Morgunblaðið - 14.03.1987, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 14.03.1987, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. MARZ 1987 49 landbúnaði og sjósókn, atvinnuhátt- um á fyrri hluta aldarinnar, lífsbar- áttu og afkomu fólksins. Margt af þessu færði hann í letur og birti síðar í blaðinu Faxa, sem hefur verið gefíð út í Keflavík í áratugi. Það eru greinar sem eru aðgengi- legar fyrir hvem þann sem vill kjmna sér atvinnuhætti og upp- byggingu á íslandi fyrr á öldinni. Það var í herberginu á Heiðarvegi 19a í Keflavík sem ég öðlaðist þann lærdóm sem ég bý að alla tíð. Eg sótti eins og lög gera ráð fyrir bamaskóla og gagnfræðaskóla í Keflavík á sjötta áratugnum, en hið eiginlega nám sem hefur komið mér að bestum notum í lífinu sótti ég til afa. Hann var minn kennari og bjó mig betur undir lífsbaráttuna en aðrir menn og úr þeim skóla fékk ég það veganesti sem hefur dugað allt fram á þennan dag. Ég kom oft til hans á kvöldin, það var áður en sjónvarpið kom til sögunnar og nokkum veginn friður á heimil- um á íslandi. Herbergi afa var þakið bókum, bókaskápum. Afí var oft ekki fyrr kominn heim úr vinnu og hafði borðað kvöldmat en ég var sestur andspænis honum í herberg- inu. Hann blaðaði kannski um stund í bók, fletti upp á einhveiju forvitni- legu, las kafla og flutti síðan eigin hugvelqu um efnið. Það eru stundir sem verða mér ávallt ógleymanleg- ar. Afí var sjálfmenntaður. Lífið, til- brigði þess, vonbrigði og gleði var hans skóli. Hann las óhemjumikið og sótti fróðleik í sögu þjóðarinnar og hann fylgdist vel með því sem var að gerast í skáldskap hveiju sinni. Styrk sinn sótti hann í trúna. Þeir vom ekki margir dagamir sem hann fletti ekki upp í hinni helgu bók og oft ræddi hann við mig um gildi Krists, gildi þess að vera góð- ur maður, gildi kærleikans í samskiptum manna. Afí hneigðist að landbúnaðarstörfum og vann við þau á yngri ámm og auk þess fór hann margar ferðir suður með sjó og stundaði þar sjóróðra á vetrar- vertíð. Hann er rúmlega tvítugur þegar hann kynnist verðandi eigin- konu sinni, Guðrúnu Jakobsdóttur frá Skammadal í Mýrdal, sem var þrem ámm eldri, faedd árið 1890. Þau giftu sig 20. maí 1917 og árið 1920 em þau flutt suður, að Grand á Miðnesi og árið síðar í Hafnir og hefja þar búskap. Sama ár deyr Guðrún amma mín af völdum sjúk- dóms sem gekk þá nærri fjölmörg- um heimilum á Islandi. Það má nærri geta hvílíkt áfall það var afa að missa konu sína á besta aldri frá ungum bömum. Erf- iðleikar og ástvinamissir bám hann ekki ofurliði. Hann var óvenju vel gerður maður og hann stóð ekki einn þegar erfíðleikamir virtust óyfírstíganlegir. Hann hafði ekki verið lengi í hinu fámenna kauptúni þegar íbúamir vissu hvaða mann hann hafði að geyma. Hjálpsemi hans, greiðvikni og vinátta við þá sem af einhveijum ástæðum fóm halloka í lífínu var ávallt til staðar. Þar sem sorgin kom upp, þangað var afí oft beðinn að koma. Hann hafði þannig hjartalag og góðvild að hann gat linað sárar þjáningar. Þeir vom margir sem vildu eiga hann sem vin og félaga. Hann var virkur í félagsstarfí í Höfnunum, stóð fyrir húslestmm ámm saman. Hann réð til sín ráðskonu, skömmu eftir að Guðrún amma mín dó, Sigríði Bjömsdóttur, sem gekk föð- ur mínum og systmnum, Guðrúnu og Sólveigu, í móðurstað og annað- ist uppeldi þeirra eins og væm hennar eigin böm. Hún fluttist síðan með afa og Sólveigu dóttur hans og Guðjóni tengdasyni til Keflavíkur árið 1943 og lést þar árið 1948, þá komin á efri ár. Þegar leið að ævikvöldinu hafði afí yndi af að vera innan um gróður- inn, náttúrana og fylgdist með því sem var að vaxa og dafna. Það var auðvitað í beinu framhaldi af hans lífsstarfí við iandbúnaðarstörf. Hann var þeirrar ánægju aðnjót- andi að eignast sumarbústað í næsta nágrenni höfuðborgarsvæð- isins. Það var eftir að hann var kominn á eftirlaunaaldur og hvergi kunni hann betur við sig en þar með sínu nánasta skyldfólki, böm- um og barnabömum. Þar ræktaði hann landið, hlúði að gróðrinum sem óx og dafnaði og oft furðaði hann sig á því hvað gróðrinum hafði farið fram og var þá innilega glað- ur. Mörgu góðu fólki hef ég kynnst um ævina. Ólafur Ormsson, afí minn og nafni, var þannig maður að öllum sem höfðu af honum ein- hver kynni þótti vænt um hann. Lítilmagnar leituðu til hans, fólk sem fór oft að einhveiju leyti hall- oka í lífinu. Öllum reyndist hann vel, hollur ráðgjafí og sannur vin- ur. Hann gekk að allri vinnu að trúmennsku og samviskusemi. Eftir að hann flutti til Keflavíkur, vann hann lengi sem verkstjóri á Ijöl- mennum vinnustað og naut trúnað- ar og virðingar vinnuveitanda sem verkafólks. A kveðjustundu vil ég þakka þær mörgu indælu stundir er við áttum saman. Minningin um afa mun lifa með mér og ylja um ókomin ár. Guð blessi minningu míns kæra alnafna og afa. „Far þú í friði friður guðs þig blessi hafðu þökk fyrir allt og allt.