Morgunblaðið - 14.03.1987, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 14.03.1987, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. MARZ 1987 27 Fyrstu tveir mánuðir ársins: Mestum afla land- að á Seyðisfirði Akureyringar með mestan þorskafla SEYÐISFJÖRÐUR var aflahæsta höfn landsins fyrstu tvo mánuði ársins með 60.450 lestir alls og er megnið af því loðna. Til Vestmannaeyja barst 50.751 lest og til Eskifjarðar 43.636 lestir. í báðum tilfellum er loðna meiri hluti landaðs afla. Mestur þorskur barst til Akureryrar, samtals 3.617 lest- ir og til Sandgerðis 3.283 lestir. Erlendis var á þessu tímabili landað 26.894 lestum, þar af 16.340 af loðnu og 5.492 af þorski. Hér fer á eftir yfirlit Fiskifé- lags íslands um hæstu löndunar- staðina. Innan sviga er landaður afli á sama tíma síðasta ár: Seyð- isfjörður 60.450 lestir (29.845), Vestmannaeyjar 50.751 (65.840), Eskifjörður 43.636 (36.454), Neskaupstaður 33.310 (26.947), Grindavík 24.317 (15.655), Siglufjörður 22.939 (13.013) Reyðarfjörður 20.938 (17.858) og Akureyri 20.465 (12.105). Erlendis var samtals landað 26.894 lestum en 64.912 í fyrra. lendis var landað 5.492 lestum af þorski en 2.058 í fyrra. Gunnar Ingi Gunnarsson formaður stjórnar Læknavaktarínnar sf. sem nú hefur tekið við rekstrí bæjarvaktarinnar svokölluðu. Prestar skora á Alþingi EFTIRFARANDI tillaga var samþykkt einróma á fundi full- trúaráðs Prestafélags íslands sem haldinn var í safnaðarheim- ili Seltjarnarness mánudaginn 9. mars: ,Stjóm og fulltrúaráð Prestafélags Islands skora á Alþingi að sam- þykkja frumvarp um veitingu prestakalla, sem nú er til meðferðar í neðri-deild Alþingis." Læknar taka sjálfir við rekstri bæjarvaktarinnar Neyðarþjónustusíminn er 21230 Mestu af þorski var landað á eftirtöldum stöðum. Þorsklöndun á síðasta ári innan sviga: Akur- eyri 3.617 lestir (4.621), Sand- gerði 3.283 (3.170), Hornaijörð- ur 2.724 (1.852), Vestmannaeyj- ar 2.554 (2.725), Keflavík 2.490 (3.825), Sigluijörður 2.464 (2.049), ísafjörður 2.404 (3.944) og Ólafsvík 2.396 (3.779). Er- LÆKNAVAKT, sem sinnir íbúm Reykjavíkur, Kópavogs og Selt- jarnarness, hefur nú fengið fast húsnæði í Heilsuverndarstöðinni við Barónstíg. Læknarnir sjá sjálfir um rekstur læknavaktar- innar og er starfstími hennar frá klukkan 17 til 8 mánudaga til föstudaga en allan sólarhringinn á laugardögum og öðrum frídög- um og er þá bæði sinnt útköllum og móttökum. Sími læknavaktar- innar er 21230. Læknar hafa stofnað fyrirtæki um rekstur vaktarinnar og heitir það Læknavaktin sf. Þessi háttur er hafður á í framhaldi af niðurstöð- um nefndar sem skipuð var til að fínna leiðir til að bæta rekstur bæjarvaktarinnar gömlu, og fínna henni varanlegan samastað en bæj- arvaktin hafði verið á hrakhólum með húsnæði frá því hún var sett á laggimar 1928. Læknafélögin gerðu samning við hið opinbera árið 1985 um rekstrar- Poemi flutt víða um lönd POEMI, verk Hafliða Hallgrímssonar tónskálds, hefur að undanförnu verið flutt víða um Norðurlönd svo og í Bret- landi og Póllandi, en höfundur hlaut í fyrra tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs. Þannig var verkið flutt í janúar í Svíþjóð af Einari G. Sveinbjörnssyni konsertmeistara og Sinfóníu- hljómsveitinni í Malmö. I Danmörku var verkið nýlega flutt í tónleikasal útvarpsins og í Póllandi var það flutt á alþjóð- legu Vieniawski-tónlistarkeppninni þar sem það hlaut önnur verðlaun. Nýlega undirritaði Hafliði Hallgrímsson samning um útgáfu á Poemi við breska útgáfufyrir- tækið Chester Music í London. Er fyrirhugað að gefa verkið út á næstunni. Þá kom út skömmu fyrir jól hjá Ricordi á Ítalíu hefti með útsetningum Hafliða á íslenskum þjóðlögum fyrir unga sellóleikara. Hefur höfundur sjálfur hannað og myndskreytt bókina sem seld er víða um heim. í umsögn sænskra dagblaða um Poemi segir m.a. að það sé kröftugt verk og sé það vel að verðlaunum Norðurlandaráðs komið. Einnig er flutningi þess hælt og tekið fram að gott sé fyrir íslensk samtimatónskáld að eiga tónlistarmann eins og Einar G. Sveinbjömsson þegar fíðlutón- list sé annars vegar. Svo sem áður segir hefur Po- emi verið flutt víða að undan- fömu. Hafa alls fimm fiðluleikar- ar flutt það sem má telja óvenjulegt um svo