Morgunblaðið - 14.03.1987, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.03.1987, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. MARZ 1987 Lyfin eru dýr: Tillögxir um að lækka lyfjakostnað í landinu eftir Ólaf Ólafsson Eins og áður hefur verið bent á er há smásöluálagning, óheppi- legar álagningarregiur og óheppileg innkaup lyfja aðalástæð- ur þess að lyf eru of dýr hér á landi (1, 2, 3). Frekar má rekja þetta til úrelts fyrirkomulags en þjónustu apóteka sem í flestum tilvikum er góð. Hér er átt við fasta pró- sentuálagningu sem leiðir til þess að seljanda er í hag að selja fremur dýrari lyfin. Neytandinn, þ.e.a.s. sjúklingurinn, getur ekki metið vör- una til gæða og hefur engar upplýsingar um verð því hann greið- ir aðeins fast gjald, sem ekkert hefur með raunverulegt verð lyfsins að gera. Hér á landi er ekki jöfnun- argjald til að styrkja rekstur minni lyfjabúða. Skráningarreglur eru of strangar og draga óbeint úr kaup- um og innflutningi á ódýrum samlyfjum. Samverkandi þáttur er aðupplýsingagjöf um lyfin er nær einvörðungu í höndum Iyfja- fyrirtækja, en ekki í höndum heilbrigðisyfirvalda. Flokkun lyfja Lyflum á markaðnum má skipta í 2 flokka. Annars vegar eru lyf sem framleidd eru af því fyrirtæki sem upphaflega framleiddi lyfið (nær eingöngu erlend stórfyrirtæki), hér nefiid „frumlyf4. Hins vegar eru eftirlíkingar þeirra, hér nefnd „sam- lyf“. Að söluverðmæti mun láta nærri að hiutur frumlyfja sé 75% á íslenska markaðinum og eftirlíking- anna þá 25%. Með eftirlíkingarlyfi er nánar tiltekið átt við lyf sem inniheldur sömu virku efnin eða náskyld og frumljrfið. Verkun þess er því sú hin sama og frumlyfsins og gæði þeirra beggja eru hliðstæð, enda er engum lyflum hleypt inn á markað hér nema þau standist gæðamat heil- brigðisyfirvalda. Munurinn felst því í vörumerki og verði. Munurinn á verði getur verið mikill og það skipt- ir skattgreiðendur á íslandi miklu máli. Framleiðsla og verð- lagning lyfja Fyrirtæki sem framleiða ný lyf (frumlyf) veija til þess gífurlegum fjármunum. Þegar fyrirtæki heppn- ast að koma nýju lyfi inn á markað liggja oftast að baki margar tilraun- ir sem ekki hafa leitt til árangurs. Vegna þessa þarf verð nýja lyfsins að vera langt fyrir ofan þá upphæð sem framleiðslukostnaðinum sjálf- um nemur þannig að „þróunar- kostnaðurinn" fáist greiddur. Að sjálfsögðu ver slíkt fyrirtæki hags- muni sína með því að fá einkaleyfí, annað hvort á framleiðsluaðferðinni eða á lyfinu sjálfu, en það gildir aðeins í ákveðinn árafjölda og renn- ur þá út fyrir fullt og allt, venjulega eftir 15 ár. Að þeim tíma loknum geta önnur fyrirtæki hafið fram- leiðslu á skyldu lyfi (eftirlíkingu) enda liggja þá yfirleitt á lausu nauð- synlegar upplýsingar og hráefni. Þess vegna miðast verð upphaflega lyfsins við það að framleiðandi þess fái allan þróunarkostnaðinn endur- greiddan og hagnað að auki áður en einkaleyfisvemdin rennur út og önnur hliðstæð lyf koma inn á markaðinn frá öðrum framleiðend- um, oftast á mun lægra verði. Erlendis hafa stjómvöld sett reglur til þess að tryggja að þessi verðmunur nýtist, þ.e.a.s. til þess að tryggja að ekki sé ávísað dýrari lyQum (vömmerkjum) en nauðsyn krefst. Mun ekki óalgengt að hið opinbera eða sjúkrasamlögin greiði aðeins hlutdeild í verði ódýmstu vömmerkjanna og sömu krónutölu af verði dýrari fyfjanna eða þá að hinn dýrari em einfaldlega tekin út af skrá yfir þau lyf sem samlög greiða, eins og gert var hér á landi til skamms tíma. Hérlendis er þessu nú þveröfugt farið og er almannafé notað til þess að niðurgreiða dýru lyfin meira en hin sem ódýrari eru vegna þess að sjúklingurinn greiðir aðeins fast gjald. Hefur þetta leitt til þess