Morgunblaðið - 14.03.1987, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 14.03.1987, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. MARZ 1987 Frekar lítið að gera, en þarna sjást brautimar og aðstaðan. Slippfélag Reykjavíkur 85 ára: Morgunblaðið/Einar Falur Bjartsýni og mark- aðssókn efst á baugi Slippfélag- Reykjavíkur á 85 ára afmæli um þessa helgi, nánar tiltekið á morgun, sunnudag. Það var stofnað 15. mars árið 1902, var strax hjutafélag og sem slíkt það elsta sinnar tegundar í Reykjayík. Ögn eldri hlutafélög munu vera tíl utan höfuðborgar- innar. í tilefni af þessum áfanga verður fyrirtækið kynnt hér lítillega og var Hilmir Hilmisson forstjóri fenginn til starfa sem Ieiðsögumaður. Minnkandi umsvif Slippfélagið var stofnað í upp»- hafi í því augnamiði að taka skip og báta í slipp og segir það mikla sögu um afkastagetuna, að þegar best lét, afgreiddi félagið 360 skip á ári, en alls er aðstaða þama fyrir 6 skip í einu og toggetan 2500 tonn. Slippurinn stendur enn fyrir sínu þótt gamall sé orðinn, hins vegar bregður nú svo við að framboðið á skipum er engan veg- inn eins mikið og áður var. Hilmir hefur orðið: — Þetta er vegna þess að núna eru komnar stórar og smáar dráttarbrautir um land allt. Það var svona upp úr 1965 eða svo sem það byijaði að halla undan á þessu sviði. Þetta stafar af því að byggðastefna pólitíkusa og sveitarfélaga hefur m.a. staðið fyrir slippum um allt land, m.a. til að skapa atvinnu og halda utan um sem mesta þjónustu í sínum heimabyggðum. E.t.v. kemur þetta vel út í einstökum sveitarfé- lögum, en sannast sagna er þama lítið hugsað um heildardæmið. Útkoman er sú að nú er afkasta- getan miklu meiri en þörfín og það leiðir einungis af sér fjölmarg- ar vannýttar brautir." Bjartar fram undan ... Hilmir hefur ekki lokið máli sínu: „Það horfír þó til betri veg- ar, við erum að skoða möguleika á umfangsmikilli endumýjun á slippnum og það er lausn í sjón- máli. Ég vil þó taka það skýrt fram, að þetta er óskaplega mikil Qárfesting, en við höfum engan hug á því að hrópa til stjómvalda um stuðning og styrki. Við mun- um þess í stað fara varlega og ekkert aðhafast fyrr en hag- kvæmasta lausnin er fundin. Fólk vill gleyma því, að Reykjavík er næststærsta útgerðarstöðin á landinu og hér á að vera slippur. Fólk spyr gjaman um samkeppn- ina, hvort þetta sé ekki alltof mikil bjartsýni í ljósi minnkandi verkefna í seinni tíð. Staðreyndin er sú, að um nokkurra ára skeið höfum við afgreitt um 100 skip á ári. Við erum sannfærðir um að talan sé hætt að lækka og við getum farið að bæta aftur við þegar endumýjunin og endur- skipulagningin er hafín. Við erum því bjartsýnir á framtíðina. En það er engum blöðum um það að fletta, að þetta er og verður erf- itt. Samkeppnin er hörð og í því skyni má minna á og geta þess að á sama tíma og allir þessir nýrri slippir um land allt em vel styrktir af ríkinu og sveitarfélög- um emm við ekki með í neinu slfku og Slippfélag Reykjavíkur er eitt hundrað prósent í einka- eign. Það auðveldar ekki sam- keppnina en samt emm við bjartsýnir." Aðrar deildir o.fl. Hilmir hefur nú sagt upp og ofan af elstu og umfangsmestu deild Slippfélagsins. Því næst tal- aði hann um aðrar deildir fyrir- tækisins, en alls er starfsemin fjórskipt og verður nú gerð grein fyrir því. SR hefur alllengi rekið tréiðn- aðardeild og er öll starfsemi hennar nú til endurskoðunar m.a. með það fyrir augum að fara „meira út á markaðinn með eigin framleiðslu" eins og Hilmir komst að orði, en hingað til hefur þessi aeild snúist að mestu um skipaiðn- aðinn. Deildin hefur smíðað m.a. innihurðir, glugga, allar gerðir Hilmir Hilmisson forstjóri Slippfélagsins. þessi nýjung felur í sér,“ segir Hilmir. SR hefur verið með verslunar- rekstur í áratugi.'Hefur fyrirtækið rekið tvær verslanir sem fara með almennar byggingarvörur annars vegar og málningarvörur