Morgunblaðið - 14.03.1987, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 14.03.1987, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. MARZ 1987 ÞINGBRÉF eftir STEFÁN FRIÐBJARNARSON Viðskiptafríðindi - fiskveiðiréttindi: Sjávarvörur og Evrópubandalagið Saltf iskur um 30% útflutnings til EB Evrópubandalajfið er lang mikilvægasta viðskiptasvæði íslendinga. Nálægt 40% út- flutnings okkar fer á þetta markaðssvæði. Um það bil helmingur innflutnings kemur þaðan. Ríki Evrópubandalags og EFTA keyptu samtals 54% út- flutnings okkar 1985. Þaðan komu hvorki meira né minna en 71% innflutnings okkar á sama ári. Á fyrstu tíu mánuðum liðins árs var saltfiskur 30% _af heildarútflutningsverðmæti ís- lendinga til ríkja Evrópubanda- lagsins. Viðskiptastaða okkar gagn- vart þessu markaðssvæði vegur þungt í þjóðarbúskap okkar og almennum lifskjörum. Eftir að Spánn og Portúgal, stærstu saltfiskkaupendur okkur, gengu í Evrópubandalagið, hef- ur vægi þess enn aukizt. Það var þvi að vonum að Karl Steinar Guðnason (A.-Rn.) bar fram fyrirspurn til Matt- híasar Bjarnasonar, viðskipta- ráðherra, um hagsmuni okkar á þessu markaðssvæði, að þvi er varðar tolla á íslenzkar sjáv- arvörur. Þingbréf í dag er byggt á efnisatriðum úr svör- um viðskiptaráðherra við þeirri fyrirspurn. Tollfríðindi sjávarvöru Spánn og Portúgal gengu í Evrópubandalagið í upphafi næst- liðins árs. Þessi nýju aðildarríki eru aðalmarkaður fyrir íslenzkan saltfisk. Það skiptir viðskipta- hagsmuni okkar mjög miklu, hvem veg tollar á innfluttar sjáv- arvörur á þetta markaðssvæði þróast. Strax og sýnt var að Spánn og Portúgal höfðu hug á aðild að Evrópubandalaginu lögðu íslenzk stjómvöld þunga áherzlu á það að halda tollfríðindum fyrir salt- físk - og að fá tollfijálsan kvóta hjá bandalaginu aukinn. Þrátt fyrir þessa viðleitni var lagður tollur á saltfisk, saltfisk- flök og skreið í júlí 1985, en fríverzlunarsamningur Islendinga við Evrópubandalagið nær ekki til þessara vara. I umræðum um breytingar á fríverzlunarsamningi íslands og Evrópubandlagsins ræddu fulltrú- ar bandalagsins hugsanlega tengingu fríverzlunarsamnings við fískveiðiheimildir á ísland- smiðum, en bæði Spánverjar og Portúgalar eiga mikla fískveiði- flota. íslenzk stjómvöld léðu ekki máls á slíkum tengslum milli við- skiptafríðinda og fískveiðirétt- inda. Ekki er hægt að byggja þau á texta hafréttarsamkomulagsins. Þau yrðu og vafasöm með tilliti til GATT-samkomulagsins. ís- lenzk stjómvöld vitnuðu og til orða Finn Gunderlach, fram- kvæmdastjóra sjávarútvegsmála í framkvæmdanefnd Evrópubanda- lagsins, sem hann viðhafði á fundi í Reykjavík, þessefnis, að banda- lagið hygðist ekki tengja saman viðskiptafríðindi og fískveiðirétt- indi. Skammtíma ákvarðanir í júní 1986 tók bandalagið ákvörðun um 40 þúsund tonna viðbótarkvóta á saltfíski með að- eins 3% tolli . Sérstök vandamál komu þvi ekki til, varðandi út- flutning á íslenzkum saltfíski á markaðssvæðið. Ákvarðanir um tollfríðindi af þessu tagi em hins- vegar teknar til skamms tíma í senn, þann veg að framtíðin er ekki ráðin. Á fundi viðræðuaðila í desem- ber síðast liðnum fítjaði bandalag- ið enn upp á þeim möguleika, að skiptast á viðskiptafríðindum og fískveiðiréttindum, en ekki var léð máls á því af hálfu íslendinga. Vitnað var til þess að bæði Bretar og V-Þjóðveijar hafí fyrir Iöngu viðurkennt í reynd, að físk- veiðiréttindi væri ekki að fá á Islandsmiðum. Kröfur um þetta efni af hálfu Evrópubandalagsins kæmu því undarlega fyrir, með hliðsjón af íslenzkum aðstæðum. Á það var einnig bent af hálfu íslendinga að það væri vissum ríkjum Evrópubandalagsins mjög í hag að"fá saltfísk. Ef mikil óvissa ríkti um toll á saltfiski á markaðs- svæðinu gæti framleiðsluþróun hér á landi knúið á um aðra vinnslu fískjar en í salt. - „Lífið er saltfiskur" var eitt sinn sagt. Saltfiskur var fyrr á tíð þungamiðjan í skjaldarmerki íslendinga. Enn í dag vegur salt- fiskurinn þungt í þjóðarbúskap okkar. Helztu markaðir islenzks saltfisks eru i dag i ríkjum sem eru innan Evrópubandalagsins, Portúgal og Spáni. Hófleg bjartsýni á