzu en í Napólí. Napólí- pizza hefur sérstakt bragð. Til þess að búa til „ekta“ pizzu þarf viðarkyntan ofn með glóð. Við getum sem hægast bakað pizzu á útigrilli og hefi ég hug á að koma með slíkar uppskriftir í sumar, þótt veður sunnanlands og viðar undanfarið sé raunar alveg nógu gott til slíkrar iðju. Fyllingu á pizzu getum við haft eins og okkur sýnist. Á Ítalíu er oftast notað tómatar, laukur, hvítlaukur, ólífur auk Mozzarella- osts. Hér höfum við ágætan ost sem er mariboostur. Algengast mun vera að nota kjöthakk á pizz- ur hérlendis, en í bókum hefi ég séð slíkar pizzur kallaðar amerísk- ar pizzur. Helsta kryddið á pizzur er oregano og basilikum, auk þess er steinselja mikið notuð og músk- at, einkum á grænmetis-, eggja- og fiskipizzur. Látið hugmynda- flugið ráða við pizzugerðina, þar má nota næstum hvað sem er. Hafa ber í huga: Við bökum yfírleitt pizzu með fyllingunni, ekki brauðið áður eins og gert var áður fyrr. Undantekn- ing er þó, ef við bökum pizzu á útigrilli, þá bökum við aðra hliðina áður en við setjum fyllinguna á hana. Hnoðið deigið í pizzu vel, óþarfí er að láta deigið lyfta sér tvisvar. Pizzusérfræðingar henda pizzunni nokkrum sinnum upp í loftið og láta hana skella niður. Þetta er gert til þess að pizzan verði þéttari í sér. Sennilega leggja fæst ykkar í að leika þá list. Notið þunna bökunarplötu til þess að tryggja það að pizzan bakist alveg í gegn. Látið pizzuna ekki vera meira en V2—1 sm á þykkt áður en hún lyftir sér. Lát- ið hana lyfta sér í 15 mínútur áður en þið setjið fyllinguna á hana. Reynið að hafa smábrún kringum pizzuna svo að fyllingin renni ekki út af henni. Setjið fyll- inguna aldrei út á brún. Borðið pizzuna strax og hún er tilbúin. Köld eða upphituð pizza er ekki góð. Þó má frysta pizzuna áður en hún er bökuð, en betra er að setja helmingi meira ger í þá pizzu sem þið ætlið að frysta. Berið allt- af hrásalat fram með pizzu. Heldur tókst illa til með þátt minn um að hvergi væri farið í hús til að flengja eins og gert var hér áður fyrr. En kona frá Kópa- skeri, Herdís að nafni, hringdi í Velvakanda og sagði að enn væri bollað á Kópaskeri. Ég er orðin svo mikið borgarbarn, að ég gerði mér ekki grein fyrir að hægt væri að gera þetta, en það er auðvitað hægt úti á landi þar sem, allir þekkjast. Annað þótti mér öllu verra, en það var að ég taldi mig muna vel þá vatnsdeigsbolluuppskrift sem ég hefí notað allan minn búskap. En þar brást mér bogalistin. Vatn- ið átti að hita með smjörlíkinu, síðan átti að setja allt hveitið út í. Því miður hafa bollumar mis- tekist hjá mörgum og þar með hjá mér sjálfri. Vil ég biðja inni- lega afsökunar á þessu. Hér birtast uppskriftir af tvenns konar pizzubotnum. Upp- skriftin nægir í 2 kringlótta botna, u.þ.b. 25 sm í þvermál eða 1 fer- kantaðan botn, sem bakaður er á meðalstórri bökunarplötu. Notið þá uppskrift, sem ykkur líst betur á. Þær henta báðar með þeim fyllingum sem birtast hér á eftir. Pizzubotn I 5 dl hveiti 1 tsk. salt 1 msk. matarolía 1 msk. þurrger 2 dl volgt vatn (35°C) 1. Setjið hveiti, salt og þurrger í skál. 2. Blandið saman 1 dl af köldu vatni og 1 dl af snarpheitu vatni úr heita krananum. Setjið út í mjölið ásamt matarolíu. 3. Hrærið vel saman í hrærivél eða hrærið í skál og hnoðið síðan. 4. Setjið bökunarpappír á bökun- arplötuna. Mótið annaðhvort 2 kringlótta botna eða fletjið út yfír alla bökunarplötuna. 5. Látið lyfta sér í 15 mínútur. Setjið þá fyllingu á botnana. 