hins vegar. Nú er búið að taka ákvörð- un um að auka við þennan rekstur og verður hafíst handa á næst- unni. Málningarsalan nátengist flórðu deild Slippfélagsins, því fyrirtækið selur eigin framleiðslu. Málningarverksmiðjan var stofn- sett árið 1950 og er til húsa í Dugguvogi 4. Þar eru framleiddir milijón lítrar af málningu á ári. Upphaflega snerist málið um hin- ar dönsku Hempelsmálningarvör- ur, en nýlega náðist framleiðslu- samningur við stærsta málningarframleiðanda Evrópu, Málningin hrærð í stórum pottum í Dugguvoginum. lista og fleira. Hilmir segir nú frá „rúsínunni í pylsuendanum" hjá tréiðnaðardeildinni: „Við erum byijaðir að taka að okkur sérsmíði af hvers konar tagi. Fólk, sem er að breyta híbýlum sfnum og lend- ir í vandræðum hjá fyrirtækjum sem geta lítið breytt út af föstum línum, getur nú leitað til okkar og fengið þær breytingar sem það óskar eftir svo fremi sem þær eru framkvæmanlegar. Breytingar á eldhúsinnréttingum o.fl. í líkum dúr er meðal þeirrar þjónustu sem sænsku verksmiðjuna Alcro- Beckers. Hefur SR fengið einka- rétt á íslandi til að framleiða hina sænsku vöru undir eigin merkjum með íslenskum leiðarvísum. Að sögn Hilmis er um mjög trausta vöru að ræða og nýjar tegundir. Þá hefur Slippfélag Reykjavík- ur verið kynnt í stórum dráttum. Þetta fyrirtæki á sér litríka sögu og er byggt á traustum grunni. Er ekki annað að sjá en það haldi áfram að setja svip sinn á höfuð- borgina um ókomin ár. — gg ___________________^17 Kjarvalsstofa í París: Dvalartími frá tveim- ur mánuð- um til eins árs BORGARRÁÐ hefur samþykkt reglur um afnot listamanna af Kjarvalsstofu í Paris. Reglumar kveða á um að Kjarv- alsstofa sé íbúð og vinnustofa, ætluð íslenskum listamönnum sem Reykjavíkurborg, Menntamála- ráðuneytið og Seðlabanki íslands hafa Ijármagnað til að koma á starfsaðstöðu í París með samningi við Cité Intemationale des Arts. Sérstök þriggja manna stjómar- nefnd fer með málefni stofunnar. Tveir skipaðir af borgarráði að- fengnum tillögum Menningarmála- nefndar Reykjavíkurborgar og einn skipaður af menntamálaráðherra. Nefndin skal árlega auglýsa eftir umsóknum um afnot af Kjarvals- stofu. Umsækjendur skulu vera listamenn, sem hyggjast starfa um stundarsakir við listsköpun í París og fullnægja reglum er stjóm Cité Intemationale des Arts setur. Veita skal skemmst 2ja mánaða dvöl í Kjarvalsstofu en lengst er heimilt að veita hana í 12 mánuði sam- fleytt. í þriðju grein er tekið fram að , „Þótt auglýst sé eftir umsókn- um um afnot Kjarvalsstofu, fer úthlutun einstakra vinnustofa í Cité Intemationale des Arts eftir að- stæðum. Getur stjóm Kjarvalsstofu í samráð við stjóm Cité Intemati- onales des Arts útvegað listamönn- um sem þarfnast sérstakrar aðstöðu á vinnustofu sinni aðrar íbúðir, sem betur em við þeirra hæfi, en Kjarv- alsstofa er þá ráðstafað tímabundið til annarra rétthafa." Dvalargestum er gert að greiða gjald sem standa skal undir rekstr- arkostnaði stofunnar og leigu vegna sérstakrar aðstöðu. Þeir skuldbinda sig og til að senda stjóm Kjarvals- stofu stutta greinargerð um störf sín í Kjarvalsstofu ásamt ábending- um um hvað betur megi fara í rekstri stofunnar. Húsavík: „Sjaldan er góugróður til góðs“ Húsavík. „SJALDAN er góugróður til góðs“, heyrðist gamall maður segja I dag. í blíðviðrinu að undanförnu hafa grös grænkað og sprottið við húsveggi og græna slikju má sjá á einstaka húsalóðum. I gær var sólskin og besta veð- ur, en úti fyrir er hálfgerð bræla svo lítið hefur verið hægt að vitja um grásleppunet. í þeim netum, sem vitjað hefur verið um, hefur verið lítil veiði, en það er ekki óeðli- legt þetta snemma. Rækjuskipið Galti kom í gær úr sinni fyrstu veiðiferð, með góðan afla, 25 tonn af fallegri rækju, eft- ir stutta útivist. Fréttaritari V^terkurog kJ hagkvæmur augjýsingamiðill!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.