m.a. að innlend- ir lyfjaframleiðendur verðleggja lyf sin yfirleitt mun hærra en eðlilegt getur talist. Innlend ljfya- framleiðsla er eingöngu í formi eftirlíkinga en íslensku lyQafyrir- tækin kaupa inn „hráefiiið" í sekkjum. Algengt er að verð inn- lendra eftirlíkinga sé 5-15% lægra en hinna erlendu frumlyfja þótt framleiðandinn gæti verðlagt þau mun lægra og haft samt hagnað af framleiðslunni. Unnt er að spara án þess að skerða nokkra þjónustu Fjölda dæma mætti nefna þessu til stuðnings. Fyrir fjölda ára hóf Lyfjaverslun ríkisins framleiðslu á diazepam-töflum, sem er sama lyf og valium. Verð á diazepam var einungis V< hluti af verði valium. Samt var haldið áfram að selja valium og er reyndar enn þann dag í dag. Verðmismunurinn er að vísu ekki eins mikill í dag, en Valium er þó enn margfalt dýrara. Lyfja- verslun ríkisins framleiðir fjölda lyfla, t.d. haloperidol, sem er sama lyf og haldol (frumlyf). í árslok 1986 var smásöluverð þeirra sem hér segir: Haloperídol Haldol 0,5 mg 100 töflur 119,70 kr. 363,98 kr. 1 mg 100 töflur 186,06 kr. 591,13 kr. 4mgl00töflur 486,78 kr. 2.131,96 kr. 20 mg 100 töflur 2.004,24 kr. 7.148,08 kr. í 20 mg styrkleika er verðmis- munur á 1 pakkningu yfír 5 þúsund kr. Samt er haldið áfram að selja haldol hér á landi. Rétt er að geta þess að LyQaverslun ríkisins hefur vel fyrir kostnaði með þessari verð- lagningu og fyrirtækið hefur auk þess skilað hagnaði í ríkissjóð á undanfömum árum. Þar til fyrir fáum árum fluttu 2 íslensk fyrirtæki inn fenoxímetýl- penicillin-töflur frá erlenda lyfja- framleiðandanum Novo. Voru það LyQaverslun ríkisins og Pharmaco hf., sem er hlutafélag apótekara og fleiri lyfjafræðinga og meðal annars umboðsaðili fyrir Novo hér á landi. Lyfíð var flutt inn sem samheitalyf og ekki skráð sem sér- lyf. Skyndilega fékk LyQaverslun ríkisins þetta lyf ekki lengur af- greitt frá Novo. Skýringin kom nokkrum mánuðum síðar, en þá hafði Lyfjaverslunin hafíð innflutn- ing og sölu á sams konar töflum frá öðru erlendu fyrirtæki. Skýring- in var sú að Pharmaco hf. og Novo höfðu fengið ofangreindar fenoxí- metýlpenícillintöflur skráðar hér á landi sem sérlyf undir heitinu fenoxcillin á um það bil þreföldu því verði sem áður gilti. Forráða- mönnum Lyfjaverslunarinnar þótti einkennilegt að heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið skyldi heimila slíka verðhækkun og sóttu um leyfí til þess að mega halda SAMANBURÐUR A LYFJAKOSTNADI OG LÆKNISKOSTNADI TRYGGINGASTOFNNAR RIKISINS — Miöoö viö fast verðlag — -+- LYFJA— KOSTNADUR T.R. •6- GREIDSLUR T.R. TIL LAKNA llér er átt við þjónustu utan sjúkrahúsa. Ólafur Ólafsson „í 20 mg styrkleika er verðmismunur á 1 pakkningu yf ir 5 þús- und kr. Samt er haldið áfram að selja haldol hér á landi. Rétt er að geta þess að Lyfjaversl- un ríkisins hefur vel fyrir kostnaði með þessari verðlagningu og fyrirtækið hefur auk þess skilað hagnaði I ríkissjóð á undanf örn- um árum.“ áfram innflutningi mun ódýrari taflna sem nú voru fluttar inn frá Finnlandi, á sama hátt og áður. Ráðuneytið hafnaði þeirri beiðni. Til þess að fá að flytja ódýrara lyf- ið inn hefði Lyfjaverslun ríkisins þurft að fá það skráð hérlendis sem sérlyf, en það tekur um það bil 2 ár. Auk þess hefði hún þurft að gerast umboðsaðili fyrir erlenda framleiðandann, en slíkt hefur hún ekki gert, þar sem umboðsmennska felur jafnframt í sér skuldbindingu til þess að gæta fyrst og fremst hagsmuna hins erlenda umbjóðanda sem reikna má með að stangist oft á við hagsmuni íslenska ríkisins. Auk þess má benda á, að áður en erlendi framleiðandinn myndi sækja um skráningu á sínu ljrfí mjmdi hann kanna verð á tilsvarandi lyfj- um, sem þegar væru skráð hér á landi og