Morgunblaðið - 14.03.1987, Page 40

Morgunblaðið - 14.03.1987, Page 40
40 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. MARZ 1987 ÞINGBRÉF eftir STEFÁN FRIÐBJARNARSON Viðskiptafríðindi - fiskveiðiréttindi: Sjávarvörur og Evrópubandalagið Saltf iskur um 30% útflutnings til EB Evrópubandalajfið er lang mikilvægasta viðskiptasvæði íslendinga. Nálægt 40% út- flutnings okkar fer á þetta markaðssvæði. Um það bil helmingur innflutnings kemur þaðan. Ríki Evrópubandalags og EFTA keyptu samtals 54% út- flutnings okkar 1985. Þaðan komu hvorki meira né minna en 71% innflutnings okkar á sama ári. Á fyrstu tíu mánuðum liðins árs var saltfiskur 30% _af heildarútflutningsverðmæti ís- lendinga til ríkja Evrópubanda- lagsins. Viðskiptastaða okkar gagn- vart þessu markaðssvæði vegur þungt í þjóðarbúskap okkar og almennum lifskjörum. Eftir að Spánn og Portúgal, stærstu saltfiskkaupendur okkur, gengu í Evrópubandalagið, hef- ur vægi þess enn aukizt. Það var þvi að vonum að Karl Steinar Guðnason (A.-Rn.) bar fram fyrirspurn til Matt- híasar Bjarnasonar, viðskipta- ráðherra, um hagsmuni okkar á þessu markaðssvæði, að þvi er varðar tolla á íslenzkar sjáv- arvörur. Þingbréf í dag er byggt á efnisatriðum úr svör- um viðskiptaráðherra við þeirri fyrirspurn. Tollfríðindi sjávarvöru Spánn og Portúgal gengu í Evrópubandalagið í upphafi næst- liðins árs. Þessi nýju aðildarríki eru aðalmarkaður fyrir íslenzkan saltfisk. Það skiptir viðskipta- hagsmuni okkar mjög miklu, hvem veg tollar á innfluttar sjáv- arvörur á þetta markaðssvæði þróast. Strax og sýnt var að Spánn og Portúgal höfðu hug á aðild að Evrópubandalaginu lögðu íslenzk stjómvöld þunga áherzlu á það að halda tollfríðindum fyrir salt- físk - og að fá tollfijálsan kvóta hjá bandalaginu aukinn. Þrátt fyrir þessa viðleitni var lagður tollur á saltfisk, saltfisk- flök og skreið í júlí 1985, en fríverzlunarsamningur Islendinga við Evrópubandalagið nær ekki til þessara vara. I umræðum um breytingar á fríverzlunarsamningi íslands og Evrópubandlagsins ræddu fulltrú- ar bandalagsins hugsanlega tengingu fríverzlunarsamnings við fískveiðiheimildir á ísland- smiðum, en bæði Spánverjar og Portúgalar eiga mikla fískveiði- flota. íslenzk stjómvöld léðu ekki máls á slíkum tengslum milli við- skiptafríðinda og fískveiðirétt- inda. Ekki er hægt að byggja þau á texta hafréttarsamkomulagsins. Þau yrðu og vafasöm með tilliti til GATT-samkomulagsins. ís- lenzk stjómvöld vitnuðu og til orða Finn Gunderlach, fram- kvæmdastjóra sjávarútvegsmála í framkvæmdanefnd Evrópubanda- lagsins, sem hann viðhafði á fundi í Reykjavík, þessefnis, að banda- lagið hygðist ekki tengja saman viðskiptafríðindi og fískveiðirétt- indi. Skammtíma ákvarðanir í júní 1986 tók bandalagið ákvörðun um 40 þúsund tonna viðbótarkvóta á saltfíski með að- eins 3% tolli . Sérstök vandamál komu þvi ekki til, varðandi út- flutning á íslenzkum saltfíski á markaðssvæðið. Ákvarðanir um tollfríðindi af þessu tagi em hins- vegar teknar til skamms tíma í senn, þann veg að framtíðin er ekki ráðin. Á fundi viðræðuaðila í desem- ber síðast liðnum fítjaði bandalag- ið enn upp á þeim möguleika, að skiptast á viðskiptafríðindum og fískveiðiréttindum, en ekki var léð máls á því af hálfu íslendinga. Vitnað var til þess að bæði Bretar og V-Þjóðveijar hafí fyrir Iöngu viðurkennt í reynd, að físk- veiðiréttindi væri ekki að fá á Islandsmiðum. Kröfur um þetta efni af hálfu Evrópubandalagsins kæmu því undarlega fyrir, með hliðsjón af íslenzkum aðstæðum. Á það var einnig bent af hálfu íslendinga að það væri vissum ríkjum Evrópubandalagsins mjög í hag að"fá saltfísk. Ef mikil óvissa ríkti um toll á saltfiski á markaðs- svæðinu gæti framleiðsluþróun hér á landi knúið á um aðra vinnslu fískjar en í salt. - „Lífið er saltfiskur" var eitt sinn sagt. Saltfiskur var fyrr á tíð þungamiðjan í skjaldarmerki íslendinga. Enn í dag vegur salt- fiskurinn þungt í þjóðarbúskap okkar. Helztu markaðir islenzks saltfisks eru i dag i ríkjum sem eru innan Evrópubandalagsins, Portúgal og Spáni. Hófleg bjartsýni á framhaldið