6. Hitið bakaraofn í 200°C, blástursofn í 180°C. Setjið bök- unarplötuna í miðjan ofíiinn og bakið í 25-30 mínútur. Pizzubotn II 3 dl hveiti dl heilhveiti dl hveitiklíð tsk. salt tsk. paprikuduft msk. þurrger 2 dl volgt vatn (35 °C) Notið sömu aðferð og við pizzubotn I. Rækju- og ananasfylling á pizzu. 1 hálfdós niðursoðnir tómatar 4 msk. ijómaostur án bragð- efna '/e tsk. múskat 3 harðsoðin egg 250 g rækjur, frosnar eða af- þíddar 1 hálfdós ananas í bitum eða hringjum 200 g mariboostur 1. Takið tómatana upp úr legin- um, meijið með gaffli, hrærið saman við ijómaostinn, notið V2 dl af tómatsafanum saman við. Setjið síðan múskat út í og hrær- ið vel saman. Smyijið þessu á pizzubotninn, þó ekki alveg út á brúnir. 2. Takið skumina af eggjunum, saxið þau síðan miðlungsfínt og stráið yfir tómat/ostinn. 3. Stráið rækjunum yfírbotninn. 4. Raðið ananasinum jafnt yfír. 5. Rífið ostinn gróft og stráið yfír botninn. 6. Bakið pizzuna eins og áður segir. Blaðlauks- og sveppafylling á pizzu 1 meðalstór blaðlaukur 250 g ferskir sveppir 1 meðalstór græn paprika 30 g smjör 'A tsk. salt 1 tsk. karry 1 lítil dós kotasæla 3 msk. ijómaostur án bragð- efna væn grein fersk steinselja eða 1 msk. þurrkuð 200 g mariboostur 1. Kljúfíð blaðlaukinn. Skolið hann vel undir kalda krananum. Skerið síðan í sneiðar. Notið grænu blöðin með ef þau em heilleg. 2. Þerrið sveppina vel með eld- húspappír. Þvoið þá ekki. Skerið síðan í sneiðar. 3. Takið steinana úr paprikunni og skerið í litla bita. 4. Bræðið smjörið, setjið karrý og salt út í. Sjóðið síðan blað- laukinn, sveppina og paprikuna í smjörinu í 10 mínútur. Hafíð hægan hita og gætið þess að þetta brúnist ekki. Takið af hell- unni og kælið að mestu. 5. Smyijið ijómaosti yfír pizzu- botninn, setjið síðan kotasælu yfir. 6. Setjið hálfkalt grænmetið á botninn. 7. Rífíð ostinn gróft og stráið yfir. Þó ekki alveg út á brúnir. 8. Bakið pizzuna eins og áður segir. Pylsur, beikon og epli á pizzu 1 pk. pylsur, 8-10 stk. 1 dl pizza pronto V* dl tómatsósa V4 tsk. múskat V2 tsk. oregano 2 epli, helst súr 5 stórar sneiðar beikon 200 g mariboostur 1. Skerið beikonið í litla bita og léttsteikið á heitri pönnu. Takið af pönnunni og setjið á disk. 2. Skerið pylsumar í sneiðar, u.þ.b. 1 sm á þykkt. Steikið í beikonfeitinni í nokkrar mínútur. Setjið á disk. 3. Smyijið pizza pronto og tóm- atsósu yfír pizzubotninn, stráið síðan oregano yfír. 4. Setjið pylsusneiðamar á botn- inn 5. Afhýðið eplin, stingið úr þeim kjamann og skerið í sneiðar. Raðið sneiðunum ofan á pylsu- sneiðamar. 6. Stráið beikonbitunum yfír. 7. Rífið ostinn og stráið yfír, stráið síðan múskati yfír ostinn. 8. Bakið pizzuna eins og áður segir. Hakk, sveppir og ólífur á pizzu 400 g nautahakk V2 tsk. salt V8 tsk. pipar 3 msk. matarolía 2 hvítlauksgeirar 1 stór laukur 1 hálfdós niðursoðnir sveppir 3 msk. milt sinnep 1 lítil dós tómatmauk (35 g) V2 tsk. basilikum 10 fylltar ólífur 200 g mariboostur 1. Hitið 1 msk. af matarolíu í potti. Afhýðið og saxið laukinn og hvítlaukipn og sjóðið í olíunni í 7-10 mínútur. 2. Hitið 2 msk af olíu á pönnu. Hafíð góðan hita. Steikið hakkið í olíunni þ.ar til það þomar og brúnast. Setjið þá laukinn út í það, salt, pipar og basilikum. Kælið að mestu. 3. Smyijið pizzubotninn með sinnepi og sfðan tómatmauki. 4. Setjið kjöthakkið yfír þetta. Síið sveppina og stráið þeim yfír hakkið. Gætið þess að setja þetta ekki alveg út á brún. 5. Skerið ólífumar í sneiðar og stráið yfír. 6. Rífið ostinn gróft og stráið yfír pizzuna. 7. Bakið pizzuna eins og áður segir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.