að öllum líkindum hækka verðið á sínu lyfi til samræmis! Skráningarkerfi sérlyfja kom hér í veg fyrir að ódýrara lyf kæmist inn á markaðinn. Skráningarkerfið Skráningarkerfi er nauðsynlegt til þess að tryggja gæði ljrfja sem flutt eru til landsins og eins til þess að tryggja að ekki sé hellt inn á markaðinn ýmsum vafasömum ljrfj- um sem enginn hefur not fyrir. Reglur þessar eru þó of strangar því að eftirlit með lyfjafram- leiðslu er nú orðið allt annað og strangara en áður. T.d. bendir allt til þess að gæði lyfja sem fram- leidd eru í þeim löndum sem ísland hefur gert milliríkjasamning við um gagnkvæma viðurkenningu á ljfya- eftirliti séu fullnægjandi, enda farið eftir sömu stöðlum og sama lyfja- eftirliti, hvort sem viðkomandi ljrf eru skráð á íslandi eða ekki. Skrán- ingarreglum þarf að brejrta í þá veru að ef framleiðendur í þessum löndum geta boðið sams konar lyf og hér eru notuð, en á verulega lægra verði (t.d. 20-30% ódýrari), þá megi veita þeim undanþágu til sölu hér á landi. Jafnframt mætti gefa framleið- anda hins skráða sérljrfs kost á að lækka verðið á sínu lyfí til samræm- is eða að það yrði strikað út af sérfyfjaskrá að öðrum kosti. í stað þess að slaka á skráningarregl- um hér á landi er þvert á móti verið að herða á þeim til þess að sporna við undanþágum. Hér skal á það bent, að það er lyfjanefnd, sem ákveður hvort lyf eru skráð á sérlyfjaskrá. Lyfjaeftirlit ríkisins staðfestir verðið, sem sótt er um. Lyfja- verðlagsnefnd ákveður rekstrar- grundvöll apóteka og álagning- arprósentu. Tillögur 1. Fasta prósentuálagningu í smásölu þfyrfti að afnema hið bráðasta. I staðinn getur komið prósenta, sem færi lækkandi með hækkandi einingarverði (eins og t.d. í Danmörku o.fl. löndum). Athugandi væri að heimila ljfyafræðingi að afgreiða „ódýrasta" samskonar lyf, sem er á markaði eða að Trygginga- stofnun ríkisins greiði hlutfalls- lega meira fyrir ódýrari en dýrari fyf, svipað og Bretar gera nú og Norðmenn hafa í hyggju að taka upp. Skráningarkerfið sér um að einungis ljrf af viðunandi gæðum verði á markaði. Þess skal getið að í sumum nágranna- löndum er fjöldi íbúa á hvert apótek svipaður og hér á landi, t.d. í Finnlandi. 2. Aðrar leiðir gætu verið að taka upp álagningu sem verður föst krónutala fyrir hvem fyfseðil, óháð verði lyfsins, sem leggst á heildsöluverð þess. Með þessu móti mundi lyfsalinn leitast við að kaupa fremur inn þau fyf sem hafa lægra heildsöluverð og eru að sama skapi ódýrari fyrir þjóð- ina. 3. Þá er og æskilegt að teknar verði upp millifærslur frá stærstu apótekunum til hinna minnstu til þess að jafna af- komu ljfyabúða. 4. Efla þarf Ljfyaverslun ríkisins sem býr yfir aðstöðu bæði til innflutnings og framleiðslu ljrfja af flestum ljTjaformum. Ljóst er að unnt væri að framleiða meginhlutann eða öll þau sam- heitalyf sem hér eru á markaði ÍSLAND: Smásöluálagning68% DANMÖRK: Innkaupsverð apóteks < 20 kr. smásöluálagning 80% meðaltal Innkaupsverðapóteks < 80 kr. smásöluálagning 60% meðaltal Innkaupsverð apóteks < 200 kr. smásöluálagning 50% meðaltal Innkaupsverðapðteks < 1000 kr. smásöluálagning 36% meðaltal Innkaupsverðapðteks < 1500 kr. smásötuálagning 35% meðalta! Innkaupsveið apóteks < 2000 kr. smásöluálagning 35% meðaltal Smásöluálagning (meðaltal 50-54%). N0REGUR: Innkaupsverð + 31% + 3,5 + moms. Smásöluálagning (meðaltal 32%). SVÍÞJÓÐ: Innkaupsverðapóteks < 30 kr. smásöluálagning 60-70% meðaltal Innkaupsverð apóteks < 100 kr. smásöluálagning 43% meðaltal Innkaupsverð apóteks < 400 kr. smásöluálagning 32% meðaltal Innkaupsverð apóteks < 1500 kr. smásöluálagning 80% meðaltal Smásöluálagning (meðaltal 33%).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.