framhaldið íslendingar hafa og leitað eftir lækkun tolla á saltsfld og söltuð- um ufsaflökum, en EBE-tollar hafa hækkað á þessum vörum frá því fríverzlunarsamningur var gerður 1972. Tollur á nýjum og ísuðum flökum er 18% á sama tíma og tollur á frystum íslenzk- um flökum er enginn. Tollur á ísuðum skarkola, fluttum út í gámum, er 15%. Sérfríðindi okkar á ísuðum físki ná aðeins til hezltu vörutegunda, karfa (2%) og þorsks, ýsu og ufsa (3,7%). Að sjálfsögðu leggja íslending- ar áherzlu á tollfrelsi fyrir allar sjávarafurðir. Hinsvegar bendir fátt til þess, að sögn viðskiptaráð- herra, að „nú sé betri aðstaða til að fá fram meiri viðskiptafríðindi. Þeir aðilar, sem mest áhrif hafa innan bandalagsins, fiskimála- deildin og sjávarútvegshagsmun- ir, leggja allt kapp á að selja aðgang að mörkuðum, aukin við- skiptafríðindi, gegn fískveiðirétt- indum og taka þá ekki tillit til sérstöðu íslendinga". Ráðherra sagði hinsvegar að rétt væri að vera hóflega bjart- sýnn á framhaldið, þ.e. að fulltrú- ar Evrópubandalagsins muni öðlast aukinn skilning á íslenzkum aðstæðum með nánara „samstarfi við bandalagið á ýsmsum svið- um“. „Ríkisstjómin viil efla vinsamleg samskipti við Evrópu- bandalagið og eru í gangi virðæð- ur milli íslands og annara EFTA-landa við bandalagið um víðtækt samstarf á mörgum svið- um á grundvelli samþykkta ráðherra EFTA-landa og Evrópu- bandalagsins í Lúxemborg í apríl 1984. Til dæmis er nú unnið að gerð samnings um samstarf á sviði rannsókna og iðnþróunar". Keppendur úr ræðuliðunum vinna að undirbúningi keppninnar ásamt tveim leiðbeinendum úr Stefni. Kappræðufundur í Hafnarfirði Krístniboðsvika Börn í skólanum á kristniboðsstöðinni í Pókot. „Á AÐ leggja niður félagslíf í skólum'* er efni kappræðna, sem fram fara laugardaginn 14. mars á hádegisverðarfundi sem Stefnir, félag ungra sjálfstæðis- manna í Hafnarfirði, efnir til. Kappræðuliðin eru skipuð nem- endum við Flensborgarskóla, sem voru meðal þátttakenda í nýafstöðnu ræðunámskeiði Stefnis. Kappræðurnar eru síðasti liður ræðunámskeiðsins og er öllum vel- komið að sitja hádegisverðarfund- inn og fylgjast með. Fundarstaður er veitingahúsið A. Hansen og hefst fundurinn kl. 12.00 stundvíslega. Matarverð er 350 krónur. ÁRLEG kristniboðsvika verður haldin í Reykjavík dagana 15.—22. mars. Það er Samband íslenskra kristniboðsfélaga, sem stendur að þessari viku. Vikur sem þessar hafa verið haldnar um áratuga skeið til að vekja athygli á starfi kristniboðssam- bandsins, en íslenskir kristniboð- ar eru að störfum í Kenýu og Eþíópíu á vegum þess, samtals þijár fjölskyldur. Starf kristniboðssambandsins verður kynnt á samkomum, sem verða hvert kvöld vikunnar, frá sunnudegi til sunnudags, að undan- skildu mánudagskvöldinu. Fyrsta samkoman verður á sunnudag í husi KFUM og KFUK á Amt- mannsstíg 2B og hefst kl. 20.30. Þar mun Guðjón Kristjánsson, læknanemi, segja nokkur orð, Skuli Svavarsson, formaður kristniboðs- sambandsins, mun segja frá því markverðasta í starfinu að undan- fömu og Ijalla um hveijar framtíð- arhorfur eru. Séra Jón D. Hróbjartsson, sóknarprestur, mun flytja hugvekju og sönghópur ungs fólks syngja. Eftir samkomuna mun Skúli Svavarsson svara fyrirspum- um um starfíð og kristniboðssam- bandið, en hann hefur sjálfur verið kristniboði í Eþíópíu og Kenýu í samtals 14 ár. Hann þekkir því starfið mjög vel og hefur mikla reynslu að baki í fjölbreyttu kristni- boðs-, þróunar- og hjálparstarfi. Á þriðjudagskvöld verður sam- koma í safnaðarheimili Árbæjar- kirkju, á miðvikudagskvöld í Seltjamamesskirkju og á fímmtu- dagskvöld í Bústaðakirkju. Þannig er ætlunin að kynna starfíð í hinum ýmsu söfnuðum, en að sjálfsögðu eru allir velkomnir á allar samkom- ur vikunnar. Þijár síðustu samkom- umar verða á Amtmannsstíg 2B, eins og sú fyrsta. Fjárþörf kristniboðssambandins er mikil á þessu ári, en fjárhagsá- ætlun þessa árs hljóðar upp á 7,5 milljónir, enda verkefnin mörg. Það er von stjómarinnar að vel takist til í fjáröflun í tengslum við kristni- boðsvikuna. (Fréttatilkynning)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.