nýlegt verk. Eftir að Poemi var flutt á þriðju rás BBC, sem flytur einkum klassísk tónverk, ritaði Calum MacDonald umsögn í tímaritið The Listener og sagði m.a.: Po- emi er þar að auki vel heppnuð ljóðræn endursköpun á þremur myndum eftir Chagall við sögur úr Biblíunni. Burtséð frá áhrifum Chagahs reyndist tónverkið Po- emi sérstaklega áhrifaríkt sem góð og sjálfstæð tónlist... Það varð strax ljóst að hér var um óvenju góðan flutning að ræða af hálfu Jaime Laredo og Skosku kammersveitarinnar undir stjóm höfundar. Verkið er greinilega skrifað af fullkomnum skilningi á hljómblæ og tæknilegum mögu- leikum strengjahljóðfæra. Skiln- ingur tónskáldsis á þessum hljóðfæmm er svo djúpur að engu er líkara en hugmyndir verksins vaxi beint út úr þeim ... Óhætt er að segja að Poemi sé nógu sláandi og óvenjulegt á sinn list- ræna hátt til að bera vitni um sjálfstætt og frumlegt tónskáld þó að vissra áhrifa gæti frá tón- skáldum eins og Ligetti og Lutoslavski, sem báðir lærðu mikið af Bartok. form læknavaktarinnar. Þar var gert ráð fyrir að læknar sæju um reksturinn sem verktakar og fengju ákveðna upphæð til þess mánaðar- lega, og faglegt eftirlit með rekstr- inum verði á vegum Trygginga- stofnunar ríkisins. í júlí 1986 gerðu Tryggingastofnunin og Sjúkrasam- lag Reykjavíkur samning við Reykjavíkurborg um leigu á hús- næði í Heilsuvemdarstöðinni og í október stofnuðu 20 heimilislæknar Læknavaktina sf. og tók fyrirtækið þá við vaktinni. Samtímis hefur móttaka heimilislækna í Landspítal- anum verið lögð niður. Læknavaktin sinnir læknaþjón- ustu utan viðtalstíma heimilislækna og er vitjana og upplýsingaþjónusta allan starfstíma vaktarinnar. Greiðslur sjúklinga fara eftir gild- andi gjaldskrá heimilis- og heilsu- gæslulækna. Alls starfa 76 manns á vegum Læknavaktarinnar og er áætlaður rekstrarkostnaður vaktarinnar 11 miljónir króna á ári. Allir sem starfa á vegum Læknavaktarinnar eru undirverktakar og er það liður í að ná fram meiri hagkvæmni í rekstr- inum. Alls starfa 32 læknar, 28 hjúkrunarfræðingar, 12 móttöku- ritarar, 3 bílstjórar og einn fram- kvæmdastjóri hjá félaginu. Stjóm félagins er nú skipuð Gunnari Inga Gunnarssyni formanni, Gunnari Helga Guðmundssyni varaform- anni, Leifí N. Dungal ritara, Bimi Guðmundssyni vararitara, Halldóri Jónssyni gjaldkera og Sigurði Emi Hektorssyni varagjaldkera. Vaktstjóri er Magnús R. Jónasson og framkvæmdastjóri Páll Þórðar- son. Fyrsta sumaráætlun ferðaskrifstofunnar Sögu: Ferðir skipulagðar til Tyrklands og Túnis Sumareyfisferðir til Tyrk- lands og Túnis eru meðal þeirra ferðamöguleika sem ferða- skrifstofan Saga býður upp á en hún hefur nú gefið út fyrstu sumaráætlun sína ásamt verð- skrá. Einnig eru á boðstólum hópferðir til Costa del Sol á Spáni, sumarhús í Evrópu og ferðir til Kína. í frétt frá ferðaskrifstofunni Sögu kemur fram að leiguflug hefur verið skipulagt til Costa del Sol á Spáni á þriggja vikna fresti og verður fyrsta ferðin farin um páskana. Frá og með 10. júní verður boðið upp á dagflug þang- að. Á Costa del Sol geta farþegar Sögu valið um 14 gististaði og íslenskir fararstjórar munu skipu- leggja kynnisferðir. Saga mun hefja sumarleyfís- ferðir til tyrknesku Rivierunnar við Antalya. Þar verður boðið upp á ferðir á bátum og kynnisferðir, og einnig verður hægt að hafa viðdvöl í Istanbúl. Saga býður einnig upp á ferðir til Túnis og þar er aðaláfangastaðurinn ferða- mannabærinn Hammamet. Boðið er upp á kynnisferðir, meðal ann- ars inn í Saharaeyðimörkina. Saga býður ennfremur upp á dvöl á þýska baðstaðnum Sylt við Norðursjávarströndina, nálægt landamærum Danmerkur og Þýskalands. Þar vqrður íslenskur fararstjóri farþegum til aðstoðar. Einnig er boðið upp á dvöl á Damp 2000 sem er nýtýskulegur ferða- mannastaður við Eystrasalts- strönd, sumarhús víðs vegar um Evrópu og flug og bíl til flestra áfangastaða íslensku flugfélag- Tyrklandsferðir verða á boðstólum hjá ferðaskrifstofunni Sögu í sumar. anna. Saga mun einnig skipuleggja tvær ferðir til Kína í samvinnu við Kínverska menningarfélagið og þrjár rútuferðir um Austurríki og Ungveijaland, Rínardalinn og Norðurlönd auk sérstarar ferðar um Austurlönd fjær í haust.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.