íslendingar hafa og leitað eftir lækkun tolla á saltsfld og söltuð- um ufsaflökum, en EBE-tollar hafa hækkað á þessum vörum frá því fríverzlunarsamningur var gerður 1972. Tollur á nýjum og ísuðum flökum er 18% á sama tíma og tollur á frystum íslenzk- um flökum er enginn. Tollur á ísuðum skarkola, fluttum út í gámum, er 15%. Sérfríðindi okkar á ísuðum físki ná aðeins til hezltu vörutegunda, karfa (2%) og þorsks, ýsu og ufsa (3,7%). Að sjálfsögðu leggja íslending- ar áherzlu á tollfrelsi fyrir allar sjávarafurðir. Hinsvegar bendir fátt til þess, að sögn viðskiptaráð- herra, að „nú sé betri aðstaða til að fá fram meiri viðskiptafríðindi. Þeir aðilar, sem mest áhrif hafa innan bandalagsins, fiskimála- deildin og sjávarútvegshagsmun- ir, leggja allt kapp á að selja aðgang að mörkuðum, aukin við- skiptafríðindi, gegn fískveiðirétt- indum og taka þá ekki tillit til sérstöðu íslendinga". Ráðherra sagði hinsvegar að rétt væri að vera hóflega bjart- sýnn á framhaldið, þ.e. að fulltrú- ar Evrópubandalagsins muni öðlast aukinn skilning á íslenzkum aðstæðum með nánara „samstarfi við bandalagið á ýsmsum svið- um“. „Ríkisstjómin viil efla vinsamleg samskipti við Evrópu- bandalagið og eru í gangi virðæð- ur milli íslands og annara EFTA-landa við bandalagið um víðtækt samstarf á mörgum svið- um á grundvelli samþykkta ráðherra EFTA-landa og Evrópu- bandalagsins í Lúxemborg í apríl 1984. Til dæmis er nú unnið að gerð samnings um samstarf á sviði rannsókna og iðnþróunar". Keppendur úr ræðuliðunum vinna að undirbúningi keppninnar ásamt tveim leiðbeinendum úr Stefni. Kappræðufundur í Hafnarfirði Krístniboðsvika Börn í skólanum á kristniboðsstöðinni í Pókot. „Á AÐ leggja niður félagslíf í skólum'* er efni kappræðna, sem fram fara laugardaginn 14. mars á hádegisverðarfundi sem Stefnir, félag ungra sjálfstæðis- manna í Hafnarfirði, efnir til. Kappræðuliðin eru skipuð nem- endum við Flensborgarskóla, sem voru meðal þátttakenda í nýafstöðnu ræðunámskeiði Stefnis. Kappræðurnar eru síðasti liður ræðunámskeiðsins og er öllum vel- komið að sitja hádegisverðarfund- inn og fylgjast með. Fundarstaður er veitingahúsið A. Hansen og hefst fundurinn kl. 12.00 stundvíslega. Matarverð er 350 krónur. ÁRLEG kristniboðsvika verður haldin í Reykjavík dagana 15.—22. mars. Það er Samband íslenskra kristniboðsfélaga, sem stendur að þessari viku. Vikur sem þessar hafa verið haldnar um áratuga skeið til að vekja athygli á starfi kristniboðssam- bandsins, en íslenskir kristniboð- ar eru að störfum í Kenýu og Eþíópíu á vegum þess, samtals þijár fjölskyldur. Starf kristniboðssambandsins verður kynnt á samkomum, sem verða hvert kvöld vikunnar, frá sunnudegi til sunnudags, að undan- skildu mánudagskvöldinu. Fyrsta samkoman verður á sunnudag í husi KFUM og KFUK á Amt- mannsstíg 2B og hefst kl. 20.30. Þar mun Guðjón Kristjánsson, læknanemi, segja nokkur orð, Skuli Svavarsson, formaður kristniboðs- sambandsins, mun segja frá því markverðasta í starfinu að undan- fömu og Ijalla um hveijar framtíð- arhorfur eru. Séra Jón D. Hróbjartsson, sóknarprestur, mun flytja hugvekju og sönghópur ungs fólks syngja. Eftir samkomuna mun Skúli Svavarsson svara fyrirspum- um um starfíð og kristniboðssam- bandið, en hann hefur sjálfur verið kristniboði í Eþíópíu og Kenýu í samtals 14 ár. Hann þekkir því starfið mjög vel og hefur mikla reynslu að baki í fjölbreyttu kristni- boðs-, þróunar- og hjálparstarfi. Á þriðjudagskvöld verður sam- koma í safnaðarheimili Árbæjar- kirkju, á miðvikudagskvöld í Seltjamamesskirkju og á fímmtu- dagskvöld í Bústaðakirkju. Þannig er ætlunin að kynna starfíð í hinum ýmsu söfnuðum, en að sjálfsögðu eru allir velkomnir á allar samkom- ur vikunnar. Þijár síðustu samkom- umar verða á Amtmannsstíg 2B, eins og sú fyrsta. Fjárþörf kristniboðssambandins er mikil á þessu ári, en fjárhagsá- ætlun þessa árs hljóðar upp á 7,5 milljónir, enda verkefnin mörg. Það er von stjómarinnar að vel takist til í fjáröflun í tengslum við kristni- boðsvikuna. (Fréttatilkynning)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.