“ Ólafur Ormsson Þegar ég minnist Ólafs Ormsson- ar hlýt ég að líta til baka, allt til æsku og uppvaxtaráranna suður í Höfnum. Ólafur bjó þá á Hjalla með ráðskonu, Sigríði Bjömsdóttur. Má segja að hún gengi bömum hans, þeim Ormi, Sólveigu og Guðrúnu, í móðurstað. En konu sína, Guðrúnu Jakobsdóttur, missti hann fljótlega eða eftir 4 ára sambúð. Makamissir er hveijum manni mikið áfall, en þá var ég ekki fæddur svo þessi umskipti í lífi Ólafs þekkti ég ekki. En frá því að myndir minning- anna kvikna verður mynd Ólafs heitins mér hugstæð og hugljúf. í mynd farins vegar kemur hann oft fram. Hugsað verður mér til margra gleðistunda, eyjaferðanna með hon- um og frænda mínum til að tína æðaregg og hirða dún. Merking eggjanna sem eftir vom skilin, skipting eggjanna, þegar í land var komið. Allt var þetta unnið af alúð og vandvirkni. Heimsóknimar í kindakofana, á túnið, sérstaklega þegar verið var að þurrka heyið. Við bræður Emil voram oftast sam- an og háði hann margt kapphlaupið við okkur bræður á túnunum eða á eftir fénu. Hafði gaman af að láta gamminn geisa, gera starf að leik. Oft fómm við líka heim á Hjalla að kveldi sem degi.. Hlustuðum á útvarp, fréttir, sögur og hvaðeina sem það hafði upp á að bjóða. Út- varp var algjör nýlunda, en Ólafur mun hafa veirð sá fyrsti í Höfnum, sem eignaðist útvarpstæki. Það var líka oft gestkvæmt, allir vildu hlusta á þetta undratæki sem hafði kraft sinn (orku) úr þurrabatteríi. Engum var úthýst. Hjalli var sem þorpsmiðstöð. Já og margan bitann þáiði ég sem aðrir þar, alltaf var hægt að miðla þó efnin væm ekki mikil þar frekar en annarstaðar á þeim tímum. Já þiggjandi hef ég alltaf verið í návist Olafs og hans fjölskyldu, bæði um fróðleik og ver- aldleg gæði. Minnist þess, að fermingarár mitt gaf hann okkur bræðmm sína gimbrina hvomm, mín Ijáreign varð aldrei stærri, en bróðir minn Emil var heppnari í íjárhaldinu. Ólafur sagði líka oft að hann vonaði, að hann yrði bóndi. Sinn búskap diýgði Ólafur sem margur annar með sjóróðmm á opnum skip- um. Sá kapituli var ekki alltaf sem seta í hægindastól. Þar þurfti að takast á við voldugan Ægi. En hann kom sér Iíka upp svínabúi, sem var fátítt í þá tíð. Hafði að minnsta kosti gaman af að fást við nýtt verkefni, hver sem fjárhagsávinn- ingurinn hefur verið. Þegar tímar breyttust í síðari heimsstyijöldinni flutti Ólafur sem svo margir aðrir úr Höfnum. Settist hann að í Kefla- vík hjá Sólveigu dóttur sinni og Guðjóni Jónssyni, tengdasyni, Heiðavegi 19a. Vann Ólafur mörg ár við þvottahús í Keflavík. Eignað- ist þar sem annarstaðar fjölmarga vini og velunnara. Hin síðari ár eða eftir að hann hætti að vinna bjó hann hjá Guð- rúnu dóttur sinni og Björgvin Þorsteinssyni, tengdasyni, Austur- götu 17 í Keflavík. Ólafur naut vel návistanna við bömin sín, hjá þeim vildi hann vera og til að samskiptin og samveran yrðu sem nánust keypti hann sumarbústað rétt hjá Lögbergi. Þar átti hann margar unaðsstundir með bömum sínum öllum, þeirra mökum og niðjum. Veit að sumarbústaðakaupin leit hann sem eitt sitt mesta happa- verk. Já Ólafur vann mörg happa- verk, hjálpsemin var svo rík í fari hans. Hann styrkti þá hryggu með ástúð og nærgætni, lagði sig fram um að hjálpa mönnum og málleys- ingjum. Hann gladdist með glöðum með gáskalausu glensi. Hann var söngvinn og ljóðelskur, fræðaþulur áður en minnið brast, enda las hann það sem hann komst yfir og náði til, og það var furðu mikið. Hans menntun fólst í lestri og að kunna að hlusta. Um ætt og uppmna Ólafs fjalla ég ekki þó viti, að hann var kominn af sterkum og merkum stofni. Veit líka að þar munu aðrir mér kunn- ugri um sýsla. Nú þegar leiðir skilur í bili að minnsta kosti er mér efst í huga þakklæti. Þakklæti fyrir þau for- réttindi að hafa um árabil átt að vini og velunnara Ólaf Ormsson, „Óla Orms á Hjalla". Mínar þakkir, konu minnar og bama. Ormi, Sollu, Gunnu og öðr- um ættingjum sendum við hugheil- ar hluttekningarkveðjur. „Maggi á Staðarhól"
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.